Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUK 7. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ t LANDINU Nú þegar síðasti hluti HM í Frakklandi fer í hönd bætast enn við nýir knattspyrnuunnendur framan við tækin, nýir HM-horfendur; fólldð sem horfir aldrei á fót- bolta nema um sé að ræða úrslitaleik í Heims- meistarakeppni. Þetta er einmitt sama fólkið sem aldrei hugsar um pólitík nema á kosningadag, sem aldrei fer úr bænum nema til að skoða stór eldgos. Jæja. En til þess að hjálpa þessu fólki (einkum konur og aldraðir samkynhneigðir bændur) að skilja leikinn og lýsingu íþróttafrétta- manna og kommentatora fylgja hér út- skýringar á nokkrum algengustu frösun- um í lýsingum knattspyrnuleikja. „Mexíkóar eru greinilega að reyna að komast inn í leikinn..." „Meðal suðrænna þjóða bregður oft svo við er leikur æsist að varamenn spretta upp af bekknum og reyna að hlaupa inn á völlinn, oft margir saman. Yfirleitt kemur það í hlut vallarstarfsmanna að halda þeim utan vallar en í þessari Heimsmeist- arakeppni hefur franska óeirðalögreglan einnig þurft að beita sér. „hefur ekki sést í leiknum til þessa...“ „Sóknarmenn stærri þjóða, einkum frægir og ríkir leikmenn, eiga það til að bregða sér frá í miðjum leik ef þeim leið- ist þófið og fá ekki boltann. Þeir skreppa þá gjaman uppí stúku og spjalla við ná- komna ættingja og kærustur. Leikmenn Brasilfu eiga það jafnvel til að bregða sér út af leikvangi í snöggan kaffibolla hand- an götunnar. Fræg er sagan af Jazinho sem eitt sinn lék fyrir lið sitt Flamengo f Brasilísku bikarkeppninni gegn smáu liði af landsbyggðinni. Jazinho skoraði gott mark snemma í fyrri hálfleik en brá sér síðan frá til að ganga frá sölu á bíl sínum. Kaupandinn reiddist hinsvegar þegar í ljós kom að sóknarmaðurinn hafði logið til um árgerð bifreiðarinnar. Snörp átök urðu á milii þeirra sem enduðu með því að Jazinho puttabrotnaði. Hann tafðist þvf lengur en ella og loks þegar hann kom aftur með Ieigubfl af sjúkrahúsinu var staðan orðin 3-1 fyrir gestina og ein- ungis stundar^órðungur eftir af leiknum. Allt fór þó vel að lokum. Jazinho gerði nokkur lagleg skyndimörk og Flamengo fór áfram í bikarnum. „venjulegum Ieiktíma er Iokið...“ Að loknum venjulegum leiktíma tekur við svokallaður „óvenjulegur Ieiktími". „þeir láta aftasta manninn liggja mjög aftarlega...“ Þetta er algengt bragð hinna smærri þjóða í knattspyrnuheiminum. Einn varn- armanna er látinn Iiggja rétt framan við vítateig. Hvort tveggja dregur þetta úr UMBUDA- LAUST Hallgnímur Helgason skrifar Nokkrar útskýr- ingar fyrir nýjaHM horf- endur einbeitingu sóknarmanna er þeir nálgast vítateiginn og sjá framundan sér liggjandi mann, og eins vill hann oft þvælast fyrir bolta og sóknarmönnum. „hann les leikinn mjög vel...“ I leikhléi eru gefnir út litlir og snögg- prentaðir bæklingar um gang leiksins fyr- ir leikmenn að lesa áður en þeir koma aftur inná. Að sjálfsögðu eru menn mis- munandi duglegir að lesa leikinn í hléi og reyndar kjósa margir leikmenn að koma algjörlega ólesnir aftur til leiks. „hann er sannarlega betri en enginn í marki Argentínumanna....“ Sum lið kjósa að leika með tólf útileik- menn og hafa þannig engan markvörð. Onnur lið kjósa hinsvegar að fórna einum leikmanna sinna til að veija markið og takist honum vel upp er gjarna sagt að það sé betra að hafa hann en engan í markinu. „nei, þessi bolti er of lengi á Ieið- inni...“ Samkvæmt nýjum reglum FIFA eru átta knettir í umferð f hverjum Ieik, til að grípa til ef bolta er skotið langt upp í stæði. Þetta er eitt af helstu framlögum okkar Islendinga til knattspyrnunnar, hugmynd sem varð til og þróaðist uppá Skaga þar sem knötturinn fór oft á haf út í langspyrnum Ólafs Þórðarsonar. Tafðist leikurinn þá oft í tíu mínútur á meðan synt var út eftir knettinum, þar til ungur vallarstarfsmaður á Langasandi kom með þá snjöllu hugmynd að setja annan bolta í leik. Til að auka spennu í leiknum eru hinir átta knettir hafðir mis-þungir. Varn- armenn eiga það til að smygía þyngsta knettinum í leik rétt fyrir hornspyrnur, aukaspyrnur og aðrar fyrirgjafir utan af kanti. „þýska liðið leikur rólega og reynir að svæfa andstæðinginn...“ Þetta er gamalt herbragð sem einkum Þjóðverjar og Italir beita. Telja margir að rekja megi þá taktík til fasismans sem sterkastur var í þessum löndum. Aðferðin felst í því að öftustu menn liðsins láta knöttinn dingla á milli sín fyrir augum mótherjanna á mjög dáleiðandi hátt. A sama tíma syngja sóknarmenn þýska liðs- ins gamla þýska vöggusöngva. (I þessu samhengi er gaman að geta þess að nú- verandi sóknardúett Þjóðverja, Klins- mann og Bierhoff, þykir einn besti dúett- inn sem sungið hefur fyrir Þýskaland frá því þeir félagar Múller og Breitner sungu Þjóðverja til heimsmeistaratignar í Múnchen ’74. Einkum dást menn að fal- legri tenór-rödd Ólivers Bierhoffs.) Að stundarfjórðungi liðnum eru mótherjarn- ir yfirleitt flestir hálf dottandi ef ekki sofnaðir á sínum vallarhelmingi og eftir- leikurinn þá auðveldur. Gallinn við þessa aðferð er þó sá að hún gefur einungis kost á einu marki; til að þess að leikurinn geti hafist að nýju þarf að vekja iið and- stæðinganna. Þó hefur það komið fyrir að þeim Bierhoff og Klinsmann hafi tekist að syngja lið í svefn tvisvar í einum leik. 9 Vinna Danir HM? Sem sæmilega skynsamri konu finnst mér stundum vera meira vit/ Iitlum guttum en fulltíða karl- mönnum. Og þessa dagana hef ég ólíkt meira álit á litlu pollunum í hverfinu mínu, sem þjóta út á göt- ur til að leika fótbolta í stíl Brasil- íumanna, en þeim íþróttafrétta- mönnum sem sitja í sjónvarpssal og halda með Dönum. Eg hafði ekki lengi setið í minni litlu snotru stofu og fylgst með leik Dana og Brasilíumanna þegar mér varð ljóst að stuðningur minn við Brasilíumenn var algjörlega úr takti við lýsingar íþróttafréttamanna sem fest höfðu ákafa ást á Dönum. Þeir áttu ekki orð yfir frammistöðu Dana sem lýst var sem „hetjulegri“, „frábærri“, „stórkost- legri“. „Stórmeistaraheppni" var orðið sem notað var um frammistöðu Brasilíu- manna. Þetta fannst mér ekki sanngjarnt í garð betra liðsins sem vann leikinn. Það má svosem vel vera að skilgreina megi Dani sem frænd- ur okkar og vini, þrátt fyrir að þeir hafi alið okkur á möðkuðu mjöli í nokkra mannsaldra. En hvað sem þeim kunningsskap líð- ur þá töpuðu þeir Ieiknum. Það virðist hins vegar hafa farið fram- hjá fjömiðlamönnum því eitt það allra fyrsta sem blasti við í sjón- varpsfréttum og sagt var frá í út- varpi voru fagnaðarlæti á Báðhústorginu vegna marka sem Danir skoruðu í leikn- um sem þeir töpuðu. Allnokkru minna fór fyrir fréttum af viðbrögðum minna manna í Ríó enda eru þeir sennilega skilgreindir sem útlendingar en ekki „frændur og vinir og drengir góðir“. MENNINGAR VAKTIN Það var mikill léttir þegar Norðmenn voru slegnir úr HM eftir stór- karlalegar yfirlýsingar um eigið ágæti. En það er eins og maður hafi ekki enn losnað við Dani. Eins og okkur er flestum kunnugt vinna Islending- ar (að eigin sögn) íþrótta- mót þótt þeir tapi. Og þessa skilgreiningu virð- ist landinn að þessu sinni hafa heimfært upp á Dani. Þegar upp er staðið verður sennilega búið að telja mér og litlu guttun- um í götunni minni trú um að Danir séu hinir ókrýndu heimsmeistarar í knattspyrnu. JfSBM sfllls «sai „Ég hafði ekki lengi setið í minni litlu snotru stofu og fylgst með leik Dana og Brasilíumanna þegar mér varð Ijóst að stuðningur minn við Brasilíumenn var algjörlega úr takti við lýsingar íþrótta- fréttamanna sem fest höfðu ákafa ást á Dönum"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.