Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 6
22 — ÞRIDJUDAGVR 23.JÚNÍ 1998 rD^mr LÍFIÐ í LANDINU Bœjarhrauni 24 - 220 Hafnarfirði - sími 555 3466 Hemma og Asgeiri fannst harkan orðin fuiimikii hjá „pollunum.“ Fullorðnu pollamir sýndu listirsínará Þórssvæðinu um helg- ina. HM taktamirvoru allsráðandi en skilin milligamans ogalvöm vom ekki alltafalveg Ijós. Mörg kunn andlit leyndust með- al keppenda á PoIIamóti Þórs á Akureyri sem fram fór nú um helgina. Um 700 þátttakendur frá 64 liðum léku listir sínar. Keppend- ur máttu ekki vera yngri en 30 ára og keppt var í tveimur flokk- um, polladeild og Iávarðadeild, þar sem keppendur voru fertugir og þaðan af eldri. Frábært framtak „Ég er fyrst og fremst hérna á Akureyri vegna Bylgjuhraðlestar- innar og svo náttúrulega notar maður tækifærið og sér þessa stórkostlegu snillinga sem eru hérna á þessu Pollamóti," segir Hermann Gunnarsson, útvarps- maðurinn góðkunni og fyrrver- andi knattspyrnukempa. „Hins vegar verð ég að viðurkenna það að þetta er heldur slappur sam- anburður við HM. Ég hef því einblínt meira á Esso-mótið þar sem framtíðarmennirnir okkar spila. Mér finnst þeir hafa meiri leikgleði, hér voru menn áðan að rífast og slást á gamalsaldri." Hemmi hefur aldrei tekið þátt í Pollamótinu og segir synd og skömm að sitt gamla félag, Val- ur, skuli ekki senda lið. „Þetta er frábært framtak hjá Þórsurun- um og vel að þessu staðið á all- an hátt.“ Of miMl keppni Pollamótið er blanda af gamni X: og alvöru og sýnist Hermanni al- varan orðin fullmildl. Ásgeir Sig- urvinsson, fyrrverandi atvinnu- maður hjá Stuttgart, tekur í sama streng. „Já, ég er sammála Hemma. Það er farið verulega aftan í menn í tæklingum og það er pirringur í mönnum. Það sjást jafnvel útafrekstrar. Maður kippist stundum við utan vallar \að að horfa,“ segir Ásgeir og Hemmi hlær eins og honum einum er lagið. Ásgeir er með syni sínum á Esso-mótinu og stýrir jafnframt liðinu KGB. „Kemur Geiri Bráðum," segir Hemmi og hlær. Til stóð að As- geir keppti en hann varð frá að hverfa vegna brjóskloss í baki. „Menn eru að koma vel undir- búnir og til að standa sig. Ég held að það sé orðin of mikil keppni í þessu,“ segir Ásgeir. „Þetta eru líka oft gamlir fót- boltakappar sem gátu hreyft sig og farið þokkalega með bolta. Svo þegar þeir geta það ekki Ingvar í Hákarlahóp. myndir: rut lengur vill það fara í skapið á mönnum," segir Hemmi. Tæknin sem aldrei íyrr Liðin taka ýmislegt til bragðs til skemmtunar og vekja athygli. Fylkismenn voru t.d. allir búnir að Iita á sér hárið rautt í stfl við búninginn. Þá voru þeir með myndir af hverjum leikmanni og náði einhver að safna 36 mynd- um með mismunandi leikmönn- um fékk viðkomandi pitsu gef- ins! „Ég held að þessir „yngri“ séu grófari,“ segir Haukur Jóhanns- son tannsmiður og Konnari með meiru. „Hjá okkur f lávarða- deildinni er barist drengilega, það brýtur a.m.k. enginn viljandi af sér. Sumir eru kannski seinir og sparka óvart í menn. Það get- ur alltaf gerst, þannig er bolt- inn.“ Haukur lék með KA liðinu og gekk býsna vel. Liðið lenti í þriðja sæti. Mótið fór fram í 10. skipti. Haukur hefur níu sinn- um keppt með og finnst alltaf jafn gaman. „Þetta fer svolítið eftir veðrinu en þetta er alltaf gott. Veðrið núna gæti reyndar ekki verið betra.“ Haukur segist hafa orðið var við mikla HM-til- burði og segir flesta býsna lipra. „Það eru öll brögð notuð. Við erum gífurlega sterkir, alveg gíf- urlega sterkir,11 segir hann og hlær. „Ég held að það sé aðal- lega hraðinn sem er farinn að minnka, tæknin er sem aldrei fyrr.“ Fer kannski einhvem timainná Ingvar B. Viktorsson, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði, var mættur til leiks í fyrsta sinn og keppti fyrir F. Hákarla. „Þetta eru ÉH-ingar sem eru hættir að spila og nafn- ið er vel við hæfi, Id-karlar.“ Ingvar segir félagsskapinn orð- inn 16 ára gamlan en sé samt á Pollamótinu í fyrsta skipti. „Við spilum golf saman á sumrin, förum í veiðitúra saman og bjóð- um Ijölskyldunum með. Þá spil- um við fótbolta allan veturinn en hættum í maíbyrjun og höf- um ekkert æft síðan. Við erum því ekkert í sérstakri æfingu.“ Ingvar vill ekki taka heilshug- ar undir það sem þeir Hemmi og Ásgeir höfðu að segja um hörk- una. „Það er svoh'tið grimmt tek- ið á þessu en nei, nei þetta er mjög gott og gaman. Þetta er keppni en það er virkilega gam- an og þetta er örugglega ekki í síðasta skipti sem við komum hingað.“ Ingvar segir HM-áhrif- in mikil. „Það eru þrír Ronaldo í okkar liði.“ Ingvar \dtnar þar í hárvöxt, eða öllu heldur skort á hárvexti á þremur liðsmönnum sínum. „Við ráðum hins vegar ekkert við HM-taktana,“ segir hann og hlær. F. ldákörlum gekk nokkuð vel og lögðu m.a. heima- menn í Þór. Ingvar hafði hins vegar eitthvað minna tekið þátt. „Ég stilli þessu upp og svona en ég fer nú kannski einhvern tíma ' £ « ínn a. Að sögn Aðalsteins Sigurgeirs- sonar úr mótsstjórn tókst mótið einkar vel. Að móti loknu var höldinn allur af verðlaunum veittur, m.a. mesti skaphundur- inn. Þann vafasama heiður hlutu þeir Jóhannes Bárðarson, Víkingi í lávarðadeild og Heimir Ásgeirsson, Magna í Polladeild. Helstu úrslit urðu þau að I lá- varðadeild urðu Þróttarar hlut- skarpastir, Víkingur lenti í öðru sæti og KA í því þriðja. I polla- deild sigraði Ökkli, KR varð í öðru sæti og KA í þriðja. -JV ow *£r-'- ‘ - - Kfppni og gaman

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.