Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 1
Ambindiyllur og Grimmhildur Rokkið erkomið í Tónlistar- skólann og þarhafa stelpum- ar tekið það upp á sína arma. Þeirsem kenna tónlistverða að mæta rokkinu „með opn- um huga“. „Þegar stelpur eru í hljómsveit er yfirleitt ætlast til þess að þær séu bara söngkonur. I samspilshópunum hjá mér í tónlistar- skólanum er ég að mestu leyti með djass- hópa og þar hafa þessar stelpur ekki áhuga á þátttöku. Þær vildu vera með sín- ar eigin sveitir sem leika þá tónlist sem þeim sjálfum best líkar; harða alvöru rokktónlist," sagði Jón Rafnsson, sem er kennari við Tónlistarskólann á Akureyri og hefur verið hinum ungu tónlistarkonum í \mbindryllum og Grimmhildi til halds og trausts. „Stelpurnar hafa að sjálfsögðu sömu mögleika á því að vera góðir rokktónlistar- menn og strákarnir. Fyrirmyndir á Islandi eru til dæmis Grýlurnar, sem sýndu lands- mönnum að þær gátu vel spilað virldlega góða rokktónlist. Músíktilraunir í Tónabæ í Reykjavík hafa ýtt undir marga upprenn- andi tónlistarmenn og komið mörgu góðu af stað. Þar hafa stelpur virkilega nýtt sér tækifærið - og gott dæmi eru til dæmis hljómsveitin Kolrassa krókríðandi, sem fyrst kom fram á Músíktilraunum," segir Jón. „Ambindryllu-stelpurnar fóru á Músík- tilraunirnar fyrir sunnan nú í vor og stóðu sig vel, komust í úrslit. Og það sem ég heyrði til þeirra fannst mér gott. Grimm- hildarstúlkur hafa starfað skemur, byrjuðu fyrst saman fyrir alvöru nú eftir áramótin, og þær hafa staðið sig mjög vel. Náð að spila sig saman á skömmum tíma með miklum æfingum - og það er jú það sem gildir ef árangur á að nást.“ segir Jón tón- listarkennari. Dægurtónlist með opmun huga „Þegar ég var í tónlistarnámi voru mögu- leikar í tónlistarnámi helst á klassíska sviðinu. Með tilkomu Tónlistarskóla Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna hefur þetta breyst og alþýðutónlistardeild tón- listarskólans hér á Akureyri er að sumu Ambindryllur og Grimmhildur. Þessar stúikur eru æskublómi Akureyrar og framtíðín í íslenska kvennarokkinu? Kannski eru hér Björk, Ragga Gísla og Andrea Gylfa næstu ára? Fyrst tónlistarskólinn, svo heimurinn! mynd: brink. leyti byggð upp á svipuðum grunni og skóli FIH. Þar gefst krökkum möguleiki á að nema á hljóðfæri sem algeng eru í dæg- urtónlistinni, svo sem rafmagnshljóðfæri af ýmsum toga, trommur og þess háttar," segir Jón. En um það hvort ekki sé rétt að gera dægurtónlistina meira gildandi í grunni tónlistarnámsins í stað þess að byggja á hinni klassísku tónlist segir Jón, aðspurð- ur, að hinar gömlu og gildu aðferðir í kennslunni verði alltaf að vera til staðar. Ekki megi víkja um of frá hinni sígildu tón- list - en dægurtónlistinni verði jafnframt að marka sess og henni verði þeir sem kenna tónlist að mæta með opnum huga. Fnunsamið og aimarra manna efni Hljómsveitina Ambindryllu skipa þær Sara Blandon, söngkona, Helga Oddsdóttir leikur á gítar, Bryndís Dröfn Traustadóttir á bassa, María Björk Gunnarsdóttir á trommur og það er Helga Björk Gunnars- dóttir sem slær nótur hljómborðsins. - Stúlkurnar í Grimmhildi eru Anna Þor- björg Jónasdóttir, sem leikur á trommur, Hrafnhildur Ósk Magnúsdóttir, leikur á bassa, Þórhildur Kristjánsdóttir á hljóm- borð og Dís Pálsdóttir syngur. Báðar þessar sveitir leika rokktónlist eft- ir aðra tónlistarmenn, sem þær hafa æft undir stjórn Jóns Rafnssonar í vetur, en þær munu einnig leika frumsamið efni. Fjórir piltar nafnlausir Þriðja sveitin er skipuð fjórum piltum, er enn nafnlaus, en hana skipa Róbert Reyn- isson, sem leikur á gítar, Jósep Þeyr Sig- mundsson á bassa, Davíð Fransson á trompet, og Benedikt Brynleifsson á trommur. Þessir íjórir strákar hafa allir lát- ið að sér kveða í djassleik á undanförnum árum - en rokkelementið blundar í þeim og undir þeim merkjum koma þeir fram í kvöld. Munu þeir leika ífumsamda tónlist, sem er blanda af djassi og rokki. Kvennarokkið hefst kl. 21.00, í Kompaníinu við Hafnarstræti, þar sem fé- lagmiðstöðin Dynheimar var áður. Að- gangur er ókeypis. -SBS. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐA- OC Þarftu að eyða illgresi? Eru pöddur í garðinum þínum? Veistu ekki hvernig á að bregðst við? Leyfðu okkur að aðstoða þig. Ráðgjöf sérfræÖinga um garð- og gróSurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100 Munið! Fagmennska í fyrirrúmi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.