Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 6
Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music eftir Richard Rodgers og Oscar Hammerstein II, sýn. mið. 20. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. fimm. 21. maí kl. 20.30 Örfá sæti laus sýn. laug. 23. maí kl. 20.30 Örfá sæti laus sýn. sunn. 24. maí kl. 20.30 Örfá sæti laus Allra síðustu sýningar »Saltið er gott, en ef saltið missir selt- una, með hverju viljið þér þá krydda það? Ilafið salt í sjálfum yður, og hald- ið frið yðar á milli. “ 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. á Renniverkstæðinu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leikmynd: Manfred Lemke. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. í Bústaðakirkju í Reykjavik 31.maíkl. 20.00 og l.júníkl. 20.00 'Vortánleikcu" £eikftú&kár&in& verócvfa&tudagimi 5.júní kl. 20.30 í $ amlmmuíim inw. 'Kárinn sgngxir lag. úr óangleilyum, ápereUum ag ápenun. Stjárnandi: ‘Rpar Kgam ilndirleikari: Ijicfiard Simnv 'Mióareró %r. 1.000 Landsbanki fslands veitir liandhöfum gull-debetkorta 25% afslátt. Miðasalan er opin þriðjud.-finuntud. kl. 13-17, föstud.-sunnud. fram að sýningu. Símsvari allan sólarirringinn. Sími 462 1400 er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar 22 - ÞRIÐJUD AGU R 19 . MAÍ 19 9 U LÍFIÐ í LANDINU tignar. Það er logn við Reykjavíkurhöfn. „í fyrsta sinn síðan land byggð- ist,“ segir Egill Helgason frétta- maður þar sem hann stendur við hafnarbakkann ásamt aragrúa fólks sem komið hefur til að fylgjast með kínverskri flug- drekasýningu og líta danska drottningu augum. Sólin hefur brotist fram úr skýjunum og ein- staka flugdreki lyftir sér í mátt- vana tilraun til að ná flugi. Það sem átti að verða litrík flug- drekasýning verður ekki annað en fálm út í Ioftið. „Ég er í vinnunni,“ segi ég hraðmælt við Egil í tilraun til að verja heiður minn því satt best að segja finnst mér það heldur hégómleg iðja að standa við hafnarbakka til þess eins að fylgjast með danskri drottningu spássera. En það er eins og Egill sjái ekkert athugavert við þessa iðju enda kemur á daginn að hann á góðar minningar úr æsku frá þeim degi þegar hann stóð í mannfjölda og beið þess að berja augum Friðrik Danakon- ung, föður Margrétar. „Ég man vel eftir þeim degi,“ segir Egill, „og nú vil ég skilja eftir mynd fyrir litla frænda minn.“ Egill tekur síðan til við að skemmta mér með sögum af Friðriki kóngi sem hann segir hafa stundað hafnarkrár af kappi f fé- lagsskap alþýðunnar og snúið til hallar þegar nokkuð var liðið á morgun, tattóveraður einhvers staðar á kroppnum. „Kulturmeiuieskernes parade“ Drottningin, dóttir Friðriks hins alþýðlega, Iætur bíða eftir sér, en þeir Islendingar sem eyddu með henni hádegisverðarstund sjást stíga úr snekkju hennar. Þar með hefst það sem kalla má „kulturmenneskernes parade". Einn af öðrum ganga menning- arvitarnir eftir hafnarbakkanum og í átt að Hafnarhúsinu þar sem setja á Listahátíð. „Er ég Forseti lýðveldisins hafði ástæðu til að brosa því mikill mannfjöldi var samankominn á hafnarbakkanum til að fagna hinum tignu gestum. myndir: hari. mættur hér til að horfa á Tótu Sig?“ segir Egill mæðulega þegar formaður listahátíðar gengur framhjá. Þar á eftir kemur Sveinn Einarsson sem í ein- hverskonar misskilningi um hlutverk sitt veifar til fjöldans. Vigdís Finnbogadóttir veifar ekki en þegar einhverjir áhorfendur klappa fyrir henni Ijómar andlit hennar í brosi og hún hraðar sér til hópsins sem fagnaði henni. En Vigdís fær ekki að njóta sviðsljóssins nema stutta stund því forseti lýðveldisins gengur í Iand ásamt eiginkonu, drottn- ingu og drottningarmanni. Sá sem vissi ekki betur myndi sam- stundis áætla að Guðrún Katrín væri drottningin. Glæsileikinn Ijómar af henni meðan Dana- drottning minnir einna mest á mömmu þegar hún hefur sig til og fer í sparikápuna. „Drottn- ingin er þessi í bláu kápunni," segir EgiII við frænda sinn. „Já, ekki rugla henni saman við Guðrúnu Katrínu sem lítur út eins og drottning," segi ég við drenginn. Fullorðin kona við hlið okkar tekur orð mín óstinnt upp. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af Margréti," segir hún hárri röddu og hvessir á mig augum. Eg sýni enga iðrun held- ur kveð Egil og hraða mér í Hafnarhúsið til að fylgjast með setningu Iistahátíðar. Prinsiim og Jack Þegar ég kem í Hafnarhúsið er fyrirfólkið sest. Við, hinir óæðri, stöndum innan hliðs en fyrir utan lokað hlið raða sér forvitin börn sem sennilega vilja sjá meira af drottningunni. Afrískir listamenn sjá um skemmtiatriði, slá drumbur og stíga dans með tilheyrandi lát- um við mikla hrifningu við- staddra. Astsæll borgarstjóri okkar flytur skörulega ræðu en í henni miðri gerir haglél. „Dæmigert íslenskt veður,“ segir Ingibjörg Sólrún um leið og hún skellir upp úr. Haglið dynur á henni nokkra stund áður en snarráður embættismaður bregður yfir hana regnhlíf. Skyndilega eru ungar stúlkar á hlaupum um svæðið með regn- hlífar sem þær rétta gestum sem flestir eru æði brosmildir eftir hin óvenjulega veðragjörning. Meðan aðallinn fer inn í hús til / Þjóðminjasafninu við opnun sýningar á kirkjugripum Danadrottningar. Sú sýning er sannarlega heimsóknar virði. Hvarer drottningin? Margrét Dana- drottning kom víða við í heim- sókn sinni tillslands. Kolhrún Bergþórsdóttir stóð drottningarvaktina á laugardag ogfylgdist meðferðum hennarhá- Kolbrún skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.