Dagur - 23.05.1998, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 23.MAÍ 1998
LÍFIÐ í LANDINU
í föruneyti HaUdórs Blöndals sam-
göiiguráöherra í Finnlandi var slegið á
létta strengi og ráðherrann hélt mönn-
um uppi á sögum á kvöldin. Aðrir
reyndu að sjálfsögðu að láta ekki sitt
eftir liggja og rifjuðu upp gamlar minn-
ingar. Þaimig kom eitt kvöldið til tals
„æskudjTkunin" á ljölmiðlunum þar
sem aðeins ungt fólk er starfandi og
enginn yfir fcrtugu ráðinn hin. Jón Ár-
sæll Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2,
rifjaði upp að Elín Hirst fréttamaður
hefði boðið sig velkominn til starfa á
sínum tíma með þeim orðum að það væri gott að fá einhvem
„gamlan" inn. Ákveðið áfall þegar maður heyrir þetta orð í
lyrsta skipti...
Nýtt tölublað Mannlífs kemirr á mark-
að í byrjun næsta mánaðar. Meðal for-
vitnilegs efnis í því blaði er úttekt á
þingmönnum í formi skoðanakönnun-
ar. Meðal annars var kosinn þingmað-
ur ársins, skcmmtilegasti þingmaður-
inn, latasti þingmaðurinn, sá starf-
samasti og síðan besti og versti ræðu-
maðurinn. í heita pottinum var
mönnum ekki kunnugt um einstök
úrslit kosninganna fyrir utan það að
Össur Skarpliéðinsson mun hafa ver-
ið kosinn skemmtilegasti þingmaðurinn eftir harða keppni
við Guðna Ágústsson.
Á miðvikudagskvöld hélt Planet Pulse
líkamsræktarstöðin upp á eins árs af
mæli sitt undir stjóm Jónlnu Ben sem
hefur sama stýrikraftinn í fjöri og púli.
150 manns í mat og ati í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Fyrr um daginn fengu púl-
arar hins vegar hressingu eftir tíma:
snittur og fleira. Sérstaka athygli vakti
ný Ilna í snittum sem sannar að holl-
usta þarf ekki að vera vond, og að gamla
þjóðlega hnan í snittum, sem gengið
hefur boð fram af boði svo Iengi scm
elstu mcnn muna er orðin endanlega
úrelt. Línan fyrir stúdentsboðin og
fímmtugsafmælin er komin: hohar snittur!
Og meira af Jónínu: stöðin sem hún byggði upp í Sviþjóð og
vakti feiknalega athygli þegar íslenskt hugvit raddi sér til
rúms í líkamsræktargeiranum er nú ekki lengur undir stjóm
stúlkunnar frá Húsavík. Hún erbúin að selja.
Eins og alkunna er hefur Sjáhstæðis
flokkurinn barið duglega á einum
frambjóðanda R listans, Hrannari B.
Arnarsyni. Sú aðferð hefur mælst
misjafnlega fýrir og frést hefur af
góðri og gegnri sjálfstæöiskonu sem
blöskrar svo aöfcrðimar að hún ætlar
nú að snúa frá sínum ílokki og kjósa
R-listann. Réttara væri h'klega að segja
að hún muni kjósa Hrannar því í kjör-
klefanum ætlar hún að setja x við R-
listann en strika um leið út alla fram-
bjóðendur listans aðra en Jhannar.
Össur Skarphéðinsson.
Jón Ársæll Þórðarson.
„Mig vantaði eitthvert áhugamál til að sinna eftir vinnu. Sumir spila goif, ég fór að mála, “ segir Guðfinna
Guðmundsdóttir húsvörður. mynd: bós.
Með pensil og
kúst að vopni
Margirhafa sjálfsagt
rekið augun ífjögur
málverk sem hanga
innií afgreiðslu
íþróttahallarinnar á
Akureyri. Þeirvita
færri að það var Guð-
finna húsvörður sem
málaði þau.
„Ég byijaði að teikna árið 1989
þegar ég var búsett í Keflavík.
Eg sótti ýmis myndlista-
námskeið þar syðra og þannig
kviknaði áhuginn. Þegar ég
flutti norður sótti ég námsskeið
hjá Erni Inga og þá fyrst byrjaði
ég að mála af einhverri alvöru.
Hann er hreint frábær kennari
og það er mikið til honum að
þakka hversu áhuginn er mikill.
Hjá honum vann ég aðallega
með olíu, vatnsliti og pastel og
hef gert síðan.“ Guðfinna Guð-
mundsdóttir hefur unnið sem
húsvörður í Iþróttahöllinni á Ak-
ureyri f þijú ár. Eftir vinnu fer
hún heim og málar. „Mig vant-
aði eitthvert áhugamál til að
sinna eftir vinnu. Sumir spila
golf, ég fór að mála,“ segir Guð-
finna en bætir við hlæjandi að
hún laumist einnig í golf endr-
um og eins.
Sumar, vetur, vor og haust
Málverkin fjögur í íþróttahöll-
inni eru myndir af árstíðunum.
„Þetta kom nú eiginlega að
sjálfu sér. Eg málaði fyrst mynd
sem lýsti vetri og fannst sniðugt
að mála hinar árstíðirnar líka.
Annars eru þessar myndir ekki í
neinu sérstöku uppáhaldi hjá
mér en þetta eru olíumálverk
sem mér hafa alltaf þótt
skemmtileg." Aðspurð hvort hún
væri ekki að „misnota" aðstöðu
sína með því að hengja myndirn-
ar upp á almenningsstað sagði
Guðíinna svo ekki vera. „Það var
bara ekki neitt pláss heima. Ég
vildi helst hafa þær inni í setu-
stofunni hér í Höllinni en sam-
starfsmenn mfnir tóku það ekki í
mál. Veggurinn í afgreiðslunni
var hálf ber svo við hengdum
þær bara þar upp. Þær hafa vak-
ið heilmikla athygli. Fólk kemur
sérstaldega til að sjá og spyrja,"
segir Guðfinna og ekki er Iaust
við að pínu stolt leynist í mál-
hreimnum. „Fólk kemur stund-
um og spyr hvort ég geti málað
mynd fyrir sig. Það er ekkert
mál.“
Ekki í „atviimiuneimskima“
Guðfinna segist ekki ætla að
leggja myndlistina fyrir sig að
fullu. „Ég er í fullu starfi og
kann því vel. Ég hef alveg áhuga
á að mála eina og eina mynd en
ekki gera mig út sem einhvern
atvinnulistamann. Það eru líka
svo margir listamenn fyrir að ég
er ekki viss um að það sé grund-
völlur fyrir mikið fíeiri. Þetta er
aðallega til gamans og ég gleymi
mér alveg þegar ég er að mála.
Það er eins og ég fari inn í ann-
an heim.“
Fyrsti útskriftamemiim
Guðfinna útskrifaðist frá Erni
Inga í fýrra en segist ekki vita
hvort hún muni halda sýningu í
bráð. „Ég hef tekið þátt í
nokkrum samsýningum fyrir
sunnan og haldið eina einkasýn-
ingu. Það var þegar ég útskrifað-
ist hjá Erni Inga. Sýningin var
haldin heima hjá honum í tilefni
þess að ég var fýrsti útskriftar-
neminn hans.“ Guðfinna hefur
selt þónokkuð af myndum en
segist eingöngu mála ánægjunn-
ar vegna. Fyrirmyndir eigi hún
engar. „Ég mála það sem mér
finnst fallegt." -jv.
Maður vLkunnar er
kjósandi
Forsíða Lífsins í landinu í dag sýnir mann vikunnar:
kjósandann. Eins og listakonan Áslaug Jónsdóttir túlkar
stöðu hans t' dag þá hefur „ráðvillti kjósandinn“ svo til lagst
áflótta, „loforðafrumskógu rinn“ teygir sig á eftir honum;
þessi skógur sem her ekki laufnema svo semfjórða hvert ár,
og varla nokkurn tíma ávöxt. Og þegar „loforðin“ sölna og
falla af trjánum eftir kosningar, þá standa aðeins gamlir
stofnarnir eftir: sumirfeysknir ogfúnir... en skrælnuð
loforð fjúka fyrirfyrsta vindi. “
Eigi að stður segir Dagur: Til hamingju með atkvæðisrétt-
inn, við værum ver á vegi stödd án hans.