Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 11
Þ RÍÐJUDA GI/K 7. JVLI 19 98 - 27
LÍFIÐ t LANDINU
FÓLKSINS
MEINHORNIÐ
• Ósköp er það
hvimleiður ávani
hjá mörgum að
flatmaga á bekkj-
um almennings-
garða þegar sólin
skín i heiði. Fyr-
ir vikið komast
ekki aðrir að til
að hvíla lúin
bein á þessum
bekkjum og
verða að gera sér
að góðu græna
grasið eða ein-
faldlega að leita
sér að öðrum
stað.
• A dögunum lá
við stórslysi þeg-
ar meinhom
dagsins gekk í
ógáti yfir plan á
endastöð eins
strætósins. Þar
var allt útbíað í
olíu sem hafði
lekið úr vagnin-
um og því afar
hált. Það var að-
eins ómeðvitað
snarræði sem
kom í veg fyrir
fall. Fyrr má nú
rota en dauðrota
að ganga ekki
betur um á tím-
um umhverfis-
vænna almenn-
ingssamgangna.
• Alveg er það
makalaust hvað
sumir veður-
íréttamenn sjón-
varpsstöðva geta
verið sveitó. Það
er eins og það
hafi gleymst að
nútímavæða þá í
samræmi við þær
nýjungar sem
teknar hafa verið
upp í veðurfrétt-
um stöðvanna. A
stundum er óvíst
hvort er meira í
þoku veðurfræð-
ingurinn eða
Iandið og miðin.
„Vinnuskólinn á þakkir skiiið fyrir að prýða garða aldinna og öryrkja í borginni, segir bréfritari.
Ath. Myndin tengist ekki umræddu atviki.
Vinnuskólinn sleit
upp anemónumar
BLÓMAKONA
SKRIFAR
Kennir Vinnuskólinn ekki starfsfólki
sínu að þekkja í sundur algeng sumar-
blóm og illgresi? Tilhlökkunin við að
koma að lóðinni sinni snyrtilegri og
fínni eftir fimar hendur krakkanna í
Vinnsukólanum breyttist í gremju þegar
við blasti að þau höfðu einnig ráðist á
þijár þyrpingar af anemónum sem voru
orðnar vel sprottnar og alveg að nálgast
blómgun. Miðað \áð staðsetningu þeirra
í beðinu, bilsins á milli þeirra og
hreinnar moldar hringinn í kringum
hverja þyrpingu (5 Iauka) hefði ekki átt
að fara fram hjá neinu hugsandi heila-
búi að þetta væri varla sérræktað ill-
gresi.
Raunar var ekkert „illgresi" í beðinu,
aðeins gisið gras (sem sáð var í fyrra)
síðan urmull plantna af „gleym mér ei“,
einnig komnar að blómgun, sem undir-
ritaðri finnst hið mesta augnayndi og
saknar líka sárlega. Eftir stendur bara
gróðurlaust moldarbeð. Vinnuskólinn á
þakkir skilið fyrir að prýða garða aldinna
og öryrkja í borginni. En þeim sem
planta vorlaukum og hlakka til að sjá þá
blómgast finnst sárt að sjá þá hverfa í
affallspoka Vinnuskólans.
FÓLKIÐ
460 6111
Netfang; ritstjori@dagur.is
Simbréf: 460 6171/551 6270
Óskað er eftir að bréf til
blaðsins séu að jafnaði hálf til
ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200
tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt
til að stytta lengri bréf.
Bréfum þarf að fylgja fullt nafn,
heimilisfang og slmanúmer.
Tilboðslínan
tekin til staifa
Þeim sem eru að velta fyrir
sér kaupum á vöru eða þjón-
ustu, en óar við tímanum og
fyrirhöfninni við að leita að
hagstæðasta tilboðinu, hefur
nú verið gert lífið léttara.
Tilboðslínan heitir ný þjón-
usta, en hún virkar þannig
að fyrirtækið hefur yfir að
ráða gagnagrunni með upp-
lýsingum um verð á vörum
og þjónustu hjá fjölmörgum
fyrirtækjum og þegar við-
skiptavinur hringir inn og
segist t.d. ætla að kaupa sér
sjónvarp eða þurfa að upp-
færa töluvbúnaðinn, þá leitar starfsfólk
Tilboðslínunnar eftir hagstæðasta tilboð-
inu neytendanum að kostnaðarlausu.
Fyrirtækið lætur svo viðskiptavininum í
té yfirlit um það sem um er að ræða svo
hann geti valið á milli.
Þessi þjónusta kostar ekkert nema
símtalið, því fyrirtækin þau sem eru á
skrá hjá Tilboðslínunni greiða árgjald
fyrir að vera á skránni. Þessi þjónusta á
vafalítið eftir að spara mörgum sporin og
ekki hvað síst þeim er búa úti á landi og
eiga þar af Ieiðandi erfiðara um vik að
nálgast vörurnar.
F Y R I R
FÓLKIÐ
„Leigðu og eigðu“ -
bamaMstólar VÍS
Þann 1. júlí gengu í gildi nýjar
reglur um leigu á barnabílstólum
Vátryggingafélags Islands. Helsta
breytingin er sú að nú geta allir
foreldrar, og aðrir sem ferðast
með böm í bíl, leigt bamabílstóla
VÍS - án tillits til viðskipta við fé-
lagið. Þá gefst nú kostur á að
gera n.k. framtíðaráætlun um ör-
yggi barnsins frá fæðingu og eins
lengi og það þarf á stól að halda.
Sú áætlun felst í því að gerður er
fjögurra ára samningur við VIS,
„leigðu & eigðu“ en þar Ieigir við-
skiptavinurinn allar þrjár tegund-
ir barnabílstóla VIS, MICRO,
MACRO og MIDI og eignast síð-
an MIDI stólinn að samnings-
tíma Ioknum. Leigutaki greiðir
jafnar mánaðarlegar greiðslur í
48 mánuði og á tímabilinu getur
hann skipt um stóla eftir því sem
bamið stækkar. Þetta tryggir að
barnið er alltaf öruggt í stól sem
hentar stærð þess.
Barnabílstólarnir frá VÍS,
MICRO, MACRO og MIDI, sem
framleiddir eru í Svíþjóð, eru ein-
göngu Ieigðir út - ekki seldir á al-
mennum markaði. Astæðan er sú
að stólarnir eru dýrir í fram-
leiðslu - enda mjög frábrugðnir
öðrum stólum hvað varðar öryggi,
styrkleika og útlit. Stólarnir fyrir
yngri börnin eru hannaðir þannig
að innan í egglaga skel úr sterku
harðplasti er stálgrind en hvoru
tveggja vemdar sérstaklega höfuð
og háls barnsins og tryggir þannig
ítrustu vörn í bflnum. A íjórum
árum hafa yfir 7.000 börn notið
verndar í barnabílstól frá VIS. Nú
vill félagið auka enn þjónustu
sína og býður öllum að Ieigja
barnabílstólana - hvort sem við-
komandi er viðskiptavinur fyrir -
eða ekki. Þá er vert að geta þess
að VÍS veitir 15% systkinaafslátt
séu leigðir fleiri en einn stóll til
fjölskyldu með sama lögheimili.
LANDSPÍTALINN
... í þágu mannúðar og vísinda ...
Tölvunarfræðingar,
verkfræðingar,
kerfisfræðingar
óskast til starfa á hugbúnaðardeild
Ríkisspítala.
Fyrir höndum er mikil uppbygging og endurnýjun tölvukerfa spítal-
ans, sem koma inn á flesta þætti í starfsemi hans. Um er að ræða
rannsóknastofukerfi, fjárhagskerfi, starfsmannakerfi, birgðakerfi,
sjúklinga- og sjúkraskrárkerfi, og margt fleira.
Starfsumhverfi hugbúnaðardeildar:
Staðar- og víðnet, Unix, Novell, Informix o.fl.
Starfsvið:
- Greining og hönnun tölvukerfa í samvinnu við notendur.
- Þátttaka í gerð útboðslýsinga og vali á tölvukerfum.
- Stýring og uppsetning tölvukerfa.
- Þátttaka í gæðastarfi og stefnumótun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði eða sambærileg menntun.
- Æskilegt að viðkomandi þekki hlutbundna aðferðafræði.
- Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að starfa með öðrum.
Spennandi og áhugaverð störf eru í boði I góðum hópi reyndra
starfsmanna.
Framtíðarmöguleikar og fagmenntun í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Jón Freyr Jóhannsson, forstöðumaður hug-
búnaðardeildar í síma 560 2384. Skriflegar umsóknir sendist til
hugbúnaðardeildar Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík fyr-
ir 8. júlí 1998.
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags
og fjármálaráðherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala,
Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.