Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 05.09.1998, Blaðsíða 2
2 — LAUGARDAGUR S .s'íPTÉMBÉR 1998 F R F T TIR Næstum oll þjóðin þ j áist af verkjum Langvinnir útbreiddir verkir í skrokknum eru margfalt algengari í ís- lendingum en Dönum og vefjagigt um tífalt algeng- ari. Ótrúlega fáir íslendingar eru verkja- ■ lausír eða einungis tæp 14 prósent samkvæmt grein í Læknablaðinu þar sem sagt er frá niðurstöðum könnunar á því hvað margir þjáist af vefjagigt og langvinnum útbreiddum verkjum í stoðkerfi líkamans. Voru 2.400 manns, 18-80 ára, spurðir hvort þeir hafi á síð- ata ári haft verki í einhverjum af níu mismunadi líkamshlutum (t.d. hálsi, öxlum, baki, mjöðmum, hnjám og víð- ar) og hvort verkirnir hafi þá verið dag- legir og langvinnir (fleiri en 30 verkja- r dagar á árinu), skammvinnir eða kannski engir. I Ijós kom að dreifðir stoðkerfisverkir eru mjög algengir meðal kvenna á Islandi og aukast gríð- arlega eftir að þær komast á fertugs- ^ aldurinn. Mun færri karlar þjást af j slæmum verkjum og þá oftast miklu í síðar á ævinni. Margt fólk hafði verið r illa haldið af verkjum í 10 ár eða meir. f i Ótrúlega fáir verkjalausir í Niðurstöður gefa til kynna að að f minnsta kosti 10 prósent kvenna þjáist af vefjagigt en einungis rúmlega 1 pró- sent karla. Yfir fjórðungur kvenna (27 I prósent) þjáðist af Iangvinnum út- breiddum verkjum í stoðkerfi líkamans , (til dæmis í hálsi, öxlum, baki, mjöðm- f um, hnjám, úlnliðum og/eða annars staðar í stoðkerfinu) en um helmingi lægra hlutfall karla. Þessi hlutföll voru miklu hærri meðal kvenna yfir þrítugt og karla yfír fímmtugt. Hér er átt við: daglega verki í þrem eða fleiri líkams- hlutum, bæði vinstra og hægra megin og í efri og neðri hluta líkamans. Þeirra sem ekki voru svona illa haldnir þjáð- ust samt flestir af verkjum; margir af r daglegum verkjum, aðrir af langvinn- . um verkjum en ekki útbreiddum og enn aðrir af skammvinnum verkjum. Einungis fáir voru verkjalausir (tæp 14 prósent) sem fyrr segir. Tífalt algengari en í Danmðrku Geinarhöfundar; gigtarlæknarnir Helgi Jónsson, Arni J. Geirsson og Helgi Birgisson, segja tíðni vefjagigtar og langvinnra útbreiddra stoðkerfis- verkja mjög háa á Islandi, og sérstakt áhyggjueíhi hvað þetta sé algengt með- al ungra kvenna. Mögulegar ástæður telja þeir streitu og mikið vinnuálag. Vefjagigt einkennist af dreifðum verkj- um og stirðleika í vöðvum og vöðva- festum, síþreytu og langvinnum svefn- truflunum. Einhlítar skýringar á orsök- unum hafa ekki fundist, en ýmsir hall- ast að því að þetta sé streitusjúkdómur. Samanburður við erlendar rannsóknir leiðir í ljós að framangreindir verkja- sjúkdómar eru margfalt algengari hér á landi en víðast annars staðar, jafnvel þrefalt til tífalt algengari en meðal Dana. -HEI Alltaf er verið að spá í pólitíska framtíð Þorsteins Pálssonar, og nú hcrma raddir í pottinum að hann verði ekki ráðhcrra í næstu ríkisstjóni Davíðs Oddssonar - en sú saga er örugglega ekki komin frá stuðningsmönnum. Á hitt benda menn að ekki veiti af sterku ráðherraefni á Suðurlandi í næstu kosningum, þótt Ámi Jolmsen þræli og púli með gítarinn þykir mörgum að hin pólitíska innistæða sé rýr, og söngfulginn snjalli fráleitt framtíðarmaður númer eitt í kjördæminu (sem þar með fengi aldrei ráðherra). Þorsteinn Pálsson. Annar þingmaður Suðurlands er kominn milli tannanna og þykir mega fara að passa sig: „Það er ekki nokkur friður fyrir þessu hel- víti,“ sagði pottverji í kjördæm- inu um gítarspil Áma, og bætti sami við að ísólfur Gylfi Pálma- son væri komiim með sömu árát- tu. Þetí fara nú saman stjónarþingmennimtí og „skemmta" sem vlðast. Úr kjördæminu heyrist að nóg sé komið menn vilji meiri pólitík og minni söng!... Árni Johnsen. Á Akureyri er framsóknarmönn- um mikið skemmt yftí fyrtíspurn Baldurs Dýrijörð hæjarlögmanns um forsendur ráðningar Siðgríðar Stefánsdóttur. Framsóknarmenn hafa haldið því fram að um póli- tíska ráðningu hafi verið að ræða Stefán^óttir. og jafnvel kallað Sigríði aðstoðar- bæjarstjóra. í potttímm er haft efttí framsókn- armönnum að norðan að höfundur greinargerð- arinnareigi erfitt verk iyrtí höndum að útiloka pólitíska þáttinn úr ráðningaferlinu. Sigríður Línuritin sýna ijögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind lyrir neðan. Norðan og norðaustan gola eða kaldi. Skýjað að mestu norðanlands, en öllu bjartara syðra. Víðast úrkomu- laust. Færð á vegum Allir helstu vegir á landinu eru nú greiðfærir. Nokkuð hefur nú dregið úr vatnavöxtum á sunnanverðu Iandinu og eru hálendisvegir, sem verið hafa ófærir af þeim sökum að undanförnu, orðnir færir fjallabílum. Fara verður þó með gát og kanna vöð áður en ekið er út í árnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.