Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 6
LA~VG A RDA G UR~?. SEPTEMBER 19 9 8 rD^ir ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6iei Simar auglýsingadeildar: creykjav(K)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(Akureyri) 551 6270 (reykjav(k) Sókn suður I fyrsta lagi Sókn Kaupfélags Eyfirðinga inn á matvörumarkaðinn fyrir sunnan vekur athygli, því þar er snúið við blaðinu af hálfu stórfyrirtækis á Norðurlandi með djarfri tilraun. Samkeppni lágvöruverðsverslana á höfuðborgarsvæðinu er svo hörð að KEA veitir ekki af ítrustu útsjónarsemi og smá skammti af lán- semi til að ná fótfestu. Kaupfélag Arnesinga er í slagtogi með öðrum inni á sama markaði og er allt gott um það að segja að landsbyggðarfyrirtæki sæki í sig veðrið þar sem hagnaðar er von. 1 öðru lagi Hvort sem þessi tilraun heppnast eða ekki er hún hvatning til fyrirtækja á landsbyggðinni að líta á höfuðborgina sem mark- aðstækifæri en ekki ógn. Þegar helmingur landsmanna er að ráðstafa þjóðarauðnum á lófastórum bletti liggur í augum uppi að fyrirtæki verða að sækja þangað. KEA ræðst reyndar á garð- inn þar sem hann virðist hæstur. A fjölmörgum öðrum sviðum þjónstu og verslunar hljóta að liggja tækifæri fyrir landsbyggð- arfyrirtæki að opna útibú og nýta sérþekkingu og reynslu. Þetta er spurning um hugarfar. í þriðja lagi Og sóknarfærin eru líka spurning um stórhug. Með fullri virð- ingu fyrir eyðslugetu neytenda á höfuðborgarsvæðinu er það með smærri útnárum í veröldinni. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki um landið starfa á heimsmarkaði og kemur höfuðborginni í raun ekki við. Möguleikarnir eru ótæmandi: fyrir lífrænt rækt- að grænmeti, ferðaþjónustu og sérvöru í mat, listgripum og hverju öðru sem mönnum dettur í hug, já vel á minnst, hugvit líka. Engin ástæða er til að láta staðar numið í Mjóddinni. Kjörorð Sykurmolanna var „heimsyfirráð eða dauði“ og hvar er Björk nú? Landsbyggðarfyrirtæki gefi því gaum. Stefán Jón Hafstein. Far vel! Römm er sú taug sem dregur brottflutta íslendinga aftur til Iandsins. Stundum virðist þó ýmislegt annað en ást á landi og þjóð kveikja heimþrá í hug- um Islendinga í útlöndum. Nýtt dæmi um þetta er um- svifamikill athafnamaður í eit- urlyfjabransanum. Hann var handtekinn í Þýskalandi vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli í Túnis. Um hríð var útlit fyrir að hann yrði framseldur suður yfir Miðjarð- arhafið til að standa fyrir máli sínu. Af því varð ekki vegna aum- ingjalegrar fram- göngu löggunnar þar suður frá þeir hafa sýnilega engan Georg Kojak þar um slóðir. Þessi íslenski kappi var ekki fyrr kominn inn fyrir tugthúsdyrnar f Þýskalandi en far- ið var að væla um það hér á landi að bjarga þyrfti mannin- um heim til íslands svo hann neyddist ekki til að taka út refsingu hjá hinum vondu „hundtyrkjum" samtímans. Merkileg árátta Það er merkileg árátta sumra að mega ekki sjá íslenska glæpamenn í útlöndum án þess að fara að berjast fyrir því að koma þeim heim svo þeir sleppi við að taka út hæfilega refsingu fyrir afbrot sín. Fræg var baráttan fyrir heimkomu „Malaga-fangans“ hér um árið. Þeim gráti lauk ekki fyrr en ís- lensk stjórnvöld voru nánast knúin til að koma manninum heim svo hann gæti haldið V áfram iðju sinni í vinsamlegra umhverfi. Ekki er langt síðan upplýst- ist að stjórnvöld væru að leita út um allar trissur að íslensk- um glæpamönnum til að flytja heim. Kauðar sem höfðu flúið undan réttvísinni hér heima fyrir mörgum árum fengu boð um að koma heim í heiðardal- inn þar sem mildilegar er tek- ið á sakamönnum en í flestum eða öllum öðrum löndum ver- aldarinnar. Eins og við höfum ekki nóg fyrir af glæpamönnum í landinu. Góðir gestir og slæmir Garri sá það í Degi í gær að hingað eru að koma afkomend- ur íslensku Bras- ilíufaranna sem héldu af landi brott í leit að betra lífi. Á hver- ju ári koma einnig afkomendur vesturfaranna hingað. Slíkar heimsóknir eru afar kærkomnar. Þetta er fólk sem er landi og þjóð til sóma, engu síður en heimalöndum sínum hvort sem það er Kanada, Bandaríkin eða Brasilía. Þessa gesti viljum við fá. tslendingar þurfa hins vegar ekkert á landflótta glæpa- mönnum að halda. Ef þeir eru handteknir og dæmdir erlend- is eiga þeir auðvitað að taka refsingu sína út í þeim lönd- um. Við þá segjum við „far vel!“ sem lengst. GARRI Höfum við ekki nóg af glæpamönnum? ODDIIR ÓLAFSSON skrifar Nú er stjórnmálabaráttan að komast á flugstig eftir Qögurra ára tíðindaleysi, nema ef menn vilja telja forseta- og hrepps- nefndakosningar til stjómmála- baráttu, sem fæstir gera af eðli- Iegum ástæðum. Slagurinn um útnefningu í prófkjörum, um að komast í örugg sæti á framboðs- listum er það sem máli skiptir fyr- ir pólitíkusana og seinna meir þurfa þeir að vinna saman að því að tryggja sig inn á þing með því að fá atkvæðin til að kjósa flokka sína. Hin eiginlega stjómmála- barátta fer nefnilega fram innan flokkanna fremur en á milli þeirra. Sameiningarbrölt markaðs- hyggjufólks á vinstri væng snýst aílt um atkvæðasöfnun handa einstaklingum. Klofningshópur þjóðernissinnaðra sósíalista er sömuleiðis á höttunum eftir tryggum þingsætum handa fólki sem sér rautt og fær grænar ból- ur þegar kratar eru nefndir á nafn Stjómmál í æðra veldi eða eru í augsýn. Tveir lýðræðisflokkar eru í upp- siglingu og eru þegar farnir að deila um hvað þeir eiga að heita, rétt eins og sveitarstjórnarmenn og Ornefnanefnd sem keppa um hvor er ósmekklegri í nafnavali. Kraftur í pólitikiuni Þingmenn Framsóknar tóku sér forskot á sæl- una að klóra hver í ann- an þegar þeir eygðu möguleika á því að troða sér í ráðherra- stóla næsta kjörtímabil. Akafinn við að hreppa sæti Guðmundar Bjarnasonar í örfáa og aðgerðarlitla mánuði, snérist allur um að koma sér áfram í næstu ríkis- stjórn, sem allir góðir Framsókn- armenn og bærilegir Sjálfstæðis- menn vita að verður óbreytt vegna þess að þjóðin mun sýna í verki, sem fyrr, hve óbilandi traust hún ber til ástkærra og mikilsvirtra leiðtoga sinna, þeirra Davíðs og Halldórs. Þá daga sem rimman stóð yfir fór þingflokkur- inn að stunda pólitík af krafti. Þá eru efnileg átök hafin hjá íhaldinu. Ólafur G. hættur á Reykjanesi og skilur eftir sig fyrsta sætið og forsetastól á Alþingi sem er ígildi ráðherra- sætis, því það fylgir honum bíll frá Heklu. Engar áhyggjur Þingflokkur Kvenna- listans á sér ekki aðra andstæðinga en hinar konurnar í hópnum. Þar standa deilumálin um hveijar þeirra eigi að fá ríkisstyrki og hverjar eigi að skilja út undan. Þá er bullandi ágreiningur um í hvaða flokkum öðrum er vænlegast að krækja sér í þingsæti á ný. Ein þingkvenn- anna ætlar ekki að taka þátt í dellunni meir, en tvær stefna í sitthvern flokkinn, sem enginn veit raunar hvernig verða í laginu þegar dregur að kosningum. En skítt með það; ef framboðin geta tryggt þingsæti þarf ekki að hafa áhyggjur af stefnumörkun. Haft er fyrir satt að óstofnaður framboðsflokkur Sverris eigi í miklum vandræðum með að halda væntanlegum frambjóð- endum frá samtökunum. Allir vilja í framboð en óvissara er með fylgi kjósendanna. Enn er Ástþór kominn á stúf- ana með allan sinn mikla auð, sem á að fleyta honum inn á AI- þingi, eins og ótal öðrum lukku- riddurum. Eins og sjá má er stjórnmála- baráttan að komast í algleyming og þurfum við atkvæðin i bæjum og sveitum ekki að hafa neinar áhyggjur, því í vor munum við kjósa Ijórflokkinn okkar, bljúg og undirgefin, eins og góðum þegn- um sæmir. Slagurinn um að komast I örugg sæti á framboðsiistum er það sem máli skiptir. Ætlarðu að horfa að leik íslands gegn heims- meisturum Frakka, og hvemigfersá leikur? Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsjirði. „Það er engin spurning að ég sest fyrir framan sjónvarp- ið en því miður kemst ég ekki til að horfa á hann á Laugardalsvellin- um, en ég hefði svo sannarlega gert það hefði ég átt heiman- gengt. Frakkarnir merja sigur með einu marki, vinna 2-1 en ég þori ekki að segja til um hver skorar mark Islands, þar er um marga að velja." Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Borgaifjarðar. „Já, það ætla ég að gera, en í sjónvarpi. Eg held að sjálf- sögðu með Is- landi og úrslitin verða jafntefli, 1-1. Ætli Ríkharður Daðason skori ekki mark Is- lands, enda var hann í KR þó hann sé nú í Noregi." Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka. Nei, ég hef ekki tök á því þar sem ég verð ekki í bænum og hef ekki tök á því að horfa á Ieikinn í sjónvarpi. Utvarpið verður að segja mér úrslitin. Ég vil ekkert spá um úrslit enda er þetta viðfangserfni sem að ég hrærist ekki í daglega. Ég hef þó áhuga á knattspyrnu enda spilaði ég með KR í yngri flokkunum. Ég á þó von á því að heimsmeist- ararnir fara héðan af Iandi ósigr- aðir, enda varla við öðru að bú- ast.“ Stefán Baldursson Þjóðleikshússtjóri. „Það get- ur meira en verið að ég horfi á leikinn, en ætli ég láti ekki sjónvarp- ið duga. Ég horfi svolítið á fótboita, þó ekki mikið en læt ekki stórviðburði á knatt- spyrnusviðinu fara fram hjá mér. Nýkrýndir heimsmeistarar Frakka vinna lslendinga 3-1, en ég vil ekkert segja um það hver skorar mark Islands."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.