Dagur - 10.09.1998, Blaðsíða 5
FRÉTTIR
« P P » « ',.t n M 'i T ISí t\ I n lt í\ I, tt \11WMV5 - i'
FIMMTVDAGUR 10.SEPTEMBER 1998 - 5
Davíð Oddsson forsætisráðherra get-
ur glaðstyfir góðu gengi Sjálfstæðis-
flokksins í skoðanakönnunum.
Sjálfstæðis-
flokkur bætir
við sig
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
4ra prósenta fylgi frá síðasta
mánuði samkvæmt nýrri Gallup
könnun og fær samkvæmt könn-
uninni 47 prósenta fylgi. Fram-
sóknarflokkurinn fær tæplega
13 prósent, Alþýðubandalagið
8,5, Alþýðuflokkur 7,6, Kvenna-
listi 2,7, félagshyggjuflokkur 15
prósent og framboð Sverris Her-
mannssonar 4,5.
Fólk var einnig spurt hvað það
myndi kjósa ef aðeins þrír flokk-
ar væru í boði. Þá fékk Sjálf-
stæðisflokkur rúm 52 prósent,
félagshyggjuframboð rúm 32 og
Framsóknarflokkur rúmlega 15
prósent, en rúmlega 20 prósent
svarenda voru óákveðin. Könn-
unin var gerð 25. ágúst til 6.
september, 1138 einstaklingar
voru í úrtakinu og var svarhlut-
fallið um 71 prósent.
Framkvæmdastj óri
flugöryggissviðs ótt-
ast að með aukrnui
samkeppni í iuuau-
landsflugi sé stigið
skref til fortíðar í ör-
yggislegu tilliti.
„Þetta nýjasta flugslys hjá
SwissAir hlýtur að skoðast sem
meiriháttar áfall hjá ríkjum sem
eiga aðild að Flugöryggissamtök-
um Evrópu. Það hafa orðið afar
fá meiri háttar stórslys hjá evr-
ópskum flugfélögum sl. 20 ár,“
segir Pétur K. Maack, fram-
kvæmdastjóri flugöryggissviðs,
vegna flugslyssins undan strönd
Kanada þar sem 229 manns fór-
ust í síðustu viku.
Umferðin margfaldast
Alvarleg stórslys f flugi hafa ver-
ið skuggalega tíð á síðustu miss-
erum í heiminum og fleiri en ef
litið er til áratugarins á undan.
Pétur nefnir sem helstu skýringu
á þessu að umferðin í lofti hafi
margfaldast. Þannig hafi fjöldi
Björgunarmenn að störfum eftir SwissAir flugslysið.
slysa miðað við flugtíma
nokkurn veginn staðið í stað í
mörg ár. Vegna þessa slyss, þar
sem talað er um reyk í vélinni
áður en hún fórst, má hins vegar
minna á öryggiskröfurnar sem
eru um borð. „Það fer hrollur
um flugstjóra ef minnst er á eld
um borð og það er vegna þessa
sem viðbrögð eru svona óskap-
lega hörð um borð ef t.d. reykt er
á klósettum. Það er fátt sem
veldur meira varnarleysi í flugi
en eldur," segir Pétur.
20 ár frá Sri Lanka slysinu
Hvað íslenska flugsvæðið varðar
hefur umferð aukist mikið að
undanförnu en heilt yfir hefur
tekist mjög vel til. Af slysum hjá
íslenskum flugfélögum má nefna
að síðast varð alvarlegt slys árið
1978 á Sri Lanka þegar Douglas
DC 8 vél Flugleiða fórst og með
henni 183 menn. Öryggisskröfur
eru sífellt að aukast og ná til fleiri
atriða en áður, en í innanlands-
fluginu veldur nú eitt áhyggjum,
að mati Péturs og fleiri.
„Þorsteinn Þorsteinsson sem
nnnur hjá rannsóknanefnd flug-
siysa hefur gert rannsóknir sem
sýna að munurinn í innanlands-
fluginu á síðasta áratug og ára-
tugnum þar á undan, er að þá
urðu alvarlegri slys í svokölluðu
þjónustuflugi, sbr. slysið í Ljósu-
Ijöllum. I þessum tilfellum var
notast við vélar sem eru ekki eins
kraftmiklar og vélar með hverfi-
hreyfla og komast ekki í sömu
flughæð en geta eigi að sfður
gagnast vel. Síðustu 10 ár höfum
við sloppið við alvarleg slys af
þessu tagi en nú með aukinni
samkeppni óttast maður að farið
verði að notast aftur við smáar
bullustrokks vélar í áætlanaflugi
og það má líkja þessu við að ferð-
ast í umferðinni á jörðu niðri í
stórum jeppa annars vegar og
hins vegar á Iitlum fólksbíl. Það
er ekkert að því að aka litla bíln-
um, en hins vegar ljóst að ef eitt-
hvað kemur upp á, er maður bet-
ur settur í stærri bílnum. Ég get
ekki annað en tekið undir með
Þorsteini að þótt gott sé að fá
aukna samkeppni og Iægra verð,
gæti það leitt til minna flugör-
yggis. Ef svo er, er það ákveðið
áhyggjuefni," segir Pétur K.
Maack. - BÞ
41 oJJ'SH
í " i if
SanLkomulag við
Rússana
Samkomulag tókst í gær í deilu
verkalýðsfélaga á Selfossi og rúss-
neska fyrirtækisins
Technopromexport. Þetta kom
fram í fréttum Sjónvarpsins í gær-
kvöld. Rússarnir höfðu verið sak-
aðir um margháttuð brot á Iögum,
reglum og samningum, m.a. um
kjör og aðbúnað starfsmanna. Islenskir starfsmenn JA verktaka, sem
er undirverktaki rússneska fyrirtækisins, lögðu niður vinnu í fyrradag
til að þrýsta á um úrbætur.
Boðaður hefurverið fundur með íslensku starfsmönnunum og full-
trúum stéttarfélaganna á Selfossi í dag þar sem farið verður yfir
stöðu mála og samkomulagið væntanlega kynnt.
Rússneskir verkamenn við vinnu sína.
Samkomuhúsið á Akureyri.
Fjórir sækja inn
hjáLA
Fjórar umsóknir bárust um starf
leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akur-
eyrar en Trausti Ólafsson lætur af
því starfi um áramótin. Umsækj-
endurnir eru Andrés Sigurvinsson
leikstjóri, Saga Jónsdóttir leikari,
Sigurður Hróarsson, fyrrverandi
Ieikhússtjóri LA og Borgarleik-
hússins, og Valgeir SkagQörð leik-
ari.
Útvarpsráð frestar deiliunáluni
Greinargero Sigurðar Þ. Ragnarssonar, fyrrverandi fréttamanns
Sjónvarpsins, um Helga H. Jónsson fréttastjóra var ekki rædd á fundi
Utvarpsráðs í fyrradag né kannanir sem gerðar voru í kjölfar ásakana
um pólitíska hlutdrægni fréttastofanna. Astæðan var sú að Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri var fjarverandi en hann er á Grænlandi
á fundi norrænna útvarpsstjóra.
Ráðið afgreiddi ekki heldur um 60 umsóknir sem bárust um 5
fréttamannastöður á Sjónvarpinu. Fréttastofan mælir hins vegar með
Elínu Hirst, Gísla Marteini BaldurssyTii, Jóni Gunnari Grjetarssyni,
Jóhannesi Bjarna Guðmundssyni og Helgu Sverrisdóttur en þau hafa
öll verið á fréttastofunni í Iengri eða skemmri tíma en ekki fastráðin.
Erfitt að skatt-
leggja kvótahagnað
Sj ávarút vegsráðherra
segir það vera erfítt
viðfangs að skatt-
leggja sérstaklega
hagnað af kvótasölu
þegar útgerðarmenn
hætta í greininni,
eins og hugmyndir
eru um innan stjóm-
arflokkanna.
„I þessu sambandi vil ég benda á
að stjórnarþingmenn eru nýbún-
ir að samþykkja að lækka mjög
verulega skatt af söluhagnaði.
Aður var söluhagnaður skatt-
lagður eins og allur annar hagn-
aður í atvinnurekstri en nú hefur
hann verið Iækkaður niður í
10%,“ segir Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra, en eins og
skýrt hefur verið frá í Degi eru
uppi hugmyndir innan stjórnar-
flokkanna um að skattleggja með
einhverjum hætti þann hagnað
sem verður þegar útgerðarmenn
Erfitt að vera með mismunandi skatt-
lagningu eftir greinum, segir Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra.
hætta í útgerð og selja þann
kvóta sem þeim hefur verið út-
hlutað ókeypis. Þorsteinn segir
að hér sé um skattamál að ræða
sem ekki snerti lögin um stjórn
fiskveiða. Hann segir þetta ekki
hafa verið rætt innan ríkisstjórn-
arinnar.
Allar greinar jafnar
Þorsteinn var spurður hvort
hann væri andvígur sérstakri
skattlagningu á hagnað sem
verður til þegar útgerðarmenn
hætta og seíja kvóta sinn.
„Aðalatriðið í þessu held ég að
sé að það er afar erfitt að vera
með mismunandi skattlagningu
eftir atvinnugreinum. Eg held að
sú skipan sem var hafi ekkert
verið óréttlát en hún gilti fyrir
allar atvinnugreinar. Sú lækkun
sem ákveðin var, niður í 10%,
gildir líka fyrir allar atvinnu-
greinar í landinu," sagði Þor-
steinn.
Viðræður við trillukarla
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út tilkynningu um að smá-
bátum á sóknarmarki sé einung-
is heimilt að veiða í 9 daga á ný-
byrjuðu fiskveiðiári. Þorsteinn
segir að viðræður standi nú yfir
við Landssamband smábátaeig-
enda um hugsanlega fjölgun
sóknardaga. Hann segir fjarri að
auðvelt sé að finna lausn á því
máli því að á heildina Iitið hafa
smábátaeigendur afar rúman
hlut í heildarþorskveiðinni eða
13,75%. Viðræður standi hins
vegar yfir og allt sé gert til að
finna viðeigandi lausn. - S.DÓR
Hótelnætur fiinintimgi fleiri
Breskir ferðamenn áttu hér 40%
fleiri nætur á tímabilinu jan.-
apríl í ár en í fyrra, sem er eink-
ar athyglivert þar sem gestum
okkar frá þessum löndum íjölg-
aði nær ekkert milli þessara
tímabila. Gestir frá Mið-E\TÓpu
og Bandaríkjunum áttu hér
næstum 30% fleiri nætur en árið
áður, en alls fjölgaði gistinóttum
útlendinga á þessu tímabili um
tæpan fimmtung milli ára, sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar. Enn
lengra að komnir áttu hér hins
vegar um fjórðungi færri nætur á
hótelum og gistiheimilum en á
sama tímabili í fyrra.
Skráðar gistinætur á hótelum
og gistiheimilum voru tæplega
200 þúsund fyrstu fjóra mánuð-
ina, hvar af útlendingar áttu
næstum 120 þúsund. Hótel og
gistiheimili á höfuðborgarsvæð-
inu fengu meira en 80% allra
þessara erlendu næturgesta. Aft-
ur á móti fengu hótelin á lands-
byggðinni næstum helminginn af
hótelgistingum íslendinga. - HEI