Dagur - 10.09.1998, Blaðsíða 10
10 -FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
SMÁAUGLÝSINGAR
Húsnæði óskast
S.O.S. Við erum par með 2 lítil börn og
erum á götunni, er ekki einhver sem á 3-
4. herb. íbúð til að leigja okkur i vetur, erum
reyklaus og reglusöm.
Uppl. í s: 464-3267
Píanóstillingar
Verð við píanóstillingar á Akureyri og ná
grenni 12.-17. september.
Uppl. í s: 462-5785
Bifreiðar
Óska eftir að kaupa Toyotu Tercel 4x4,
árg. 87 eða 88.
Uppl. I s. 896 6872 eftir kl. 19.00 og um
helgar.
Ökukennsla
Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class
(litla Benzinn).
Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan
daginn, á kvöldin og um helgar.
Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari
Þingvallastræti 18
heimasími 462 3837
GSM 893 3440.
Fatamarkaður
Föstudaginn 11. september verður
Hjálpræðisherinn með sinn vikulega
fata- og munamarkað kl. 10-17.
Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10, Akur-
eyri.
Takið eftir
Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðis-
legu ofbeldi.
Símatími til kl. 19.00 í síma 562 6868.
FBA deildin á Húsavík.
Fundir vikuiega á sunnudögum kl. 20.30 og
á mánudögum kl. 22 í Kirkjubæ.
Frá Sálarrannsóknafélaginu á Akureyri.
Minningarkort félagsins fást í Bókval og
Möppudýrinu Sunnuhlíð og hjá félaginu.
Stjórnin.
Minningarkort Menningarsjóðs kvenna í
Hálshreppi, fást í Bókabúðinni Bókval.
Minningarkort Sjálfsbjargar á Akureyri
og nágrenni fást í Bókabúð Jónasar, Bók-
val, Akri Kaupangi og Sjálfsbjörg Bjargi.
Minningarspjöld Kvenfélagsins Framtíð-
ar fást r: Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni
Akri, Dvalarheimilinu Hlíð, Dvalarheimilinu
Skjaldarvík, Möppudýrinu Sunnuhlíð og hjá
Margréti Kröyer, Helgamagrastræti 9.
ÞJÓÐMÁL
Bara tveir einstaklingar, Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri, eru nú í fullu
starfi hjá embættinu en auk þeirra eru Geir Gunnarsson og Sesselja S. Ólafsdóttir í hlutastörfum.
Metár hjá „Sátta“
Fundir
Samhygð, samtök um sorg og sorgarvið-
brögð á Akureyri og nágrenni verða með
opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í
kvöld 10. september kl. 20.00. Gestur
fundarins verður sr. Svavar A. Jónsson.
Allir velkomnir
Stjórnarfundur samtakanna verður einnig í
kvöld í Safnaðarheimilinu kl. 19.00. Árfð-
andi að allir stjórnarmenn mæti.
Kirkjustarf
Áskirkja
Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17.
Hallgrfmskirkja
Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur, íhugun,
altarisganga. Léttur málsverður í safnaðar-
heimili eftir stundina.
Háteigskirkja
Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21.00.
Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Laugarneskirkja
Kyrrðarstund í hádegi. Orgeltónlist frá kl.
12.00. Léttur málsverður að stundinni lok-
inni.
Minningarspjöld Hjálpræðishersins fást
hjá Hermínu Jónsdóttur, Strandgötu 25b,
2. hæð.
Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúk-
linga fást í öllum bókaverslunum á Akureyri
og einnig í Blómabúðinni Akri, Kaupangi.
Minningarkort sjóðs Guðnýjar Jónsdótt-
ur og Ólafs Guðmundssonar frá Sörla-
stöðum í Fnjóskadal til styrktar sjúkum og
fötluðum í kirkjusóknum Fnjóskadals fást í
Bókabúð Jónasar.
Ástkær bróðir okkar og frændi
SIGURJÓN KRISTINN JÓHANNSSON
frá Hlíð, Skíðadal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 8.
september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórey Jóhannsdóttir,
Kristján Jóhannsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
ÓLÖF KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Bakkafirði,
verður jarðsungin frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 12.
september kl. 14.00.
Þórhalla Jónasdóttir,
Arnmundur Jónasson,
Sigurlaug Jónasdóttir, Ingi Þór Ingimarsson,
Júlíus Jónasson, Anna Benediktsdóttir,
Bára Jónasdóttir, Eðvarð Hjaltason,
Ingvar Jónasson, Ingibjörg Þórhallsdóttir,
Kolbrún Jónasdóttir, Björn Haraldur Sveinsson,
Jóna Jónasdóttir, Jakob Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Um 100 kjarasamn-
iiigar og 1074 samn-
mgafundir - sem
stóðu allt upp í 40-60
stundir - gerðu 1997
að algeru metári hjá
ríkissáttasemjara.
„Vökustundir voru óhóflega
margar og Karphúsið var nánast
mánuðum saman annað heimili
starfsmanna," segir ríkissátta-
semjari í skýrslu sinni um árið
1997, sem var algert metár. Alls
101 kjarasamningur kom til hans
kasta á árinu, um 60 prósentum
fleiri en nokkru sinni síðan emb-
ættið varð að aðalstarfi 1979.
Þessi gríðarlegi málafjöldi þykir
vísbending um að margir hafi við
samningsgerð 1997 viljað leggja
áherslu sérstöðu sína með eigin
kjarasamningi í stað samflots-
samninga. Samningafundir voru
nær 900 á fyrri helmingi ársins
og alls 1.074 á árinu, um 10 á
hvert mál að meðaltali og nær
tvöfalt fleiri en nokkru sinni fyrr.
Flugfreyjur á flestum
Íimcíimi
I nær fimmtungi málanna þurfti
15 samningafundi eða fleiri áður
en samningar náðust. Flugfreyj-
ur og VSI sátu flesta fundi, eða
33, og fundir VMSÍ-VSÍ-VMS
voru aðeins einum færri. „Langir
Iokafundir eru ekki til þess að
hreykja sér af, en ekki verður hjá
þeim komist," segir sáttasemjari.
Síðasti fundur í samningalotu
stóð í allt að 60 stundir og þar
voru kennarar að verki. En alls
nítján sinnum þurfti lokafundur
að standa yfir 20 stundir áður en
samningsaðilar munduðu undir-
skriftarpennann. Skemmsti loka-
fundurinn stóð aðeins f 5 mínút-
ur og voru það Fáskrúðsfirðingar
sem voru svo snarir í snúningum.
Verkfaflsdögiun fækkar
Af 60 boðuðum verkföllum á ár-
inu komu 17 til framkvæmda.
Flest stóðu fremur stutt, nema á
Vestfjörðum þar sem allsheijar-
verkfall stóð í sex vikur. Um 35
þúsund vinnudagar töpuðust
vegna vinnudeilna.
Athygli vekur að töpuðum
vinnudögum á hverja 1.000
starfsmenn að meðaltali á ári
hefur farið stórlega fækkandi
með hverjum áratug; úr rúmlega
1.300 á sjöunda áratugnum, nið-
ur í 750 á þeim níunda og um
340 daga að meðaltali á ári það
sem af er þessum áratug. Virkir
félagsmenn í stéttarsamböndum
voru um 105 þúsund í upphafi
sfðasta árs. - HEI
Pólverjar slyppir
í slippvmnimni
Erfitt að keppa við
Pólverja í skipaiðnaði
vegna lágra launa
þeirra. Dæmi um að
Pólverjar vinni hér á
landi fyrir 1,5 dollara
átímann.
Framkvæmdastjóri Slippstöðvar-
innar á Akureyri er einn þeirra
sem bíða spenntir eftir hvort ráð-
ist verður í smíði nýs varðskips
fyrir Landhelgisgæsluna hér á
landi. Launaliðurinn hér á Iandi
er hins vegar geysilega hár miðað
við það sem tíðkast víða úti í
heimi. Til að mynda hefur blaðið
heimildir fyrir því að Pólverjar
sem voru að störfum fyrir Slipp-
stöðina á Akureyri í fyrra hafi
fengið aðeins 1,5 dollara á tím-
ann fyrir vinnu sína, eða rúmlega
hundrað krónur íslenskar.
Er ekki erfitt í ljósi þessa að
keppa við útlönd um skipasmíði?
„Launakostnaðurinn er það sem
gerir okkur erfiðast fyrir í sam-
keppni við t.d. Pólland, enda
hafa þeir tekið við æ fleiri stærri
viðgerðarverkefnum frá Islandi
Úr slippnum á Akureyri, en þar er
verkefnastaðan óvenju góð.
að undanförnu. Varðandi smíði
nýs varðskips yrði skrokkurinn
hins vegar aldrei smíðaður hér á
landi. Hann yrði smíðaður þar
sem það yrði talið hagkvæmast
erlendis, en hitt unnið hér,“ seg-
ir Ingi Björnsson, framkvæmda-
stjóri Slippstöðvarinnar.
Sjá ekki um launin
Ingi vildi ekki staðfesta að Pól-
verjar hjá Slippstöðinni hefðu
starfað fyrir um 100 kr. á tímann.
Hann sagði að Slippstöðin hefði
í nokkrum tilvikum fengið pólsk
verktakafyrirtæki í verk en um
launagreiðslur til einstakra
starfsmanna þeirra sæi Slipp-
stöðin ekki. Engir Pólverjar hafa
verið að störfum í Slippstöðinni á
þessu ári.
Mfldð aimríki
Hvort sem Slippstöðin fær happ-
drættisvinninginn varðskipið eða
ekki, er nú meira annríki en ver-
ið hefur og segir Ingi bjart
framundan næstu mánuði hjá
fyrirtækinu. „Það er óhætt að
segja að verkefnastaðan sé mjög
góð núna og mun betri en verið
hefur það sem af er ári. Astandið
veltur á hvernig veiðar ganga
sem og á kvótastöðu og fleira.
Einn þáttur sem truflaði mjög
venjubundið viðhald fyrri hluta
ársins var sjómannaverkfallið,"
segir Ingi.
Mannafli Slippstöðvarinnar er
að jafnaði um 160 manns og
dugar sá fjöldi hvergi til að anna
þessari miklu eftirspurn nú. „Við
erum með um 30 starfsmenn
sem starfa sem undirverktakar
hjá okkur núna frá öðrum fyrir-
tækjum. Við förum þá leið að
leita til annarra fyrirtækja þegar
svona kúfur kemur,“ segir Ingi.
BÞ