Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 9
 ÞRIÐJUDAGUR 19.MAÍ 1998 - 2S SMAA Húsnæði í boði Húsnæði til leigu í Kaupangi á efri hæð. Hentugt fyrir skrifstofu, læknastofu og fleira. Upplýsingar gefur Axel í sima 462 2817 og eftir kl. 19 í síma 462 4419. Húsnæði óskast Óska eftir 2ja herb. íbúð til leigu á Akur- eyri, ekki síðar en frá 1. júni. 35 ára, bý einn og er helgarpabbi aðra hvora helgi, tvær stúlkur, 8 og 2ja ára. Góð umgengni, reglusemi, skilvísar greiðsl- ur og áreiðanleiki. HJÁLP! Vinsaml. hringið i s. 852 9709. Haraldur. Til sölu Fenwick Yale rafmagnslyftari til sölu. Einnig hey (litlir baggar) og hornstaurar og spírur. Uppl. í s. 463 3220 eða 899 9906. Sveinn. Sveitastörf Strákur á 16. ári óskar eftir að komast í sveit á Norður- eða Austurlandi. Hefur áður verið í sveit og er vanur á drátt- arvél. Uppl. í s. 462 6160. Heilsuhornið Próf? Sauðburður? Eða vorþreyta? Hraðvirk og kröftug vítamín í fljótandi formi og töflum. Fæðubótarefni eins og Ostrin, Ginseng, Leoithin og fljótandi og hraðvirkt Ginsana. Allt til að gera þér vorverkin auðveldari! Góðir tilbúnir jurtaréttir og súpur. Einnig það nýjasta, Tofuborgarar, tveir Ijúffengir og matarmiklir Tofuborgarar f hverjum pakka, 3 bragðtegundir. Nýir, frískandi drykkir með engifer og hind- berjum, tilbúnir til drykkjar. Súrdeigs-tekex og súrdeigs-pizzabotnar. Lifrænt ræktað kaffi og te. Líttu inn og kynntu þér það sem i boði er, við tökum vel á móti þér. Heilsuhornið, Skipagata 6, Akureyri. Sími / fax 462 1889 - sendum í póstkröfu. Þar sem úrval, gæði og góð þjónusta fara saman. íslenski fáninn Eigum til á lager flestar stærðir af ís- lenska fánanum og fánaveifum. Vönduð íslensk framleiðsla. Dæmi: Fáni á 6 m stöng kr. 4.990,-. Leið- beiningar fylgja. Einnig til stakir húnar i ýmsum stærðum. Fánastengur úr fiber, 6 og 8 metra. Línur og lásar i stengur. Útvegum erlenda þjóðfána. Sjóbúðin Sandfell hf. Laufásgötu, Akureyri, s. 462 6120. Opið 08.00-12.00 og 13.00-17.00 virka daga. UGLÝSINGAR Garðaúðun Roðamaur-maðkur-lús. Erum byrjuð að úða, 15 ára starfsreynsla. Verkval sími 461 1172, heimasími 461 1162. Jarðvinnsla Tek að mér vinnslu á kartöflugörðum, flögum, túnum og fl. Björn Einarsson. Simar 462 5536, 895 3654 og 855 3654. Veiðileyfi Lax- og silungsveiði. Til sölu veiðileyfi í Laxá í Aðaldal. Nokkrir dagar lausir í júní og júlí. Uppl. í Presthvammi í s. 464 3516. Símatorg Viltu heyra hvað tvítugar stúlkur gera á nóttunni? Hringdu í síma 00569004339. Sonia og Angela eru tilbúnar að degi sem nóttu með raunveruleg atriði i síma 00569004346. Erótískar upptökur í síma 00569004330. Hringdu i síma 00569004345 og hlustaðu á nætursögur. Karlmenn tala við karlmenn. Eitt símtal og allt að 10 karlmenn tala saman í einu. Sími 00569004360. Spjallið og kynnist á bestu spjall- og stefnumótalínunni. Slmi 00569004356. ABURA 135 kr./mín. (nótt), 180 kr./mín. (dag). Varahlutir Árnað heilla Ótrúlegt en satt! Þær Laufey og Kristjana Skúladætur eru fertugar í dag, 19. maí. Þær verða að heiman. Takið eftir Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Opið hús í Punktinum alla mlðvikudaga frá kl. 15-17. Kaffiveitingar í boði, dagblöð liggja frammi og prestur mætir á staðinn til skrafs og ráðagerða. Sérstök dagskrá auglýst ef svo ber undir. Akureyrarkirkja. Leiðbeiningastöð heimilanna, sími 551 2335. Opið frá kl. 9-17 alla virka daga. Minningarspjöld félags aðstandenda Alzheimer-sjúklinga á Akureyri og ná- grenni, fást í bókabúð Jónasar, Hafnar- stræti, Bókvali, Kaupvangsstræti, Möppu- dýrinu, Sunnuhlíð, skóverslun M.H. Lyng- dal, Hafnarstræti, Sjóvá-Almennum trygg- ingum við Ráðhústorg, Dvalarheimilinu Hlíð og hjá Önnu Báru í bókasafninu á Dalvík. Minningarspjöld Kvenfélagsins Hlífar fást I Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akri, Möppudýrinu Sunnuhlíð og í símaafgreiðslu . Minningarkort Heimahlynningar krabba- meinssjúkra á Akureyri fást hjá Pósti og síma (sími 463 0620), Bókabúð Jónasar, Bókval, Möppudýrinu, Blómabúðinni Akur, Blómabúð Ákureyrar og Blómasmiðjunni. Varahlutir í Range Rover og Landrover. Japanskir varahlutir í japanska og kóreska bíla, þar á meðal eldsneytis-, smurolíu- og loftsíur. Varahlutaþjónusta fyrir allar gerðir vinnu- véla og flutningatækja. B.S.A. sf., Skemmuvegi 12, Kópavogi, Sími 587 1280, bréfsími 587 1285. Ökukennsla Kenni á Mazda 323. Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Nýr bíll á leiðinni. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, Þingvallastræti 18, heimasími 462 3837, farsimi 893 3440. ÖKUKENIXISLA Kenni á nýjan Land Cruiser Útvega öll gögn sem með þarf. Aðstoða við endurnýjunarpróf. Greiðslukjör. JÓI\I S. ÁRNASON Símar 462 2935 • 854 4266 TÍMAR AÐ ÓSKUM NEMENDA. Kenni á Subaru Legacy. Tímar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn. Hjálpa til við endurnýjunarpróf. Ingvar Björnsson, ökukennari frá KHÍ, Akurgerði 11 b, Akureyri, sími 895 0599, heimasími 462 5692. Amatör Venjulegar konur flytja sannar reynslttsögur og œsandt 1 eíUatríöí 66.50 mín. Allfr fyrir gluggann Trérimlar Álrimlar Plastrimlar Sniðið eftir máli og staðlaðar stærðir KAUPLAND Hjalteyrargötu 4 Sími 462 3565 • Fax 461 1829 wwwvisiris fVRSTUR ME0 FRÉTTtftNAR HVAfl ER Á SEYDI? ERRÓ í HAFNARHÚSINU Sýning á verkum Errós í fram- tíðarhúsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu hefur þegar vakið mikla athygli. Um helgina komu alls 2.700 manns á sýninguna og sýnir það áhuga fólks á verkum Errós og þeim framkvæmdum sem fyrir dyrum standa á vegum safnsins í Hafnarhúsinu. I tilefni sýningarinnar var gefin út rúmlega 400 sfðna litprent- uð bók með verkum eftir Erró og stuttri umfjöllun. Erró mun árita bókina í safninu í dag á milli ld. 16 og 18. NORÐURLAND Menntasmiðja kvenna Miðvikudaginn 20. maí verður Menntasmiðja kvenna með opið hús í húsnæði Mennta- smiðjunnar að Glerárgötu 28, 3. hæð kl. 16.00-19.00. Skólastarfið verður kynnt og sýning á list- og handverki nemenda. Kaffi og léttar veit- ingar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tónlistarhús í Kópavogi í dag kl. 17.00 mun Davíð Oddsson leggja hornstein að byggingu nýs tónlistarhúss í Kópavogi, sem nú er verið að reisa við hlið Gerðarsafns. Listvinafélag Hallgrímskirkju Málverk eftir Eirík Smith eru nú til sýnis í Hallgrímskirkju, en sýning með verkum hans var opnuð síðastliðinn sunnudag. Gegn vímuefnum Miðvikudaginn 20. maí kl. 12.00-13.30 verður fundur á Hótel Borg með yfirskriftinni Gegn vímuefnum. A fundinum verður sjónum fyrst og fremst beint að forvörnum. Framsögu- menn verða: Árni Einarsson, framkv.stjóri Fræðslumiðstöðv- ar í fíknivörnum, Áslaug Þórar- insdóttir frá Vímulausri æsku, Haraldur Finnson skólastjóri Réttarholtsskóla, Steinunn V. Oskarsdóttir borgarfulltrúi og Hildur Sverrisdóttir ffá Jafn- ingjafræðslunni. Hádegisverð- ur kr. 1.100,-. Fundarboðandi er Ólafur Örn Haraldsson. Einholtsskóli I tilefni þess að Einholtsskóli hefur nú verið tíu ár (janúar sl.) í Einholtinu verður opið hús í skólanum miðvikudaginn 20. maí ld. 16-19. Boðiðverður uppá kaffi og meðlæti, gestir geta kynnst vinnu nemenda og því starfi sem fram fer í skólan- um. Meðal þess sem gestir geta skoðað er verðlaunastuttmynd úr nýafstaðinni stuttmynda- samkeppni grunnskóla Reykja- víkur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu KARÍTASAR RÓSU JÓHANNSDÓTTUR Klapparstíg 11, Hauganesi. Sérstakar þakkir til kórs Stærra-Árskógskirkju og Hríseyjar- kirkju. Örn Sigurðsson, Ómar E. Friðriksson, Björg Jakobsdóttir, Örn V. Arnarson, Áshildur Sísý Malmquist og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi SIGTRYGGUR ALBERTSSON Miðhvammi, Húsavík er andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga 13. maí verður jarð- sunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 14.00. Anna S. Bjarnadóttir, Elín Sigtryggsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Jón Ág. Bjarnason, Albert Sigtryggsson, Kristín Káradóttir, Bjarni Sveinsson, Sólveig J. Skúladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og iangalangafabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.