Dagur - 29.05.1998, Síða 3

Dagur - 29.05.1998, Síða 3
FÖSTUDAGUR 29.MAÍ 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Fmmundan erFegurð- arsamkeppni íslands. Eru allarfegurðardísir alveg eins?Hvað eiga þær sameiginlegt og hvað ekki? I kvöld fer fram Fegurðarsam- keppni Islands 1998 á Broadway á Hótel Islandi. 22 glæsilegar stúlkur víðs vegar af landinu taka þátt að þessu sinni og keppa um titilinn Ungfrú Island. Stúlkurnar hafa allar komið fram opinberlega og sagt alþjóð frá sjálfri sér og áhugamálum. Þær eru allar á svipuðum aldri, þær yngstu eru fæddar 1980 en þær elstu 1976, þær smæstu eru 168 sm. en þær hæstu 178 sm. Ferðalög, íþróttir, niatur... Ahugamál fegurðardrottning- anna eru ansi áhugaverð og allr- ar athygli verð. Þær hafa þó æði svipuð áhugamál, enda hópur- inn samstilltur. Af 22 stúlkum finnst 19 þeirra gaman að ferð- ast. Þetta eru ferðalög af ýmsu tagi. Ferðalög um hálendi Is- lands, vélsleðaferðir, ferðalög er- lendis og ferðalög almennt. Iþróttir eru að sjálfsögðu ofar- lega hjá stúlkunum (gott útlit kemur sjaldnast af sjálfu sér) en helmingur þeirra stunda íþróttir af einhverju tagi. Líkamsræktin er vinsæl og þá helst eróbikk en einnig nefna tvær stúlkur ball- ett, ein fótbolta, ein golf, ein sund og tvær körfubolta. Körfu- boltaáhuginn kemur dálítið á óvart en þó ekki sé tekið mið af búsetu stúlknanna. Önnur býr á Akranesi sem ekki er lengur ein- ungis þekkt fyrir snjalla knatt- spyrnumenn, heldur er mikið gróskustarf í körfuboltanum þar. Hin býr í Reykjanesbæ sem er annálaður körfuboltabær. Sex stúlknanna nefna góðan mat sem eitt af sínum áhuga- málum. Stúlkurnar verða að borða eins og annað fólk þó þær þurfi e.t.v. að vanda fæðuvalið meira en Jón Jónsson úti í bæ. Gera verður þó ráð fyrir að fleiri en sex stúlknanna borði þó þær telji það ekki upp sem sérstakt áhugamál! ...vinir og kærastmn Vinir eru mikilvægir og 13 feg- urðardísir telja vinina meðal áhugamála sinna. Alltaf gaman að vera í hópi góðra vina. Kærastinn fær einnig sína verð- skulduðu athygli en 18 stúlkn- anna eru á föstu (sorry strákar, en það eru þó fjórar á lausu!). Athygli vekur að helmingur þessara 18 stúlkna finnst ekki taka þvf að nefna kærastann sem sérstakt áhugamál. Það er þó varla að þeir séu svona leið- inlegir, kannski bara óáhuga- verðir. Nema þetta sé svo sjálf- sagt mál að ekki taki að nefna það. Sennilega er það skýringin. Hinn helmingurinn talar um að eyða tíma með kærastanum eða lúra hjá kallinum sínum. Hesturinn skæður En ekki er þó öll sagan sögð. Stúlkurnar eiga jú heilmikið sameiginlegt en ekki allt. Dýr eru í uppáhaldi hjá aðeins fjór- um þeirra. Tvær hafa sérstakt yndi af hundum (önnur á 5 hunda) enda ekkert óeðlilegt við það. Hundurinn er besti vinur mannsins og tryggari vin eignast þú ekki. Hundarnir hafa þó ekki betur en kærastinn í þessum til- fellum þar sem önnur stúlkn- anna á ekki kærasta og hin hafði fyrir því að nefna kærastann sem sérstakt áhugamál. Hestur- inn eru aftur mun skæðari keppinautur, enda þarfasti þjónn mannsins hér áður fyrr og lumar á ýmsu. Tvær stúlkur hafa hesta að sérstöku áhuga- máli en þær eru báðar á föstu og þeim láist að minnast á kærastana sem áhugamál. Ber að túlka þetta þannig að kærast- arnir hafa farið halloka fyrir ís- lenska hestinum? Vissulega hef- ur hesturinn margt til brunns að bera: fax, tagl og fleira sem kærastarnir hafa ekki. En senni- lega er það ekki skýringin. Þetta með kærastana er svo sjálfsagt mál að ekki tekur því að nefna það. Það er líklegasta skýringin. Flestar eru stúlkurnar í námi eða 20. Tvær eru á vinnumark- aðnum en hinar í framhalds- skólum. Þær vinna svo flestar með náminu. Það vill svo skemmtilega til að tvær stúlkn- anna útskrifast einmitt í dag, sjálfan fegurðardaginn, en Kvennaskólinn og Fjölbrauta- skóli Suðurlands útskrifa nem- endur sína f dag. Tvöföld gleði- stund þar á bæ. Stúlkurnar stefna hátt í lífinu, ætla sér að ljúka námi, fara í frekara fram- haldsnám, vinna og ferðast. Allt eftir hverri og einni. Bros í gegnum tárin Til mikils er að vinna í kvöld því fjöldi veglegra verðlauna er í boði eins og venjulega og ber þar hæst sportbifreið handa Ungfrú Island auk þess sem all- ar stúlkurnar fá flugferð innan- lands. En þær eru ekki í þessu út af verðlaununum. Það er heiðurinn að vera kjörin Ungfrú Island sem stúlkurnar sækjast eftir. Koma fram sem andlit þjóðarinnar og auglýsa íslenska fegurð á erlendum vettvangi. Það verða því án efa felld nokk- ur tár í kvöld þegar úrslitin verða kynnt. Allar eru stúlkurnar góðir vinir og samgleðjast hver annarri, enda samstilltur hópur. Það er bara vonandi að Ungfrú Island árið 1998 brosi í gegnum tárin. -JV.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.