Dagur - 26.06.1998, Page 12
12 - F ffsh’U b'A G U R" 2 6y. "jÚN'Í V19\9 8
t^ui-
ÍÞRÓTTIR
Opiirn veðbanld á
kappreiðum Fáks
Frá hvítasunnukappreiðum Fáks.
Lee Janzen öruggur sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu í golfi
með sigurlaunin í höndunum og 38 milljóna króna [535.000 bandaríkja-
dala] tékka í vasanum.
Janzen sigraði
í annað sinn
Hestamannamótm í
bikarröd Fáks eru
fyrsta flokks skemmt-
un fyrir afla fjölskyld-
ima. Veðbankiim verð-
ur sífellt vinsæfli og
dregirr að fjölda
manns. Bein útsend-
ing verður frá mótinu
á morgnn í Ríkissjón-
varpinu.
Annað bikarmót Hestamannafé-
Iagsins Fáks verður haldíð á
skeiðvelli félagsins að Víðivöllum
á morgun, laugardag, og hefst
klukkan 10:00. Mótið er eitt af
sex mótum í bikarmótaröð Fáks,
en það fyrsta var haldið um hvíta-
sunnuna.
A mótunum eru gefin stig eftir
sætum og eru þau eftirfarandi:
1. sæti gefur 20 stig
2. sæti gefur 17 stig
3. sæti gefur 15 stig
4. sæti gefur 13 stig
5. sæti gefur 11 stig
Fyrir 6. - 10. sætið eru síðan
gefin stig frá tíu og niður í eitt.
Hestarnir hlaupa tvisvar sinn-
um í hverju móti og reiknast betri
tíminn til stiga. Þetta gildir um
allar keppnisgreinar nema 800
metra stökk, en þar hlaupa hest-
arnir einu sinni í riðlakeppni og
gefa fjórir bestu tímarnir þátt-
tökurétt í úrslitum.
Heildarstigafjöldi hestanna í
bikarröðinni reiknast eftir besta
árangri þeirra í fimm af þessum
sex mótum.
Howard Kendall, framkvæmda-
stjóri Everton, hefur hætt störf-
um hjá félaginu. Kendall tók við
liðinu seint á síðasta sumri eftir
að stjórn þess hafði lengi leitað
að þjálfara til að taka við af Joe
Royle, sem hætti eftir dapurt
gengi á keppnistímabilinu þar á
undan.
Miklar væntingar voru gerðar
til Kendall, sem gerði Everton að
meisturum á sínum tíma eftir
harða baráttu við nágranna sína
í Liverpool. Arangurinn lét á sér
standa og liðið forðaði sér
naumlega frá falli í fyrstu deild í
sínum síðasta leik í vor.
Howard Kendall sagði við Dag
í vetur ástæður ófaranna í vetur
m.a. að Ieikmennirnir hefðu ver-
ið í mjög slæmu Iíkamlegu
ástandi þegar hann kom til
Goodison Park. Þá hjálpaði það
ekki til að stjórn liðsins var lengi
að finna knattspyrnustjóra.
Margir höfðu hafnað stöðunni
og hann kom inn í starfið á síð-
Spennandi úrslitakeppni
I hveiju móti fer fram úrslita-
keppni, þar sem barist er um pen-
ingaverðlaun. Keppnisrétt í þeirri
keppni eiga þeir hestar sem hafa
fjóra bestu tímana í viðkomandi
móti. Urslitakeppnin reiknast
ekki til stiga og hefur aldrei áhrif
á stöðuna í heildarstigakeppn-
inni, nema í 800 metra stökki.
Að sögn forsvarsmanna móts-
ins er aðal ástæðan fyrir öðruvísi
reglum í 800 metrunum sú að
ekki hefur verið keppt í alvöru í
þessari grein í langan tíma og því
ákveðið að bíða og sjá hver
reynslan yrði. Menn telja það að
óreyndu of mikið álag á hestana,
að láta þá keppa í tveimur riðlum
og svo í úrslitum.
Hámarks þátttaka á bikarmót-
unum verða sextán hestar í hverri
keppnisgrein og fá tíu efstu hest-
ar síðasta móts sjálfkrafa keppn-
isrétt á því næsta. Um hin lausu
sætin fer fram sérstök und-
ankeppni daginn fyrir keppnina
og er valið í hana eftir sérstökum
reglum.
Beinar útsendtngai og
veðbaúki
Beinar útsendingar verða frá öll-
um mótunum f Ríkissjónvarpinu
og hefst útsendingin á morgun
klukkan 12:00 og stendur til
14:00 og verður sýnt frá seinni
umferð og úrslitum.
Hestamannafélagið Fákur mun
reka veðbanka á svæðinu og að
sögn Fáksmanna er mikill spenn-
ingur fyrir honum og fólk duglegt
að veðja. Þeir segja það hina
bestu skemmtun fyrir alia fjöl-
skylduna og dró það að fjölda
fólks á síðasta móti.
Howard Kendall.
ustu stundu. Áfengisvandamál
hrjáðu einnig hópinn. „Eg hef
tekið á mínum áfengisvanda. Nú
er tími til kominn að sumir
drengjanna snúi sér að sínum.
Það vandamál er vissulega fyrir
hendi,“ sagði Kendall.
Ekki er enn vitað hver tekur
við af Kendall en þangað til það
verður ákveðið mun fyrrum leik-
maður liðsins, Aidrian Heath,
stjórna liðinu. — GÞÖ
Fróðleiksmolar um
Opna bandaríska
meistaramótið
Sigurvegarar síðustu 10 ára
Ár Keppandi Skor
1988 Curtis Strange 278
1989 Curtis Strange 278
1990 Hale Irvvin 280
1991 Payne Stevvart 282
1992 Tom Kite 285
1993 Lee Janzen 272
1994 Ernie Els 279
1995 Corey Pavin 280
1996 Steve Jones 278
1997 1998 Ernie Els Lee Janzen 276 280
Þeir hafa oftast sigrað
Keppandi Ár
Willie Anderson 1901 '03 '04 ‘05
Bobby Jones 1923 '26 '29 '30
Ben Hogan 1948 '50 '51 '53
Jack Nicklaus 1962 '67 '72 '80
Hale Irwin 1974 '79 '90
Alex Smith 1906 TO
John McDermott 1911 '12
Walter Hagen 1914 '19
Gene Sarazen 1922 '32
Ralph Guldahl 1937 '38
Cary Middlecoff 1949 '56
Julius Boros 1952 '63
Billy Casper 1959 '66
Lee Trevino 1968 '71
Andy North 1978 '85
Curtis Strange 1988 '89
Ernie Els 1994 '97
Lee Janzen 1993 '98
Ýmii met
Lvsing Keppandi
Elsti sigurvegari Ilale Irwin 45 ára, 1990
Yngsti sigurvegari John McDermott 19 ára, 1911
Oftast meðal tíu efstu Jack Nicklaus 18
Lægsta skor á 72 holum Jack Nicklaus '80 272 (63-67-69-69) Lee Janzen '93 272 (67-67-69-69)
Lægsta skor undir pari á 72 holum J.Nicklaus -8 '80 Hale Irvvin -8 '90 M. Donald -8 '90
Hæsta vinnings- skor Willie Anderson 331 - 1901
Hæsta skor á einni holu Ray Ainsley 19 - 1938 (par 4)
Flestir fuglar á einu móti George Burns 6 - 1982
Flestar holur á pari á einu móti Jack Nicklaus 35
Flestir sigrar í röð Willie Anderson 3 - 1903 '04 '05
Þeir hafa þénað
samtals mest á
US Open
Keppandi Arangur Upphæð
Ernie EIs 5 keppnir 1. sæti '94 '97 $906.445
Curtis Strange 19 keppnir 1. sæti '88 '89 $606.185
Colin Montg. 6 keppnir 2. sæti '94 '97 $578.627
Tom Lehman 9 keppnir 2. sæti '96 $571.769
Payne Stewart 14 keppnir 1. sæti '91 $515.880
Hale Irvvin 28 keppnir 1. sæti '74 '79 '90 $465.198
Steve Jones 5 keppnir 1. sæti '96 $459.992
Tom Watson 26 keppnir 1. sæti '82 $429.637
Corey Pavin 14 keppnir 1. sæti '95 $433.896
Greg Norman 16 keppnir 2. sæti '84'95 $429.898
Scott Simpson 18 keppnir 1. sæti '87 $410.204
Áhugasamir áhorfendur héldu
niðri í sér andanum við átjándu
og síðustu holuna á opna bandar-
íska meistaramótinu í golfi sem
lauk um síðustu helgi. Sigurveg-
ari mótsins, Lee Janzen, var með-
al áhorfenda og enginn var
spenntari en einmitt hann. Fólk-
ið var að fylgjast með lokapútti
Payne Stewarts, sem leitt hafði
keppnina frá byrjun.
„Eg gat varla horft á þetta,“
sagði Janzen. „Eg hugsaði, ef
hann hittir, erum við jafnir og við
verðum þá að halda áfram þar til
annar okkar sigrar. Ef hann klikk-
ar, þá er ég sigurvegari mótsins,
hugsaði ég,“ sagði Janzen þegar
hann lýsti þessum spennandi
lokakafla mótsins. Það hefur ef-
laust aukið spennuna að 535.000
dala verðlaunaávísun beið af-
hendingar hjá mótshaldaranum,
fyrir sigur í keppninni.
Kúlan kom veltandi beint niður
hallann í þessu langa pútti
Stewarts og virtist stefna beint í
holuna. „Eg hélt hún færi beint
ofan í,“ sagði Jenzen.
Fyrir síðasta hringinn hafði
Stewart Ijögurra högga forystu á
næsta mann sem var Tom Leh-
mann og sjö höggum betur en
Lee Janzen. Það áttu því fæstir
von á því að Janzen tækist það
ótrúlega, sérstaklega þar sem
hann hafði skotið kúlunni upp í
tré á fimmtu holu. En fyrir ein-
hverja heppni hafði kúlan losnað
úr trénu þegar hann hugðist taka
vítið.
En Janzen missti ekki sjálfs-
traustið og endurtók leikinn frá
árinu 1991, þegar hann sigraði
fyrst á „US Open“. Sá sigur var
mjög keimlíkur þessum, en þá
sigraði hann einnig Stewart á síð-
asta hringnum í álíka spennandi
keppni.
Flestum af þekktustu keppend-
unum gekk illa á þessu móti og
kvörtuðu margir yfir grófu gras-
inu í kringum brautirnar og
margir Ientu f vandræðum þess
vegna.
Það er því ekkert skrftið að
„Olympic Club“ völlurinn í San
Francisco skuli ganga undir nafn-
inu grafreiturinn hjá sumum. Eða
eins og einn þeirra sagði svekkt-
ur: „Janzen og völlurinn eru sig-
urvegarar þessa rnóts" og annar
sagði: „Það hvíla álög á þessum
skrattans velli.“
Úrslit opna bandaríska meistaramótsins
Verðlaun Skor Par Stig Ryder Cup
Lee Janzen $535.000 73-66-73-68-280 0 225.000
Payne Stewart $315.000 66-71-70-74-281 +1 135.000
Boh Tway $201.730 68-70-73-73-284 +4 120.000
Nick Price $140.597 73-68-71-73-285 +5
Steve Stricker $107.392 73-71-69-73-286 +6 82.500
Tom Lehman $107.392 68-75-68-75-286 +6 82.500
David Duval $83.794 75-68-75-69-287 +7 45.000
Lee Westwood $83.591 72-74-70-71-287 +7
Jeff Maggert $83.794 69-69-75-74-287 +7 45.000
Jeff Sluman $64.490 72-74-74-68-288 +8 3.750
Phil Mickelson $64.490 71-73-74-70-288 +8 3.750
Stuart Appleby $64.490 73-74-70-71-288 +8
Stewart Cink $64.490 73-68-73-74-288 +8 3.750
Howard KendaH
rekinn frá Everton