Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 7
T
Ðagur.
RITS TJORNARSPJALL
LAVGARVAGVRS. S E P T'EM B ER 19 9 8 - 7‘ \
i
1
1
1
t
1
\
\
Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands skoðar íslenska erfðagreiningu, en í þeirri heimsókn undirstrikaði hann að erfðafræðirannsóknir mörkuðu einhver mestu tímamót í íslandssögunni frá því
kristni var lögtekin.
Gagnagraimsumræða
- hver pissar lengst?
Svo er að sjá sem ýmsir forustu-
menn þjóðarinnar í stjórnmálum
og læknisfræði hafi tekið húslest-
ur Ólafs Ragnars Grímssonar í
Hólakirkju alvarlega. Ólafur sagði
sem kunnugt er að gagnagrunns-
málið og erfðafræðirannsóknir
mörkuðu slík tímamót að þjóðin
hefði ekki tekist á við annað eins
frá því kristni var lögtekin á Þing-
völlum fyrir næstum þúsund
árum. Það fólst áskorun í orðum
Ólafs þegar hann hvatti til þess að
þjóðin gengi hægt um þessar nýju
dyr og ræddi málin gaumgæfilega
áður en ákvarðanir yrðu teknar.
Við þeirri áskorun hafa menn nú
orðið og eru nú komnir inn í hina
dæmigerðu íslensku þjóðfélags-
umræðu, þar sem aðilar takast af
krafti á um hvort reiðhesturinn sé
brúnn eða rauður, en skeyta engu
um hvort hann er taminn eða yf-
irhöfuð reiðfær. Halldór Laxness
segir einhvers staðar að þá fyrst
setji Islendinga hljóða þegar kem-
ur að því að ræða aðalatriði máls,
en þeir snúi sér þá að tittlingaskít
og aukaatriðum og ræði þau sem
ákafast. Enn á ný hefur það sann-
ast, að Halldór Laxness hafði þá
einstöku náðargáfu að geta tjáð
dýpsta eðli íslensku þjóðarinnar í
nokkrum setningum.
I
Á glámbekknuin
Davíð Oddsson forsætisráðherra
var meðal þeirra fyrstu sem riðu á
vaðið í umræðunni eftir Hóla-
prédikun forseta. Forsætisráð-
herra fagnaði, á ráðstefnu um
erfðafræðirannsóknir, hugmynd-
um um gagnagrunninn og lofaði
rétt frumkvöðla, en minnti á í
framhjáhlaupi að sjúkragögn
hefðu legið eins og hráviði á
glámbekk í áraraðir. Ahyggjur
lækna af trúnaðartrausti og trún-
aðarsambandi þeirra við sjúklinga
kæmi því verulega á óvart. Þetta
vel úthugsaða útspil ráðherra í
umræðunni var auðvitað til þess
fallið að færa umræðu, sem var í
þann veginn að festast í aðalatrið-
um frumvarpsins og áhrifum þess
á framtíð erfðafræðirannsókna í
Iandinu, yfir í hinn þjóðlega far-
veg karpsins. Þar sem hver stend-
ur á sinni fuglaþúfu og syngur
sóló sem mest hann má. Frum-
kvæði forsetans í umræðunni um
þetta „mikilvægasta mál frá sjálfri
kristnitökunni“ fór þar af leiðandi
fljótlega upp úr farvegi aðalatrið-
anna og yfír í það far sem nóbels-
skáldið segir vera eitt af erfðaein-
kennum Islendinga.
Sterk viðbrögð
Ræða Davíðs vakti mikil og til-
finningarík viðbrögð hjá mörgum
læknum, sem sögðu að engin
sjúkragögn lægju á glámbekk og
sendu frá sér ályktun þar um. Og
nú, eftir að Davíð svaraði ályktun
læknanna með kröfu um að þeir
drægju sína ályktun til baka því
sannað hafi verið að víst lægju
sjúkragögn á glámbekk, er um-
ræðan um gagnagrunnsfrumvarp-
ið fyrst að verða almennilega ís-
lensk og á því formi sem okkur
finnst þægilegast að ræða málin.
Nú mætast stálin stinn í glímu,
læknamafían og Davíð. Ráðir
kreíjast þess að hinn biðjist afsök-
unar en hvorugur vill hopa. Því er
svo komið að umræðan um mið-
lægan gagnagrunn í heilbrigðis-
kerfinu á íslandi og notkun
gagnagrunna til erfðafræðirann-
sókna snýst um það hver ætlar að
biðja hvern afsökunar og hver get-
ur spælt hvern mest.
Óneitanlega var bréfið sem
Davíð sendi stjóm Læknafélags-
ins og birtist hér í Degi f fyrradag
háðslegt og glettilega napurt.
Honum tókst með ágætum að
gera lítið úr stjórninni og áber-
andi sterk var vandlætingin gagn-
vart formanni Læknafélagsins.
Enda gat ég ekki betur séð en að
Guðmundur Björnsson formaður
Læknafélagsins væri bara talsvert
spældur í fréttaviðtali Dags í gær
þótt hann hafi klórað ágætlega í
bakkann og náð að spæla svolítið
á móti þegar hann svaraði spurn-
ingunum sem Davíð lagði fram.
Það var til dæmis svalt hjá honum
að gefa upp Læknafélagsslóðina á
Netinu, sem svar við spurningu
Davfðs um hverjir sætu í stjórn
Læknafélagsins. Það svona gaf til
kynna að Davíð kynni ekki að not-
færa sér netið og tölvutæknina,
þrátt fyrir að hann væri að úttala
sig um tölvustýrðan gagnagrunn!
Læknar að guggna?
Það má því vart á milli sjá hver
getur pissað lengra í þessari
óvæntu, en þjóðlegu keppni sem
forsætisráðherra og stjórn Iækna-
félagsins há um þessar mundir og
flokkast undir umræðu um
gagnagrunnsfrumvarpið. Útlit er
þó fyrir að læknaforustan sé eitt-
hvað að guggna þvf þar á bæ eru
menn nú farnir að tala um að ver-
ið sé að drepa málinu á dreif. Það
er jafnvel farið að örla á því óþjóð-
lega viðhorfí hjá Iæknunum að
aðalatriði gagnagrunnsmálsins og
erfðafræðirannsókna snúist ekki
um það hver biður hvern afsökun-
ar, heldur eitthvað allt annað.
Slíkt viðhorf sýnir augljóslega
veikleika hjá Læknaforystunni -
skýringin hlýtur að vera að hún
treystir sér einfaldlega ekki til að
standa í spælingarkeppni við hinn
orðheppna forsætisráðherra. Nú
vilja þeir fara að ræða málið á ein-
hverjum allt öðrum grundvelli
sem auðvitað er hvergi nærri eins
spennandi. Einhver leiðinda sið-
fræðiumræða, endalausar efa-
semdir og spurningar er náttúr-
lega ekki spennandi efni fyrir al-
menning að fylgjast með. Lands-
leikurinn við Frakka fangar at-
hyglina, enda er þar á ferðinni
spennandi keppni. Á sama hátt
getur hressileg spælingar-keppni
milli Iækna og forsætisráðherra
vakið upp áhuga okkar þó dauð-
yflisleg gagnagrunnsumræða geri
það ekki.
Flottar spælingar
Vandamál læknaforustunnar er
að hún hefur ekki gert upp við sig
endanlega hvað þeim finnst um
gagnagrunninn og frumvarpið.
Þeir eru í óvissu og telja sig þurfa
að ræða betur saman vegna fjöl-
margra óleystra álitamála. í slíkri
stöðu eru menn einfaldlega ekki
beittir eða í standi til að spæla
einn eða neinn. Forsætisráðherra
hins vegar er löngu búinn að gera
upp sinn hug og ákveða að gagna-
grunnurinn, gagnagrunnsfrum-
varpið og Islensk erfðagreining
séu gott mál. Einkaleyfið farið til
Kára frumkvöðuls og allt annað sé
einfaldlega píp. Sjálfsöruggir og
vissir menn eru beittari, en þeir
sem eru óöruggir og í vafa. Þeir
koma því með margfalt flottari
spælingar.
Aukaatriðin verða að duga
Mikið hlýtur það að gleðja forseta
tslands að sjá hver áhrif Hóla-
prédikun hans hefur haft. Um-
ræðan um gagnagrunnsmálið og
erfðarannsóknir er í fullum blóma
- þökk sé forsætisráðherra og
stjórn læknafélagsins. Það er
huggun fyrir okkur almúgamenn-
ina að vita til þess að frammá-
menn þjóðarinnar jafnt á sviði
læknavísinda sem á sviði stjórn-
málanna skuli skynja mikiívægi
þessa gagnagrunnsmáls eins vel
og raun ber vitni og eyða svo
miklu púðri f að ræða það. Hins
vegar er ekki við því að búast að
Islendingar breyti þeirri arfleifð
sinni, sem bundin er í erfðavísun-
um, að þá setji fyrst hljóða þegar
kemur að aðalatriðum máls. Við
verðum einfaldlega að sætta okk-
ur við aukaatriðin og láta sem þau
skipti gríðarlega mildu máli. 1
þeim anda gætum við Iika umorð-
að hin fleygu ummæli Halldórs
Ásgrímssonar um Afríku og upp-
lýst að auðvitað vorum við ekki
hæf til að tala um mikilvægi og
framtíð gagnagrunns og erfða-
rannsókna á Islandi fyrr en við
fengum tækifæri til að fylgjast
með Davíð spæla læknana og
Iæknunum spæla Davíð.