Dagur - 16.09.1998, Qupperneq 1

Dagur - 16.09.1998, Qupperneq 1
1 t t my'A í Ríkisstjómin sendi Grímseyingum píanó og ráðherra frá Græn- landi! Peter Grönvold Samuelsen at- vinnu-, samgöngu- og Qarskipta- ráðherra Grænlendinga varð vitni að þvf þegar Grímseyingar tóku í notkun píanó á sannköll- uðum menningartónleikum norður við heimskautsbaug. Hann er í opinberri heimsókn hér ásamt eiginkonu sinni Kristine Skifte Heilmann í boði samgönguráðherra, Halldórs Blöndal. Það var augljóst að grænlenski ráðherrann hafði skilning á því sem fyrir augu bar í Grímsey og lifnaðarháttum Grímseyinga. Hann skoðaði m.a. bátaflotann með athygli og þeirra útbúnað, ekki síst handfærarúllurnar. Halldór Blöndal sagði að þeg- ar hann hafi fært það í tal við forsætisráðherra, Davíð Odds- son, að tímabært væri að endur- nýja píanóið í Grímsey, hafi hann lagt áherslu á að eitt af því sem héldi byggð vakandi væri fjörug tónlist og möguleikar fólks til þess að standa þannig að uppeldi sinna barna að þau ættu kost á því að leika á hljóðfæri. Því var samþykkt að gefa Gríms- eyingum forláta Yamaha-píanó og verja til þess 500 þúsund krónum. Það yrði nú vígt af góð- um listamönnum en „menning- ardeild" samgönguráðuneytisins hefði haft veg og vanda af því. Þorlákur Sigurðsson oddviti, sem samgönguráðherra nefndi kóng Grímseyinga, sagði Grímseyinga vera ákaflega þakk- láta ríkisstjórninni fyrir píanóið, nú gæti enginn listamaður borið því við að ekki væri til hljóðfæri í Grímsey til að halda tónleika. „Eg held að okkar góðu gestir hljóti að vera sammála um það Höfnin er lífæð Grímseyinga og þangað var haldið, m.a. til að skoða öfluga brimbrjóta. Á myndinni eru Gyifi Gunnarsson útgerðarmaður og sveitar- stjórnarmaður, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Peter Grönvold Samuel- sen atvinnu-, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Grænlands og Þorlákur Sigurðsson oddviti og „kóngur“ Grímseyjar. Öllum Grímseyingum var boðið til móttöku og vígslu á nýju píanói. Börnin í Grímsey sungu við vígsluna við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hún lék svo einleiksverk á píanóið og sem undirleikari Signýjar Sæmundsdóttur sópransöngkonu. myndir gg eftir að hafa skoðað sig hér um að Grímsey má alls ekki fara í eyði, það væri meiriháttar slys því þá vissu Grænlendingar ekki hvar gott fólk væri að finna á Is- Iandi! Það er ánægjulegt að fá svo mikið listafólk til þess að vígja þetta píanó okkar eins og þær Ónnu Guðnýju Guðmunds- dóttur og Signýju Sæmundsdótt- ur og ég veit að börnin í Grfms- ey stóðu einnig vel fyrir sínu,“ sagði Þorlákur Sigurðsson, en börnin sungu hástöfum „Hafið bláa hafið“, eftir Örn Arnarson. Ekkert lag hentaði kannski betur í Grímsey! „Vonandi verður heimsóknin til að auka samskipti Islendinga og Grænlendinga," sagði Peter Grönvold Samuelsen, en hann situr nú í vikunni ferðamála- ráðstefnu á Akureyri. „Við þekkj- um vel svona líf eins og er í Grímsey því á Grænlandi eru margir staðir svipaðir að stærð og þessi. Mér sýnist að fólk hér hafi það mjög gott vegna mikill- ar þorskveiði í kringum eyjuna. Hingað eru góðar samgöngur á sjó og í lofti en til sumra staða á Grænlandi er á veturna aðeins hægt að komast með þyrlu, og það er mjög dýrt. Við glímum líka við það vandamál að margir flytja til stærstu bæjanna, eins og Nuuk og Sisimiut, frá smærri bæjunum til að auka tekjurnar en við verðum samt sem áður að , halda uppi ákveðnu þjónustu- stigi í þessum bæjum.“ \ I lok veislunnar í Grímsey ' sagði Halldór Blöndal að það væri stolt Islendinga að fólk eins og Grímseyingar væri áfram til og döfnuðu eftir eigin höfði, eig- inlega sálin í íslensku þjóðinni. Þeir væru sannir höfðingjar heim að sækja. Samgönguráð- herra þakkaði að Iokum fyrir sig í bundnu máli. I Grímsey núna er sólin sest og svefninn fyrir höndum. Hún fékk í heimsókn góðan gest frá Grænlands bröttu ströndum. GG iL

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.