Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 gjfflSBgaEjajgESEggji Mcnntaskólinn á Akureyri Starfsfólk vantar til ræstinga í húsum skólans Vinnutími frá kl. 14 til 18 alla virka daga. Upplýsingar veitir húsvörður í síma 461-1433 milli kl. 11 og 12. ATVINNA Óskum eftir starfsmanni Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar í verslun. Raflagnadeild Óseyri 2, s: 463-0415 603 Akureyri. ORYGGI - UMHVERFI RÁÐSTEFNA UM SNJÓFLÓÐAVARNIR Haldin á vegum Arkitektafélags íslands og umhverfisráðuneytis í Norræna húsinu 5. október 1998. DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNNAR 09:00-09:30 Skráning 09:30-09:45 Setning - Guðmundur Gunnarsson formaður AÍ Ávarp - Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra 09:45-10:10 Aðdragandi og skipulag ofanflóðavarna Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneyt- inu 10:10-10:35 Ofanflóð - rýming og varnarvirki Trausti Jónsson veðurfræðingur og Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur 10:35-10:45 KAFFIHLÉ 10:45-11:10 Ofanflóðahætta og skipulagsmál Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins 11:10-11:35 Umhverfismótun ofanflóðagarða. Dæmi frá Seyðisfirði og Siglufirði Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt 11:35-12:00 Öruggir bæir Jón Ólafur Ólafsson arkitekt FAI 12:00-13:00 MATARHLÉ 13:30-13:55 Sveitarfélögin og ofanflóðavarnir Sigurður Hlöðversson bæjartæknifræðingur á Siglufirði 13:55-14:20 Tölfræði og áhætta Benedikt Jóhannesson tölfræðingur 14:20-14:45 Ofanflóðagarðar frá sjónarhóli náttúruverndar Árni Bragason forstjóri Náttúruverndar ríkisins 14:45-15:10 Rödd íbúanna Guðmundur Björgvinsson rafvirki, Flateyri 15:10-16:30 UMRÆÐA OG KAFFI 16:30-17:00 SAMANTEKT/ SLIT Ráðstefnustjóri: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Arkitektafélags íslands og formaður Náttúruverndarráðs. Ráðstefnugjald er kr. 6.000,- Innifalið: Ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffi. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Arkitektafélags (slands í síma 5511464, fax 562 0465 eða í tölvupósti ai@centrum.is í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 2. október 1998. Undur oq stormerkl... A A Vv^)> + www vi s i r i s FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR ÞJÓÐMÁL Skattskil veitinga- húsa í rétta átt Fj ármálar áðherra fagnar nýju skrefi sem Samband veit- inga- og gistihúsa hefur stigið. Geir Haarde fjármálaráðherra segir erfitt að átta sig á hvernig þróunin hefur verið í svartri at- vinnustarfsemi í veitingahúsa- geiranum að undanförnu. Hann hyggur þó að heldur þokist í rétta átt. „Það er auðvitað fagnaðar- efni að samband veitinga- og gistihúsa hefur á vissan hátt tek- ið forystu í að uppræta þessa starfsemi í samstarfi við ríkis- valdið. Sama má segja um Mat- vfs, félag launþega í þessum geira. Ef aðilar taka höndum saman á að vera hægt að ná veru- legum árangri. Þá er skattrann- sóknastjóri einnig með átak í þessum efnum,“ sagði Geir Haarde fjármá Iaráðherra í sam- tali við Dag. Hann sagði rekstrar- umhverfið skipa miklu máli. Margt hefði áunnist í þeim efn- um að undanförnu, enda mikil- vægt að „hrekja“ ekki atvinnurek- endur út í svarta starfsemi. Fjármálaráðherra flutti erindi á aðalfundi sambands veitinga- og gistihúsa sem fram fór á Foss- hótel-KEA á Akureyri. Samþykkt var tillaga um að breyta nafni sambandsins í „Samtök ferða- þjónustunnar" og verður aðildin ekki framvegis bundin við veit- inga- og gististaði heldur eiga öll fyrirtæki sem starfa innan ferða- þjónustunnar kost á að ganga í samtökin. Boðað hefur verið til stofnfundar „Samtaka ferðaþjón- ustunnar" 11. nóvember nk. Engiim heildsöluvilji Geir Haarde lýsti yfir ánægju sinni með það skref sem samtök- in hafa nú stigið. Hann sagði breytinguna til bóta fyrir alla að- ila og ítrekaði að ferðaþjónustan væri einn helsti vaxtarbroddur- inn í íslensku atvinnulífi. Ráð- herra fékk ýmsar fyrirspurnir á Akureyri og þar á meðal eina frá framkvæmdastjóra Islandsflugs, Omari Benediktssyni, um hvort til greina kæmi að veitingahús fengju áfengi keypt á heildsölu- verði. Fjármálaráðherra taldi litl- ar líkur á því, enda væri ekki vilji fyrir slíkum breytingum á Al- þingi. Rætt var um flokkunar- kerfi á íslenskum hótelum sem ýmsir telja að sárlega vanti. Þar er miðað við stjörnugjöf og sér kúnninn á augabragði hvaða þjónusta er í boði sem hjálpar honum að gera upp hug sinn. Einnig var rætt um virðisauka- skatt á ferðaþjónustunni og á það bent að kostnaður við vín- veitingaleyfi væri sá sami hjá litlu fyrirtæki og Hótel Sögu þótt veltumunur væri e.t.v. hundrað- faldur. Fjármálaráðherra sagði það ekki eðlilegt og hyggst vísa því máli áfram innan kerfisins. - BÞ 1! ím ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sýnt á stóra sviði Bróðir minn Ijónshjarta - Astrid Lindgren á morgun sud. kl. 14.00 uppselt - sud. 4/10 kl. 14.00 nokkur sæti laus - sud. 11/10 kl. 14.00 - sud. 18/10 kl. 14.00 Óskastjarnan - Birgir Sigurðsson - Id. 3/10 - sud. 11/10 Sýnt á Litla sviði kl. 20.30 Gamansami harmleikurinn - Hunstadt/Bonfanti - föd. 2/10-Id. 3/10-föd. 9/10 Sýnt í Loftkastala kl. 21.00 Listaverkið - Yasmina Reza Id. 3/10-föd. 9/10 Sala áskriftarkorta stendur yfir. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. Almennt verð áskriftarkorta er kr. 8.700 Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 7.200 Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud, 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 551-1200. áBfLEIKFÉLAG @£reykjavíkur BORGARLEIKHÚSiÐ KORTASALAN ER HAFIN Stóra svið kl. 20:00 GREASE eftir Jim Jacobs og Warren Casey í dag, lau. 26/9, kl. 15.00, uppselt 50. sýning sun. 27/9 fös. 2/10, örfá sæti iaus lau. 3/10, kl. 14 sun. 4/10 Munið ósóttar pantanir Stóra svið kl. 20:00 SEX í SVEIT eftir Marc Camoletti í kvöld lau. 26/9, uppselt fim. 8/10 40. sýning fös. 9/10, uppselt lau. 17/10, ki. 23.30 Stóra svið kl. 20:00 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN NIGHT, Jorma Uotinen STOOLGAME, Jiri Kylián LA CABINA 26, Jochen Ulrich 1. sýning fim. 1/10 2. sýning lau. 3/10 3. sýning fim. 15/10 Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 - 18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 ALÞINGI Alþingi kallað samaii 1. október Alþingi hefur verið kvatt saman fimmtudaginn 1. október næst- komandi. Þingsetningarathöfnin hefst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30 og verð- ur Alþingi sett að henni lokinni. Óháður þinglóðs Þingflokkur óháðra hefur ráðið Steinþór Heiðarsson, tuttugu og fjögurra ára Þingeying, til starfa fyrir þingflokkinn á komandi vetri. Steinþór varð stúdent frá MA 1994 og brautskráðist með BA-próf í sagnfræði frá Háskól- anum í sumar er leið. Steinþór hefur starfað að ýmsum félags- málum á undanförnum árum, að- allega á vettvangi stjórnmálanna. Engin ákvörðun mii seðlabankastjðra Að sögn Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra hefur enn engin ákvörðun verið tekin um hvort seðlabankastjóri verður ráðinn í staðinn fyrir Steingrim Her- mannsson eða hvort bankastjór- unum verður fækkað niður í tvo. Viðræður við Norsk Hydro Viðræðum við Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, sem hefjast áttu nú í lok septem- ber hefur verið frestað fram í október. Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra sagði að málið hefði legið niðri í sumar og væri því enn á algeru byrjunarstigi. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.