Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 7
FIMMTVDAGÚR 21.MAÍ 1998 - 27
Ttoptr
LÍFIÐ t LANDINU
Þau eruglöð og kát
krakkamirí nýja leik-
skólanum Hulduheim-
um, sem vakið hefur
athygli íhúa nágrenn-
isins vegna nýstárlegs
byggingarlags.
niAnr úr kastalanum
H a
Það sést fyrst í tjaldhimin-
inn og svo kemur húsið í ljós.
Við hliðina á því er þessi líka
fíni kastali og úr honum er hægt
að renna sér niður í sandinn.
Freistandi, ekki satt? Ef þú ert á
aldrinum 1-6 ára og mátt vera í
leikskóla, þá er leikskólinn
Hulduheimar mikið ævintýra-
land. Skólinn er byggður eftir
teikningu Ingimundar Sveins-
sonar, sem hefur svo sannarlega
hugsað fyrir þörfum litla fólks-
ins.
Tjaldið er yfir hellulögðu leik-
svæði, þar sem upplagt er að
hjóla og hlaupa. Húsið er byggt
þannig að það skýlir fyrir ríkj-
andi vindátt á svæðinu og norð-
anáttinni. „Það er svo gott hérna
undir tjaldinu," segir Bryndís
Markúsdóttir, leikskólastjóri, að
við gátum haldið jólaskemmtun-
ina hérna úti. Jólasveinarnir
voru okkur mjög þakklátir, því
þeir voru ekki að kafna úr hita
fyrir vikið. Og fyrir börnin, sem
þá voru nýbyijuð í skólanum og
bekktu varla
mnað, var
þetta mjög gott,
því þau gátu
verið að hlaupa
um og leika sér
í stað þess að
vera inni í sal.“
I leikskólanum
eru 110 börn,
þar af 80 börn
samtímis um
miðjan dag-
inn og þar
starfa 5
fóstrur, 1
kennari og 1
þroskaþjálfi
fyrir utan
annað
starfsfólk.
Skólinn
tók á móti
fyrstu
börnun-
um í byij-
un nóv-
ember og
þar með
var tekið
talsvert
aftan af
þeim
biðlista sem alltaf er eftir
dagvistarrými.
Bryndís segir starfsfólk kunna
vel að meta skólann og þó úti-
svæðið hafi í fyrstu virst lítið, þá
sé það afbragðsvel skipulagt og
svo er umhverfi skólans þannig
að endalaust er hægt að fara í
gönguferðir og fjöruferðir.
A lóðinni eru tré, göngustíg-
ar, stórir steinar og gras, allt
sem getur glatt lítil hjörtu og
verið uppspretta góðra hug-
mynda. Enda leika krakkarnir
sér af mikilli atorkusemi og
mega varla vera að því að Iíta
upp, þó ókunnir ferðalangar séu
á lóðinnni. -VS
Hér sést tjaldið vel, en það skýlir hellulögðu leiksvæði fyrir rigningu.
Ákaflí
íþróttum
Guðmundur Gunnarsson er formaður
Rafiðnaðarsambands Islands og einnig
faðir Bjarkar Guðmundsdóttur. Hann
segist hafa átt heima bæði í Fossvogs-
dalnum og í Breiðholtinu, en Foldahverfi
slái þau hverfi bæði út hvað varðar gróð-
ursæld.
„Hér eru frábærir göngustigar og hjól-
reiðastígar og mjög þægilegt að komast
um hverfið eftir þeim,“ segir Guðmundur.
„Krakkarnir mínir eru afskaplega hrifnir
af hverfinu og vilja hvergi annars staðar
vera. Þau eru á kafi í íþróttum og öll að-
staða til íþróttaiðkana er góð hér. Það
eina sem ég er óhress með er hvað um-
Guðmundur Gunnarsson segir krakkana sína
hvergi annars staðar vilja vera.
ferðin gengur hægt á stundum og finnst
mér að ráðamenn hefðu mátt hugsa held-
ur hraðar hvað þau mál snertir."
Gróðursælt í
Foldahverfl
Þórdís V. Bragadóttir býr í Foldahverfi og
segir það gróðursælt. „Mér finnst gott að
búa hér í hverfinu af mörgum ástæðum.
Utivistarsvæðin eru frábær og skokk- og
hjólabrautir alveg stórkostlegar. Eftir því
sem þjónustan hefur aukist, þá hefur bú-
setan orðið betri og hún er enn að batna.
Eg held að það verði gott að fá höfn í
Geldinganesið, það er gaman að fylgjast
með skipunum sigla inn sundið."
Þórdís V. Bragadóttir er hrifin afskokk-
og hjólabratunum.