Dagur - 29.05.1998, Qupperneq 1

Dagur - 29.05.1998, Qupperneq 1
Samkvæmt skýrslu Dóms- og kirkjumálaráðuneytis frá síð- asta ári urðu 1100 konur jyrirofbeldi heima fyrir. „Að- eins toppurinn á ísjakan- um, “ segir SigríðurH. Jóns- dóttir útskríftarkandídat í hjúkrunaifræði. Fjórir útskriftarnemar úr heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri tóku fyrir heimilis- ofbeldi í lokaverkefni sínu. Ritgerðin nefnist: „Hann var ógnvaldur í lífi mínu“ og Qallar um upplifun kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Ýmsat goðsagnir „Við tókum viðtal við fjórar konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi í heimahúsum. Ahuginn kviknaði á fyrirlestri hjá Síu Jónsdóttur um heimilisofbeldi. Hún vitn- aði í heilmiklar tölur úr skýrslu Dóms- og kirkjumálaráðuneytis en við vildum vita hvernig konunum á bak við tölurnar liði,“ segir Sigríður. „Þetta hefur lítið verið rannsakað hérna heima svo við töldum þörfina mikla.“ Sigríður segir alls kyns goðsagnir vera í kringum heimilisofbeldið, það séu bara alkóhólistar sem beiji konurnar sínar, eða að ofbeldið hætti ef konan verður þunguð. „Þetta er bara ekki svona. Barsmíðunum linnir ekki þó alkinn hætti að drekka og meðgangan ver konuna ekki. Þungun get- ur jafnvel verið orsök barsmíðanna. Ger- andinn finnur oft fyrir öfund verði konan ólétt og lætur það bitna á henni. Þá er þetta ekki endilega bundið við konu og karlmann. Það eru dæmi um heimilisof- beldi hjá hommum og lesbíum líka.“ Keríið klikkar Sigríður vill meina að kerfið sé alveg lok- að gagnvart heimilisofbeldi. Flestar konur komi inn í heilbrigðiskerfið í gegnum meðgöngueftirlitið og þar ætti ákveðin at- hugun að fara fram. „I þessu eftirliti eru ótal spurningar lagðar fyrir konurnar en „Er þetta mer að kenna? (Sviðsett myndj kvennaat- hvarfið á Ak- ureyri niður. Konur héðan þurfa því að leita suður eftir hjálp." engin þeirra snertir hugsanlegt heimilisof- beldi. Það er aldrei spurt. Menn slúðra ýmislegt sín í milli en það er aldrei talað við konurnar sem er það mikilvægasta. Heimilisofbeldi er „taboo“ í íslenska heil- brigðiskerfinu. Það er ekki til,“ segir Sig- ríður. En árekstrarnir eru ekki bara í heil- brigðiskerfinu. „Þolendur eru alls staðar að reka sig á veggi. Lögreglan getur ekkert gert fyrr en konan kærir. Þessu er öðruvísi farið erlendis. Hér verður konan að gera allt sjálf. Það hjálpar henni enginn." Sig- ríður segir konur sem verða fyrir ofbeldi ekki líta til heilbrigðiskerfisins sem lausn- ar. Mesta hjálpin sé í kvennaathvarfinu en það þurfi að fá konurnar til að leita þang- að sé þess þörf. „Svo er ekkert heimilisof- beldi á Akureyri. Það er búið að leggja Stórt vandamál ~ i g r í ð u r deild." í lokaverkefninu er ofbeldishringn- um skipt í þrjú stig. Fyrst er ofbeldið and- legt þar sem konan er niðurlægð á ýmsan hátt t.d. með níðyrðum og henni e.t.v. skammtaðir peningar. Því næst verður of- beldið líkamlegt og maðurinn gerir árás á konuna og að lokum er gerandinn fulllur iðrunar, gefur konunni gjafir og er blíður en mynstrið endurtekur sig alltaf. Konan trúir því ekki að sambandið stefni í ofbeldi og fer að kenna sér um ástandið. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál í samfélaginu, mun stærra en menn halda og tölur gefa til kynna. Opinberar tölur eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Það verður að við- urkenna vandamálið og taka á því á for- dómalausan hátt og á jafnréttisgrund- velli," segir Sigríður Ahrif heimilisofbeldis eru gjarnan lang- vinn. „Komum fórnarlamba heimilisof- beldis í heilbrigðiskerfið fækkar ekki þó þeim takist að komast burt úr sambúð- inni. Fósturlát og sjálfsvíg eru algengari í þessum hóp en öðrum og spennan sem þetta fólk lifir í leiðir oft til líkamlegra kvilla. Heimilisofbeldi er stórfellt heil- brigðisvandamál," segir Sigríður. -J\'. ótrú- ^Ww|. legt hvað ^rJar karlmenn 0sP Egi/sdóttir, Sigríður'fjij0,'0kaverkefninu. ----^ geti gert U cí J°nsdóttir oo Inn^ d TUJra vtr,stri: Huoní, Í » " « " ----------- sinum. „Konur geti gert k o n u m sínum. „Konur hafa komið gersamlega í méli á slysa-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.