Dagur - 29.09.1998, Blaðsíða 13
PRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 - 13
Tktytr.
ÍÞRÓTTIR
Tvöfaldur meistara-
sigur Eyjamaima
Eyjameim komu, sáu
og sigruðu þegar þeir
heimsóttu KR-iuga í
Frostaskjólið á laugar-
daginu.
Það var sannkallaður meistara-
bragur á leik Eyjamanna í Frosta-
skjólinu á laugardaginn þegar
þeir unnu KR-inga 0:2 í hreinum
úrslitaleik um Islandsmeistaratit-
ilinn, í síðustu umferð úrvals-
deildarinnar.
Hlynur Stefánsson, fyrirliði
Eyjamanna, stjórnaði sínum
mönnum eins og herforingi og var
besti maður vallarins ásamt félaga
sínum í vörninni, Zoran Milj-
kovic. Þeir félagar áttu frábæran
dag og héldu sóknarmönnum KR-
inga algjörlega niðri allan leikinn.
Eyjamenn, reynslunni ríkari í
slíkum hörkuleikjum, komu yfir-
vegaðir til leiks og sýndu KR-ing-
um hvað þarf til að sigra. Yfirveg-
un og öryggi einkenndi leik Eyja-
manna og taugatrekktir KR-ingar
áttu litla möguieika.
Fyrra mark Eyjamanna kom
strax á fimmtu mínútu Ieiksins,
en það skoraði Ingi Sigurðsson,
eftir undirbúning Kristins Lárus-
sonar. Markið setti KR-inga nokk-
uð út af laginu, en þeir voru að
komast heldur meira inn í leikinn
þegar dæmd var vítaspyrna á
Eyjamenn. Guðmundur Bene-
diktsson tók spyrnuna, en skot
hans fór hátt yfir markið og end-
urspeglaði lánleysi þeirra í leikn-
um.
Síðara mark Eyjamanna kom
þegar um tuttugu mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik og var
Kristinn Lárusson þar að verki
eftir samvinnu við markakónginn
Steingrím Jóhannesson. Það sem
eftir lifði leiksins var Eyjamanna
og öruggur 0:2 sigur og Islands-
meistaratitill annað árið í röð í
höfn.
Til hamingju Eyjamenn.
Félagarnir Steingrímur Jóhannesson markakóngur Úrvalsdeildarinnar og Hlynur Stefánsson fyriríiði Eyjamanna
hampa hér íslandsbikarnum annað árið í röð. Þeir félagar eru vanir að handleika bikarana þetta árið því Eyjamenn
sigruðu líka í Bikarkeppni KSÍ. - mynd: bg
Úrvalsdeildin - Úrslit leikja
Fram Grindav. ÍA ÍBV ÍR Keflav. KR Leiftur Valur Þróttur
Fram 0-0 1-1 0-2 0-0 2-3 0-2 0-0 3-1 4-2
Grindavík 4-2 0-3 1-0 1-1 2-1 0-4 3-1 2-2 0-1
ÍA 0-4 3-0 1-0 2-1 1-1 1-1 1-0 1-1 2-2
ÍBV 2-0 2-0 3-1 4-1 4-0 3-1 2-0 6-1 3-0
ÍR 0-3 4-2 1-1 1-0 1-2 0-1 1-1 3-2 2-2
Keflavík 1-0 3-0 0-1 0-3 1-0 1-0 1-0 2-2 1-5
KR 2-0 1-1 2-0 0-2 3-0 0-0 1-0 0-0 1-1
Leiftur 2-0 3-2 0-4 5-1 1-0 1-1 0-0 2-1 3-1
Valur 1-2 2-0 4-2 0-0 1-3 0-1 0-3 1-0 3-3
Þróttur 0-0 1-6 1-2 3-3 3-1 1-0 0-3 1-2 0-3
ÍÞRÓ TTAVIÐ TALIÐ
SKODUN
ERLINGUR
KRISTENSSON
Hverjir eru
bestir?
Islandsmótinu í knattspyrnu er nú
lokið og aðeins er ólokið einum
Ieik á Ieiktímabilinu, Ieiknum um
það hveijir verða meistarar meist-
aranna. Leikurinn fer fram í Laug-
ardalnum næstkomandi Iaugardag
og þar leiða saman hesta sína lið
íslands- og bikarmeistara IBV og
lið Leifturs frá Olafsfirði, sem varð
í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar
og lék til úrslita við IBV í bikarn-
um.
I mínum huga eru Eyjamenn
þegar meistarar meistaranna og
því meistaraleikurinn aðeins
formsatriði til að klára þessa leik-
tíð, „leiktíð Eyjamanna“. Ekki þar
með sagt að Leiftursmenn hafi
ekki staðið fyrir sínu, því það gerðu
þeir og vel það. Þeir komust í úrslit
bikarkeppninnar og Ieika í Evrópu-
keppni bikarhafa á næsta ári.
En það er engin spurning, hverj-
ir séu bestir. Besta íið úrvalsdeild-
arinnar er ÍBV og þeir sönnuðu
það svo um munar. Tvöfaldur sigur
og íslandsmeistaratitill annað árið
í röð.
Arangur Iiðsins snýst ekki um
einstaka leikmenn, heldur um
geysisterka liðsheild og góða
breidd, þar sem maður kemur í
manns stað. Ekki skemmir heldur
fyrir, að þar á bæ virðast menn
með sjálfstraustið í Iagi, sem er
ekki lítið atriði þegar baráttan
harðnar.
Það segir eitthvað um styrkleika
Eyjamanna að þeir hafa unnið alla
sína heimaleiki á leiktíðinni og allt
voru það öruggir sigrar. Þar hafa
þeir skorað 29 mörk á móti 4 og
aldrei fengið á sig meira en eitt
mark í leik.
A útivöllum er árangurinn ekki
eins góður, en þar unnu þeir að-
eins þijá leiki af níu, gerðu tvö
jafntefli og töpuðu fjórum, þar af
þremur 0:1. Aðeins einu liði tókst
að bursta Eyjamenn og það var lið
Leifturs, sem vann þá 5:1 í Ólafs-
firði.
Eyjamenn eru einfaldlega lang-
bestir.
Skautaíþróttin er tilvalin fjölskylduíþrótt
Hilmar
Bjömsson
rekstrarstjóri
Skautahallarinnar í Reykjavík
Vetrardagskrá Skauta-
hallarinnar er nú hafin.
Hilmar Bjömsson rekstrar-
stjóri segirað þarsé sér-
stök áhersla lögð á skauta-
íþróttina sem fiölskyldu-
íþrótt og þá möguleika
sem Skautahöllin gefur til
ahnenningsíþrótta.
- Hvenær var Skautahöllin jyrst
opttuð og er mikill almennur
áhugifyrir skautaíþróttinni?
„Skautahöllin var opnuð á síð-
astliðnu vori og siðan hefur áhug-
inn fyrir skautaíþróttinni stöðugt
verið að aukast. Ef við tökum til
dæmis fyrstu tvo og hálfan mán-
uðinn, þá komu alls um þijátíu
þúsund manns á skautasvellið.
Það segir okkur að ekki vantar
áhugann og þetta er geysivin-
sælt.“
- Hvað er skautasvellið stórt
og stendur Reykjavíkurborg fyr-
ir þessari starfsemi?
„Skautasvellið sjálft er 1800
fermetrar að stærð, eða 60 x 30
metrar. Reykjavíkurborg er eig-
andi mannvirkisins, en fþrótta-
bandalag Reykjavíkur er rekstrar-
aðilinn og Ieigir aðstöðuna af
borginni."
- Hvemig er vetrardagskráin
byggð upp?
„Við opnum á morgnana klukk-
an 10:00 og er tíminn fyTÍr há-
degi ætlaður fyrir skóla og sér-
hópa frá mánudegi til föstudags
og einnig að hluta til eftir hádeg-
ið 'tihklukkan 15:00:
Almenningstímar eru frá
klukkan 12:00 til 15:00, frá
mánudegi til fimmtudags og
einnig milli klukkan 17:00 og
19:30 á miðvikudögum og
fimmtudögum. A föstudögum er
opið fyrir almenning frá klukkan
13:00 til 23:00 og á Iaugardögum
og sunnudögum frá klukkan
13:00 til 18:00.
A laugardagskvöldum er ætlun-
in að vera af og til með sérstakar
uppákomur, eins og fjölskylduhá-
tíðir, kvöld fyrir framhaldsskólana
og æskulýðsmiðstöðvarnar og
einnig fyrir eldri hópana. Þar
hafa menn talað t.d. um Vínar-
valsakvöld, eða eitthvað rokkað
fyrir rokkkynslóðina. Einnig væri
hægt að vera með skautakennslu
þessu tengt, eða sýningar og ým-
islegt skemmtilegt.
Sænskur skautakennari verður
starfandi hjá okkur í vetur og geta
skólar, fyrirtæki, hópar og ein-
staldingar fengið hann leigðan til
kennslu í grunnatriðum skauta-
íþróttarinnar og einnig mun hann
kenna byrjendahópum íshokkí.“
- Hvernig munu skólarnir
nýta sér þessa aðstöðu?
„Þetta er fyrst og fremst hugsað
fyrir bekkina, sem koma þá í fyr-
irfram skipulagða hóptíma með
sínum kennurum."
- Hefur tilkoma Skautahall-
arinnar ýtt undir starfsemi
skautafélaga?
„Það eru nú starfandi tvö
skautafélög í Reykjavík, Skautafé-
Iag Reykjavíkur og Björninn, og
æfa hópar frá báðum félögunum
hér í Höllinni. Félögin eru bæði
með íshokkídeildir í öllum flokk-
um og svo Iistskautadeildir. Mik-
ill áhugi virðist fyrir þessum
íþróttagreinum og má segja að
allir æfingatímar séu fullnýttir frá
klukkan 19:00 til miðnættis, alla
virka daga. Það má því segja að
nú þegar sé toppnýting á Skauta-
höllinni.
Aliuginn fyrir íshokkí er alltaf
að aukast og inniaðstaðan breytir
miklu fyrir iðkendur. Aður var æft
hér á útisvelli og þá fór það eftir
veðri og vindurn hvort yfirleitt var
hægt að æfa. Þessi aðstaða breyt-
ir þ\i miklu fyrir félögin og breyt-
ir öllu f>TÍr starfsemi þeirra.
Einnig er töluverður hópur
sefn æfir listhlaup og stelpurnar
eru mjög duglegar að æfa. Þær
eru alltaf að bæta við sig og orðn-
ar nokkuð flinkar í dansinum.
Það eru nú um þijú til Ijögur
hundruð manns sem stunda
þessar íþróttagreinar og alltaf að
bætast við.“
- Eigum við kannski von á
sýningum í listdansi í vetur?
„Það er stefnt að því að vera
með sýningu í vetur og nokkuð
víst að það verður.“
- Er skautahöllin mikið sótt
affjölskyldufólki ?
„Skautahöllin er kjörinn staður
fyrir fjölskylduna og mikið um
það að fólk komi hingað með
krakkana um helgar. Þetta er
mjög ódýrt fjölskyldusport og sem
dæmi, þá kostar það aðeins 1500
krónur fyrir fiögurra manna fiöl-
skyldu að vera hér allan daginn
og er þá skautaleigan innifalin."
- Þarffólk að vera vel klætt á
svellinu?
„Það er óþarfi að vera dúðaður,
en gott að vera í hlýjum fatnaði.
Einnig er nauðsynlegt að vera
með vettlinga og húfu. Hitinn í
húsinu fyrir utan svellið er um 15
gr. en á svellinu um 6-7 gr.fl