Dagur - 23.05.1998, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 - 37' •*
LÍFIÐ í LANDINU
KvLkmyndaliátíð
þeirra vandlátu
Kvikmyndahátíð Há-
skólabíós og Regn-
bogans hófstsíðast-
liðinn miðvikudag og
lýkur 16. júní.
Átta myndir verða á hátíðinni,
fjórar í hvoru bíói og verður
hver mynd sýnd í eina viku,
frá miðvikudegi til þriðjudags.
Opnunarmyndir hátíðarinnar
eru Keimur af kirsuberi og
Wings of the Dove.
Herra Badii og Henry
James
Keimur af kirsuberi er kvik-
mynd eftir hinn virta íranska
ieikstjóra Abbas Kiaarostami.
Myndin fjallar um hinn mið-
aldra herra Badii sem leikinn
er af Homayon Ershadi. Badii
keyrir um Teheran og svæðið í
kringum borgina í leit að
manni sem er reiðubúinn til
að grafa hann eftir að Badii
hefur framið sjálfsmorð. En
menn eru tregir til að taka að
sér verkið.
Myndin hlaut Gullpálmann
á Cannes hátíðinni á síðasta
ári ásamt kvikmyndinni Állinn
sem einnig verður sýnd á há-
tíðinni.
Nokkrar kvikmyndir hafa
verið gerðar eftir skóldsögum
Henry James. Wings of the
Dove er ein þeirra og hún hef-
ur fengið fádæma góðar við-
tökur gagnrýnenda og Helena
Bonham Carter hefur sankað
að sér verðlaunum fyrir
frammistöðu sína en missti þó
af Óskarnum. Myndin segir
frá Kate Croy sem þráir að
komast í hóp ríka fólksins og
grípur til örþrifaráða til að láta
þann draum sinn rætast. Leik-
stjóri myndarinnar er Ian
Softley en fram að gerð þess-
arar myndar var hann þekkt-
astur fyrir leikstjórn bítla-
myndarinnar Backbeat.
Framhjáhald og glerkirkja
Állinn sem deildi Gullpálman-
um á Cannes á síðasta ári með
Keimi af kisuberi er japönsk
kvikmynd í leikstjórn Shohei
Imamura. Myndin segir frá
eiginmanni sem myrðir ótrúa
eiginkonu sína, fangelsisdvöl
hans og kynnum af ungri
konu sem aðstoðar hann við
að takast á við Iífið og tilver-
una.
Óskar og Lúsinda er byggð á
samnefndri skáldsögu Peter
Carey sem hlaut Booker verð-
launin á sínum tíma. Sagan
fjallar um Óskar (Ralph
Fiennes) og Lúsindu (Cate
Blachett) sem ákveða að
byggja glerkirkju og sigla
henni til afskekktrar e\ju í
norður-Ástralíu. Gillian And-
erson leikstýrir myndinni sem
hefur fengið mjög góða dóma
gagnrýnenda.
Lorca og dauðiim
I Dauði í Granada er fjallað
um dauða spænska skáldsins
Feederico Garcia Lorca. Ung-
ur spænskur blaðamaður fær
brennandi áhuga á lífi og
starfi Garcia Lorca og er stað-
ráðinn í að komast að því hver
banamaður hans var. Esai
Morales leikur blaðamanninn,
Andy Garcia leikur Lorca og
Edward James Olmos leikur
skuggalegan yfirmann í hem-
um.
Hin ljúfa eilífð (The Sweet
Hereafter) hlaut verðlaun á
kvikmyndahátfðinni í Cannes
á síðasta ári og var útnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir bestu
leikstjórn og besta handrit.
Myndin, sem er í Ieíkstjórn
Atom Egoyan, fjallar um
harmleik sem á sér stað í litl-
um smábæ í Bresku Kólombíu
þegar böm láta lífið í umferð-
arslysi. Lögfræðingur, sem Ian
Holm leikur frábærlega vel,
reynir að fá aðstandendur til
að höfða skaðabótamál.
Schlðndorff og Rea
John Malkovich leikur aðal-
hlutverkið í Vominum, nýjustu
kvikmynd leikstjórans Volker
Schlöndorffs, franskan mann
sem á stríðsárunum starfar
fyrir Þjóðverja við að fá börn
til að ganga í Nasistaflokkinn.
Frekari ábending er athygi-
isverð mynd með Stephen Rea
um írskan strokufanga sem
sest að í Bandaríkjunum.
Ásamt Rea fara Alfred Molina
og Rosana Pastor með stór
hlutverk í myndinni.
Myndirnar á kvikmyndahá-
tíðinni eiga það sameiginlegt
að vera sérlega vandaðar enda
hafa þær vakið mikla athygli
og ættu að vera kærkomnar
þeim sem \álja taka sér hvíld
frá hinum dæmigerðu banda-
rísku afþreyi ngarmyndu m.
Dagskrá hátíðarinnar
er sem hér segir:
20. maí - 26. maí
Háskólabíó - Keimur af kirsu-
beri
Regnboginn - Vængir dúfunn-
ar
27. maí - 2. júní
Háskólabíó - Állinn
Regnboginn - Óskar og Lús-
inda
3. júni - 9. júní
Háskólabíó - Dauði í Granada
Regnboginn - Hin ljúfa eilífð
10. júní - 16. júní
Háskólabíó - Vomurinn
Regnboginn - Frekari ábend-
ing ______
TrésmiðjQn Alfa ehf. • Óseyrl lo • 603 Akureyri
Sími 461 2977 • Fax 461 2978 • Farsíml 85 30908
9H*tAéttUujG/i ocj, liuAxUri
■ HVAÐ ER Á SEYfll?
NORÐURLAND
Vorsýning í Gilinu
Hin árlega vorsýning Myndlista-
skólans á Akureyri var opnuð
fimmtudaginn 21. maí ld. 14 í
húsakynnum skólans að Kaup-
vangsstræti 16 og er afrakstur
vetrarins til sýnis. Tíu nemendur
luku eins árs námi í fornáms-
deild og sex þriggja ára námi í
sérnámsdeildum. Sýningin er
opin kl. 14 til 18 sýningardagana
en henni lýkur sunnudaginn 24.
maí. Aðgangur er ókeypis.
Söguskilti um sr. Friðrik Frið-
riksson
Sunndaginn 24. maí kl. 15.00
verður afhjúpað söguskilti um sr.
Friðrik Friðriksson stofnanda
KFUM og K á íslandi, við fæð-
ingarstað hans að Hálsi í Svarf-
aðardal. Kór Dalvíkurkirkju syng-
ur og sr. Magnús G. Gunnarsson
sóknarprestur á Dalvík annast
ritningarlestur og bæn. Eftir at-
höfnina verður boðið upp á kaffi
í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju.
Um kvöldið verður samkoma í
félagsheimili KFUM og K í
Sunnuhlíð á Akureyri ld. 20.30.
Ræðumaður verður Ástráður Sig-
ursteindórsson. Boðið verður
upp á kaffi á eftir. Allir eru vel-
komnir á þessar samverur.
Gæðingakeppni Léttis
Gæðingakeppni Léttis og úrtaka
fyrir landsmót verður á Hlíðar-
holtsvelli 30. maí og 1. júní.
Keppt verður í A og B flokki
gæðinga, öllum flokkum, 150 og
250 m skeiði og 300 m stökki.
Skráning er í Hestasporti og
Hestabúðinni og er síðasti skrán-
ingardagur miðvikudagurinn 27.
maí kl. 18.00.
Kántrýdans á Akureyri
Jóhann Örn Ólafsson danskenn-
ari verður með námskeið í línu-
dönsum á Bjargi við Bugðusíðu
kl. 17.00 á laugardag fyrir lengra
komna en kl. 18.00 fyrir styttra
komna og byijendur. Skráning á
staðnum. Hver danstími kostar
kr. 500,-.
Hadda í Gallerý A.S.H.
Guðrún H. Bjarnadóttir, Hadda,
opnar sýningu sína „Sitt af
hvoru" í Gallerý A.S.H. í Varma-
hlíð í Skagafirði í dag kl. 14.00.
Sýningin stendur til 12. júní.
Hadda sýnir „sitt af hvoru“ af því
sem hún hefur verið að vinna að
á síðasta ári.
Gallerí Svartfugl
Bryndís Björgvinsdóttir opnar
sýningu á málverkum sínum í
Gallerí Svartfugli, Kaupvangs-
stræti 24 á Akureyri í dag. Sýn-
ingin stendur franytil 7. júlí.
Akureyrardeild RKÍ
Akureyrardeild Rauða kross ís-
lands hefur flutt starfsemi sína í
Viðjulund 2. Þar er tekið á móti
fatnaði á afgreiðslutíma, kl.
13.30 til 16.30. Þessa dagana er
að hefjast námskeið í skyndihjálp
og skráning á barnfóstrunám-
skeiðið er hafin, en þau verða
haldin í byrjun júní.
PKK á Café Menningu
I kvöld munu PKK skemmta á
neðri hæðinni á Café Menningu
á Dalvík.
Breikdans á Akureyri
í dag kl. 14.00 verður haldin
breikdansskemmtun á Ráðhús-
torginu á Akureyri. Fram koma
„Shakers" frá Reykjavik, helstu
hjólabrettasnillingar Akureyrar
leika listir sínar, boðið verður
uppá tískusýningu frá Holunni
og fleira.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Klúbbur Listahátíðar
Klúbbur Listahátíðar er starf-
ræktur í Iðnó.
Kl. 15.00 í dag mun tónsmiður-
inn. I gervi Hermesar er Guðni
Franzson klarinettuleikari en
gestur hans á tónleikunum er
Atli Heimir Sveinsson tónskáld.
Kl. 21.15 í kvöld verður kynning
á Carmen Negra, sem er „rokk-
salsa-popp“ útfærsla á óperunni
Carmen eftir Bizet. I helstu hlut-
verkum eru Caron, ensk söng-
kona af uppruna Sioux indíána
Norður-Ameríku, Egill Ólafsson,
Garðar Thor Cortes, Helgi
Björnsson, Bubbi Morthens, Val-
gerður G. Guðnadóttir og Berg-
þór Pálsson.
I Klúbbnum koma fram söng-
konan Caron sem syngur titil-
hlutverkið og Garðar Thor
Cortes sem syngur José.
Kl. 22.30 hefur hljómsveitin
Skárr’en ekkert upp leik sinn og
spilar „kaffihúsatónlist". Á efnis-
skrá hljómsveitarinnar er tónlist
eftir Nino Rota, Tom Waits, Les
Negresses Vertes, The Pogues og
fleiri, auk frumsamins efnis.
Athygli er vakin á því að mánu-
daginn 25. maí gefst fólki kostur
á að koma fram í Klúbbi Listahá-
tíðar. Hugmyndum að dagskrár-
atriðum skal koma á framfæri við
umsjónarmenn klúbbsins í s.
699 1718 og 896 6740.
Menningardagar í Gerðubergi
Vikuna 25. til og með 29. maí
verða menningardagar í félags-
starfi Gerðubergs. Handavinnu-
og listmunasýning verður alla
dagana kl. 9-19. Gerðubergskór-
inn flytur söngdagskrá undir
stjórn Kára Friðrikssonar \áð
undirleik Benedikts Egilssonar
harmoníkuleikara og Unnar Ey-
fells píanóleikara. Danshópur
Helgu Þórarins sýnir dans, hljóð-
færaleikarar úr Tónhorninu flytja
létt lög, stiginn verður dans og
margt fleira verður á boðstólum.
Daglegt líf unglinganna
Nú stendur yfir í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi ljósmynda-
sýningin „Tilvera - Daglegt líf
unglinganna" sem er afrakstur
ljósmyndaverkefnis unglinga af
öllu landinu, en fyrirmyndin var
„Sópaðu aldrei síðdegis".
27 unglingar víðsvegar af land-
inu fengu senda einnota mynda-
vél til að ljósmynda sitt nánasta
umhverfi og daglegt líf. Sýningin
er haldin í Gerðubergi og stend-
ur til 20. júní.
Tvær aðrar sýningar standa yfir í
Gerðubergi. „Odella - að lifa af‘
og Ljósmyndir Maya Indíána frá
Chipas í Mexíkó.
Minjagripasýning
Nú stendur yfir sýning í galleríi
Handverks & Hönnunar að Amt-
mannsstíg 1 í Reykjavík á verð-
launuðum og áhugaverðum til-
lögum úr minjagripasamkeppni
sem haldin var á vegum Átaks til
atvinnusköpunar og Handverks
& Hönnunar.
Alls bárust 289 tillögur og eru
um 40 tillögur til sýnis. Að lok-
inni sýningunni í Reykjavík verð-
ur hún flutt til Akureyrar og sett
upp í Deiglunni í tengslum við
Listasumar.
Sýningin að Amtmannsstíg 1
stendur til 6. júní og er opin
þriðjudaga-föstudaga kl. 11-17
og laugardaga kl. 12-16. Aðgang-
ur er ókeypis.
Hana-nú Kópavogi
Að morgni kosningadags verð
kosningaskrifstofur listanna
heimsóttar. Lagt verður af stað
frá Gjábakka kl. 10.00 árdegis.
Allir eru velkomnir með í för
hvort sem þeir eru frá Kína,
Klakksvík eða Kópavogi.
Ferðafélag Islands
Göngudagur Ferðafélagsins í
Hraunum sunnudaginn 24. maí.
Hinn 20. í röðinni. Gengið verð-
ur í náttúruperlunni Hraunum
og nágrenni og eru skemmtilegar
gönguferðir í boði fyrir alla.
Gjásel - Straumsselsstígur - Þor-
bjarnarstaðir. Um 4-5 klst. ganga
undir leiðsögn Jónatans Garðars-
sonar frá Umhverfis og útivistar-
félagi Hafnarfjarðar. Brottför kl.
11.00 frá Rallýkrossbrautinni við
Krísuvíkurveg.
Straumur - Kúarétt.
Um 1,5-2 klst. fjölskylduganga.
Brottför ld. 13.30 frá listamið-
stöðinni Straumi.
Verð kr. 500 fyrir fullorðna en
frítt fyrir börn. Rútuferðir frá
BSI austanmegin og Mörkinni 6
kl. 10.30 og 13.00. Frítt ef kom-
ið er á eigin vegum beint í
Straum. Allir fá merki göngu-
dagsins og í boði verða léttar
veitingar.
Félag eldri borgara Rvík
Félagsvist í Risinu kl. 14 á morg-
un. Allir velkomnir.
Dansað í Goðheimum kl. 20 á
sunnudagskvöld.
Ferð í Heiðmörk 4. júní kl. 14
frá Risinu. Farið um Hafnarfjörð
og Hellisgerði skoðað og síðan í
Heiðmörk og Vatnsveita Reykja-
víkur heimsótt og veitingar að
Jaðri. Skrásetning og miðar af-
hentir á skrifstofu félagsins.
Ljósmyndarar framtíðarinnar
1 dag ld. 16.00 verður sýningin
„Dimmblá" opnuð í Tehúsi Kaffi-
leikhússins. Sýningin sam-
anstendur af Ijósmyndum nem-
enda sem hafa í vetur verið á
ljósmyndanámskeiði Sissu. Nem-
endurnir munu sýna svart-hvítar
Ijósmyndir sem þeir hafa unnið
undir handleiðslu Sissu ljós-
myndara og er þar að finna hin
Ijölbreytilegustu viðfangsefni.
Við opnunina verður boðið upp á
léttar veitingar ásamt flautuleik
og eru allir velkomnir. Sýningin
er opin laugardaga og sunnudaga
frá kl. 12 til 18 og stendur til 31.
maí.