Dagur - 24.09.1998, Page 2

Dagur - 24.09.1998, Page 2
2 -FIMMTUDAGUR 24.SEPTEMBER 1998 FRÉTTIR Þjóðfélagslegur kostnaður af vatnstjónum er gríðarlega mikill og í mjög mörgum tilfellum er það ekki mjög flókið mál að koma í veg fyrir þessi tjón. Vatnstjón í húsum kosta milljarö á ári Skemmdir vegna vatns í íbúðarhúsum kosta lands- menn um einn milljarð króna á hverju ári. Al- gengara en áður að lagnir séu settar utan á veggi eins og tíðkast erlendis. „Það er talið að vatnstjón í húsum kosti þjóðfélagið kringum einn milljarð á ári og að sú tala hafi verið nokkuð stöðug í nokkur ár,“ sagði Daníel Haf- steinsson hjá Sambandi íslenskra tryggingafél aga. Daníel segir að við útreikning á tjónsupphæðinni hafi verið gengið úr frá að þeir sem ekki tryggja verði fyrir álíka vatnstjónum og þeir sem tryggja hús sín og innbú hjá tryggingafélögun- um. Daníel segir það ekki spurningu að það ætti að vera hægt að draga veru- lega úr þessum tjónum, enda eftir miklu að slægjast. Mest í baðherliergjuin Þótt vatnstjón geti átt sér margvíslegar orsakir segir Daníel Iagnir í baðher- bergjum og að þeim stærsta tjónavald- inn. Markmiðið sé að fá fólk til að hætta að leggja lagnirnar inni í veggj- unum, þannig að þær séu alltaf að- gengilegar. Pakkningar í vatnslásum hafi t.d. bara ákveðinn líftíma, en vandinn sé sá að langalgengast sé að menn múri inn baðkerin. Enginn að- gangur sé þá að vatnslásnum og sjaldn- ast neitt gert fyrr en hann byrjar að Ieka - sem oft komi fram allt annars staðar en í baðherberginu, jafnvel í annarri íbúð. Daníel segir menn á síðustu árum orðna mun opnari fyrir þvf að Ieggja sýnilegar lagnir, eins og tíðkist víðast í öðrum Iöndum. Fúskarar iun á milli Nýlega var fullyrt í fréttum að fúsk væri orsökin fyrir milljónatjóni í nýju fjölbýlishúsi í Reykjavík. Er slfkt kannski algeng ástæðaí „Auðvitað kemur slíkt fyrir,“ segir Daníel. Alltaf séu fúskarar inn á milli. Það sé t.d. afar áríðandi, þegar nýjar lausnir koma í greininni, að menn Iæri þá ný vinnubrögð en treysti ekki á að þeir hafi þetta allt í blóðinu. Fyrir þá sem endilega vilji hafa öll rör inni í veggjum sé t.d. „rör í rör“ ein Iausnin. En fari menn ekki á námskeið til þess að iæra aðferðirnar við Iagningu þeirra, geti þessi nýja lausn bara skapað nýja tegund vandamála. - HEI FRÉTTA VIÐ TALIÐ Prófkjörsskjálftinn magnast stöðugt hjá sjálfstæðismönn- um á Reykjanesi. Nú heyrist að KR klíkan sé búin að fhma sér verðugan fulltrúa í prófkjörinu sem framundan er. Sá heitir Óli Bjöm Kárason og er ritstjóri Viðskiptablaðsins. Óli Björn hefur ekki verið rnj ög ábcrandi í flokkspólitísku lífi sjálfstæðismanna upp á síðkastið en því meira hefur borið á honum í tengslum við Viðskiptablaðið. Það segja KR ing- amir í pottinum að sé gott mál... Óli Björn Kára- son. í pottinum hafa menn verið að ræða um ummæli Jóns Krist jánssonar formanns fjárlaga- nefndar sem höfð voru eftir honum í fréttaskýringu um kosningakerfið hér í blaðinu í vikunni. Þar sagði Jón að í kjör- dæmancfndinni hafi nefndar- rnenn einkum verið að reikna alla gömlu flokkana inn á þing og skipti þá engu þótt allaballar og kratar væra búinr að lýsa með sér til sameiningar. Taldi Jón það merkilegt að þeir skyldu þá ekki reikna út frá sameinuðum flokki. Stjómmálaskýrendur í pottinum segja þetta dæmi um hve litla trú innanbúðanncnn sjálfir hafi haft á sameiningu flokka sinna alveg fram á elleftu stundu... Jón Kristjáns- son. Frá Sauðárkróki hárust þær fréttir til pottvcrja að Páll Pét- ursson þætti hafa styrkt stöðu sína í Skagafirði með því að skipa Bjöm Sigurbjömsson sem framkvæmdastjóra málefna fatlaðraíReykjavík. Pállsemer úr Húnavatnssýslu er talinn hafa skorað prik með þvi að sýna Reykjavíkur- valdinu í tvo heimana. í pottinum heyrist hka að reykvískir framsóknarmenn séu ekki eins hrifn- ir - raunar mjög h'tið hrifnirl... Páll Pétursson. Sigurður Gizurarson hrl. Með tilvísan til réttlætis hefiir Sigurður Giiurarson farið fram á endurupptöku „Þjóðlífsmáls“ sem nýlega var aftur dregið fram í dags- Jjósið. Þeim sem stefnt er fyrir dóm er vissara að mæta „Ég hef fyrir hönd Davíðs Kristjánssonar á Selfossi beðið um endurupptöku á máli sem dómur gekk í árið 1991. Fyrirtæki Ulfars Natanielssonar eignaðist þessa kröfu - lík- lega keypt hana með afföllum - og reyndi að innheimta hana á sínum tíma, án árangurs. Nú hefur krafan verið dregin fram aftur og beðið um Ijárnám. Upphaflega var krafan á bilinu 4-5 þús. kr. en fjárnámsbeiðnin hljóðar upp á töluvert á annað hundrað þús- und, að ég held. En fulltrúi sýslumanns skar hana niður í rösklega 50 þús. kr.“ - Er heiðni um endnrupptöku ekki þýð- ingarlaus að óbreyttum lögum? „Ég geri ráð fyrir, ef endurupptaka verður leyfð, að verði hægt að halda uppi vörnum og benda á að þessi krafa hefur enga stoð í raunveruleikanum og þess vegna eigi að sýkna í málinu. Dómurinn gekk á þann veg sem hann gerði, vegna þess að sá sem stefnt var mætti ekki. Dómarinn dæmdi því eftir þeim framlögðum gögnum, sem í raun voru engin. Viðurkenning á að stefndi hefði stofnað til þessarar skuldar lá hvergi fyrir, heldur bara tilbúinn reikningur frá Þjóðlífi. Þetta var svokölluð áskorunarstefna, sem síðan er bara stimpluð ef stefndi mætir ekki og er þar með orðin dómur. Það var enginn málflutningur og engar varnir.“ - E/ Hæstiréttur samþykkli endurupp- töku mætti þá ekki húast við flóði beiðna um endurupptökur svipaðra mála? „Hugsanlegra nokkurra, ég veit ekki hvað margra. Þetta Þjóðlífsmál er mjög sérstakt og alveg vitað að kröfurnar hafa enga stoð. En í öðrum málum þar sem ekki er mætt þar hafa kröfurnar oft stoð. Hæstiréttur, sem veitir þessi leyfi, hann tekur afstöðu til þess í hverju tilviki þegar beðið er um end- urupptöku." - Áttu von á að málaleitan þinni verði vel tekið? „Maður vonar það, en getur ekki fullyrt neitt. Það er Hæstiréttur sem hefur valdið.“ - Væri þetta ekki hálfgildis viðurkenn- ing á fyrri mistökum? „Hæstiréttur viðurkennir engin mistök með endurupptöku, því það var undirréttur sem dæmdi. Þegar ekki er mætt er heldur ekkert óeðlilegt að dómur falli á þennan veg, vegna þess að dómarinn lendir í þeirri stöðu að meta gögnin. Og yfirleitt þegar um áskrift að blaði er að ræða þá gerist það nú oft með þeim hætti að það er hringt og far- ið að senda blaðið og síðan rukka fyrir það. En ef f hart fer þá getur útgefandi blaðsins þurft að sanna það að það hafi verið beðið um áskrift - og geti hann það ekki þá getur hann tapað slíku máli.“ - Er það algengt að svona fari með lág- ar kröfur, kannski áskrift að blöðum eða bókaklúbbum, sem enda jafnvel í fjár- námum upp á tugi þúsunda eða meira? „Ég býst við því að það sé æði algengt." - Þannig að fólki er vissara að passa sig? „Já, það verður að passa sig. En stundum gerir fólk það ekki vegna þess að því finnst það svo fráleitt að það geti orðið skuldbund- ið. En þeim sem stefnt er fyrir dóm er viss- ara að mæta.“ - HEI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.