Dagur - 24.09.1998, Síða 5

Dagur - 24.09.1998, Síða 5
FIMÚ T VDAGVR 24.SEPTEMBER 1998 - S FRÉTTIR Tdllukarlar setj a nú traust sitt á Alpingi Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda er pirraður á félögum sínum í Sjómannasambandinu og FFSÍ fyrir linnulaus afskipti. Guðmimdiir Ilall varðsson alþingis- maður telur vel koma til greina að afnema sóknardagakerfi smá- báta og úthluta þeim þess í stað kvóta. Landssamband smábátaeigenda átti fund með sjávarútvegsráð- herra á þriðjudag um þá kröfu þeirra að sóknardögum hand- færa- og línubáta verði fjölgað úr 9 í 40, en sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um 9 daga sem byggist á lögum um fiskveiðistjórnun. Arthur Bogason, formaður LS, segir að ekkert muni gerast í þeirra málum fyrr en eftir að þing kemur saman því lagabreyt- ingar þarf til að fjölga sóknardög- um, verði það ákveðið. Arthur segir að smábátaeigendum hafi ekki verið gefinn neinn ádráttur um breytingar á sóknardögum, og málið sé raunar enn í upp- hafsstöðu og því ríki ekki mikil bjartsýni í þeirra röðum. Aftur verður fundur með sjávarútvegs- ráðherra 1. október nk. en þetta mál verður efalaust „heitt“ á að- alfundi LS í nóvember. „Önnur hagsmunasamstök, og þá á ég ekki eingöngu við vini mína í Landssambandi fslenskra útvegsmanna, eins og Sjómanna- sambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið, hafa séð ástæðu til þess að vera með linnulaus afskipti af þessu máli þó ég fái ekki alveg séð hvaða áhrif það getur haft á kjör félags- manna þessara tveggja stéttarfé- laga þó hlutur þeirra smábátaeig- enda sem eru bundnir sóknar- dögum sé réttur. Þetta eru af- skipti sem algjörlega grímulaust beinast gegn okkur. Guðmundur Hallvarðsson, al- þingismaður, segir það umhugs- unarefni hvort smábátasjómenn eigi ekki að koma inn í kvótakerf- ið með sinn kvóta og sleppa öll- um sóknardögum. „Eg reikna fastlega með því að málið komi til sjávarútvegsnefnd- ar í þingbyrjun í næsta mánuði og þar verði farið yfir málið. Það þarf að leysa málið, en ég minn- ist þess að allir þingmenn hafa talað um nauðsyn smábátaút- gerðar fyrir hinar dreifðu byggðir landsins en ég var eini þingmað- urinn sem lagðist gegn því að kvótabraskið væri fært yfir á smábátana. Margsinnis hefur sjávarútvegsnefnd álitið að búið væri að leysa vanda smábátasjó- manna í sátt og samlyndi við for- ystumenn þeirra en alltaf kemur málið upp aftur. Þetta er greini- lega kerfi sem ekki gengur upp, þvf alltaf fækkar dögunum vegna þess að smábátasjómenn á sókn- ardögum fiska alltaf meira og meira. Það ríkir því engin forsjá hjá þeim, bara gott kapp,“ segir Guðmundur Hallvarðsson. — GG fslenskir skákmenn tilkynntu um för sína til Kalmytíu á blaða- mannafundi i gær. Ummaim- réttindi að tefla? Ólympíuskákmótið hefst í sjálf- stjórnarríkinu Kalmytíu í Rúss- landi um helgina. Mannréttinda- samtök í Rússlandi hafa beðið vestrænar þjóðir um að taka ekki þátt í mótinu vegna mannrétt- indabrota sem þar eiga sér stað. „Ég held að það þurfi að fara mjög varlega í að tengja íþróttir eða skáklistina við stjórnmál í heiminum. Þess vegna getum við ekki dregið vagninn í mótmælum gegn mannréttindabrotum í Kalmykíu. Það sem skiptir okkur máli er hvort hægt verður að lenda á flugvellinum þarna, hvort við fáum gistihúsnæði og hvort við fáum húsnæði til að tefla í,“ sagði Helgi Ass Grétarsson stór- meistari á fréttamannafundi í gær, um þá gagnrýni sem fram hefur komið. Nú eiga sér stað kynslóðaskipti í íslensku landsliðssveitinni í skák. A 1. borði teflir Hannes Hlífar Stefánsson, á 2. borði Þröstur Þórhallsson, á 3. borði Helgi Ass Grétarsson og á 4. borði Jón Viktor Gunnarsson. Varamenn eru þeir Björgvin Jóns- son og Jón Garðar Viðarsson. Liðsstjóri er Askell Örn Kárason. Þær Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir markaðsstjóri og Heiðrún Jónsdóttir starfsmannastjóri eru fyrstu konurnar í 112 ára sögu KEA sem sæti eiga í framkvæmdastjórn félagsins. mynd: brink Konur loks til fornstu hjá KEA Breytingar á skipuriti Kaupfélags Eyfirðinga, sem m.a. voru kynnt- ar á síðasta aðalfundi félagsins, hafa verið að taka gildi. Þann 1. september sl. tók til starfa Heiðrún Jónsdóttir sem er starfs- mannastjóri, og í gær Ragnheið- ur Björk Guðmundsdóttir sem verður markaðsstjóri. Hlutverk starfsmannastjóra KEA er að hafa yfirumsjón með starfs- mannastefnu og endurmenntun starfsmanna KÉA og túlkun á kjarasamningum og vera tengiliður milli kaupfélagsstjóra og starfsmanna. Segja má að markaðsstjóri sjá um þau mál „út á við“ en starfsmannastjóri um markaðsmál „inn á við“. Þær Heiðrún Jónsdóttir og Ragnheiður Björk Guðmunds- dóttir eru fyrstu konurnar sem taka sæti í framkvæmdastjórn KEA, en þar eiga auk þeirra sæti 11 karlmenn, kaupfélagsstjóri, fulltrúar og framkvæmdastjórar einstaka sviða. I stjórn félagsins situr ein kona, Guðný Sverris- dóttir, sveitarstjóri Grýtubakka- hrepps. Félagið er Iiðlega aldar- gamalt, stofnað árið 1886. Heiðrún er Húsvíkingur að uppruna en hefur búið síðustu ár á Akureyri og starfað sem héraðs- dómslögmaður á Lögmannsstofu Akureyrar. Ragnheiður Björk er Súgfirðingur að ætt, rekstrar- fræðingur frá Samvinnuháskól- anum á Bifröst og hefur starfað hjá OLIS undanfarin 8 ár sem forstöðumaður smásöludeildar og kynningarfulltrúi. - GG Stórfelld imdan skot frá skiptum Sveinn Andri Sveinsson, skipta- stjóri þrotabús Þórðar Þórðar- sonar í Bifreiðastöð ÞÞÞ, vill fá inn í þrotabúið um 170 milljónir króna sem hann telur að fjöl- skyldan hafi komið undan skipt- um með ólögmætum hætti, þ.e. með málamyndagjörningum um sölu eða gjöf á eignum. Sveinn Andri hefur höfðað riftunarmál gegn Þórði syni Þórðar, f.h. bif- reiðastöðvarinnar, og Ester Teits- dóttur eiginkonu hans til að ná þessum ljármunum, en einnig hefur hann selt Teiti Þórðarsyni sumarbústað sem var í eigu föð- ur hans og ekki var gert grein fyr- ir vegna þrotabúsins. Sumarhús- ið seldist á þrjár milljónir króna. Samfylkingar- málin ber hæst Landsfundur Alþýðuflokksins hefst á morgun, föstudag, að Grand Hótel í Reykjavík og stendur fram á sunnudag. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður flokksins segir að fundurinn muni bera þess glögg merki að flokkurinn er að ganga til kosn- ingasamstarfs með Alþýðu- bandalagi og Kvennalista.- S.DÓR Friðrik Páls- son. Bótakröfum SH hafnað Verslunardómur Parísar hefur hafnað kröfu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna á hendur Islenskum sjáv- arafurðum og fyrrum eigendum Gelmer-verk- smiðjanna í Frakklandi um að kaupsamningi IS sem gerður var f október 1997 verði rift og SH dæmdar bætur á annað hundrað milljónir króna af hendi fyrri eig- enda Gelmer. IS gerði kaup- samning fyrir framan nefið á fulltrúum SH sem voru í viðræð- um við fullrúa Gelmer, en versl- unardómurinn hafnaði kröfunni þar sem enginn skriflegur samn- ingur hefði verið undirritaður og fyrrum eigendur Gelmer því ekki gerst brotlegir við lög eða ÍS komið inn í viðræðurnar með ólöglegum hætti. Friðrik Páls- son, forstjóri SH, segir að dóm- inum verði áfrýjað enda séu þess dæmi að dómur hafi fallið fyrir- tæki, sem hafi verið í svipuðum sjporum og SH, í vil. Höskuldur Asgeirsson, forstjóri Gelmer - Iceland Seafood SA, segir að dómurinn breyti engu um fram- hald starfseminnar hér. — GG Öryrkjar hjóða fram Oryrkjar hafa ákveðið að bjóða fram sérlista til næstu alþingis- kosninga enda segja þeir þolin- mæði sína á þrotum. I fréttum Stöðvar 2 kom fram hjá fram- kvæmdastjóra Sjálfsbjargar að ákvörðun hefði verið tekin um þetta, a.m.k í Reykjavík. Aflið á að berjast fyrir bættum kjörum ötyrkja og eru taldar líkur á að samtökin geti komið manni inn á þing.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.