Dagur - 23.05.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 23.05.1998, Blaðsíða 16
LÍFIÐ Í LANDINU NúU og nix í kjörMeianum í dag er ég glað- ur. I dag skipti ég máli. I dag er ég ekki núll og nix eins og flesta daga. Hópur fólks horfir til mín milli vonar og ótta og bíður ákvörðunar frá mér. Akvörðun- ar frá mér! Hvað kem ég til með að kjósa? Hvernig mun ég verja atkvæði mínu? Hvar set ég krossinn? Ég skil aldrei fólk sem fer ekki á kjörstað og kýs. Og skiptir raunar engu um hvað er verið að kjósa. Til Alþingis eða sveitar- stjórna, um sameiningu sveitar- félaga, áfengisútsölu eða af- greiðslutíma verslana. A þessum stundum er maður maður með mönnum. A þessum augnablik- um finnur maður til sín. Verð- leikarnir svella manni í bijósti. I kjörklefanum finnst mér vægi mitt aukast svo ógurlega, at- kvæði mitt vega svo þungt, að ég myndi ekki þora að stíga þar á baðvigt, ef slík væri til staðar. MiMtmeimi og Mix Það er ekkert eins gott fyrir sjálfsímyndina eins og að spíg- spora sperrtur inn í kjörklefa og krota þar kross með illa telgdum eða ydduðum eða nöguðum blý- anti. Og ganga síðan glottuleitur í bæinn og taka við hlýjum kveðjum frá hvurskyns stórhöfð- ingjum og frambjóðendum sem allir eru vissir um að ég hafi kosið þá, eða eigi eftir að fara á kjörstað og gera þar mín já- kvæðu stykki með blýantinum og samstilltu átaki huga og handar. Það er ekki á hveijum degi sem málsmetandi menn yrða svo glaðlega á okkur sauð- svarta og gera sér upp fullkom- inn mannjöfnuð. Og þegar líða tekur á kjördag- inn, þá er sjálfsálitið komið á slíkt flug, að maður fer að trúa því að kannski sé maður eftir allt saman ekki bara núll og nix, (sem ætti að sitja heima og sötra Mix), heldur einstaklingur sem skiptir máli, hefur áhrif langt út fyrir veggi heimilisins og ekki bara í dag heldur til framtíðar, jafnvel allt fram í næstu viku. Sjálfsblekkmgm bjargar En auðvitað er þetta aðeins tímabundin sjálfsblekking. Dag- inn eftir er maður aftur sokkinn ofan í gamla núllognix farið og spænir þar upp tað tilgangsleys- isins. En er á meðan er. Kjör- dagurinn er líkur þokkalega vel heppnuðu fylleríi okkar undir- málsmanna. I nokkrar klukku- stundir svífur maður um reigður af rosta og heldur að maður sé bara býsna velheppnað eintak af Islendingi sem helstu höfðingjar líta á sem jafhingja ellegar þján- ingabróður. Minnimáttarkennd- in umhverfist í taumlausa tíma- bundna sjálfumgleði. Og svo koma timburmennirnir daginn eftir og smæðin verður jafnvel enn meiri en áður. En, eins og áður sagði, er á meðan er. Mörg stórmenni and- ans á borð við leikritaskáldin Henrik Ibsen og O Neill, hafa haldið því fram í verkum sínum að margur maðurinn sé ófær um að lifa án sjálfsblekkingarinnar. Og séu slíkir sviptir henni, þá sé ekki á góðu von. Þessvegna þurfum við öll á kosningum að halda, ekki fyrst og fremst til að kjósa rétt og velja okkar bestu menn til bjartrar framtíðar, heldur til þess að bæta sjálfsímyndina, til að láta okkur líða vel einn dag- part í fulivissu þeirrar blekking- ar að við skiptum máli. Krossimi eða glasið? Þessvegna, kæru þjáningarsystk- in og samsmælingjar mínir í hópi óbreyttra kjósenda, skulum við öll fara á kjörstað og kjósa. Ekki til að gleðja Bryndil frænda og Grunnfríði frænku sem eru í framboði, og ekki til að þóknast Friðgröði forstjóranum okkar, og ekki til að kjósa A,B,C,D og rest- ina af stafrófinu, og ekki heldur til að tryggja trausta framtíð okkar siðvædda og/eða samein- aða sveitarfélags. Nei, við skul- um fara á kjörstað og kjósa í eig- in þágu, til styrkingar sjálfs- ímyndinni, til þess að Iáta okkur líða vel. Það er bæði ódýrara og hollara að krota krossinn í kjör- ldefanum en að fá sér í glas. En ef hvorugt þessara sjálfstyrking- arráða hugnast ykkur, þá er náttúrlega bæði gagnlegt og uppbyggilegt fyrir sál og líkama að fara í góðan göngutúr. JOHANNESAR SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.