Dagur - 26.06.1998, Blaðsíða 4
é - FÖSTUDAGUR 26. JÚNt 1998
FRÉTTIR
VESTMANNAEYJAR
Upplýsingar úr náttúmiuii skynjaðar
og þeim miðlað
Rannsóknarsetur Vestmannaeyja hefur kynnt hugmyndir um DELFI
umhverfið en það snýst um stofnun sem hlustar, skynjar og miðlar
hvers kyns upplýsingum frá umhverfinu. Miðstöðin verður í Eyjum.
Þorsteinn Ingi Sigfússon segir að ýmis atriði verði lögð til grundvall-
ar hugmyndinni. Þar má nefna hafið, landið og loftið og hugmyndin
er að gera Keikó að lifandi tákni fyrir hlustir og augu alls heimsins.
Byggð verður upp ferðamannaþjónusta þar sem DELFI umhverfið
gæti orðið nokkurs konar hlustunarmiðstöð náttúrunnar í mjög víð-
feðmum skilingi.
Goslokahátíð hefst 3. júlí
Mikil hátíðarhöld heíjast í
Vestmannaeyjum föstudag-
inn 3. júlí með skrúðgöngu
úr Friðarhöfn að Stakka-
gerðistúni en hátíðarhöldin
eru tengd goslokum í Eyj-
um og standa þau til 11.
júlí. I gosnefnd sitja Arnar
Sigurmundsson, Guðjón
Hjörleifsson og Ragnar
Oskarsson en umsjón með
gleðskapnum hefur Andrés
Sigurvinsson Ieikari. Yfir-
skriftin verður götuleikhús
en einnig verður boðið upp
á myndlistarsýningar í
Akóges og Listaskólanum.
A laugardag verður útidansleikur á Stakkagerðistúni, gömlu dansarn-
ir í gamla veitingatjaldinu frá þjóðhátíðinni við Vesturveginn og
uppákomur í Skvísusundi. A sunnudag verður messa í gígnum í Eld-
felli en síðan verður athöfn á Skansinum. Þess má geta að nemend-
ur Barnaskólans hafa útbúið heimasíðu um eldgosið í Heimaey og er
slóðin http://rvik.ismennt.is/~neyglob/. Þetta kemur fram í FRETT-
UM.
Vestmannaeyingar hyggjast halda mikia
hátíð í byrjun júlí sem tengist lokum eld-
gossins í Heimaey. - mynd: gva
Vestmaimaeyjiun stjúmað af konum
Sigrún Inga Sigurgeirsaóttir (D) verður forseti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja næstu fjögur árin en í bæjarráði sitja Sigurður Einarsson
og Elsa Valgeirsdóttir frá Sjálfstæðisflokki og Þorgerður Jóhannsdótt-
ir af Vestmannaeyjalista. Konur eru auk þess í meirihluta í bæjar-
stjórn en á fyrsta fundi bæjarstjórnar voru mættar Guðrún Erlings-
dóttir af Vestmannaeyjalista, Andrea Atladóttir frá Sjálfstæðisflokki
auk áðurnefndra kvenna. — GG
Utaiiríkisráðherrafiindiir
Eystrasaltsráðs
Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins var
haldinn 22.-23. júní sl. og sat Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherrafundinn fyrir Islands hönd. Á
fundinum var rætt um mannréttindamál og lýðræð-
isþróun; efnahagssamvinnu; menningarmál og al-
mannaöryggi. Einkum var rætt um réttindi minni-
hlutahópa í Lettlandi, en í gær samþykkti lettneska
þingið lög um ríkisborgararétt. Halldór lagði
áherslu á mannréttindamál Eystrasaltsráðsins í
ræðu sinni og benti á nauðsyn þess að ráðið ynni
með óháðum mannréttindasamtökum.
Ásamt aðildarríkjunum sátu fundinn fulltrúar Bandaríkjanna,
Frakklands og Ukraínu en þessi ríki hafa sýnt störfum ráðsins mik-
inn áhuga.
Halldór
Ásgrímsson.
Tölur um veltu verslana seinkar
Tölur um veltu verslana, skv. virðisaukaskattframtölum fyrir tvo
fyrstu mánuði ársins, hafa ekki enn borist, en hafa venjulega borist í
bytjun maí. Þjóðhagsstofnun segir seinkunina nú sökum þess að nú
er í fyrsta sinn flokkað skv. staðli sem stendur fyrir íslenska atvinnu-
greinaflokkun 1995 og er þessi flokkun mun ítarlegri en fyrr. Einnig
koma samanburðartölur frá 1997 og gefur þessi flokkun mun betri
upplýsingar um vöruflokka en áður. Tölurnar munu liggja fyrir inn-
an fárra vikna.
Afmælisrit K.Í.
Á 50 ára afmæli Kaupmannasamtaka Islands, árið 2000, verður gef-
ið út afmælisrit K.Í., 4 binda ritverk sem inniheldur bæði sögu sam-
takanna og kaupmannatal. Bókaútgáfan Byggðir og Bú ehf. gefur
verkið út en Lýður Bjömsson og Þorsteinn Jónsson eru ritstjórar
verksins. Sögunefnd K.í. starfar sem ráðgjafi við vinnslu verksins.
Kaupmáttarauki góðærisins hefur ekki farið í að kaupa ávexti samkvæmt hagtölum. Hólmfríður Þorgeirsdóttir hjá
Manneldisráði segir það ekki góðar fréttir.
Ávaxtaát á niðurleið
á uppgangsánmuin
Laiidsmeim hafa ekki
farið með sinn aukna
kaupmátt í ávaxta-
kaup, því þau eru að
minnka nema á allra
dýrustu ávöxtuuum.
Öfugt við það sem ætla mætti á
þessum heilsuræktartímum hefur
ávaxtaneysla Iandsmanna verið
heldur á niðurleið í góðærinu,
1996 og 1997. Innflutningur
ferskra ávaxta á síðasta ári var að-
eins 118 grömm á mann á dag,
sem samsvarar um 1/2 banana,
epli eða appelsínu - og þá að ekk-
ert hafi farið forgörðum. Banan-
ar, epli og appelsínur voru sam-
tals nær 2/3 alls ávaxtainnflutn-
ings framan af áratugnum. En at-
hyglisvert er að innflutningur á
eplum og appelsínum hefur nú
minnkað um 1/6 síðustu tvö árin,
eða um 790 tonn, en bananarnir
hafa haldið sínum hlut. Kaup á
jarðarberjum og bláberjum hafa
hins vegar aukist mjög verulega,
þótt það séu bæði dýrustu ávext-
irnir og hafi hækkað mest í verði.
Töluverð aukning er líka í
mandarínum og perum.
Hreint ekki nógu gott
„Við erum auðvitað ekkert ánægð
með þessa þróun, því það er bú-
inn að vera í gangi áróður um að
borða meira af ávöxtum og græn-
meti - helst fimm skammta á dag.
Þannig að þetta er hreint ekki
nógu gott - og þarf greinilega að
gera eitthvað meira," sagði Hólm-
fríður Þorgeirsdóttir hjá Mann-
eldisráði.
Ávaxtainnflutningur jókst tölu-
vert milli 1990 til 1993 og náði
hámarki 1995, en síðan hefur
heldur sigið á ógæfuhliðina.
Grænmetisneysla virðist líka hafa
staðið nokkurn veginn í stað síð-
an 1994, kringum 30 kíló á mann
á ári, eða um 85 grömm á dag að
meðaltali. Þær tölur eru þó eðli-
lega ónákvæmari, þar sem ís-
lenskt grænmeti úr ótal görðum
(m.a. skólagörðum) ratar eðlilega
illa í hagskýrslur. Innlend ávaxta-
rækt er aftur á móti afar takmörk-
uð.
Hálft epH á dag
Rúmlega 12.100 tonn voru flutt
inn af ferskum ávöxtum í fyrra,
samkvæmt skýrslum Hagstofunn-
ar, ríflega 400 tonnum minna en
1995, þegar ávaxtakaupin urðu
mest. Þetta samsvarar rúmum 43
kg að meðaltali á hvern íslending
(1,5 kg minna en 1995) - eða um
118 grömm á mann á dag, sem
samsvarar um 1/2 góðum ávexti,
banana, epli eða appelsínu. Sam-
anlagður dagskammtur af ávöxt-
um og grænmeti er þannig aðeins
rúm 200 grömm á mann (að með-
talinni rýrnun í verslunum og því
þvf miður endar í ruslafötunni
heima hjá okkur).
Ávextimir kannski of ódýrir?
Innflutningsverð á bönunum hef-
ur lítið hækkað á undanförnum
árum (60 kr./kg í fyrra), en með-
alverð á eplum (76 kr./kg) og app-
elsínum (66 kr./kg) hækkaði hins
vegar töluvert árið 1996 en stóð
síðan í stað í fyrra. Sítrónur, greip
og perur kostuðu svipað í fyrra og
tveim árum áður. En melónur,
jarðarber og bláber hafa hækkað
töluvert, þ.e. þær tegundir sem
sala hefur samt mest aukist á.
- HEI
Sótt að landsbyggðar-
versluninni
Verslimin á suðvest-
urhorninu sogar í vax-
audi mæli til sín
verslun við lauds-
byggð. Mauuréttiudi
að hafa aðgang að
versluu. Dauska mód-
elið heillar.
„Það er alveg Ijóst að verslunin á
suðvesturhorninu sogar rosalega
til sín og í vaxandi mæli. Þeir úti
á landi verða að bregðast við
með einhverjum hætti en þeir
eru ekki farnir að gera það enn-
þá,“ segir Sigurður Jónsson
framkvæmdastjóri Kaupmanna-
samtaka íslands.
Með tilkomu æ stærri eininga
í verslun á höfuðborgarsvæðinu
samfara greiðari og öflugri sam-
göngum er farið að verða vart við
vaxandi ótta meðal landsbyggð-
arfólks og verslunareigenda um
framtíð verslunar úti á landi. Þar
er fólk m.a. farið að velta því fyr-
ir sér hvort þjóðfélagið láti sér
það einhverju varða hvernig
þessi mál þróast og hvort það
séu mannréttindi að hafa aðgang
að verslun.
Horft til Danmerkur
Sigurður Jónsson segir að lands-
menn megi í þessum efnum
draga mikinn Iærdóm af því
hvernig staðið er að þessum mál-
um í Danmörku þar sem hugsað
er meira um heildina en al-
mennt gerist hérlendis. í því
sambandi bendir hann á þá
hugsun Dana að það sé ódýrara
fyrir þjóðfélagið að viðhalda litlu
dreifbýlisverslununum í stað
þess að Iáta þær fara á hausinn.
Það kemur í veg fyrir að verja
þurfi fjármunum í kostnað við að
koma vörunum til fólks sem ekki
á bíla eða getur ekki af öðrum
ástæðum nálgast gnægtaborð
stórverslana í stærri bæjum og
borgum. Hérlendis virðast menn
hinsvegar ekki hafa miklar
áhyggjur af þessari þróun í versl-
uninni þar sem hinir stóru verða
sífellt stærri á sama tíma og Iitl-
ar landsbyggðarverslanir eiga
undir högg að sækja. — GRH