Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 16
/\/ýtt - /(ýft* t/mar
AKUREYRARLISTINN er róttækasta nýjungin í bæjarmálapólitík á Akureyri í marga áratugi.
I honum sameinast þeir kraftar sem ötulast hafa barist fyrir samfélagslegu réttlæti og
velferð öllum til handa. Engum er því betur treystandi til að standa vörð um heill og
hamingju bæjarbúa en AKUREYRARLISTANUM.
Stefnuskrá AKUREYRARLISTANS er ítarleg og metnaðarfull. Brýnasta verkefnið er að
koma hjólum atvinnulífsins til að snúast hraðar og í stefnuskránni er bent á ýmsar leiðir
til þess. Þar er einnig lögð megináhersla á að öll þjónusta og aðstaða, sem bæjarfélagið
veitir íbúum sínum verði fyrsta flokks, s.s. á sviði skóla- menningar- og félagsmála, og
að Akureyri verði í fararbroddi í jafnréttis- og umhverfismálum. Stefnuskrá AKUREYRAR-
LISTANS er þannig traustur vegvísir að þróttmiklu og vaxandi bæjarfélagi á nýrri öld.
Góbir Akureyringar, vib höfum sameinað krafta okkar í ykkar þágu, og óskum
nú eftir öflugum stubningi til nýrrar framfarasóknar fyrir bæinn okkar.
AKUREYRARLISTINN