Dagur - 10.09.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 10.09.1998, Blaðsíða 7
X^MI- FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1938 - 7' ÞJÓÐMÁL „ Sameiginlegt er með öllum þessum sýkingum að upphaf þeirra er á sjúkrahúsum. Hér er að birtast í raun sú stefna heilbrigðisyfirvalda að flytja sem mest af lækningum í heimahús, til að spara í heilbrigðiskerfinu, og ekki verður betur séð en læknar samþykki stefnuna með samvinnu og þögn, “ segir Árni Björnsson í grein sinni. Sýkmgamar fluttar hm í hmnaluísiu Á liðnu vori var ég beðinn að koma í heimahús, vegna kunn- ingsskapar við húsráðendur, til að líta á ungan pilt, sem hafði í nokkra mánuði haft opna ígerð aftast í klyftum eftir aðgerðir á sjúkrahúsi vegna sinus pilonidal- is. Þarna var allstór hola, sem samkvæmt fyrirmælum viðkom- andi læknis, var troðin út með grisju á eins eða tveggja daga fresti. Þetta gerði hjúkrunar- fræðingur sem vitjaði piitsins reglulega, en móðir drengsins skipti á ytri umbúðum ef þær gegnvættust af útferð úr sárinu. Fyrir utan það að vera hugsan- lega ekki alveg sáttur við sára- meðferðina, olli þetta mér eng- um sérstökum heilabrotum, en gleymdist í önn dagsins og satt best að segja veit ég ekki hver varð framvinda þessa máls. Það gæti verið að pilturinn gengi enn með sárið á rassinum. Alvarlegar sýkingar En ég hrökk dálítið óþyrmilega við, þegar hjúkrunarfræðingur, sem stundar hjúkrun í heima- húsum, sagði mér frá tveimur sjúklingum með alvarlegar sýk- ingar, annar eftir mjaðmarað- gerð og hinn eftir kviðslitsað- gerð. Báðir þessir sjúldingar hafa verið meðhöndlaðir vikum og mánuðum saman í heimahús- um, líkt og pilturinn minn frá í vor, og ég hef heyrt um fleiri síð- an. Sameiginlegt er með öllum þessum sýkingum að upphaf þeirra er á sjúkrahúsum. Hér er að birtast í raun sú stefna heil- brigðisyfirvalda að flytja sem mest af lækningum í heimahús, til að spara í heilbrigðiskerfinu, og ekki verður betur séð en læknar samþykki stefnuna með samvinnu og þögn. Svo sem fyrr segir eru sýkingar í heimahúsum oft upprunnar á sjúkrahúsum. Sjúklingarnir hafa því fengið sýklalyf, mismunandi mikil og mismunandi mörg og því má gera ráð fyrir, að sýklarnir sem eru að verki séu oftar en ekki lítt- eða ónæmir fyrir sýklalylj- um. Meðvitaðir hjuknmarfræðmgar Af reynslu veit ég að hjúkrunar- fræðingar á sjúkrahúsum eru mjög meðvitaðir um smitgát, oft meðvitaðri en læknarnir. Við smitgát á sjúkrahúsum er fylgt ákveðnum reglum, til að mynda eru sjúklingar með sýkingar sem geta verið hættulegar fyrir aðra sjúklinga einangraðir, sóttmeng- uðu efni er eytt eftir ákveðnum reglum og almennt er þess gætt við umönnun að ganga ekki milli sýktra sjúklinga, hvað þá milli sýktra og ósýktra sjúklinga. Þá eru sýkingavarnarnefndir starf- andi á stóru sjúkrahúsunum, sem fýlgjast kerfisbundið með sýkingum undir stjórn sýkla- deildanna og f því eftirliti er fólg- ið að leita að hættulegum sýkl- um í hreinlætistækjum og hrein- lætisefnum, svo sem vöskum, sápu og handþurrkum. Heimahús? Hvað þá um sýkingar í heima- húsum? Hjúkrunarfræðingar sem ganga milli húsa og skipta á sýktum sárum kunna auðvitað skil á smitgát og ástunda hana En ég hrökk dálítið ójjyrmilega við, þegar hj úkrimarfræ ðingnr, sem stundar hjúkrun í heimahúsum, sagði mér frá tveimur sjúk- lingum með alvarleg- ar sýkingar, annar eftir mjaðmaraðgerð og hinn eftir kvið- slitsaðgerð. eftir bestu getu. Eg er til dæmis viss um að meðferðin er sam- viskusamlegar skráð heldur en hjá Iæknum. En hvað um annað sem tengist smitgátinni? Hvað verður um sóttmengað efni, svo sem umbúðir? Skyldu vera mörg heimili þar sem aðstaða er til að brenna sóttmenguðu efni? Skyldi þetta dót vera sett í plast- poka og kastað í ruslagám heim- ilisins? Hvað um hreinlætistæk- in, þar sem þeir sem skipta á sár- unum þvo sér ásamt öðru heim- ilisfólki? Hver gætir þess, að þau mengist ekki af sýklum, sem hugsanlega eru ónæmir fyrir öll- um venjulegum sýklalyfjum? Oft er útferð úr þessum sárum svo mikil að skipta þarf á þeim oftar en einu sinni á sólarhring. Það kemur oftast í hlut húsmóður- innar á heimilinu að gera það, en hún sér líka venjulega um matreiðslu fyrir heimilisfólkið. Hvernig eru húsmæður upplýst- ar um smitgát? Er hugsanlegt að fólk frá heimilum, þar sem verið er að meðhöndla sárasýkingu, sé starfandi á veitingahúsum, eða við matvælaiðnað? Gæti hluta- starf húsmóðurinnar verið á slík- um stað? Mat á breytingtun En hvað um sjúklingana? Hjúkr- unarfræðingar kunna skil á smit- gát og þeir kunna að skipta á sár- um. Reyndar fylgja þeir að jafn- aði fyrirmælum lækna en sár eru sjúkdómar sem geta tekið breyt- ingum á skömmum tíma og þrátt fyrir góða þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga gæti mat þeirra á slíkum breytingum ork- að tvímælis. Það er ekki ætlun mín að skrifa grein um sáralækningar, en rétt er að minna á það að markmiðið með þeim er, eins og markmiðið með meðferð allra sjúkdóma, að lækna þá eins fljótt og vel og kostur er á. (1). Það gerist ekki öðru vísi en með því að fylgjast stöðugt með þeim og grípa til réttra ráða þegar að- stæður gefa tilefni til. Heimalækningar eru nú mjög vinsælar, einkum meðal stjórn- málamanna, sem álíta að þær spari í heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem að minnsta kosti hluti lækna hafi Iátið undan sparnaðarþrýstingnum, fyrir nú utan það að sumum finnst þægi- legt að Iáta aðra stunda lækning- ar fyrir sig. Það er augljóst að heimalækningar sára, eins og hér hefur verið lýst, geta beinlín- is seinkað því að sárin séu grædd „lege artis“. Þannig er hæpið að þær spari fé, hvort heldur fyrir einstaklinginn eða þjóðfélagið. Þá er samfara þeim veruleg sýk- ingarhætta í næsta nágrenni hins sýkta, jafnvel þó höfð sé eins fullkomin smitgát og kostur er á, og einnig úti í þjóðfélaginu og verður í því sambandi að hafa í huga að sýklarnir sem eru að verki eru oft lítt- eða ónæmir fyr- ir algengum sýklalyfjum. Sparnaður Allt ber þetta að sama brunni sem er sá að sparnaðurinn í heil- brigðiskerfinu getur leitt af sér afturhvarf til frumstæðari lækn- ingaaðferða og þar með minna öryggis, bæði fyrir einstaka sjúk- linga og jafnvel almenning, ef illa tekst til. Heimildir 1. Ámi Bjömsson. Nota læknar heilbrigða skynsemi við sárameð- ferð? [ritstjómargrein]. Lækna- blaðið. 1988; 74: 317. (Þessi grein birtist áður i Læknablað- inu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.