Dagur - 07.07.1998, Page 2

Dagur - 07.07.1998, Page 2
18 - ÞRlfíJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 D^ur LIFIÐ I LANDINU L. SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Of seint I tímaritinu Úrval segir maður frá því að hann hafi ekki komist hjá að heyra í manni sem var að tala í almenningssíma við hliðina á þeim sem hann var að tala í. „Eg veit að þig langar til þess,“ heyrði ég manninn segja með mynd- ugleik og þunga. „En ég held að það sé ekkert sniðugt að láta húðflúra sig. Ekki heldur að stinga göt í eyrun. Og meðan þú býrð í mínum húsum fínnst mér þú ættir að taka mark á því sem ég segi.“ I huganum var ég að hrósa hon- um íyrir föðurlegan myndugleik hans þegar hann hélt áfram „Þar að auki, mamma, ertu orðin 75 ára. Þú hefur ekkert að gera við húð- flúr!“ Ekkert vandamál Gamall Norðmaður var orðinn mjög hrumur og bjóst við dauða sínum á hverri stundu. Presturinn kom í heimsókn til hans og spurði hvernig honum liði. Sá gamli sagði að sér liði illa. Hann sagðist eiga eina ósk áður en hann dæi en það væri að læra hebresku. „Hvers vegna í ósköpunum viltu fara að Iæra hebr- esku svona gamall og lasburða," spurði prest- urinn. „Jú, mig langar að geta talað við Lykla- Pétur, mér er sagt að hann kunni bara bebr- esku,“ sagði sá gamli. „En gæti ekki verið að þú lentir á öðrum stað,“ spurði prestur. „Það gæti vel verið að ég lenti í neðra," sagði sá gamli, „það er í lagi ég kann norsku ágætlega. „Verður engum fleirum en undir- rituðum klígju- gjarnt yfir fleðulátum og því græðgisyfirbragði, sem hefur ein- kennt framgöngu flestra í þessu máli.“ Steingrím- ur J. Sigfússon al- þinigismaður um Keiko-málið. Skemmtileg upprifjun Þær eru margar góðar sögurnar um kaþólikk- ana á Irlandi. Einu sinni kom fjörgömul kona, sem aldrei hafði gifst, til prestsins og vildi skrifta. Prestur settist inn í stólinn og gamla konan sagði honum að hún hefði verið með karlmanni. „Er ekki langt síðan það var,“ spurði prestur, „þú ert nú orðin 85 ára göm- ul.“ „Jú það er langt síðan," svaraði gamla kon- an. „En hefurðu þá ekki skriftað um málið fyrr,“ spurði prestur. „Jú, fimm sinnum,“ sagði gamla konan. „Hvers vegna ertu þá að þessu einu sinni enn,“ spurði prestur. „Vegna þess að mér finnst svo gaman að riQa þetta upp.“ Lukkutröllið Sigurður O. Pálsson fyrrverandi kennari fylgd- ist með hátíðarhöldunum í Reykjavík 17. júní sl. þar sem forsætisráðherra og fleiri stór- menni komu fram. A eftir orti hann vísu sem hann kallar Þjóðhátíðarljóð 1998. Anægð þjóð við Austurvöll andaktarfull syngur og lands vors mesta lukkutröll leikurvið hvurn sinnfingur. Ingvar Teitsson, formaður Ferða- félags Akureyrar, með kortið góða sem er um gönguleiðir yfir Vaðlaheiði og í Eyjafjarðarsveit. „Þessar leiðir eru afar mismunandi. Sjálfum finnst mér leiðin um Þing- mannaveg yfir Vaðlaheiði mjög skemmtileg.“ mynd: brink. Sj ö gönguleiðir „Þetta kort gefur Ferðafélag Ak- ureyrar út á grundvelli samnings um kortaútgáfu sem félagið gerði við atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar á síðasta ári. I fyrra gáfum við út kort yfír helstu gönguleiðir á Glerárdal hér inn af bænum, í ár gefum við út kort um göngu- leiðir yfír Vaðlaheiði og í utan- verðri Eyjaíjarðarsveit. A næsta ári áformum við að út komi kort um leiðir fyrir göngufólk í og við Þorvaldsdal sem er hér við utan- verðan Eyjafjörð," segir Ingvar Teitsson, formaður Ferðafélags Akureyrar. Aðurnefnt kort yfir sjö gönguleiðir á Vaðalheiði og i Eyjafjarðarsveit kom út í sl. viku og er á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku. Það fæst á helstu áningastöðum ferða- manna á Akureyri. km. Jafnframt er á kortinu leiðin á Staöarbyggðarfjall í Eyjaijarðar- sveit. Síðast skal nefnd leið um bakka Eyjaljarðarár, um 13 km löng. „Þessar gönguleiðir er afar mis- munandi. Leiðin um Vaðlareit er 2,5 km á Iengd og er öllum auð- veld og mjög skemmtileg. Leiðin um Garðsárdal og yfir í Bleiks- mýrardal og að Reykjum er hins- vegar meira en tífalt lengri og ekki nema fyrir nokkuð vana göngumenn. Þá er afar gaman að ganga á Staðarbyggðarfjall, enda er víðsýni af því mikið. Sjálfum finnst mér leiðin um Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði mjög skemmtileg. Þetta er gamall hestavegur og þar má einnig sjá fyrir gömlum hleðslum, um 120 ára gömlum. Þetta er gömul þjóðleið yfir heið- ina,“ segir Ingvar. Ferðafélag Akureyrar gefur út kortmeð göngu- leiðum í nágrenni Akureyrar. SPJflLL Mismimandi lciðir Leiðir þessar eru í fyrsta lagi stuttur spotti í Vaðlareit, nyrst á Svalbarðströnd, og því næst leiðin yfir Geldingsárskarð og austur yfir Vaðla- heiði. A kortinu er einnig leiðin um Þingmanna- veg yfir Vaðlaheiði og niður í Fnjóskadal og önn- ur leið þar ekki langt frá sem er á kortinu er leiðin yfir Bíldsárskarð, úr Eyjaljarðarsveit og í dalinn þann sem kenndur er við Fnjóská. Einnig er á kortinu að finna þekkta leið um Garðsárdal; það er frá Garðsá í Eyjafjarðarsveit og að Reykj- um, innsta bæ í Fnjóskadal. Leiðin er um 26 Nauðsyn að tala við heimameun Ingvar tók fram að margar þessara gönguleiða væru þar sem í dag eru nytjalönd bænda. Því væri nauðsyn fyrir göngufólk að hafa samráð við heimamenn á hverjum stað áður en farið væri yfir Iönd þeirra. En það að fá leyfi ætti hinsveg- ar ekki að vera neitt mál, enda hefði kortagerð þessi verið unnin í góðu samstarfí við Iandeig- endur á hverjum stað og þeir reyndar í gegnum tiðina verið fúsir að leyfa fólki að rölta um sínar lendur. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS Arangur stígur manni því aðeins til höfuðs að þar sé fyrir nauðsynlegt tómarúm. Manfred Hinrich. Þetta gerðist • 1983 gerðist það að Ray Charles, sá er stundum kallaður konungur soultón- listarinnar, skemmti í Broadway á ís- landi ásamt 25 manna hljómsveit sinni. • 1941 komu bandarískir hermenn til Is- lands og önnuðust vernd landsins ásamt Bretum til strfðsloka.' • 1922 var Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað. • 1802 var fyrsta teiknimyndasagan gef- in út í Hudson NY. Hún hét „The Wasp“ og var unnin af Robert Rusti- coat. Fædd þennan dag • 1940 fæddist bítillinn Ringo Starr en hann mun heita réttu nafni Richard Starkey. • 1922 fæddist tískuhönnuðurinn Pierre Cardin. • 1887 var það sem listamaðurinn March Chagall fæddist. • 1861 fæddist Dr. Nettie Maria Stevens sem árið 1905 tilkynnti heiminum það að X og Y litningar væru ábyrgir fyrir því hvers kyns fólk væri. Nettie vann með Thomas Hunt Morgan sem vann Nóbelsverðlaun fyrir vinnu sína í sam- bandi við erfðir. Vísan Ónefndur maður vann eitt sinn hjá kaup- félaginu á Húsavík, en hafði allt á horn- um sér við kaupfélagið og ráðamenn þess. I sambandi við hann kom upp þessi vísa: Fyrir eðli ótugtar engin gæði metur, yfirfóðri Framsóknar fýlir grön, - en étur! Afmælisbam dagsins Benedikt Gröndal, fyrrverandi forsætis- ráðherra, er afmælisbarn dagsins, en hann fæddist árið 1924. Benedikt var formaður Alþýðuflokksins um skeið, þingmaður flokksins frá 1956-1982 og forsætisráðherra 1979-1980. Frá 1982 var hann sendiherra fyrst í Stokkhólmi, svo í Austurlöndum og loks hjá Samein- uðu þjóðunum í New York. Starfsferil sinn hóf Benedikt sem blaðamaður á AI- þýðublaðinu, en þar starfaði hann um árabil og var ritstjóri frá 1959-1969. Brandari Á dögunum fór ég í búðir með táninginn minn til að kaupa á hann föt. Eg dró hann búð úr búð og eftir þtjá klukkutíma fór hann að sífra um að sér væri orðið illt í fótunum og spurði hvort mér liði ekki líkt. Ég sagði að ég léti ekkert aftra mér frá því að fara í búðir ef þörf krefði og til að leggja áherslu á mitt mál, breytti ég gömlu spak- mæli svolítið og sagði: „Ég kom, sá og keypti." „Öjá,“ svaraði táningurinn. „A latfnu hljóðar þetta svo: Veni, vidi, VISA! Veffang dagsins I dag er http://www.iff.is/ veffang dagsins. Þetta er heimasíða kvikmyndasjóðs Islands og þarna má bæði finna upplýsingar um hvernig sækja má um styrki, fróðlegt efni um laikmyndahátíðina í Cannes og upp- lýsingar um íslenskar kvikmyndir og kvik- myndagerðarmenn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.