Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR S.SEPTEMBER 1998 - 5
Xk^MT
FRÉTTIR
Kj ördæmabreytmgin
stærsta mál þmgsrns
Nokkur mikilvæg mál
koma fyrir Alþingi í
vetur, en flestir telja
kj ördæmamálið
stærst.
„Ég á ekki von á því að mikil átök
verði um fjárlagafrumvarpið,
sem að sjálfsögðu verður fyrir-
ferðarmest í meðförum á Alþingi
fram að jólum. Hins vegar tel ég
víst að kjördæmamálið verði
stærsta mál þingsins í vetur, sem
og ef farið verður út í að breyta
eitthvað lögunum um stjórn fisk-
veiða. Mér sýnist sem að ekki
verði hjá því komist að bæta úr
fyrir þeim trillusjómönnum sem
eru á sóknarmarki og eiga aðeins
8 veiðidaga á næsta ári,“ sagði
Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokks-
ins, í samtali við Dag.
Mikið vantar á að samstaða
verði um kjördæmamálið hjá
þingmönnum og þar verður um
þverpólitískt mál að ræða. Það
fer mest eftir kjördæmum hver
Þingmenn eiga fyrir höndum það erfiða verkefni í vetur að taka ákvörðun um
breytingar á kjördæmaskipaninni.
afstaða þingmanna til þess er. í
viðtali við nokkra alþingismenn á
dögunum kom fram að þing-
menn Austíjarða, Vesturlands og
Vestfjarða eru allt annað en
hressir með þá tillögu að kjör-
dæmabreytingu sem líklegast er
talið að lögð verði fyrir þingið.
Akveðið hefur verið að afgreiða
málið á komandi þingi.
Stutt þinghald
Þinghald í vetur verður í styttra
Iagi vegna þingkosninganna í vor
og er ekki reiknað með nema
tveggja mánaða þinghaldi eftir
áramótin. Þinghald hefst sam-
kvæmt lögum 1. október. Jóla-
leyfi þingmanna hefst vanalega
um eða upp úr 20. desember og
þinghald hefst aftur um það bil
mánuði síðar. I Iok mars verður
svo þingi frestað.
Valgerður sagði að enda þótt
ekki blasi við mörg stórmál á Al-
þingi í vetur, eins og staðan er
nú, megi alltaf gera ráð fyrir að
einhver mál komi upp sem ekki
eru í sjónmáli. Þar við bætist að
alltaf má gera ráð fyrir fjörugu
þinghaldi á kosningaári. -S.DÓR
Davíðí
orrahríð
Stjórn Læknafé-
lags Islands hefur
svarað bréfi for-
sætisráðherra frá
28. ágúst sl. þar
sem félagið er
krafið ýmissa
svara. Gefin eru
upp nöfn allra
stjórnarmanna og
sagt að þeir hafi
allir staðið að
ályktun Iæknafé-
lagsins en stjórn læknafélagsins
álítur að fullyrðing forsætisráð-
herra hafi einungis verið til þess
að rýra gildi málflutnings þeirra
lækna sem rætt hafi opinberlega
um þá annmarka á persónu-
vernd sem fram koma í frum-
varpsdrögunum. Stjórn lækna-
félagsins er þó ljóst að gera megi
betur og vill stjórnin eiga við-
ræður við forsætisráðherra.
Stjórn Iæknafélagsins segist ekki
geta dregið ályktun sína til baka
þar sem hún byggi á staðreynd-
um sem við blasi. Síðan segir:
„Hvort forsætisráðherra afsakar
orð sín er auðvitað hans mál og
eins og það er mál stjórnar
Læknafélags Islands, hvort hún
biðst afsökunar á ályktun sem
virðist hafa styggt forsætisráð-
herra í hinni pólitísku orrahríð
sem nú stendur um frumvarp til
laga um gagnagrunn á heilbrigð-
issviði og hann tekur þátt í.“—GG
Guðmundur
Björnsson, for-
maður Lækna-
félagsins.
ViU aukaþing SIJF
Formaður Félags
ungra framsóknar-
mauua í Reykjavík
vill kalla saman auka-
þiug Sambauds uugra
framsóknarmauna
til að leysa úr deil-
iinoi um formanus-
kjörið.
Deilur ungliða í Framsóknar-
flokknum hafa ekkert dvínað við
það að landsstjórn flokksins úr-
skurðaði á dögunum að hún
hefði ekki vald til að skera úr í
ágreiningi um kosningu for-
manns Sambands ungra fram-
sóknarmanna í sumar. I þeirri
kosningu sigraði Arni Gunnars-
son með eins atkvæðis mun.
Þorlákur Traustason, formað-
ur FUF í Reykjavík segir að
kosningin hafi verið ólögleg og
unir ekki niðurstöðunni. Stjórn
Árni Gunnarsson.
FUF kærði málið til Iandsstjórn-
ar flokksins, sem telur sig ekki
hafa úrskurðarvald eins og fyrr
segir.
„Við höfum verið að ræða
þetta mál og viljum ekki una
þessum úrskurði landsstjórnar
þegjandi og hljóðalaust enda
þótt það sé ekki margt sem við
getum gert úr þessu. Við töldum
okkur vera að fara að Iögum þeg-
ar við vísuðum málinu til Iands-
stjórnar. Niðurstaða hennar kom
okkur því á óvart þar sem við
teljum að henni beri að úrskurða
í málinu," sagði Þorlákur í gær.
Hann segir að hann og félagar
hans í Reykjavík vilji að búið
verði að leysa málið áður en
flokksþing Framsóknarflokksins
hefst í nóvember.
Vill sættir
„Ég lít á þetta sem afgreitt mál
og því er bara spurningin hvort
menn vilja sættir eða ekki. Ég
heyri því miður Iítið sáttahljóð
frá Þorláki enda þótt við séum
búnir að Ieita eftir sáttafundi al-
veg frá því í sumar," segir Árni
Gunnarsson, formaður SUF.
Hann segir að tími sé til kom-
inn að hinn almenni félagsmað-
ur í FUF í Reykjavík sé spurður
álits á þessu máli því að það sé
Iítill hópur sem heldur uppi deil-
unni. Það sé að sínum dómi
nauðsynlegt að spyija hinn al-
menna félagsmann um málið.
-S.DÓR
Opið prófkjðr kemur til greina
Ágúst Einarsson alþingismaður
leggur fram þá tillögu á vefsíðu
sinni að A-flokkarnir og Kvenna-
Iistinn viðhafi opið prófkjör við
uppstillingu á sameiginlegan
lista þessara flokka fyrir þing-
kosningarnar í vor. Hann bendir
á að hægt sé að hafa girðingar í
slíku prófkjöri til að tryggja eðli-
lega aðkomu þeirra flokka sem
að framboðinu standa svo og til
að gæta jöfnuðar milli kynja.
Hann bendir á að útfærsla próf-
kjörs geti verið ólík í einstökum
kjördæmum.
„Það er líka hægt að ganga enn
lengra og þar á ég við að senda
öllum kjósendum í landinu at-
Ágúst Einarsson.
tvæðaseðil og
>jóða þeim að
aka þátt í próf-
tjörinu ef þeir
ilji lýsa yfir
itúðningi við
>að nýja afl sem
lameiginlegt
’ramboð þess-
ira flokka er. Ég
>kal viðurkenna að þetta væri af-
ikaplega djörf aðferð. En ég
ninni líka á að við erum að tala
jm nýtt pólitfskt afl sem ætlar
iér að fá 40 prósenta fylgi og þá
jýðir heldur ekkert annað en
lugsa stórt,“ sagði Ágúst þegar
Dagur ræddi við hann í gær.
Hann minnir á að flokkarnir sem
að framboðinu standa séu að
koma úr þetta 10 til 15 prósenta
fylgi í mörg ár og þegar stefnt sé
að 40 prósenta fylgi kosti það al-
veg nýja og djarfa hugsun og
þessi hugmynd sem hann leggur
fram sé bara ein af þeim sem til
greina koma.
„Það kæmi líka til greina að
tala persónulega við alla kjósend-
ur og bjóða þeim að koma
ákveðna helgi og lýsa yfir stuðn-
ingi við framboðið og taka þátt í
prófkjöri. Allt er þetta mögulegt
og ég velti þessu upp mönnum til
umhugsunar," sagði Ágúst Ein-
arsson. - S.DÓR
Snæfell hættir rækju-
vinnslu í Ólaísvík
Snæfell á Dalvík, dótturfyrirtæki KEA,
hyggst hætta rekstri rækjuverksmiðju fyr-
irtækisins í Olafsvík vegna viðvarandi tap-
reksturs og slæmra horfa í rækjuveiðum
og -vinnslu hjá fyrirtækinu. Verksmiðjan
mun starfa til loka októbermánaðar. Unn-
ið er að því að selja verksmiðjuna að sögn
Magnúsar Gauta Gautasonar fram-
kvæmdastjóra og einnig er önnur starf-
semi í húsnæði verksmiðjunnar til athug-
unar en engin niðurstaða liggur fyrir um
það. Starfsmenn verksmiðjunnar eru 28
og var þeim tilkynnt þessi ákvörðun í gær.
Gott atvinnuástand er í Ólafsvík nú og er reiknað með að flestir
starfsmenn verksmiðjunnar geti fengið vinnu í Ólafsvík.
Magnús Gauti Gautason.
Jóhauu, Dagný og Sveiuhjöm
Jóhann Hjálmarsson og Dagný Kristjánsdóttir eru fulltrúar Islands í
dómnefndinni sem velja mun handhafa bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs á næsta ári. Sveinbjörn I. Baldvinsson er varamaður
þeirra. Nefndin mun taka lokaákvörðun um verðlaunahafann 26.
janúar næstkomandi.
Höfuudur að „ísleusku réttarfari“
Höfundur greinarinar „Islenskt réttarfar" sem birtist á þjóðmálasíðu
í blaðinu í gær er Jón Þorleifsson fyrrum verkamaður, ekki Þorsteins-
son. Hann og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Stuðuiugur við austfirskar virkjaua-
framkvæmdir
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Djúpavogi, sem lauk í gær, sam-
þykkti stuðning við áform um virkjanaframkvæmdir á Austurlandi og
nýtingu orkunnar í Ijórðungnum. Fundurinn lagði áherslu á að unn-
ið væri hratt og markvisst að undirbúningi þessara mála og í því sam-
bandi verði tekið tillit til uinhverfisverndarsjónarmiða. Bygging virkj-
unar og orkufrekur iðnaður muni hafa jákvæð áhrif á Austurlandi og
án efa stuðla að fólksfjölgun í landshlutanum.
Aðalfundurinn telur mikilvægt að félagsleg áhrif og umhverfisáhrif
\irkjana og iðjuvers verði vandlega kynnt og lýsir því yfir að SSA er
tilbúið að leggja sitt af mörkum í því sambandi. — GG