Dagur - 29.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 29.05.1998, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 29.MAÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú að gera? „Förum sjálfsagt í sumarhús tengdafor- eldranna í Úxarfirði, “ segir Bjarni Hafþór Helgason. Sólarorka 1 Öxarfirði „Eg er að verða búinn með garðvinnuna hjá mér svo verið gæti að ég færi austur í Öxar- Qörð með fjölskyldunni," segir Bjarni Hafþór Helgaon, framkvæmdastjóri Utvegsmannafé- lags Norðurlands. „Tengdaforeldrar mínir eiga sumarhús þarna eystra og ef farið verður austur finnst mér ekki ósennilegt að ég taki fluguhnýtingarsettið með mér. Eg er kominn með nýja baneitraða hug- mynd að nýrri flugu, sem ég ætla að sýna ónefndum ritstjóra þegar hún er tilbúin. Þessa dagana er ég að leggja síðustu hönd á Utveg- inn, fréttabréf LIU, og verður því prýðisgott að komast út í sólarorkuna um helgina og hlaða batteríin." „Grunar að konan sé búin að skipuleggja að við setjum niður kart- öflur um helgina, “ segir Ögmundur Jón- asson aiþingismaður. „indæit að iáta þreyt- una líða úr sér þar: iiggja í blíðunni með sóigieraugu fram á nefið og lesa krimma, “ segir Þórunn Svein- björnsdóttir Kartöflur og útreiðartúr „Fyrst er nú til að taka að mig grunar að kon- an mín sé búin að skipuleggja að við förum og setjum niður kartöflur um helgina. Það fer reyndar eftir veðri; en eitt er reyndar víst að við gerum gott úr hlutunum hvernig sem veðr- áttan verður,11 segir Ögmundur Jónasson, al- þingismaður. Ögmundur segist alls ekki ætla að sitja auðum höndum um helgina. Hann segist eitthvað þurfa að grípa í vinnu „og síðan munum við sjálfsagt eitthvað fara á hestbak en við höldum úti tveim- ur hestum uppi í Mosfellsbæ. En það er að minnsta kosti alveg ljóst að ég mun veija tíman- um til mjög aðskiljanlegra hluta," segir þingmað- ur Ögmundur, sem hefur átt annríka daga að undanfömu nú í lokaspretti þingstarfanna. í sænska skerjagarðinn „Eg ætla til útlanda um helgina, í dáindisgott ferðalag sem hefst í Sænska skeijagarðinum. Það verður indælt að láta þreytuna eftir þriggja mánaða kosningabaráttu líða úr sér þar: liggja í blíðunni með sólgleraugu fram á nefið og lesa krimma,“ segir Þórunn Svein- björnsdóttir, stjórnmálafræðingur og kosninga- stjóri Reykjavíkurlistans. Þórunn segist hafa upplýsingar um að veð- urspáin fyrir Svíþjóð sé harla góð, en þrátt fyr- ir það kveðst hún vera við öllu búin. „Það að fara þarna út var hugmynd sem kviknaði í vinahóp mínum á dögunum og við ákváðum að skella okkur - og förum síðan kannski eitt- hvað annað og meira þegar líður á ferðalagið," segir hún. O^ur / mörg ár hefur Þórunn Sigurðardóttir verið aðaisprautan í menningarlífi þjóðarinnar. Nú er hún framkvæmdastjóri Listahátíðar, en myndin hér að ofan er frá því hún var biaðamaður á Þjóðviljanum og rauði höfuðkiúturinn einkennistákn. LIF OG LIST Með tíu bækur 1 takinu „Eg er einn af þeim sem er með tíu bækur í takinu á hverjum tíma,“ segir Helgi Björnsson, leikari og söngvari. „Þessa dagana er ég til dæmis að lesa bókina Mistery Train - images of America in Rock and Roll og fjallar bókin um rokkmúsík einsog er vestanhafs og endurspeglar bandaríska þjóðarsál. Þetta er afar skemmtileg stúdía. Nú og síðan er ég að lesa bókina I Ieit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust, þann virta höfund, og bókin er alveg snilldargott skáldverk." Föukið er gott og afslappandi „Ég hef mikið verið að hlusta á Carmen Negra, en ég er meðal þátttakenda í upp- setningu á því verki sem verður frumsýnt í Islensku Öperunni þann 5. júní. Síðan finnst mér gott og afslappandi að hlusta á fönk músík, ég er oft undir geislanum með diskinn „Strangres, Games and Think" sem geymir íjölbreytta fönktónlist frá 8. áratugnum. Nú og síðan er alltaf þægilegt að hafa „easy listening" við hendina - nú er ég með disk með Nancy Sinatra og Lee Hazlewodd sem mér finnst gott að geta gripið til.“ Gamaiunynd af Broadway „Síðasta kvikmynd sem ég sá var „The Prouser" með Mel Brooks, þar sem stórleik- ararnir Gena Wilder og Zero Moztel fara á kostum. Þetta er gamanmynd um tvo gumpa sem eru að setja upp söngleik á Broadway sem þeir ætla að láta falla og tryggja sig því vel vegna fyrirséðra áfalla og ætla þeir að lifa í vellystingum af trygg- ingafénu. En viti menn; söngleikurinn gengur upp og þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð,“ segir Helgi. Hann segist hafa mest gaman af gamanmyndum með markvissan söguþráð - og ekki spilli fyrir myndunum, taki þær óvæna stefnu með sérstöku plotti. -SBS. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Ef þú nemur staðar í hvert sinn sem hundur geltir, kemst þú aldrei á leiðar- enda. Arabískt máltæki. Þetta gerðist • 1987 gerði Michael Jackson tilraun til að fá Ieifar fílamannsins keyptar, en tókst ekki. • 1959 myndaði Charles de Gaulle ríkis- stjórn í Frakklandi. • 1947 varð mesta flugslys sem orðið hef- ur á íslandi, er Dakotavél frá Flugfélagi íslands rakst á Hestljall við Héðinsfjörð og 25 manns fórust. • 1922 varð Ekvador sjálfstætt ríki. • 1919 staðfesti Arthur Eddington kenn- ingu Einsteins um það hvernig Ijósgeisli sveigist. • 1892 Iést Baha’UlIah, stofnandi Baha’i trúar, en hann hét réttu nafni Mirza Hosayn Ali og var persneskur að upp- runa. Fædd þennan dag • 1956 fæddist La Toya Yvette Jackson, söngkona og systir Michaels. • 1941 fæddist fjallamaðurinn Douglas Scott. • 1903 fæddist bandaríski skemmtikraft- urinn Bob Hope. • 1894 fæddist austurríski kvikmyndahöf- undurinn Josef von Sternberg. • 1880 fæddist Oswald Spengler, þýskur svartsýnisheimspekingur sem skrifaði fræga bók um hrun Vesturlanda. Vísa dagsins Maður nokkur var lengi búinn að stríða við að fá stúlku til Iags við sig, en hún sló úr og í og vildi hann aðra stundina en hina ekki. I tilefni af því orti Páll Pálsson á Kolgrfmustöðum þessa vísu: Girndum jnúnguð góðmenni, - gegnum ringa vissu,- tauma slyngur teygir við tilhneyginga-hryssu. Afmælisbam dagsins Þennan dag árið 1917 fæddist John Fitzgerald Kennedy, sem var 35. forseti Bandaríkjanna og gegndi því embætti á árunum 1961-1963. Hann var myrtur í Dallas 22. nóvember 1963. Hann var með athafríasamari forsetum á sínum stutta ferli, hóf m.a. Ví- etnamstríðið og var næstum því búinn að koma af stað nýrri heims- styrjöld við Rússa vegna Kúbudeil- unnar. Hins vegar lét hann Iækka skatta um 10 milljarða dollara sem jók velmegun og varð til þess að tekjur ríkisins hækkuðu. „Varstu að leyta að tannþræðinum, elskan?“ Tölvaní dag Vort daglega netfang er http://www.symbols.com Þar er að finna stærsta safn tákna á netinu, og hægt að fletta upp merkingu þeirra eins og í orðabók.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.