Dagur - 29.05.1998, Side 4

Dagur - 29.05.1998, Side 4
20-FÖSTVDAGVR 2 9. MAÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU „Lind hf. fór fljót- lega eftir stofnun að tapa gríðarleg- um fjármunum, ekki síst vegna þess að fram- kvæmdastjórinn Þórður Ingvi Guð- mundsson virðist hafa verið gjör- samlega óhæfur í sínu starfi og grun- semdir eru uppi um óráðsíu og auðgunarbrot." Staðhæfingar Finns Ing- ólfssonar bankamálaráð- herra um að hann hafi ekki gefið Alþingi Islend- inga rangar og/eða vill- andi upplýsingar um mál- efni Lindar hf. eru, í fáum orðum sagt, aumasta og hlægilegasta yfirklór sem lengi hefur sést til stjórnmálamanns á Islandi, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína, sumir hveijir. Við skulum riQa upp hvernig málið er vaxið. Lind hf. fór fljótlega eftir stofnun að tapa gríðar- legum fjármunum, ekki síst vegna þess að framkvæmdastjórinn Þórður Ingvi Guð- mundsson virðist hafa verið gjörsamlega óhæfur í sínu starfi og grunsemdir eru uppi um óráðsíu og auðgunarbrot. Sam- kvæmt nýlega birtri skýrslu Ríkisendur- skoðunar virðist maður snemma hafa gengið undir manns hönd að vara við starfsháttum Þórðar þessa og lögðust endurskoðendur á öllum mögulegum stigum á eitt með stjórn fyrirtækisins en þrátt fyrir að öllum mætti brátt vera ljóst að Þórður Ingvi ætti frekar að keyra leigubíl eða fara á sjóinn en velta fyrir- tæki uppá hundruð milljóna, þá virðist af einhverjum dularfullum ástæðum hafa dregist ótrúlega lengi að vísa manninum á dyr. Skýringar á því hafa ekki fengist enn, en þess má geta að Þórður Ingvi var og er ugglaust ennþá flokksbundinn framsóknarmaður og framsóknarmenn sátu og sitja víða í kerfinu og passa sína menn. Þess má svo Iíka geta, bara til skemmtunar, að Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans heldur því fram að einn helsti óformlegur ráðgjafi Þórðar Ingva í Lind og allt að því daglegur gestur á skrifstofunni hafi verið ungur og upprennandi þingmaður Fram- sóknarflokksins, Finnur nokkur Ingólfs- son, en þar sem það er nú ekki beinlínis í tísku að trúa öllu því sem Sverrir Her- mannsson Iætur út úr sér um þessar mundir, þá skulum við Iáta það liggja milli hluta í bili. En nema hvað, að lok- um geta menn ekki lengur horft framhjá gengdarlausu tapi Lindar, enda fyrirtækið löngu farið á hausinn í raun, og þá er Þórður Ingvi leystur frá störfum, eins og það heitir, en kvaddur með vænum starfs- lokasamningi fyrir vel unnin störf, eins og tfðkast í þessum geira þjóðfélagsins. Óskemmtilegui lestur En þegar farið var að reyna að gera upp mál Lindar kemur Skýrsla Ríkisendur- skoðunar til bankamálaráðherra, sem þá er orðinn Finnur Ingólfsson og er það óskemmtilegur Iestur með afbrigðum og sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þess fyrirtækis. Nefnd er talan 400 milljónir sem Landsbankinn beri beina ábyrgð á og hafi því tapað með glæsilegri frammistöðu Þórðar Ingva í bissniss, en um leið mátti þó öllum vera ljóst - jafnvel vaxtaflónum - að tap Lands- bankans hlaut að vera mun hærra. Það var Iíka beinlínis tekið fram í bréfi sem þáverandi formaður bankaráðsins, Kjart- an Gunnarsson, sendi Finni Ingólfssyni til að leita eftir skoðunum hans á því hvað gera skyldi vegna gjaldþrots Lindar og athugasemda Ríkisendurskoðunar um að hugsanlega hefði verið um saknæmt athæfi Þórðar Ingva framkvæmdastjóra að ræða. I þessu bréfi Kjartans stóð skýr- um stöfum að tapið væri mun meira en 400 milljónir, þó ekki væri nefnd ákveðin tala. Fáeinum vikum seinna eru sögu- sagnir í þjóðfélaginu um tap Lindar orðn- ar svo háværar að Asta Ragnheiður Jó- hannescjóttir ber fram fýrirspurn á Al- þingi og spyr bankamálaráðherra hvort rétt sé að Landsbankinn og þar með í raun ríkið og þar með í raun almenningur hafi tapað sex til sjö hundruð milljónum á bissnissævintýri Þórðar Ingva Guð- mundssonar. Þá voru tveir mánuðir frá því að Finnur Ingólfsson hafði fengið í hendur skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem var skýrt kveðið á um að minnsta kosti 400 milljón króna tap, og einn mán- uður frá því Finnur hafði fengið bréf frá formanni bankaráðsins sem sagði að tap- ið væri mun meira. Eigi að síður fór Finnur Ingólfsson í ræðustól og sagði það eitt að hann þekkti ekki þessa tölu sem þingmaðurinn nefndi, 6-700 milljónir, en síðar í umræðunum mun hann hafa kannast við að hafa séð hana nefnda í fjölmiðlum. Hann minntist ekkert á að hann hefði í tvo mánuði haft undir hönd- um skýrslu Ríkisendurskoðunar um mál- ið, þaðan af síður að formaður bankaráðs Landsbankans hefði leitað ráða hjá hon- um um hvað skyldi gera. Hann eyddi bara málinu, kannaðist ekkert við það, nema hafði víst rekist á einhveijar fréttir um það í blöðunum. Hárrétt tala? Þarna talaði bankamálaráðherra þjóðar- innar, lesendur góðir, og nú hengslast hann aftur í ræðustól á Alþingi og ber af sér allar sakir - hann hafi ekki gefið rang- ar upplýsingar því hann hafi ekki sagt neitt. Hann hafi einungis sagt að hann hafi ekki kannast við akkúrat þá tölu sem þingmaður Asta Ragnheiður nefndi. Sam- kvæmt orðanna hljóðan má vissulega til sanns vegar færa að Finnur hafi ekki beinlínis gefið rangar upplýsingar á Al- þingi - það er að segja ef við ályktum að Finnur sé tölva, því einhvern veginn svona hugsa tölvur, þær gefa ekkert svig- rúm nema fyrir nákvæmlega hárréttar töl- ur. Nú gæti að vísu vel verið og má Ieiða að því ýmis rök að Finnur Ingólfsson sé í raun og veru tölvukall, vélrænt líkan af svokölluðum ungum framsóknarmanni, sem flokkurinn hafi látið búa til fyrir svo sem áratug því þá var sár skortur á ungum framsóknarmönnum, slíkir menn voru réttara sagt varla til, og vissulega hefði þá verið freistandi fyrir Framsóknarflokkinn að Iáta smíða á laun þennan tölvukall til að reyna að telja mönnum trú um að ung- ir ífamsóknarmenn væru víst til. En ef við reynum að líta framhjá því sem bendir til að Finnur sé tölvukall, sem hafi bara ekki komið auga á að það væri neitt athugavert við að segjast ekkert vita um málefni Lindar úr því þingmaðurinn rambaði ekki á nákvæmlega sömu töluna og nefnd var i skýrslu Ríkisendurskoðun- ar, og ef við reynum að trúa því að hann sé maður af holdi og blóði - fær um þó ekki sé nema örlítið abstrakt hugsun - þá sjáum við auðvitað í hendi okkar undir- eins að víst gaf hann Alþingi bæði rangar og villandi upplýsingar á sfnum tíma. Og við sjáum Iíka að maðurinn hlýtur að vera eitthvað einkennilegur að þráast við að viðurkenna það. Því það gerir hann; hann viðurkennir og segist hafa gert alveg rétt þegar hann svaraði fyrirspurninni. Hann vælir meirað segja og reynir að afsaka sig með því að þetta hafi verið óundirbúin fyrirspurn, og hann hafi ekki haft neinar tölur eða upplýsingar úr skýrslu Ríkisend- urskoðunar á hraðbergi á þeirri stundu og þeim stað sem fyrirspurnin var borin fram. Nú er ég ekki talnaglöggur og pen- ingamál hafa löngum vafist fyrir mér, en ég held samt að ef ég fengi í hendur skýrslu sem stæði að fyrirtæki undir minni stjórn hefði tapað að minnsta kosti 400 milljónum í óráðsíu og vitleysu, þá myndi ég muna þá tölu í tvo mánuði og jafnvel rúmlega það. Nú má náttúrlega halda því fram að Finnur leggi sig ekki niður við leggja á minnið smotterí eins og meiren 400 milljóna tap, enda var svo- sem margt tapið þessi misserin, en ein- hvern veginn finnst mér samt að maður sem getur ekki munað 400 milljón króna tap í tvo mánuði sé ekki endilega í réttu starfi sem viðskipta- og bankamálaráð- herra. En svo vælir Finnur ennþá meira og segir að ef hann hefði komið í ræðu- stól á Alþingi á sínum tíma og sagt sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar að Landsbankinn hefði tapað þessum frægu 400 milljónum á Lind, þá hefði hann ver- ið að gefa rangar upplýsingar úr því tapið reynist nú vera að minnsta kosti rúmar 700 milljónir og kannski hátt í 900; Dav- íð Oddsson nefndi milljarð. Þessi afsökun aumingja Finns er svo vesældarleg að engu tali tekur og í rauninni hreinasta firra. Ef ég hefði gefið Alþingi þær upp- lýsingar sem ég hafði réttastar, þá hefði ég gert í buxurnar fyrst talan frá Ríkis- endurskoðun reyndist svo ekki fullnægj- andi. Þetta gengur til dæmis alveg þvert á afsakanir Finns í öðru skyldu máli, Iax- veiðimáli Landsbankans sjálfs og Sverris Hermannssonar, en þar þykist Finnur enga ábyrgð bera vegna þess að hann hafi aðeins lagt fyrir Alþingi þær tölur sem hann vissi réttastar. I Lindarmálinu er af- sökun hans sú að hann lagði sem betur fer engar tölur fyrir Alþingi úr því þær voru að lokum ekki alveg réttar. Þetta heitir á góðri íslensku rugl. Eftir á að hyggja hallast ég að því að Finnur Ingólfsson hljóti þrátt fyrir allt að vera tölvukall því hvaða skyni gæddur maður gæti borið aðrar eins afsakanir á borð og þóst maður að meiri fyrir? Hve lengi? Það er svo eins og hver annar brandari hver urðu örlög Þórðar Ingva Guðmunds- sonar eftir að hann hafði kostað Lands- bankann nokkur hundruð milljónir. Því hvað skyldi hafa orðið um hann? Hann hefur það fínt, takk fyrir. Skömmu eftir að nýr utanríkisráðherra tók við árið 1995 sá hann ástæðu til að ráða Þórð Ingva í utanríkisþjónustuna og þar hefur hann verið síðan. Viljiði kannski líka vita hvað hann fæst við hjá utanríkisþjónust- unni? Hann fæst að sjálfsögðu við al- þjóðaviðskiptamál íslenska lýðveldisins. Finnst ykkur það ekki traustvekjandi fyrir þjóðina, lesendur góðir? Halldór Asgríms- son segir í Mogganum í morgun (gær) að ekkert sé athugavert við ráðningu hans, enda hafi Halldór ekkert vitað um feril hans hjá Lind því hann hafi ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið fyrr en í gær. Heyr á endemi, myndi hafa verið sagt í minni sveit. Eg las heldur ekki skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr en í gær en samt hef ég alltaf, og öll þjóðin hefur alltaf vitað, að Þórður Ingvi Guð- mundsson setti Lind á hausinn með fífla- gangi. Nema Halldór vissi það ekki. Hann les kannski ekki blöðin. Hann les kannski ekkert nema flokksskírteini Framsóknarflokksins. Því síðast þegar fréttist var Halldór Asgrímsson nefnilega Iíka flokksbundinn framsóknarmaður, al- veg eins og Þórður Ingvi. En hvað, með leyfi, á þetta bananalýð- veldi að viðgangast legni? Pistill Illuga varfluttur i morgunútvarpi Rásar 2 t gærmorgun. UMBUDA- LAUST

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.