Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 1
/ safni Jóns Kr. Ólafsson á Bíldudal má finna hundruð hljómplatna, úrklippna, Ijósmynda og veggspjalda sem tengjast íslenskri tónlistarsögu. Hér heldur Jón á veggspjaldi frá miðjum sjöunda áratugnum þar sem auglýst er á dansleik „... hin landsfræga hljómsveit Svavars Gests og söngvarinn vinsæli Ragnar Bjarnason." mynd: sbs Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal á eitt merkasta safn sem til er um dægurtónlist á íslandi. Frægastur er Jón fyrir lagið Ég erfrjáls, sem hann söng fyrir 30 árum - og enn er hann syngjandi. Ohætt er að skipa Jóni Kr. Olafssyni söngvara á Bíldudal í hóp einna sérstæð- ustu tónlistarmanna landsins. I þessu litla kauptúni vestur við Arnarfjörð hefur hann alið allan sinn aldur, en engu að síður hef- ur hann skipað sér í hóp tónlistarmanna á landsvísu. En það er meira en að Jónsyngi sjálfur lög og Ijóð, dægurlög jafnt sem sálma, því í húsi hans Reynimel við Tjarnarbraut er varðveitt eitt merkasta safn um dægurtónlist á Islandi sem finna má. Það er að segja þá tónlist sem við lýði var áður en Bítlarnir komu og breyttu tón- list heimsins og kannski heiminum líka. Raggi, Vilhjálmur, Clausen og Morthens „Við getum sagt að ég varðveiti tónlist minnar kynslóðar og þær menningarminj- ar sem henni fylgja. Þar er ég að tala um tónlist þess fólks sem nú er komið að sex- tugu,“ sagði Jón Kr. Ólafsson þegar blaða- maður Dags heimsótti hann á dögunum. „Elvis Presley var minn maður og ég dáði hann. Eg náði hinsvegar aldrei Bítlunum og það var gott þegar Svavar vinur minn Gests sagði að Bítlarnir væru bóla sem myndu springa innan skamms. Sú kenn- ing gekk að vísu ekki upp, en hún er góð fyrir því.“ Einmitt þessi orð Jóns, að Bítlarnir hafi aldrei náð að fanga hug hans og hjarta, endurspeglast líka í hinu sérstæða safni hans sem hefur að geyma hundruð platna, ljósmynda, veggspjalda, blaðaúrklippur og fleira slíkt. Þeir íslensku tónlistarmenn sem skipa öndvegi í þessu safni eru þeir sem komu fyrir Bítlabyltinguna, til dæmis Ragnar Bjarnason, Alfreð Clausen, Erfa Þorsteinsdóttir, Sigurður hestamaður Ólafsson og Þuríður dóttir hans, Vilhjálm- ur og Ellý Vilhjálms, Haukur Morthens og fleiri mætti nefna. Mclódiskar ballöður Alla tíð hefur Jón verið syngjandi. Vestur á Bíldudal starfaði hann lengi með kirkjukórnum og oft var hann einsöngvari í sálmasöng í kirkjunni. En líklega ber nafn Jóns á tónlistarsviðinu þegar nefnd er Bfldudalssveitin Facon sem starfaði nærfellt allan sjöunda áratuginn. Arið 1969 gáfu S.G. hljómplötur út hljómplötu með sveitinni og óhætt er að segja að strax hafi hitt í mark lagið Ég er frjáls sem Jón söng, en Iagið er eftir Pétur Bjarnason, fyrrverandi varaþingmann og nú fræðslu- stjóra Vestfjarða. „Mér finnst lagið Ég er frjáls ekki endi- lega það besta sem ég hef sungið. Sjálfur tel ég mig vera melódískan ballöðusöngv- ara, enda er skemmtilegast að syngja þannig lög,“ segir Jón Kr. Ólafsson, sem enn er syngjandi. A síðasta ári gaf hann út plötuna Kvöldkyrrð sem hefur að geyma mörg hans bestu laga og af nægu er að taka þar. Sérstaklega heldur hann uppá eitt lag þar á plötunni, Kvöldkyrrð, sem er eftir Steingrím heitinn Sigfússon, sem lengi var organisti á Patreksfirði. Lítið safn í kjallaranum „Ragnar vinur minn Bjarnason hefur nú aldrei verið mikið að geyma þá muni sem tengjast tónlistarferli hans. Hann á ekki einu sinni plöturnar með sjálfum sér,“ segir Jón Kr. Ólafsson, sem á reyndar flestar plötur sem með Ragnari hafa kom- ið og flestum öðrum tónlistarmönnum af hans kynslóð. Má raunar segja að heimili Jóns sé eitt merkasta menningarsafn Iandsins sem þyrfti að vera fleirum að- gengilegt. Og það stendur einmitt til að gera. „Já, ég nenni ekki að leigja nema til haustsins þessum Pólverjum sem eru hér í kjallaranum hjá mér. Ég er að spá í að út- búa niðri einmitt lítið safn þar sem fólk getur kynnt sér merka tónlistarsögu okkar Islendinga og í sögunni sjálfri og eins í safninu verður af nægu að taka,“ segir Jón Kr. Ólafsson. -SBS. Stæiðii: 13' 14' Stæiðii: 14' Stæiðii: 14' 15' 16' 1J' Stæiðii: 13' 14' IUNIROYAL ~ — ■ * i"-'“i I h l Sterk og vönduð jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður Gámmívinnustofan ehf. Réttarhélsi 2, simi: 587 5588 Skipholti 35. sími: 5531055 Þjónustuaðilar um land allt. +-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.