Dagur - 23.05.1998, Síða 17
LÍFIÐ í LANDINIJ
LAUGARDAGVR 23. MAÍ 1998 ^.33
u .a . x-u-1 . .. ,i r. t. . i . > t, . _
Bamaníðings-
málin,frétta-
mennskan og
Evrópumál bará
góma viðlngi-
marlngimars-
son,fréttamann RÚV í
Bmssel. „Margir spennandi
hlutir em að gerast í Evrópu
og það erheillandi aðganga
fréttavakt hér í Brussel. “
Ingimar Ingimarsson er á fréttavakt í
Brussel. Fylgist með og segir tíðindi úr
höfuðstöðvum Evrópustofnana í borg-
inni, en það sem þar gerist og er ákveðið
skiptir Islendinga miklu máli, enda hefur
það bein áhrif á Islandi þar sem íslend-
ingar eru fullgildir þátttakendur á innri
markaði Evrópusambandsins. „Hingað til
mín hringja margir að heiman og spyrja
mig um hin ótrúlegustu mál er varða Is-
land og Evrópusamstarfið. Nú fyrir fáum
dögum hringdi bóndi að austan og spurði
mig um sameiginlega mynt Evrópusam-
bandsríkja, sem farið verður að nota á
næstu misserum," segir Ingimar Ingi-
marsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í
Brussel.
Á kiumuglegiun slóðum
Ingimar hefur starfað fyrir RÚV í Brussel
sl. fjögur ár. Áður hafði hann verið frétta-
maður Útvarps og síðar Sjónvarps í ára-
tug, en 1994 söðluðu Ingimar og kona
hans, Hólmfríður Svavarsdóttir, um og
héldu utan þegar hún var ráðin til EFTA
við þýðingar; þ.e. að þýða reglugerðir og
tilsldpanir sem Island varða af ensku og
frönsku yfir á íslensku - og stundum öf-
ugt.
Þessar slóðir Evrópu voru þeim hjón-
um þó ekki nýjar því frá 1977 og til 1983
voru þau búsett ytra þegar þau stunduðu
heimspekinám við háskólana f Leuven og
Leuvain-la-Neuve. Þar luku þau M.A.
prófi. Þau bjuggu um árs skeið í Amster-
dam, þar sem þau störfuðu m.a. við farar-
stjórn á vegum Samvinnuferða - Landsýn
og Ingimar sem fréttaritari Útvarps.
Heim fluttu þau 1984.
Ritgerðin er enn í kassanum
„Hér voru góðir skólar og því fórum við
hingað út á sínum tíma,“ segir Ingimar.
„Á þessum tíma voru fáir íslendingar hér.
Ég man eftir því þegar Kristján Eldjárn
forseti kom hingað í opinbera heimsókn
til Baldvins Belgíukonungs og óskaði eftir
að hitta íslenskan námsmann. Þeim var
öllum boðið, þ.e. mér og konunni minni.
En í dag er þetta breytt, hér býr nú fjöldi
íslendinga sem starfar hjá stofnunum hér
í borg.
Ingimar segist reyndar enn ekki hafa
lokið háskólanámi í Belgíu. „Ég hóf dokt-
orsnám að loknu magisterprófi og var
kominn það langt að ég taldi óhætt að
flytja heim og Ijúka ritgerðinni í hjáverk-
um með annarri vinnu. En fljótlega eftir
heimkomuna fór ég að starfa hjá Útvarp-
inu sem fréttamaður. Ég hef verið í því
starfi meira og minna síðan og handritið
að ritgerðinni er enn í sama pappakass-
anum og ég setti það í þegar við fluttum
heim,“ segir Ingimar. Hann kom víða við
í starfi sínu hjá RÚV, var m.a. í þingfrétt-
um og var um skeið aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sjónvarps.
Þúsund blaðameim
Ingimar segist hafa átt um tvo
kosti að velja þegar konu hans
bauðst starf í Brussel; að taka
leyfi frá RÚV eða bjóða fram
krafta sfna sem fréttamaður í
Brussel. Hann valdi síðari kost-
inn og var því boði tekið. „Þeir
sáu sér hag í því, úr því ég var að
flytja út á annað borð. Það hefði
kostað stofnunina mikið að koma
hér upp fastri stöðu. Ekki vegna
launanna, heldur vegna aukakostn-
aðar sem því hefði fylgt.
Einnig hafði ég, þegar
hér kemur við sögu,
fjallað mikið um
Ewópumál. Gerði
m.a. tvær þáttaraðir
um Evrópska efna-
hagssvæðið og
tengsl Islands við
Evrópusambandið
sem sýndar voru
1991 og 1993.“
Um eitt þúsund
blaðamenn starfa
í Brussel - og eru
þeir hvergi
fleiri. Þeir koma
frá öllum heims-
hornum til að
fylgjast með mál-
efnum ESB og
Nató. „Ríkisútvarpið
ákvað fljótlega eftir að
ég kom út að leigja
skrifstofu í húsi sem er
í aðeins einnar mínútu
göngufæri frá höfuð-
stöðvum Evrópusam-
bandsins. Þetta var
skynsamleg ákvörð-
un. Hér í húsinu eru
blaðamenn frá flest-
um stærstu fjölmiðlum
Norðurlandanna og fleiri
löndum. Samstarf við þá hefur
verið gagnlegt og lærdómsrík,
en óneitanlega sakna ég starfs-
félaga að heiman."
Mál sem varða ísland beint
Ingimar segir að Evrópusam-
bandið búi vel að þeim blaða-
mönnum sem til þess komi í
upplýsingaleit. Talsmenn fram-
kvæmdastjórnarinnar halda
blaðamannafundi í hádeginu
dag hvern og aðstoða blaða-
menn á ýmsa lund. „Blaðamenn
frá aðildarlöndum ESB sækja
alla ráðherra- og framkvæmda-
stjórnarfundi. Ég læt nægja að
sækja fundi þar sem fjallað er
um mál er varða Islendinga
beint. Þau hafa reyndar verið
mörg þessi fjögur ár og þar get ég
nefnt vinnutímatilskipunina,
Schegen, myntbandalagið, Ioft-
ferðasamninga og sjávarútvegsmál.
Sömuleiðis þarf ég mikið að sækja
til Nato í fréttaleit, og ólíkt því sem
ég hélt er mjög auðvelt að afla þar
upplýsinga," segir Ingimar.
„Þetta var ekki jafn auðvelt,
a.m.k. ekki fyrst { stað, að því er
varðar EFTA, Eftirlitsstofnun
EFTA og íslensku sendiráðin
hér,“ bætir hann við. „Það hef-
ur hinsvegar verið að breytast
að því er varðar íslensku
sendiráðin. Ég hef á tilfinn-
ingunni að þar komi tvennt
til; kynslóðaskipti í utanrík-
isþjónustunni og hinsvegar vilji núver-
andi utanríkisráðherra til þess að íslensk-
ur almenningur fái réttar upplýs-
ingar um það sem verið er að
gera. Utanríkisþjónustan
er enn að átta sig á því
með því að opna fyrir
upplýsingar aukast lík-
ur á gagnrýnni um-
fjöllun, en það á eftir
að líða hjá,“ segir
Ingimar.
| Bamaniðmgsmál
Það sem sett
hefur
„Hingað til mín hringja margir að
heiman og spyrja mig um hin
ótrúlegustu mál er varða ísiand
og Evrópusamstarfið, “ segir Ingi-
mar Ingimarsson í viðtalinu. Hann
segir Evrópusambandið og Nató
veita fréttamönnum sem þangað
leita góða fyrirgreiðslu á ýmsa
lund. Þetta eigi ekki síst við um
Nató, gagnstætt því sem hann hefði
haldið. mynd: yngvar bjbrshol.
hvað mestan svip á þjóðlífið í Belgíu á
undanförnum árum eru mál er varða
barnaníðinginn Marc Dutroux, sem
komust í hámæli 1996. Dutroux er talinn
bera ábyrgð á dauða fjögurra stúlkna sem
hann svívirti og sömuleiðis á dauða vit-
orðsmanns síns, sem hann gróf Iifandi.
Mál þetta hefur sett þjóðfélagið úr skorð-
um og virðing og traust almennings gagn-
vart lögreglu hefur sett niður," segir Ingi-
mar. Hann segir stjórnvöld nú vinna að
því að endurvinna þetta traust.
„Hér í Belgíu eru sveitarstjórnarkosn-
ingar í sumar og þingkosningar á næsta
ári. Faðir einnar stúlkunnar hefur sett á
fót stjórnmálasamtök til að berjast fyrir
endurbótum á stjórnkerfi landsins og í
könnunum hafa þau hlotið um 20% fylgi.
Sömuleiðis hafa stjórnmálasamtök nýfas-
ista sett sömu mál á oddinn. Hvernig
þessum flokkum reiðir af í kosningunum
á eftir að koma í Ijós, en einsog staðan er
nú er útilokað að sjá þróunina fyrir. Mik-
ið veltur á þvf hvernig staðið verður að
endurskipulagningu lögreglu- og dóms-
rnála."
Eingöngu fyrir útvarpið
I dag eru búsettir í Belgíu rúmlega 200
Islendingar, flestir í Brussel. Þetta eru
starfsmenn sendiráða, stofnana og fyr-
irtækja - sem og ljölskyldur þeirra.
„íslendingar hér halda hópinn, starf-
rækja félag sem m.a. hefur skipulagt
íslenskukennslu fyrir börn og þar hef-
ur verið unnið ómetanlegt starf," segir
Ingimar.
Ríkisútvarpið ákvað á sl. ári að
leggja niður þá stöðu sem hann hafði
verið í og óska í staðinn eftir verk-
takasamningi. „Fréttastofa Útvarps
gerði mér tilboð í kjölfarið og við náð-
um saman um tveggja ára samning,
sem tók gildi 1. mars sl. I framhald-
inu var vinnuaðstaðan á skrifstofunni
bætt, m.a. með ISDN-tengingu og
vísi að hljóðveri. Ég er sem sagt ein-
yrki á Evrópuvakt og bærilega sáttur
við það. Hljóðvarp er skemmtilegur
miðill ef maður getur sinnt hon-
um einsog vera ber og það er
markmiðið. Nýi búnaðurinn er
hugsaður til að auka upplýsinga-
streymið héðan bæði í fréttum
og sérstökum þáttum síðar.
Gerir þetta fyrirkomulag mér
síðan kleift að taka að mér
aukaverkefni, sem ég hafnaði
ávallt áður því ég var í föstu
starfi og gat ekki um frjálst
höfuð strokið."
Þrjú ár í viðbót
„Fjölskyldan verður hér að minnsta
kosti næstu þijú árin,“ segir Ingimar.
„Hólmfríður konan mín, hefur nýlega
framlengt starfssaming sinn hjá EFTA til
næstu þriggja ára og ég hef bundið mig
næstu tvö ár. Börnin okkar blómstra hér;
Brynhildur 14 ára og Róbert 12 ára. Ingi-
mar, elsti sonur okkar, 25 ára, er heima á
Islandi við laganám. Okkur líkar vel hér,
bæði persónulega og sömuleiðis er margt
spennandi að gerast í Evrópu og það er
skemmilegt og heillandi verkefni að
ganga fréttavakt í Brussel. Hér stendur
yfir einstæð tilraun aðildamkja ESB til
að varðveita eigið fullveldi og áhrif á al-
þjóðavettvangi með því að deila þessu
saman með samstarfsríkjunum.“