Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 07.07.1998, Blaðsíða 5
■ V.Av.V'! I^iir— MENNINGARLÍFIÐ t LANDINU . ' » V .itl \ v '11 ,• ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 - 21 Gamalt popp um ameríska imglmga Leikfélag Reykjavíkur: GREASE eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Veturliði Guðnason. Leikstjóri og danshöfundur: Kenn Oldfi- eld. Leikmynd: Stígur Steinþórs- son. Tónlistarstjóri: Jón Olafsson. Hljóðstjórn: Gunnar Árnason. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Elín Edda Ama- dóttir. Frumsýnt á Stóra sviðinu 3. júlí. Frægur rokksöngleikur á sviði Borgarleikhússins þessa björtu sumardaga, - hvað á svo sem að segja um verk eins og Grease? Er ekki líklegt að þeir sem áhuga hafa á svona löguðu viti allt um þetta verk, hafi séð kvik- myndina margsinnis og kunni lögin? Grease er sem sé dæmi um afar vel heppnaðan afþrey- ingariðnað, hefur gengið lengst allra söngleikja á Broadway að sögn, frumsýnt 1972. Það eina sem má þykja furðulegt er að hann skuli ekki hafa komist hér á svið fyrir löngu. Einnig það kann að eiga sínar skýringar. I leikhúsunum fer nú fram æ út- farnari markaðssetning eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Kunnátta í sölumennsku er orð- in allra brýnust í leikhússtjórn nú á dögum og ekki verður bet- ur séð en helstu leikhússtjórar vorir sýni fótfimi á því hála svelli. Það er þá bara tímanna tákn að þetta fræga kassastykki frá Broadway skuli nú loksins dregið fram í nostalgíunnar nafni. Og af undirtektum á frumsýningu að dæma þarf víst ekki að kvíða aðsóknar- eða áhugaleysi gagnvart þessu við- fangsefni. Ekkert unifrani Kenn Oldfield setti áður upp í Borgaleikhúsinu Galdrakarlinn í Oz, sem auðvitað er miklu veigameira verk en þetta. Sýn- ingar Oldfields bera vott um góða kunnáttu og útsjónarsemi. Dansatriðin eru hér, sem áður hjá Ieikstjóranum, hið besta í sýningunni. En í Grease er ekki fyrir að fara neinni frumlegri sýn í túlkun eða sviðsetningu, enda víst ekki til þess ætlast í sýningum af þessu tagi sem eru nánast staðlaðar. Sýningin verð- ur því furðu vélræn, - að vísu vel smurð vél. Eins og leikendurnir hafa sjálfir sagt í viðtölum þurfa stjórnendur sýningarinnar í svo mörg horn að líta að þeir geta ekki sinnt einstökum hlutverk- um neitt að ráði. Verða því leik- endurnir sjálfir að reyna að gæða hlutverk sín einhverjum persónuleika. Og þar er ekki úr mildu að moða. Utkoman verður liðlegt sjó og ekkert umfram það. Sagan í leiknum er skelfilegt þunnildi. Það segir í stuttu máli frá tveim unglingahópum, strák- um og stelpum, sem eru að byrja að lifa lífinu, með kennara yfir sér, íþróttaþjálfara og allt sem tilheyrir. Strákarnir að byija að keyra trylIitæki.Tveir ungling- Grease er dæmi um vel heppnaðan afþreyingariðnað. arnir, Danny og Sandy, verða skotin eins og gengur, en það sem helst stendur í vegi fyrir ástum þeirra er sakleysi Sandy. Þegar hún loks hefur yfirunnið það, tileinkað sér látbragð og hátterni gellunnar, fellur allt í ljúfa löð. Boðskapurinn er sem sé þessi: Kastaðu sakleysinu, vertu eins og hinir, vertu töff! En þetta fagnaðarerindi er sett fram með furðublóðlausum hætti, að minnsta kosti miðað við það sem tíðkast í selnni tíð. Unglingamenningin hefur breyst mikið á þessum aldar- Ijórðungi, orðið grófari, rudda- fengnari, illskeyttari, eins og nýrri leikrit um umgmennalíf sýna. I samanburði við það er Grease hreinn sunnudagaskóli. Litlaus hlutverk Leikendur allir, nema tveir, eru ungt fólk sem er um það bil að hasla sér völl sem fullgildir leik- arar. Sumir hafa nýlokið prófi, aðrir eiga það eftir. Þetta fólk er upp til hópa gjörvilegt á sviðinu, en skortir flest persónuleg stíleinkenni sem vonlegt er. Það er áberandi á þeim sem eru í að- alhlutverkunun, bæði Rúnari Frey Gíslasyni (Danny) og Selmu Björnsdóttur (Sandy). Er þó ekkert í þeirra framgöngu sem stingur í augun, hún er í alla staði frambærileg. Aðeins eru þau dauf í persónugerðinni, enda hlutverkin litlaus frá hendi höfunda, þetta eru hálfgerð súkkulaðibörn. Selma náði sér vel á strik í nokkrum söngatrið- um. Það er ástæðulaust að þylja upp nöfn einstakra leikenda í þessum hópi. Þeir standa sig allir sóma- samlega, en tveir vöktu þó sér- staka athygli mína. Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverki góðu matelsku stúlkunnar Jan og Hall- dór Gylfason sem leikur Roger af ósvikinni skopgáfu og Qöri. - Reyndu leikararnir, Edda Arnljóts- dóttii sem kennslukona og Pálmi Gestsson sem útvarpsskemmti- kraftur, skáru sig ekki úr hópnum. Mest gaman var að Pálma syngj- andi og svífandi á skýi. Leikmyndin er haganleg og áhersla lögð á hinn draum- kennda þátt, músíkin hávær og taktföst. Þýðingin var munntöm á að hlýða en söngtextarnir heyrðust mér hálfgert hnoð. Sem fyTr sagði er dansinn best- ur. Verður svo þessi lopi ekki lengra teygður. „Ég vildi ekki koma fram fyrr en ég væri sáttur sjálfur. Það tók tíu ár, “ segir Aðalsteinn Svanur. Það tók 10 áren bókin ernú orðin að veru- leika. Aðalsteinn Svanurgafút sína fyrstu Ijóðabók á dög- unum. „Eg veit ekki af hverju ég fór að yrkja. Svo ég slái nú saman klisj- um, ætli það hafi ekki verið þessi gamla tjáningarþörf sem olli því. Eg hef samt alltaf haft mjög gaman af hvers konar skriftum og meðferð á texta,“ segir Aðalsteinn Svanur Sigfús- son sem gaf út sína fyrstu ljóða- bók 2. júlí sl. Tíu ár í vinnslu Aðalsteinn er útskrifaður frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands og vinnur á auglýsingastofunni Stíl á Ak- ureyri. Ljóðabók hans hlaut nafnið Kveikisteinar og var hvorki meira né minna en 10 ár í vinnslu. „Ég fór að fást við ljóðagerð af einhverri al- vöru fyrir um tólf árum síðan og ákvað ég fljótlega að gefa út bók. Fyrir um tíu árum var fyrsta handritið til en mér fannst það ekki nógu gott og hélt áfram að vinna það fram að síð- ustu áramót- um. Eg var ekki orðinn sáttur við það fyrr en fjrir tiltölulega skömmu síðan.“ „Ég ákvað það mjög snemma í þessum skáldskaparpælingum að fara allt aðra leið en ég gerði í myndlistinni. Ég sýndi mikið og byrjaði mjög snemma að halda sýningar, oft illa ígrundað- ar. Ég er ekki mjög stoltur af þeim öllum,“ segir Aðalsteinn og hlær. „Ég ætlaði ekki að gera það aftur í bókmenntageiranum. Ég vildi ekki koma fram fyrr en ég væri sáttur sjálfur. Það tók . ^ * U tiu ar. Ljóðakverið tvískipt I Kveikisteinum eru rúmlega 30 óbundin Ijóð og skiptist bókin í tvo kafla. Sá týrri er frá bernsku- árunum á Árskógströnd þar sem Aðalsteinn ól manninn og sá seinni eru „sundurleitar vanga- veltur hins fullorðna manns. Ég vann við skógrækt í 13 ár og rauði þráðurinn í gegnum bókina eru tengsl mannsins við náttúr- una,“ segir Aðalsteinn. Mál og menning gefur bókina út. Fyrst kemur hún út í ljóðaklúbbi Máls og menningar en síðan fer hún í beina sölu. „Það tókst í fyrstu til- raun að finna útgefanda og ég er mjög ánægður með það. Eg vildi alls ekki standa í sjálfsútgáfu. Ég veit hvers lags bras það getur ver- ið." Aðalsteinn stefnir á að önnur Ijóðabók líti dagsins ljós að öðr- um tíu árum liðnum. „Þetta er ágætis ramrni," segir hann og hlær. „Það er ekkert of mikil pressa heldur. Ljóð getur haldið áfram að þroska"St ansi Iengi, það skemmist ekki með aldrinum. Ef það þolir geymslu í allmörg ár þá er það birtingarhæft." ■menningar LÍFID Norræna húsið. Iistakonur fá forgang I tengslum við myndlistar- sýningu sumarsins í Nor- ræna húsinu, „Þeirra mál ei talar tunga. Islandsdætur í myndlist“, verður menning- arskrá hússins í sumar helguð konum. Hér er því stiklað á stóru yfir fjölbreytta dagskrá. En ganga má að því vísu að alltaf sé eitthvað um að vera í Norræna húsinu um helgar og á þriðjudögum. I dag, 7. júlí, ætlar Heiða Jóhanns- dóttir bókmenntafræðingur og kvikmyndagagnrýnandi að tala um konur í íslenskri kvikmyndagerð og sýna brot úr kvikmyndum. Heiða skrif- aði lokaverkefni í bók- menntafræði um frásagnar- mynstur og hetjuímynd Hollywood formúlumynda, og stundar nú mastersnám í kvikmynda- og menningar- fræðum. Á sunnudaginn mun Mar- grét Helga Jóhannsdóttir leikkona lesa brot úr dag- bókum Elku Björnsdóttur. Elka var verkakona í Reykja- vík, fædd árið 1881 og lést 1924. Það var sjaldgæft að verkakonur héldu dagbækur á þessum tíma, hvað þá að þær varðveittust. Margrét Guðmundsdóttir sagnfræð- ingur valdi efnið. Þriðjudag- arnir eru oftast helgaðir kvikmyndum. I næstu viku verða sýndar stuttmyndir eftir tvær ungar kvikmynda- gerðarkonur, þær Maríu Sól- rúnu Sigurðardóttur og Onnu Th. Rögnvaldsdóttur. Meðal annarra kvikmynda á dagskrá í sumar eru „Ingaló" Ásdísar Thoroddsen og „Svo á jörðu sem á himni“, síðasta mynd Kristínar Jóhannes- dóttur. Báðar munu koma og ræða við áhorfendur að sýn- ingu lokinni. Tónlistin er fyrirferðarmikil í Norræna húsinu í sumar. Kammertón- leikar með Kobenhavns kammerensamble, sem með- al annars frumflytur verkið „Pottaseið" eftir Mist Þor- kelsdóttur verða 7. ágúst. Sönglög eftir íslenskar konur verða flutt 9. ágúst. Og 14. ágúst verða tónleikar kvennakórsins Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Helgina 24,- 25. júlí verða tvær sýningar Bomerang leikhússins á verkinu „Under brudslöj- an/Under brudesloret". Laugardaginn 15. ágúst, degi áður en myndlitarsýn- ingunni lýkur, verður Ljóða- stund með íslenskum skáld- konum. Dagskrá hefst yfir- leitt klukkan 16 og þá beðið um 700 krónur í inngangs- eyri. Itarlegri upplýsingar fást í Norræna húsinu. V_______________________)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.