Dagur - 23.05.1998, Qupperneq 18
34- LAUGA E DAGIIB 23. MAÍ 199S
Hreinræktað
húsvískt pönk
Nú á dögum þegar amerískt nýpönk með
sveitum á borð við Green Day, Bad
Religion, Rancid og fleirum hefúr verið mjög
vinsælt um nokkurra ára skeið og nær enn að
vekja „ólgu og hristing" hjá aðdáendum um all-
ann heim, er ekki nema tilhlýðilegt að íslensk
sveit komi fram með svipuðum stíl með reyndar
ótvíræðum íslenskum blæ í bland og auðvitað
með íslenskum textum. Þetta er einmitt tilfellið
með sveit eina sem nú var að senda frá sér sína
fyrstu plötu, Kemur & fer. Innvortis kallast hún
og er hún skipuð fjórum bráðkröftugum
piltungum frá rokkbænum mikla, Húsavík.
Heita þeir Arngrímur Amarson, trommurleik-
ari, Snæbjörn Ragnarsson gftarleikari og söngv-
ari, Björgvin Sigurðsson, sem líka syngur og
spilar á gítar og Brynjólfur Sigurðsson bassa-
leikarí. Tóku þeir m.a. þátt í Músíktilraunum
árið 1997 og voru þar valdir athyglisverðasta
sveitin á úrslitakvöldinu. Hér er á ferðinni
hreinræktað, heiðarlegt og þrælgott pönk og
ekkert hálfkák með það, með þokkalegustu ís- skemmtilegar smíðar, en í heild er platan annars
lenskum textum. Lög eins og Allir glaðir, Bara, 50 nokkuð jöfn með öllum sínum 17 lögum sem öll
og Verður morgunverður eru góð dæmi um eru frumsamin. Nælið ykkur í innvortis og engar
Sannir íslenskir karlmenn
Innvortis. Kannski ekki svo mjög frumiegir, en koma svo sannariega
tii dyranna eins og þeir eru klæddir.
að hefur heldur betur reynst skemmtilegt uppá-
tæki, að leiða saman eina af helstu poppsveit-
um Islandssögunnar, Stuðmenn annars vegar og
einn af þekktari karlakórum landsins fyrr og síðar,
Fóstbræður hins vegar, en slíkt var gert með mjög
svo velheppnuðum tónleikum í Iok febrúar og í
byrjun mars í Háskólabíói. Tónleikarnir voru mjög
vel sóttir og almennt þótti uppátækið vera hið
besta. Afraksturinn er kominn út á skemmtilegri
geislaplötu, sem ber heitið Islenskir karlmenn eftir
einu af sígildum smellum Stuðmanna. Stuðmenn
eru eins og lengst af Egill Olafsson, Jakob Frí-
mann Magnússon, Tómas Tómasson, Ásgeir Ósk-
arsson og Þórður Árnason, auk einu konunnar
sem ekki má gleyma í öllum karlaskaranum, Ragn-
hildar Gísladóttur. Þarna eru mörgum af helstu
lögum Stuðmanna og fleirum gefið nýtt og kraft-
meira líf og má nefna Slá í gegn, titillagið o.fl.
Kórinn með Garðar Cortes m.a. sem einsöngvara
stelur óneitanlega senunni frá poppurunum en
semsagt skemmtilegt tiltæki sem happdrætti DAS
hefur ákveðið að nota sem glaðning fyrir ársmiða-
kaupendur. Ekki slæmur konfektmoli það.
Stuðmenn og Fóstbræður Fínir saman.
Trúbador lætur á sér kræla
Trúbadorinn víðförli Siggi Björns hefur ekki verið ýkja áber-
andi hérlendis síðustu ár, eða frá því að hann sendi frá sér
heilar tvær geislaplötur með tiltölulega stuttu millibili, Blús
báðum megin og Bísinn á Trinidad árið 1994. Kappinn mun
þó ekki hafa setið auðum höndum, heldur verið ötull við
spilamennsku og hefur nú um skeið starfrækt hljómsveit í Ár-
ósum í Danmörku. Innan tíðar mun vera von á plötu sem
kallast Roads. Hjá útvarpsöðlingnum Gesti Einari á Rás tvö
hefur eitt laganna á plötunni, Gentle touch, heyrst í það
minnsta í tvígang að undanförnu og verður ekki annað sagt
en að það lofi mjög góðu um verkið í heild. Ljúft og grípandi
Iag, sem Siggi raular með sinni einstöku rödd. Vegna útgáfu
plötunnar mun svo vera von á Sigga og félögum til landsins,
en hún mun bæði að sögn koma út hér og í Dannmörku.
Meira væntanlega af þessu síðar.
3s
VIKING
tsi vikuna 22. maí til 28. mai.
Stjórnendur listans eru
Gunnar Már og
Siggi Rún
NR. LAG FLYTJANDI ÍÐASTA VIKA VIKUR Á LISTA
1. Find a cure Ultra nale 1 4
2. Áþig Á móti sól 4 3
3. Hver 6 að Ráða Land og synir 2 5
1 4. Finnt lag Sóldögg 7 3
5. It's tricky RunDMC 5 4
6. Farinn Skítamórall 3 5
\ 7- Ohh la la The Wiseguys 13 2
1 8. Ray of light Madonna 18 2
■ 9- If you where here Kent 15 2
1 10. Lestin er að fara Sólin hans jóns míns
Deep inside Incubus n 2
1 ]l Uninvited Alanis Morisette 14 2
13. Loosing my mind Mary Poppins 10 3
1 14. He got a game Puplic enemy 20 2
15. All 1 need Air 8 3
16. Rumors Awesome 6 5
17. Kung fu 187 Lookdown 12 6
18. Ashtray The din pedals 9 6
19. Push it Gorbage Nr 1
20. If you can't say no Lenny Kravitz 1
Listinn er spilaður á föstudögum milti kt. 20 og 22
Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu
http://nett.is/frosrasin • E-mait: frostras@nett.is
23. maí 1998
Til hamingju!
Eftirtaldir lesendur voru dregnir úr pottinum
og hljóta verðlaun í fjölmiðlaleik Dags.
Vinningshafar fá sent gjafabréf fyrir 4. júní.
Kristinn Breiðfjörð, Fremristekk II, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Bergsveinn Marelsson, Oldugróf IO, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Gunnar Guðmundsson, Nýbýlavegi IOI, Kópavogi
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Vilborg Baldursdóttir, Háagerði 77. Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Sólveig Kristjánsdóttir, Smyrlahrauni 9, Hafnarfirði
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Víking Eiríksson, Kringlunni 85, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Jóhannes Felixson, Barmablíð 40, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Höslculdur Orn Lárusson, Eskihlíð 14, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Steinunn Hannesdóttir, Stigahlið IO, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Alma Einarsdóttir, Yrsufelli 13, Reykjavík
16 tommu pizza frá Hróa Hetti, Faxafeni II
Fylgstu vel með og vertu með daglega í skemmti-
legasta fjölmiðlaleik allra tíma!