Dagur - 10.09.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. SÉPTEMRER í9 9 8 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Rússar sviku lánsfé
út úr Vesturlöndum
Anatólí Tsjúbaís seg-
ir stjómvöld í
Moskvu hafa fegrað
efnahagsástandið til
þess að fá lánsfé frá
Vesturlöndum.
Anatólí Tsjúbafs, einn helsti
leiðtogi ungu fjármálasnilling-
anna sem höfðu forystu um um-
bætur í efnahagsmálum í Rúss-
landi, sagði í viðtali í vikunni að
stjórnin í Moskvu hafi „platað“
erlend ríki til þess að veita Rúss-
um lán upp á sem svarar 1.400
milljörðum íslenskra króna. Tek-
ist hafi að fela fyrir Vesturlönd-
um hversu alvarlegir efnahags-
erfiðleikarnir væru, sem Rúss-
Iand stóð frammi fyrir.
Tsjúbaís var aðalsamninga-
maður Rússa í viðræðum við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn í júlí síð-
astliðinum, þegar samkomulag
náðist um að sjóðurinn veitti
Rússum sem svarar 35 milljörð-
um króna í Ián til þess að hressa
upp á efnahagslífið.
„Var nauðsyulegt og rétt“
Tsjúbaís sagðist í viðtali við rúss-
neska dagblaðið Kommersant á
þriðjudaginn, telja að það hafi
verið bæði nauðsynlegt og rétt af
Rússum að ljúga að gjaldeyris-
sjóðnum í því skyni að fá meira
fé í ríkissjóð.
Ef rússnesk stjórnvöld hefðu
sagt sannleikann, þá hefði hrun
efnahagslífsins orðið strax í vor
og alþjóðlegar Iánastofnanir
„hefðu hætt viðskiptum við okk-
ur fyrir fullt og allt“.
Tsjúbaís, sem um langa hríð
var ráðgjafi Jeltsíns Rússlands-
forseta, var spurður að því hvort
rússneska stjórnin hafi rétt til
þess að ljúga um óstöðugleikann
í fjármálum Iandsins. „Þegar
ástandið er svona,“ sagði hann,
„þá verður stjórnin að gera það.
Við áttum að gera það. Fjármála-
stofnanirnar skilja það, að þótt
staðreyndin sé sú að við höfum
svikið 20 milljarða dollara út úr
þeim, þá var það eina leiðin sem
við áttum út úr stöðunni."
Allt í steik
Rússnesk stjórnvöld reyna nú
ákaft að finna einhverjar lausnir
á efnahagsástandinu, sem er nú
þegar orðið því sem næst óvið-
ráðanlegt. Viðskipti hafa lamast,
bankar ramba á barmi gjaldþrots
og gengi rúblunnar hefur hrapað
dag frá degi, þótt reyndar hafi
rúblan heldur rétt úr kútnum í
gær.
Þrengingarnar hófust fyrir al-
vöru þann 17. ágúst síðastliðinn,
þegar gengi rúblunnar var lækk-
að. Landið hefur verið í raun án
ríkisstjórnar í rúmar tvær vikur.
Jeltsín forseti hefur reynt að fá
þingið til að samþykkja að Viktor
Tsjernómyrdín taki aftur við
embætti forsætisráðherra, en
neðri deild þingsins hefur hafn-
að honum í tvígang. í gær benti
flest til þess að Jeltsín myndi
gera þriðju tilraunina til að fá
þingið til að samþykkja Tsjernó-
myrdín, en verði honum enn
hafnað ber honum að leysa upp
þingið og boða til kosninga.
Sumir rússneskra ráðamanna
halda því fram að besta leiðin til
IMr.
Verkfallsmenn í Síberíu: Ekkert nema kraftaverk viröist geta bjargað efna-
hagsmálum Rússa.
þess að rétta við efnahaginn að
nýju sé að fá meiri fjárhagsað-
stoð að utan. Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn á að greiða Rússum
4,3 milljarða dollara í næstu
viku, en óvíst er hvort af því
verður vegna þess að skilyrðum
sjóðsins hefur ekki verið fram-
fylgt. Rússum hefur ekki tekist
að hrinda sparnaðaraðgerðum í
framkvæmd, og ákvörðun stjórn-
valda um að lækka gengi
rúblunnar og frysta greiðslur á
skammtímalánum falla sjóðnum
heldur ekki í geð.
kvæmdastjóri kosningabaráttu
Jeltsíns, og nú síðast sérstakur
samningamaður Rússa við lána-
stofnanir á Vesturlöndum.
Jeltsín lét hann svo róa ásamt
Kiríjenkó í síðasta mánuði.
Arangurinn af umbótastarfi
Tsjúbaís og félaga hans í mark-
aðsátt hefur einkum verið sá að
nokkrir auðjöfrar hafa náð völd-
um á helstu atvinnugreinum
landsins meðan milljónir verka-
manna og lífeyrisþega fá ekki út-
borgað svo mánuðum skiptir.
- Los Angeles Times
Jarðskjálfti á Ítalíu
ÍTALÍA - Einn maður lést í jarðskjálfta sem varð á Suður-Ítalíu í gær.
Skjálftinn mældist 4,8 stig á Richterkvarða og fannst víða á Suður-Ital-
íu allt til Napólí. Margir yfirgáfu heimili sín í skelfingu.
Rúblan skreið upp á við
RUSSLAND - Rúblan, gjaldmiðíll Rússa, hækkaði í gær í fyrsta sinn í
þijár vikur í verði gagnvart Bandaríkjadollara og var komin upp í 15
rúblur á dollarann. Fyrr um daginn var hún komin niður í 21 rúblu hver
dollari. Ekki er þó búist við að hún haldi áfram að hækka, heldur muni
aftur snúast á verri veg og verð hennar lækka áfram.
Höfuðborgin eiuangrast í vatnsfióði
BANGLADESH - Dhaka, höfuðborg Bangladesh, var í gær orðin alveg
umlukin vatnsflóði, en hernum tókst ekld að halda járnbrautarlínu til
strandarinnar opinni og lokaðist þar með síðasta samgönguæð borgar-
innar til umheimsins. Flóðin í Bangladesh hafa staðið yfir í tvo mánuði
og eru þau verstu í 20 ár. 900 manns hafa látist, 25 milljónir misst
heimili sín og 10 milljónir að auki búa í þorpum sem engin leið er að
koma nauðsynjavörum til.
Flugbanni ekki alls staðar framfylgt
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Evrópusambandið lagði í vikunni flugbann á
júgóslavneska flugfélagið JAT í öllum aðildarríkjum bandalagsins. Bæði
bresk og grísk stjórnvöld hafa hins vegar sagt að þau séu bundin af
samningum um að heimila flugfélaginu flugtak og lendingar áfram inn-
an landamæra sinna. Svo virðist sem bæði Bretar og Grikkir geti nú
reiknað með því að fá kæru frá framkvæmdastjórn ESB vegna málsins.
Þriðia hver verslun tekur greiðslukort
ÞYSKALAND - Þýskir IJölmiðlar sáu ástæðu til að geta þess i gær að þar
í landi taki nú næstum þriðja hver verslun við greiðslukortum. Hjá
fjórðungi þessara verslana er veltan í greiðslukortaviðskiptum þó innan
við 50 þýsk mörk, sem samsvarar um 2.000 íslenskum krónum.
Danir hræðast salmoneHuua
DANMÖRK - Danska ríkisstjórnin hyggst leggja bann við notkun sýkla-
lyfja í dýrafóðri mun fyrr en áður var stefnt að, og kemur sú ákvörðun í
kjölfar þess að 62 ára kona lést af völdum salmonellusýkingar nýlega.
Konan lést eftir að hafa borðað svínakjöt, sem var smitað af salmonellu-
tegundinni DT 104, en sú salmonellutegund hefur mikið þol gegn
sýklalyfjum. 22 menn hafa þurft að fara á sjúkrahús í Danmörku síð-
ustu daga vegna salmonellusýkingar, og þar af teljast sjö alvarlega veik-
ir.
Var í uppáhaldi hjá Jeltsín
Yfirlýsingar Tsjúbaís í viðtalinu á
þriðjudag vekja ekki síst athygli
vegna þess að flestir hafa litið
svo á að Vesturlönd geti treyst
honum, jafnvel öðrum fremur,
vegna þess að hann er fylgjandi
því að markaðskerfi verði komið
á fastan kjöl í Rússlandi.
Hann hefur gegnt ýmsum
embættum fyrir Jeltsín, m.a. ver-
ið yfirmaður einkavæðingar,
starfsmannastjóri forsetans, að-
stoðarforsætisráðherra, fram-
Vfövarandi æska
ázs%
álVfy T&
eilsuhúsið
Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
10.-13. SEPTEMBER
FORRÉTTUR
Soja ristuð hörpuskel
- á fersku salati
AÐALRÉTTUR (val)
Grillaðuriax j Grillað lambaprime
- á caperssósu / - með pesto og rósmarín
EFTIRRÉTTUR
Konfektterta
- með ástríöuatdinsósu og ferskum ávöxtum
KAFFI OG KONFEKT
KR. 2.690,-
Verið velkomin! - Ath. nýr opnunartími:
OPNUM PHiOIUO. TIL SUNNÍJP. KL. 18.00 • LOKAO MÁNUDAGA
Strandgötui3 Akureyri sími 4613050