Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 4
4- LAVGARDAGUR S. SEPTEMBER 1998 FRÉTTIR / V ■ € / \ 1 5-70% AFSLÁTTUR DAGANA 7.-12. SEPTEMBER /\ }JÖSUWi OG I Oh'il’U h'f* \ Raflagnadeild Óseyri 2 Opið mán-fös kl. 8.00-18.00, laugard. kl. 10.00-14.00. ótrúlegt verð! Suzuki Wagon R+, 4x4 með ABS bremsum kostar aðeins kr. 1.259.000,- SUZUKI AFL & ÖRYGGI Suzuki 4x4 BSA hf. Laufásgötu 9 • P.O. Box 358 • 602 Akureyri Símar: 462 6300 & 462 3809 • Fax 462 6539 V/T4RA BALENO WAGON Sýning og reynsluakstur laugardag og sunnudag kl. 13-17. Nýr fjölnota bíll, Suzuki Wagon R+, 4x4 Utanríkisráðuneytið þurfti að punga út 40% meira í fyrra í sendiráð íslands í útlöndum en það gerði árið áður og skýrist það fyrst og fremst með auknum kostnaði vegna sendiráðsins í London. MUljarður í sendiráðm Kostnaður vegna ís- lenskra sendiráða í útlöndum hækkaði um 40 prósent á síð- asta ári í rúmlega þus- und milljónir króna. Kostnaður utanríkisráðuneytis- ins vegna sendiráða í útlöndum hækkaði um 40 prósent í fyrra í um 1.023 milljónir króna. Hækkunin er skýrð með 216 milljóna stofnkostnaði hjá sendi- ráðinu í London „vegna endur- nýjunar húsnæðissamnings sem er ígildi samnings um kaup á húsnæði fyrir sendiráðið. Um 51 milljón var variðtil endurbóta á sendiherrabústað í Washington. og 28 milljóna útgjöld fylgdu opnun sendiráðs í Helsinki og nýrri fastanefnd sem tók til starfa hjá Evrópuráðinu i Strass- borg. Til byggingar sendiráðs í Berlín fóru síðan 58 milljónir, til viðbótar 94 milljónum árið áður. Islensk sendiráð og fasta- nefndir voru á 15 stöðum í fyrra. Rekstrarkostnaður var hæstur hjá sendiráðinu í Brussel og ESB (81 milljón) en lægstur í Kaup- mannahöfn (29 milljónir). Aukið fé í þróimarmál Þróunarmál og alþjóðastofnanir voru annar stærsti kostnaðarlið- ur utanríkisráðuneytisins, 714 milljónir króna, eða 29 prósent af heildarútgjöldum ráðuneytis- ins, samkvæmt ríkisreikningi. Þar af voru rúmlega 370 milljón- ir framlög til alþjóðastofnana. Rúmlega 190 milljónir framlög til þróunarmála og alþjóðlegs hjálparstarfs, sem 2,6-föIduðust frá árinu áður. Þar vógu þyngst rúmlega 50 milljóna framlög til þróunaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna og 35 milljóna aðstoð til Palestínumanna í Israel. Ut- gjöld Þróunarsamvinnustofnun- ar Islands urðu síðan tæpar 150 milljónir á árinu og hækkuðu um fjórðung milli ára. Önnur útgjöld ráðuneytisins eru aðallega yfirstjórn þess (480 m) og sýslumannsembættið á Keflavíkurvelli (190 m). En heildarútgjöld utanríkisráðu- neytisins voru um 2.470 milljón- ir í fyrra. Heilbrigðiseftirlitið athugar efnalaugar Notkun og meðferð efnalauga borgarinnar á hættulegum hreinsiefnum sem þær þarfnast fyrir starfsemina verður könnuð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á næstu dögum. Vélakostur þeirra verður sömuleiðis kannað- ur með tilliti til mengunarhættu. Vegna hættulegra efna sem not- uð eru í efnalaugum er starfs- leyfi þeirra bundið sérstökum skilyrðum með tilliti til mengun- arvama. Erfitt hefur reynst að finna efni sem efnalaugar gætu notað í stað perkóretýlen, samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlits- ins. En Ieifar perkótretýlens, sem er klórsamband, flokkast sem spilliefni. Við niðurbrot þess myndast efnasambönd sem eru skaðleg umhverfinu. Efnið er Iíka hættulegt heilsu manna sé ekki varlega með það farið. Notkun klórflúorefna (CFC), sem áður voru notuð við hreins- un, hefur verið bönnuð hér á Iandi frá 1995, þar sem þau valda eyðingu ósonlagsins. - HEI Springdýnur Þaö eru framleiddar úrvals springdýnur á Akureyir í þeim stærðum og stífleika sem viðskiptavinurinn óskar. Norðlendingar, styrkið framleiðslu heimabyggðarinnar og verslið við okkur. Blindraiðn, K.T. Oddeyrargötu 4b, sími 462 4059 og 462 3502.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.