Dagur - 24.09.1998, Qupperneq 8

Dagur - 24.09.1998, Qupperneq 8
8- FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 FRÉTTASKÝRING rD^tr Hlýnar á heims] Vísindameim sjá að sveillnr í náttiíni á norðurhveli síðustu áratugi eru meiri en dæmi eru til um. Sjór hitnar og viiidar hreyt ast - en hvaða þýðingu hefur þetta? Leikmaður sem gengur inn á vís- indaráðstefnu um umhverfis- og náttúrubreytingar á norðurhveli fær ekki skýr og greinileg svör á staðnum um hvað sé að gerast í náttúrunni. Varnaglar eru slegnir á báða bóga: rannsóknir hafa ekki staðið Iengi, veðrakerfin eru flók- in og kraftarnir að verki eru svo margháttaðir að... Svo þegar leik- maður sp)r: eru gróðurhúsaáhrif- in farin að segja alvarlega til sín á norðurslóð þá kemur ekki endi- Iega það svar sem blaðamaður óskar eftir: æpandi fyrirsögn. Bara fleiri varnaglar. Náttúra og maðux Vilhjálmur Lúðvíksson, forstöðu- maður Rannsóknarráðs, segir að þeir tugir íslenskra og erlendra vísindamanna sem nú koma sam- an í Reykjavík til að ræða um- hverfisbreytingar í norðri séu ekki að reyna að meta hlut mannsins í þeim. Heldur reyna að átta sig á því hvað menn viti, og þurfi að rannsaka frekar, um náttúruna sjálfa. En það er ljóst af aðalfyrir- lestrinum sem Robert R. Dickson flutti að ýmsilegt er að gerast þessi árin. Engin dæmi um svona sveifl- ur Umhverfisbreytingar á Norður Atlantshafi ganga í stórum sveifl- um er það fyrsta sem manni skilst af Dickson þegar hann hefur mál sitt. Frá því 1960 höfum við færst frá einum öfgunum í þessum sveiflum alveg yfir á hinn endann. Sveiflunar innan þessa tímaskeiðs eru krappari en vitað er um: topp- arnir hærri og Iægðirnar dýpri. En vitneskja manna nær reyndar ekki mjög langt aftur. Til að setja þetta í samhengi við Island þá vitum við að eftir 1960 er kalt skeið með hafísárum. Síðan höfum við þok- ast inn í hlýrra skeið sem nú er ef til vill í hámarki, með óvenju sterkum áhrifum frá þvf sem al- þýða manna lærir í skóla að kall- ist Golfstraumur. „Hann heldur í okkur Iífinu," segja fræðin, með því að verma landið; áhrif hans eru nú óvenju sterk. Svend Aage Malmberg, sem starfað hefur mikið með Dickson, segir að í „hinni eiiífu baráttu heita sjávar- ins að sunnan og kalda sjávarins að norðan" séu átökin nú þeim suðræna í vil, mikil næring og mikil selta og hlýrri sjór við Is- land. Það er á átakapunktinum milli Islands og Grænlands sem mikil hnattræn tíðindi verða: Kaldur sjór kemur norðan úr Ishafi og mætir þeim hlýja sem kemur frá Mexíkóflóa og vermir Island. „Við erum á krossgötum," segir Svend Aage. I raun erum við kannski frekar á mislægum gatnamótum, því kaldi straumurinn sekkur undir þann hlýja og streymir suð- urúr sem einn mikilvirkasti hlekk- urinn í „færibandi" hafstrauma sem streyma milli heimshafanna og eiga svo gríðarlegan þátt í að skapa Iífríkið. „Þetta er eitthvert mikilvægasta flæði sjávar í heimi,“ Vinnuklúbburinn á Akureyri s 1 Menntasmiðj unni Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra/ráðgjafa/kenn- ara í Vinnuklúbbnum á Akureyri. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni með góðum líkum á framhaldi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf nú þegar. Verkefnið verður unnið á vegum Menntasmiðjunnar í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Það er byggt á svipuðum hugmyndum og Vinnuklúbb- urinn í Reykjavík, og er fyrir bæði konur og karla. Umsækjandi skal hafa menntun á sviði félagsvísinda eða kennslufræði, s.s. náms- og starfsráðgjöf, félagsráðgjöf, kennaramenntun, iðjuþjálfun, sálarfræði o.s.frv. Hún/hann skal búa yfir fæmi í samskiptum, staðgóðri þekkingu á íslensku samfélagi og reynslu af að starfa með fullorðnu fólki. Umsóknarfrestur er til 5. október og umsóknir skal senda til Menntasmiðju kvenna, Glerárgötu 28, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir verkefnisfreyja Menntasmiðj- unnar í síma 462 7255 eða í gegnum netfang: mennta- smiðjan@nett.is segir Dickson um þessi strauma- mót. Þess vegna horfa menn áhuga- samir á allar breytingar. Heitari sjór Straumurinn sem kemur frá Am- eríkuströnd stefnir norður og austur, fer framhjá Islandi og síð- an upp með Noregi allt inn Ishaf- ið, svo myndin sé einfölduð. Vís- indamenn spyrja: getur verið að meiri hnattrænn hiti skili sér með þessu móti djúpt í norðurhöfin? Að þessi straumur flytji „gróður- húsaáhrifin" í formi varma inn í Ishafíð og hiti það? Við vitum hvað dómsdagsmenn segja: þá bráðnar ísinn, straumakerfíð riðl- ast, láglendi fer á kaf, mörg byggð ból. Hvað segja rannsóknir um haf- strauminn norður og austur í ís- haf? Vestanvindakerfið sem rekur strauminn norður og austur hefur breyst og er nú mun kröftugra, sem og straumurinn sjálfur og með honum berst meiri úrkoma og vindar sem hegða sér öðruvísi en áður. Ismyndun á pólsvæðinu er aðeins tveir þriðju af því sem áður var. Sjórinn þar norður frá er því hlýrri þegar hann kemur suð- urúr aftur milli íslands og Græn- lands. Nýjustu mælingar (1996-7) sýna að sjórinn sem kemur norð- ur úr hafí er í raun hlýrri en áður, hann streymir hægar og kalda tungan í djúpum hafsins er þynnri en áður. Þessar breytingar komu all skyndilega fram eftir að Iangt mælitímabil hafði sýnt allt að því „leiðigjarna" einhæfni í strauminum. Vísindamenn eru þó Robert R. Dickson: Lýsir mikium sveifium öfganna á milli síðan 1960 fram á síðari ár. En hvert stefnir? varkárir þegar spurningin kemur: er þetta vegna þess að gróður- húsaáhrifin valda hnattrænni hit- un? Þeir vita að þetta fyrirbrigði er ekki óþekkt frá því fyrr á öld- inni og breytingarnar gætu líka verið vegna umhverfísbreytinga sem einskorðast við norðurhvel, en túlka ekki endilega hnattræna stöðu eða breytingar. Túlkuii „Þetta er allt túlkun," segir Svend Aage þegar hann er tekinn tali um málið. Hann skýrir frá því að til séu erlendir vísindamenn sem nú telja að hlýindaskeiðið við ísland hafí náð hámarki, og í hönd fari tímabil sem svari til hafísáranna eftir 1960. „Við höfum svo stutta mælingaseríu," segir hann, og bendir á að jöklafræðingar hafí borkjarna frá fyrri öldum til að rannsaka. Slíkir „kjarnar" úr haf- inu standi ekki til boða! „Haf- ffæðingar draga ekki stórar álykt- anir,“ segir hann brosandi, en seg- ir um leið að „stóru sveiflurnar" í umhverfinu á norðurslóð hin síð- ari ár séu vissulega óþekktar frá fyrri tíð. Vestanvindabeltið Viðhjálmur Lúðvíksson bendir á að því fyrr sem ítarlegar rann- sóknir hefjist, því betra, því það sem hái mönnum nokkuð nú sé að eldri gögn séu fá. „Við erum að horfa á aldarsveiflu, og innan hennar áratugasveiflu“, það er mjög erfitt að meta framlag mannsins og mengunar til hita- breytinga í því umhverfi sem við erum nú, segir hann.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.