Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2 1.MAÍ 19 98 - 35 T>Mjpr LÍFIÐ í LANDINU Helena skipulagði garðinn sinn og þar eru engar beinar línur því náttúran notar ekki beinar línur. Garðyrkja í Bon/arholti Þegarbúið erað byggja húsið, er garðurinn eftir. Oftreynistþað mikið verkefni og taka langan tíma, en þau hjón Stefán Rögnvaldsson og Helena Hólm, sem síðasta sumar fluttu í hús í hinu nýja Borgar- hveifi, voru ekk- ertaðslóra við það. Um leið og þau fluttu inn, hófu þau framkvæmdir við lóðina og gátu farið að njóta þess að sitja úti á langt kominni lóðinni áður en sumrinu lauk. „Við njótum þeirrar reynslu sem við höfum af síðasta garði,“ segir Helena. „Áður en við fluttum hingað, þá bjuggum við í Hamrahverf- inu og vorum búin að gera garðinn okkar þar góðan og vissum alveg hvað við vild- um hér.“ Engai- beinar línnr Helena skipu- lagði garðinn og teiknaði upp grunn- mynd af hon- um til að hafa til hliðsjónar við jarðvegs- vinnu. „Við gættum þess að hafa aðeins dautt efni undir möl- inni til að minnka vandamálin við grasið," segir hún. „Þessar hellur sem eru hér í boga um allan garðinn aðskilja grasið og mölina og gefa skemmti- legan svip.“ Garðurinn er frekar einfaldur í skipulagningu, en þó mjög smekklegur. Engar beinar lfnur eru í honum, „því náttúran notar ekki beinar línur". Upp við húsið er sólpallur og á honum er pottur þar sem fjölskyldan lætur fara vel um sig á sólar- dögum. „Eg ætla að setja rósir og aðrar plöntur sem krefjast sólar og skjóls hér utan með pallgirðing- unni,“ segir Helena. „Þetta er á móti suðri og mjög gott skjól hérna megin." Þau hafa gengið frá innkeyrslunni þó svo að gangstéttin sé ekki komin og fyrir vikið er lóðin enn skemmti- legri. Helena segist nota talsvert af fjölær- um plöntum og kjósa þær frekar en sumar- blóm. Stórir steinar til skrauts. Hér eiga að koma rósir og plöntur sem þurfa skjól. Stórir steinar og tré Þau hjón hafa komið fyrir nokkrum stórum steinum til skrauts og sóma þeir sér vel á sléttri lóðinni. Helena er að rækta upp ýmsar trjáplöntur í hallanum utan með lóðinni og segist ekki velja sérstaklega plöntur þangað, en ætlar að hafa svæðið dálítið villt. Hún hefur líka hlúð að smáskika úr móanum, sem Iiggur upp að lóðinni, en nú hefur sand- haugur verið settur ofaná. „Vonandi jafn- ar þetta sig þegar haugur- inn fer,“ segir hún, „það er gaman að geta haft svolítinn hluta af nátt- úrunni villt- an.“ Að vestan- verðu er Iandið eign borgar- innar og býður upp á að geta verið frábær útivistarstaður. Þar rennur lítill Iækur og sé plantað í þetta land með fyrirhyggju eða bara hreinsað svolítið, getur þetta orðið fínt. Helena vill gjarnan taka þátt í þeirri uppbyggingu og segir íbú- ana í kring hafa áhuga því líka. Glerárkirkja Messað verður á uppstigningardag kl. 14.00. Séra Kristján Róbertsson predikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kvenfélagið Baldursbrá býður til kirkjukaffis í safnaðarsal eftir messu. Kór Glerárkirkju mun syngja nokkur létt lög í kirkjukaffinu. Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir. ATH. nýtt hljóðkerfi er komið í kirkjuna. Grunnskólakennarar Lausar eru tii umsóknar kennarastöður við Dalvíkurskóla Kennslugreinar: almenn bekkjarkennsla, íþróttir 1 '/2 staða, handavinna, smíðar, heimilisfræði. Á Dalvík: - búa 1.500 manns. - kjörinn staður fyrir fólk sem vill ala börnin sín upp við öryggi í umhverfinu. - er ekkert atvinnuleysi. - er góð aðstaða til allskonar tómstundaiðkana barna og fullorðinna, s.s. skíði, blak, fótbolti, golf, sund, kórar, skátafélag og fl. Þá þjónustu sem ekki er í boði á staðnum má sækja um stuttan veg til Akureyrar (46 km). í skólanum eru 280 nemendur í 1.-10. bekk. Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhugasömu fólki sem vill vinna með okkur að þróunar- og uppbyggingarstarfi. Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið innan- lands og utan. í skólanum ríkir góður starfsandi, starfsað- staða er góð og vel er tekið á móti nýju starfsfólki. Bekkjar- stærðir eru að meðaltali 17 nemendur. í skólanum er unnið mikið þróunarstarf og skipulag unglinga- deildar og sérkennslumála er með nýjum hætti. Aðstoðum við að útvega vinnu fyrir maka, leikskóla fyrir börnin og hús- næði. Upplýsingar um stöðurnar og fl. gefa Þórunn Bergsdóttir skólastjóri í síma 466 1380 (81) og í síma 466 1162 og Gísli Bjamason aðstoðarskólastjóri í síma 466 1380 (81) og 466 1329.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.