Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 8
28 - FIMMTUDAGUR 21.MAÍ 1998
LÍFIÐ í LANDINU
T>í&t*r
Fj ölnir - fj ölmennt íþróttafélag
Jón Þorbjörnsson, formaður Fjötnis, segir markmiðið vera að fá 50% grunnskólabarna í íþróttirnar.
í nýjum hverfum er
nokkuð sem álltafer
fljótlega hyrjað á, en
það er rekstur íþrótta-
félags í einni eða
annarri mynd.
Grafarvogur er þar engin undan-
tekning, en í hverfinu starfar
íþróttafélagið Fjölnir, sem að
sögn framkvæmdastjóra er eitt
Qölmennasta félag landsins með
um 4.000 félags-
menn.
„Virkir iðk-
endur íþrótta í
Fjölni eru á milli
átta hundruð og
eitt þúsund,"
segir Jón Þor-
björnsson, for-
maður Fjölnis.
„Við höfum nú
um 25% allra
barna á grunn-
skólaaldri í
hverfinu, en
markmiðið er að
50% þeirra
stundi einhveija íþrótt þegar
uppbyggingu hverfisins er lokið
og þau íþróttahús komin sem til
þarf.“
Græn lína í íþróttum
Fjölnir stefnir á að bjóða upp á
athyglisverða nýung varðandi
íþróttir, en það er svokölluð
Græn Iína sem hentar þeim
börnum sem ekki vilja æfa til
þess beinlínis að keppa, heldur
fremur til að taka þátt í íþrótt-
um. „Svo í framhaldi af því hef-
ur komið til umræðu að vera
með sérstaka afrekslínu, sem
hentar þá þeim sem eru kapp-
samir eða hafa sérstakan áhuga
á keppnisíþróttum. Þetta er
unnið í samvinnu við IBR, sem
með þessu vonast til þess að
hverfisfélögin nái til fleiri ung-
linga en nú er, en allt of margir
detta út úr æfingum þegar kom-
ið er fram á unglingsárin."
Nýlega var reist glæsileg
sundlaug í
hverfinu og
segir Jón hana
þýða að nú sé
hægt að koma
upp öflugu
sundfélagi í
hverfinu. Þegar
er farið að und-
irbúa það og
munu börnin fá
upplýsingar um
æfingatíma í
skólum næstu
daga. Með því
bætist við enn
ein greinin, en
Fjölnir býður
upp á mjög mikið úrval íþrótta.
Má þar nefna hand-, fót-, og
körfubolta, fijálsíþróttadeild og
tennisdeild. „Við höfum Iíka al-
menningsdeild, en í henni er
ýmis starfsemi sem ekki rúmast
annars staðar. Þar er til dæmis
skokkhópurinn okkar, sem
sennilega er stærsti skokkhópur
landsins og svo Tai Kwan do
deild, sem hefur ansi marga fé-
Iaga.“
Unglingalandsmót í sumar
A næstunni mun Fjölnir taka
upp viðræður við Reykjavíkur-
borg um byggingu íþróttahúss í
Borgarhverfi, en stóra íþrótta-
húsið í Foldahverfinu er löngu
orðið of lítið fyrir starfsemina.
Fjölnir hefur átt gott samstarf
við Miðgarð og segir Jón að
starfsfólk þar hafi varpað fram
mörgum góðum og nýstárlegum
hugmyndum sem eigi eftir að
vinna úr.
„Næsti stórviðburður hjá okk-
ur er svo unglingalandsmót sem
haldið verður fyrstu vikuna í júlí
og þá eigum við von á rúmlega
3.000 gestum hingað," segir
Jón. „Undirbúningur fyrir það
mót er í fullum gangi og veitir
ekki af því þetta er viðamikið
mót. En liðsmenn Fjölnis eru
dugnaðarforkar og hafa sýnt það
ítrekað að þeir taka stórum mál-
um létt með því að vinna sam-
íþróttaiðkun í Grofar-
vogi erfjölbreytt en
Fjölnirbýðurupp á
skokk, Tai Kwan do,
sund, boltaíþróttir og
fleiri íþróttirsvo eng-
um ætti að leiðast.
Þau Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir segjast varla geta verið ánægðari með búsetuna.
MiMð fram-
faraskref
Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir
sem bæði starfa á Stöð 2, búa í Folda-
hverfi.
„Þetta er alveg yndislegur staður og al-
veg sérstaklega barnvænn og það var mik-
ið framfaraskref þegar við fluttum hingað
úr miðbænum með öll börnin okkar," seg-
ir Elín. „Þar sem við búum, háttar þannig
til að botnlanginn liggur að skólanum og
við horfum á skíðabrekkuna og sundlaug-
ina og verslanamiðstöðin rétt hjá. Hér er
nánast öll þjónusta, góð heilsugæsla og
góður skóli, þannig að við gætum ekki
verið ánægðari með búsetuna."
Hér er gott að ala
upp böm
„Mér og minni fjölskyldu finnst mjög gott að búa hér í Grafarvogi," segir Áslaug Grét-
arsdóttir. „Við höfum búið hér í 10 ár og mér fannst strax að hér vildi ég eyða mínu lífi
í framtíðinni. Hér er mjög gott að ala upp börn. Það eru líka góðar skokk- og hjóla-
brautir hér.
Iþróttafélagið er fínt og frábær sundlaug var opnuð nýlega. Skólinn sem börnin mín
ganga í, er mjög góður. Þar eru upp til hópa góðir kennarar og starfsfólk, sem vill vand-
aðan skóla og gerir sitt til að svo megi verða. Hér er nánast aílt til alls og svo hlakka ég
heilmikið til þegar höfnin á Geldinganesi verður að veruleika, því höfn er Iífæð hvers
samfélags."
Áslaug Grétarsdóttir hefur búið í Grafarvoginum í 10 ár og Hkar vel.