Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 1
„Mér finnst Grafarvogur afar fallegt hverfi, eitt fallegasta hverfi borgarinnar," segir Anna Geirs- dóttir. „Mér heyrist að fólki líki al- mennt vel að búa hér, hverfið þyk- ir barnvænt og leikskólamálin hafa stöðugt verið að batna og stutt í að þau verði komin í það lag að allir fái gæslu sem vilja. Þá er ánægjulegt að búið er að opna nýja sundlaug, golfvöllur hefur verið tekinn í notkun, auk þess sem stígakerfið er til fyrirmyndar." Það er greinilegt að fjölskyldu- mál eiga hug Onnu allan, enda hefur hún góða innsýn í aðstæður fólks. Hún leggur mikla áherslu á að bæta aðstöðu Grafarvogsbúa til allrar þjónustu og gæta þess að enginn verði útundan í þeim mál- um. „Við höfum tækifæri til að taka Grafarvoginn, sem er nýtt hverfi og í mikilli uppbyggingu, og gera hann að besta hverfi borgar- innar," segir hún. Muiiurinii í verkunuin Anna telur nokkurs misskilnings hafa gætt í umræðunni um Geld- inganesið. „Það hefur aldrei staðið til að gera Geldinganesið að „gáma- og iðnaðarsvæði" eins Anna og Snorri eru í orrahríðinni miðri: Fulltrúar sinna lista í hverfi þar sem atkvæðin skipta miklu um framtíð Reykjavíkur. Lífið í landinu skoðar sig um í Grafarvogi í dag, stað sem flestir landsmenn þekkja aðeins af afspurn. og sjálfstæðismenn hafa haldið fram,“ segir hún, „nema ef vera kynni á sjöunda áratugnum þeg- ar þeir fóru með völd í borginni. Það er ekki hægt að strika heila höfn út af aðalskipulagi án þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á hvar framtíðarsvæði hennar ætti þá að vera.“ Anna segir mun á stefnum R- og D-lista helst sjást í verkum flokkanna. „Hjá okkur stendur uppúr stórkostleg uppbygging í skóla- og Ieikskólamálum og áhersla á lengingu fæðingaror- Iofs, en D-Iistinn lagði áherslu á rándýrt ráðhús og Perluna og leggur nú til að börn verði keypt út af leikskólalistum með heim- greiðslum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að 25 þús- und krónu greiðsla með hverju barni þýðir að foreldrar verða að greiða af því tæp 40% í stað- greiðsluskatt, sem jafnframt kemur til með að hafa áhrif á barnabætur þannig að þær minn- ka. Það verður því ekki mikið eft- ir af þessum peningum, auk þess sem D-listinn hefur ekkert sagt hvernig hann ætli að Ijármagna þetta Ioforð." Baraa- og unglingastarfið „Ég vil byrja á að segja það að mér líkar afskaplega vel að búa hér i hverfinu," segir Snorri Hjartar- son. „Og þar sem ég hef notið þeirra miklu forréttinda að starfa með börnum, unglingum og for- eldrum í hverfínu, fyrir utan störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hef ég kynnst mjög mörgum hér.“ „Mér er barna- og unglinga- starf alltaf efst í huga,“ segir Snorri, sem var formaður Fjölnis í yfir 5 ár. „Félagið fer ört vaxandi og því nauðsynlegt að tryggja góðar samgöngur. Þar er ég til dæmis að hugsa um sérstakan vagn, sem gengi Iíkt og skólabíll á miíli hverfanna og íþróttahússins og til annarra staða þar sem tóm- stundastarf barna og unglinga fer fram. Þessi flutningur barna og unglinga um hverfið sem nú er fyrir hendi, er að stórum hluta tilkomin vegna hins mikla að- stöðuleysis sem fjölmennasta íþróttafélag landsins á við að etja í dag og því miður virðast borgar- yfirvöld ekki hafa miklar áhyggj- ur af því í dag.“ Snorri telur samstarf allra þeir- ra aðila sem að málum barna og unglinga koma, vera forsendu góðs forvarnarstarfs. Umferðin um Gulliiibrii Snorri leggur mikla áherslu á að breikkun Gullinbrúar verði hrað- að og finnst ekki nóg að gert. „Nú sjáum við að íbúar í Hamra- hverfi fái umferðina nánast inn í garð hjá sér á meðan á þessum aðgerðum stendur," segir hann. „Ég tel að hægt sé að auðvelda umferðina til bráðabirgða, með því að gera ráðstafanir til að nýta betur Víkurveginn og opna aftur vegarspotta sem liggur framhjá Keldum þar sem eitt sinn var ekið. Þá getur fólk valið um þrjár Ieiðir út og inn úr hverfínu og ætti það að létta á umferðinni um Gullinbrú. Samfara þessu þarf að gera ráðstafanir á Vesturlands- veginum til að taka á móti meiri umferð frá Grafarvogi.“ „Því er fljótsvarað," segir Snorri ákveðinn um muninn á stefnu listanna. „D-list- inn boðar einfaldlega stórsókn á öllum svið- um, í stað stöðnun- arstefnu R-list- Grafarvogurá sína fulltrúa á framboðs- listunum íReykjavík. Anna Geirsdóttir heilsugæslulæknir skipar níunda sætið á Reykjavíkurlistanum en Snorri Hjartarson byggingameistarí er í 13. sæti D-listans. Dagur kynnti sér ólík viðhorfþeirra til borg- armálanna. S SB B ffH s. Þitt atkvæði ræður úrslitum! iD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.