Dagur - 24.09.1998, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 2 4 . S E P T E M B F. R 1998 - 3
Tkgur.
FRETTIR
ItB býður tiygg-
ingar áhúsuin
Ekki mun Lauga á Kárastöðum rýna í
þessi iður, enda eru þau eyfirsk
Óvíst með
gamaspá
Svo gæti farið að landsmenn
yrðu án garnaspár Laugu á
Kárastöðum í Skagafirði í ár.
Lauga hefur Iesið í iður kinda
mörg undangengin ár og hefur
séð í görnunum hvernig veður-
kerfi vetrarins líta út. Lauga er
hins vegar orðin öldruð kona og
óvíst hvort heilsa hennar leyfir
frekari spár.
„Eg veit það hreinlega ekki
hvort von er á fleiri spám. Eg er
orðin gömul og lappalaus og al-
veg hætt að fara út,“ segir
Lauga. Hún segist undrast því-
líkan áhuga almenningur hafi
sýnt spám hennar í seinni tíð.
„Ætli ég sé ekki orðin fræg af
vitleysunni." Þrátt fyrir að
Lauga geri grín að sjálfri sér og
landsmönnum er staðreynd að
spár hennar hafa gengið ágæt-
lega eftir. - Bt>
Verðkönnim
áslátri
Neytendasamtökin á Akureyri
hafa gert verðkönnun á slátri á
Norðurlandi. Af þeim Ijórum
stöðum þar sem slátur er selt í
stykkjatali reyndist slátrið dýrast
á Akureyri eða 650 krónur.
Fjallalamb á Kópaskeri kom
næst en þar kostar slátrið 647
krónur og á Húsavík kostar það
640 krónur. Lang ódýrast er
slátrið hins vegar á Sauðárkróki
en þar kostar það 520 krónur. Á
Króknum fylgja vömb og keppur
slátrinu en á hinum stöðunum
fylgja 4 gervivambir.
FÍB býður félags-
möniiiLni nú trygging-
ar á húsum þeirra og
heimilum sem það
segir 12-15 prósent-
um ódýrari en á ís-
lenska markaðnum.
Húsa- og heimilistryggingar
„Það sem við bjóðum eru algerar
grundvallartryggingar fyrir heim-
ilin - ekkert umfram það og ekk-
ert minna en það,“ sagði Halldór
Sigurðsson, tryggingamiðlari hjá
Alþjóðlegri miðlun sem hefur
milligöngu við Lloyd’s - sem að
fenginni góðri reynslu af bíla-
tryggingum landsmanna býðst
nú til að tryggja líka hús þeirra
og heimili. Þrenns konar trygg-
ingar eru í boði: Lögboðin
brunatrygging fasteigna, beimil-
istrygging, sem bætir tjón á inn-
búi vegna eldsvoða, sprenginga,
skammhlaups, óveðurs, skýfalls
og asahláku, hruns, þjófnaðar,
ofhitnunar á þvotti, straumrofi á
frystikistu og fleira, og húseig-
endatrygging sem bætir m.a. tjón
vegna vatnsskaða, snjóþunga,
foks, innbrots, heimilistækja og
tapaðrar húsaleigu.
Harðánægðir hjá Lloyd’s
Árni segir nú á sjöunda þúsund
bíla tryggða hjá FIB. Alls eigi
um 19.000 heimili aðild að sam-
tökunum og búist við að fjöldi
þeirra noti þetta tækifæri til að
flytja nú allar sínar tryggingar til
félagsins. Árni minnti á hrakspár
tryggingafélaganna á sínum
tíma; að hin lágu iðgjöld stæðust
í mesta lagi í 1-2 ár. En Lloyd’s
hafi hvorki séð ástæðu til að
kvarta undan viðskiptunum, né
hækkað iðgjöldin. Og þessi nýi
samningur sé staðfesting á að
dæmið gangi upp. - HEI
„Meginmarkmiðið nú, er að við-
halda þeim árangri sem við náð-
um fyrir réttum tveim árum, sem
Ieiddi til 25 til 30% almennrar
verðlækkunar bílatrygginga. Fé-
Iagsmenn FIB, sem tryggingafé-
lögin refsuðu fyrir að flytja bíla-
tryggingar sínar, báðu okkur að
koma með fjölbreyttari trygg-
ingar. Og nú erum við tilbúnir að
bjóða mjög hagstæðar almennar
tryggingar fyrir heimilið og hús-
ið,“ sagði Árni Sigfússon, for-
maður FIB, í gær. Varðandi ið-
gjöldin sagði hann erfitt um hár-
nákvæman samanburð, en öll
dæmi sem tekin voru séu 12 til
18% ódýrari en sambærilegar
tryggingar tryggingafélaganna
m.v. samsettar tryggingar. En hjá
FIB sé ekki verið að búa til neina
tryggingapakka.
Árni Sigfússon, formaður FÍB, boðar lækkuð iðgjötd á heimilistryggingum miðað við það sem áður þekkist hér á landi.
Sigurðarmáli frestað
Útvarpsráð frestaði á fundi sín-
um á mánudag að taka fyrir ásak-
anir Sigurðar Þ. Ragnarssonar,
fyrrum fréttamanns Ríkissjón-
varpsins, á hendur Helga H.
Jónssyni, settum fréttastjóra.
Þetta er í annað sinn sem mál-
inu er frestað í útvarpsráði, en
nú var ástæðan fjarvera Gunn-
laugs Sævars Gunnlaugssonar,
formanns ráðsins. Sigurður hef-
ur sem kunnugt er ásakað Helga
H. Jónsson fyrir „pólitíska ritstýr-
ingu“ á fréttastof’u Sjónvarpsins
og fyrir að hafa beitt sig óbæri-
Iegum þrýstingi við skrif greinar-
gerðar vegna fyrirspurnar Mark-
Sigurður Þ. Ragnarsson.
úsar Arnar Antonssonar útrv'arps-
stjóra um hvað orðið hafi af við-
talsbút við dómsmálaráðherra.
„Málinu var einfaldlega frestað
að ósk útvarpsstjóra vegna ijar-
veru útvarpsráðsformanns. Ég
tel það afar óheppilegt að þessu
mál-
i sé ekki lokið hið fyrsta, því á
meðan þarf fréttastofan að burð-
ast með þetta mál á bakinu,“ seg-
ir Guðrún Helgadóttir útvarps-
ráðsmaður aðspurð um málið.
Reikna má með því að Sigurðar-
málin verði tekin fyrir á næsta
fundi útvarpsráðs eða á þriðju-
daginn nk. - FÞG
RB gert að innheimta vask
Samkeppnisstofnun hefur beint
þeim tilmælum til Ríkisskatt-
stjóra að Reiknistofu bankanna
(RB) verði gert að innheimta
virðisaukaskatt af þjónustu sem
RB veitir í samkeppni við fyrir-
tæki á almennum markaði. Við
athugun málsins kom í ljós að
Samkeppnisstofnun hefði vegna
annars máls kveðið upp sama úr-
skurðinn, án þess að farið hefði
verið eftir honum.
Erindið barst Samkeppnis-
stofnun frá samkeppnisaðilum,
sem kvörtuðu undan því að RB
innheimti ekki tirðisaukaskatt af
sambærilegri þjónustu sem þeim
var ætlað að innheimta.
Þá hefur Samkeppnisstofnun
úrskurðað í máli sem Barri hf.
vísaði til embættisins vegna
kaupa fyrirtækisins á rekstri
Fossvogsstöðvarinnar ehf., en
bæði fyrirtækin selja
skógarplöntur. Niðurstaða Sam-
keppnisstofnunar var að kaupin
muni ekki leiða til markaðsyfir-
ráða, né draga verulega úr sam-
keppni á viðkomandi mörkuðum.
- FÞG
Stuttgart með auga-
stað á Fram?
Dagur hefur heimildir f)TÍr því að
Stuttgart hafi sýnt áhuga á að kaupa
góðan hlut í meistaraflokki Fram í
knattspyrnu. Hlutafélag verður stofn-
að um meistaraflokkinn og standa
viðræður yfir við stór lið í Evrópu um
kaup á hlutafé. Dagur bar orðróminn
um Stuttgart undir Svein Andra
Sveinsson, formann Fram, í gærkvöld
en hann vildi ekki staðfesta neitt. „Eg
get ekkert sagt af eða á um þetta, en
það væri fagnaðarefni ef rétt er,“ sagði
Sveinn Andri. Hann gat þess jafn-
framt að viðbrögðin við breytingunni
á Fram hefðu verið mjög jákvæð al-
mennt. — BÞ
Stjómskipulagi íslaudsbauka breytt
Ákveðnar hafa verið breytingar á stjórnskipulagi Islandsbanka sem
eiga að taka gildi þann 1. desember næstkomandi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá bankanum verður starfseminni skipt upp í sjö svið, fjög-
ur afkomusvið og þrjú stoðsvið. Afkomusviðin eru útibúasvið, fyrir-
tækjasvið, Glitnir hf. og VÍB hf. Stoðsviðin eru áhættustjórnun,
rekstur og upplýsingatækni. Tilgangurinn er að styrkja enn frekar
samkeppnisstöðu bankans og einfalda alla ákvarðanatöku.
Sveinn Andri Sveinsson.