Dagur - 21.05.1998, Blaðsíða 10
30 — FIMMTUDAGUR 21.MAÍ 1998
LÍFIÐ t LANDINU
Ðagur
Að g'anga í
Grararvogi
Eins og ítrekað kemur fram í
viðtölum við íbúa Grafarvogs
eru margir skemmtilegir göngu-
stigar í hverfinu. Raunar útúr
því líka, því hægt er að hjóla eða
ganga frá Gullinbrú og niður
undir Kleppsvík. Nýjasti stígur-
inn liggur meðfram sjónum nið-
ur undan Borgarholtinu og alla
leið að Varmá í Mosfellsbæ,
meðfram nýja Staðarhverfinu.
Þetta er gullfalleg leið og svikur
engan, enda fjöimenni þarna oft
og tíðum. I öllu Borgarholtinu
eru smáhólar og blettir sem hafa
verið girtir af með girðingu og
merktir Borgarminjum. Þannig
myndast skemmtileg óbyggð
svæði þar sem hægt er að láta
ímyndunaraflið Ieiða sig og jafn-
vel skoða álfa ef viljinn er næg-
ur. Meðfram hamraveggjunum
og ofan á þeim eru stígar og út-
sýnið alveg hreint stórkostlegt.
Þar sem sést yfir Geldingarnes-
ið, sjóinn og Esjuna sem situr
ábúðarmikil og fylgist með okk-
ur, litla fólkinu. í Foldahverfinu
liðast stígarnir á milli húsanna
og hægt að fara um allt hverfið
eftir þeim, enda nýta börnin sér
það svikalaust og hjóla hratt og
vel á milli staða. Þess hefur ver-
ið gætt víðast í hverfinu að
raska Iítið sem ekkert náttúru-
legu landslagi og er það mikil
framför frá því að allt byggingar-
land var sléttað og húsin sett
niður án þess að nokkurt tillit
væri tekið til umhverfis. I heild-
ina má segja að Grafarvogurinn
sé sérlega skemmtilegur til
gönguferðar eða hjólreiða og má
oft og tíðum sjá aðra borgarbúa
koma akandi og leggja af stað í
göngu. Oftar en ekki er eiðið á
milli Geldingamess og lands kvikt
af fólki yfir helgar. Sumir fara ak-
andi og hafa íbúar af því nokkra
skemmtun að sjá til þeirra sem
bíða heldur lengi og festast á eið-
inu í flóði. En það er svo sem
ekki fallegt að hugsa svona og
hættum við því hér með.
Féll fyrir stað-
setningmmi
Guðbrandur Guðmundsson segir hverfið gott fyrir börn.
„Ég flutti í Engjahverfið í nóv-
ember ‘97,“ segir Guðbrandur
Guðmundsson, „nánar tiltekið í
Starengi. Ég féll fyrir staðsetn-
ingu hvefisins sem er afmarkað
og sérstaldega öruggt fyrir börn.
Mín börn þurfa hvergi að fara
yfir götu á Ieið í skóla og mér
finnst frábært hjá núverandi
meirihluta í borgarstjórn, hve
leiksvæði hér í nýju hverfunum
eru byggð hratt upp, jafnvel
áður en húsbyggingum er lokið.
Þetta er forgangsröðun sem er
bamafólki að skapi.“
Eggert Skúlason segir að fyrir utan Akureyri, viiji hann helst búa i
Grafarvoginum.
Hjartaðslærlands-
byggðarmegin
Eggert Skúlason og kona hans Anna Guðmundsdóttir búa í Rima-
hverfi ásamt 3ja ára syni sínum. „Það er alveg ofboðslega gott að búa
hérna og enn betra eftir að sundlaugin kom,“ segir Eggert. „Hjartað í
mér slær nú alltaf landsbyggðarmegin, ég er ekki mikill Reykjavíkur-
maður í mér. En Grafarvogurinn er næst besti staðurinn á landinu
til búsetu að mínu viti, sá besti er Akureyri, en þangað myndi ég tví-
mælalaust vilja flytja ef ég færi úr borginni. Svo hefur Grafarvogur-
inn þann stóra kost að þar er ég eins Iangt frá KR og ég get nokkurn
tíma verið í Reykjavík. Ég er nefnilega ekki búinn að fyrirgefa þeim
innkastið sem þeir tóku á móti Fram árið 1995,“ bætir hann við.
„Mig langar bara að bæta því við, að hver sem kemur til með að
stjórna þessari borg, þarf að átta sig á því að við Grafarvogsbúar
erum búnir að borga gatnagerðargjöldin okkar fyrir löngu og nú er
bara að koma með vinnuvélarnar og virða það sem búið er að borga
fyrir.“
Grafar-
vogur-
iimog
þj ðn-
ustan
Grafarvogur, er það ekki
bara svona útnári þar sem
ekkert er? Þessi spurning var
framborin af mikilli alvöru
og greinilegt að spyrjandinn
hafði ekki hugmynd um það
blómlega athafnalíf sem á
sér stað í hverfinu. En því
eru Grafarvogsbúar svo sem
ekkert óvanir, því mikill mis-
skilningur virðist ríkja hvað
þetta snertir.
Fyrir það fyrsta er Grafar-
vogur ekki bara Grafarvogur.
Hverfið í heild samanstend-
ur af einum sjö hverfum,
Folda-, Hamra-, Engja-,
Borgar-, Staða-, Rima- og
Húsahverfi og í nánast öll-
um þessum hverfum er kom-
in verslunarþjónusta og ýmis
önnur þjónusta. Þannig get-
ur íbúi í Hamrahverfi keypt
matinn sinn í 10-11 eða
skroppið í Foldahverfið sem
er rétt við og verslað í Hag-
kaup og í leiðinni kíkt í
bókabúðina eða blómabúð-
ina og svo þegar honum
finnst buddan farin að létt-
ast, þá getur hann skotist
inn í Borgarhverfið og átt
viðskipti við Jóhannes í Bón-
us sem þar rekur glæsilega
matvöruverslun. Ibúar
Engjahverfis eiga sömuleiðis
stutt í Bónus og svo er ágæt
10-11 búð í Rimahverfi, en
fyrir ofan hana er hverfis-
miðstöðin Miðgarður. Apó-
tek er að finna í Foldahverf-
inu og eins og annars staðar
í borginni er vart þverfótað
fyrir sjoppum og vídeóleig-
um í Grafarvogi. Enginn
þarf að vera brauðlaus, því
bæði er að finna bakarí í
Folda- og Rimahverfi, fyrir
utan það að kjörbúðirnar og
bensínstöðvarnar selja
brauð. I Húsahverfinu er lítil
og sæt búð, sem rekin er í
færanlegu húsi og nýjustu
fregnir herma að Hagkaup
muni ætla að reisa enn eina
stórverslunina í Borgarhverf-
inu og þar muni einnig verða
kvikmyndahús og sitthvað
fleira, ungviðinu til afþrey-
ingar. Bankar eru kannski
ekki á hverju strái, en þó má
finna einn í verslunarmið-
stöðinni í Foldahverfi og
annan á leið inn í hverfið, en
hann stendur við hlið bens-
ínstöðvar/kjörbúð-
ar/sjoppu/matsölustaðar sem
þar er. Raunar er það eini
bankinn á landinu sem hægt
er að keyra upp að og gera
sín viðskipti án þess að fara
út úr bílnum, svona
Aktu/taktu viðskipti.
Það má kannski segja sem
svo að íbúar Staðarhverfis
séu svolítið afskiptir ennþá,
en fyrstu íbúarnir fluttu inn
rétt fyrir síðustu jól, svo það
er nú tími enn til að bæta úr
því. En þeir hafa nú golfvöll-
inn við húsdyrnar...
-fr