Dagur - 29.09.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 29.09.1998, Blaðsíða 7
 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Htn skörpu skíl eru átöktn um auðlindir Hér á eftirfer kafli úr ræðu Sig- hvats Björgvinssonar sem hann flutti á flokksþingi Alþýðu- flokksins um helgina. Atökin um auðlindir Islands mynda nú skörp skil í stjórnmál- um milli Sjálfstæðisflokksins, sem er málsvari sérhagsmunaafl- anna gegn hagsmunum almenn- ings, og jafnaðarmanna, sem meta almannaheill framar sér- hagsmunum. Almannahagur eða sérhags- munir: Hvort á að ríkja? Hvort á að víkja? Auðlindir íslands: Fisk- urinn í sjónum. Verðmætasta auðlind samtímans. Sameign þjóðarinnar samkvæmt ákvæðum fyrstu greinar laga um stjórn fisk- veiða. Afnotarétturinn af auðlind- inni er samt afhentur örfáum fyr- irtækjum og einstaklingum fyrir ekki neitt og þeim síðan heimilað að selja hann og leigja hver öðr- um fyrir ómælda fjármuni. Af- rakstur þessarar auðlindar streymir í auknum mæli úr landi, í óskylda atvinnustarfsemi svo sem verslunarhallir og veitinga- sölu eða beint í vasa einstaklinga. Sveit jalnaöíirnianna A móti varðhundum sérhagsmun- anna stendur sveit okkar jafnað- armanna. Við, sem setjum al- mannahag ofar sérhagsmunum. Við, sem viljum að þjóðin öll njóti afraksturs sameiginlegra auð- linda. Við, sem viljum stöðva brask hinna fáu með auðlind fjöldans. Við, sem viljum tryggja með veiðileyfagjaldi að íslenskur almenningur njóti eignar sinnar á auðlindum hafsins. Auðlindir íslands: Miðhálend- ið. Háfjallakórónan með jöklum sínum og fossum, sandflákum og eyðimörkum, hverum og heitum laugum, gróðurvinjum og græn- um hlíðum. Ferðamannaparadís- in, sem Iaðar til sfn fólk í tugum og hundruðum þúsunda. Hin ein- stæða hreina og óspillta náttúra. Tillaga Braga Tuttugu og átta ár eru nú liðin frá því að sá framsýni maður Bragi heitinn Sigurjónsson, alþingis- maður Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, lagði fram á Alþingi fyrsta sjálfstæða þing- mál, sem þar hefur komið fram um eignarrétt þjóðarinnar á landi og landgæðum. í því þingmáli var sú tillaga flutt, að allt land og öll landgæði á hálendi íslands, sem enginn einstaklingur gæti sannað eignarhald sitt á, ætti að Iýsa sam- eign þjóðarinnar. I tuttugu og átta ár hafa þingmenn Alþýðuflokks- ins svo til á hveiju einasta þingi Iagt slíkar tillögur og frumvörp fram. Þrívegis hefur Hæstiréttur íslands kallað eftir slíkri af- greiðslu Alþingis. Allar þessar til- raunir og áköll Hæstaréttar um aðgerðir í þágu almannahags- muna hafa strandað á varðhund- um sérhagsmunahyggjunnar. Þar til loksins á liðnu vori að slík „Á móti varðhundum sérhagsmunanna stendur sveit okkar jafnaðarmanna. Við, sem setjum almannahag ofar sér- hagsmunumsegir Sighvatur m.a. í grein sinni. - mynd: teitur ákvæði voru í Iög leidd. En eins og raunin er á um þjóðareignina á fiskimiðunum var það sem gert var í orði fyrir þjóðareign á há- lendinu á borði fært þeim sem varðveita sérhagsmuni hinna fáu. Stjórnsýsla alls hálendisins, lyk- ilákvarðanir um hvernig nýta skuli þessa þjóðareign, var fengin í hendur umbjóðenda 4% lands- manna. Níutíu og sex af hveijum eitthundrað Islendingum er hald- ið utan við þær ákvarðanir. Stjómsýsla á hálendinu Gegn þessari ráðstöfun í þágu sérhagsmuna hinna fáu stendur sveit jafnaðarmanna. Island er fyrir íslendinga alla. Stjómsýsla á hálendi Iandsins þar, sem margar helstu náttúruperlur Islendinga er að finna, á að vera í höndum umboðsmanna almannavaldsins og fulltrúa fjöldasamtakíi. Þar á að gæta hagsmuna Islendinga allra jafnt. Auðlindir íslands: Orka fall- vatna. Námur og jarðhiti djúpt undir yfirborði jarðar. Málsvarar sérhagsmunanna hafa ákveðið með lögum frá Alþingi að öll verð- mæti á Iöndum í einkaeigu eins langt inn að iðrum jarðar og tæknilega unnt er að fara á hveij- um tíma skuli teljast einkaeign. Skuli tekin frá þjóðinni og færð einstökum landeigendum. Allar auðlindir á þurrlendi landsins utan miðhálendisins eins langt undir yfirborðinu og komist verð- ur, allt inn að jarðarmiðju, skal teljast eign hinna fáu. Allt það Is- Iand skulu þeir eiga. Gegn þessum varðhundum sér- hagsmunanna stendur sveit jafn- aðarmanna. Við viljum ekki taka réttinn til eðlilegra landnytja frá landeigendum. En við teljum ósanngjarnt og ósiðlegt að Iand- eiganda sé fenginn óskoraður eignarréttur á öllum auðlindum langt undir yfirborði jarðar sem honum er sjálfum ógerlegt að nýta en getur krafið samborgara sína um háar bætur fyrir ef nýttar eru í almannaþágu. Mannauðuxmii Auðlindir Islands: Mannauður- inn. Menning, menntun og tæknikunnátta þessarar þjóðar. Auðlindin, sem ekki er hægt að hengja verðmiða á eins og á fiski- miðin, orkuna eða námurnar, en er kannski verðmætasta auðlindin þeirra allra því framtíð okkar og samkeppnisstaða í samfélagi þjóðanna ræðst af því hvernig ís- Iendingar nýta mannauð sinn. Hvernig umgangast varðmenn sérhagsmunaaflanna þessa auð- lind? Framtíðarsýn þeirra er einkavæðing menntastofnana þar sem hagnaðarsjónarmiðið, eðli- legt viðhorf í einkarekstri, ræður ríkjum. Þá yrði æðri menntun for- gangur hinna efnuðu á sama tíma og ríkisreknar menntastofnanir þurfa að sætta sig við stöðugan samdrátt og Ijársvelti og dregið er úr þeim stuðningi er tryggir fá- tækum og fjárvana nemendum rétt til náms. Gegn þessari framtíðarsýn sér- hagsmunaaflanna stendur sveit jafnaðarmanna. Við viljum, að menntun og menning, stuðningur við fólk í verklegu sem og bóklegu námi og við símenntun fái for- gang á verkefnaskrá og í útgjalda- áformum ríkisins. Til þess að sá forgangur náist verður að draga saman útgjöld á öðrum sviðum. Það erum við reiðubúin til þess að gera því þessi auðlind, mannauð- urinn, er fyrir framtíð þessarar þjóðar, afkomu hennar og velferð mikilvægari en nokkur hinna sem auðveldara er að meta til fjár. Ósnortið nmhvprfi Auðlindir Islands: Hið hreina og ósnortna umhverfi. Önnur auð- lind, sem ekki verður hengdur neinn verðmiði á. Ósnortna um- hverfið. Auðlind, sem stöðugt færri þjóðir njóta. Auðlind, sem er ógnað í okkar eigin landi. Gróður- eyðingin svo mikil að sagt er, að eyðimerkurmyndun sé mest á Is- Iandi af öllum Iöndum heims. Sveit jafnaðarmanna, málsvarar almannahagsmuna, hefur Iíka markað auðlindastefnu í um- hverfismálum. Við viljum taka þátt í þvf með öðrum þjóðum heims að stöðva hættulega lofts- lagsmengun með aðild okkar að samkomulaginu sem gert var í Kyoto. Við verðum að endurmeta alla orkunýtingarstefnu okkar í samræmi við það og við verðum að gera betur. Við verðum að stöðva hina stórkostlegu gróður- eyðingu sem á sér stað á íslandi með uppgræðslu lands á örfoka svæðum og stöðvun ágangs og of- beitar búfjár þar sem hún veldur gróðurspjöllum. Við eigum að skila íslandi grænna í hendur barnanna okkar heldur en það Is- land var, sem við tókum við úr höndum foreldra okkar. Okkur á öllum að vera orðið ljóst, að stærstu vandamál heimsins á sviði auðlindanýtingar og umhverfis- mála verða ekki leyst öðru vísi en í alþjóðlegu samstarfí. Sú alþjóða- hyggja, sem jafnaðarmenn hafa hvarvetna haldið á lofti, er for- senda framfara hér sem annars staðar. „Auðlindastefna í almannaþágu“ Hvar annars staðar eru nú greini- Iegri skil milli þeirra sem beijast fyrir sérhagsmunum hinna fáu og voldugu og hinna sem berjast fyr- ir almannaheill, hagsmunum Ijöldans? Þarna eru skilin skýr. Um þessa stefnu á að kjósa. I málefnaskrá þeirri, sem sam- ræmingarnefnd á vegum Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista hefur skilað for- mönnum þessara flokka og er nú verið að vinna úr, er að finna til- tekin verkefni, markaðar fram- kvæmdir með framtíðarsýn. * I málefnaskránni er lagt til að tekið verði sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindum í þjóðareign til lands og sjávar þar á meðal með veiðileyfagjaldi, sem meðal annars eigi að stuðla að réttlátri skiptingu á afrakstri auðlinda. Þetta er auðlindastefna í al- mannaþágu. Skýrt og skilmerki- Iegt viðfangsefni með framtíðar- sýn. * I málefnaskránni er sagt að trygga eigi sameign þjóðarinnar á helstu auðlindum landsmanna í stjórnarskrá og breyta nýsettum lögum um eignarhald á auðlind- um í jörðu með almannahags- muni fyrir augum. Þetta er auð- lindastefna í almannaþágu. Skýr framkvæmd með framtíðarsýn. * I málaskránni er menntun og menningarmálum raðað í for- gangsröð. Þar er sagt, að mögu- leikar þjóða ráðist ekki síst af rækt þeirra við mannauðinn. Með for- gangsröðun er átt við að auka skuli framlög til mennta- og menningarmáía um tvo og hálfan milljarð króna. Þetta er skýr fram- kvæmd með framtíðarsýn. * Um jafnréttismál er sagt, að jafnréttissjónarmið skuli samþætt inn í alla málaflokka og jöfnun á stöðu kynjanna verði forgangs- verkefni. I málefnaskránni eru síðan talin upp þau viðfangsefni sem þarf að takast á við svo þessi nýju jafnréttissjónarmið nái fram að ganga. Engin önnur framboð eða flokkar hafa sett jafnréttismálin í slíkt öndvegi sem samfylking jafn- aðarmanna. Jafnréttiskrafan er hluti af þeirri virðingu sem við eigum að sýna öllum einstakling- um án tillits til aldurs eða kyn- ferðis. Forsenda þess að menntun og menning þjóðarinnar geti nýst henni til fullnustu. Þetta er fram- kvæmd með framtíðarsýn? * Umhverfismálin. I málefna- skránni segir: „Almannaréttur, vernd lífríkis verðmætra náttúru- minja og landslagsgerða, sjálfbær nýting auðlinda og sjálfbær orku- stefna, eru lykilatriði í umhverfis- stefnu til framtíðar. íslendingar axli ábyrgð til jafns við aðrar þjóð- ir m.a. með því að taka virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til vernd- ar umhverfinu og hafa grundvall- arreglur RÍÓ-yfirlýsingarinnar um samskipti manns og umhverf- is að leiðarljósi. Islendingar eiga að standa við alþjóðlegar skuld- bindingar sínar í umhverfismál- um m.a. með því að staðfesta og fullgilda Kyoto-bókunina um los- un gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið." Hvar annars staðar er svo afger- andi og afdráttarlaus stefna mót- uð í umhverfismálum? Þarna er ekki bara mörkuð ný stefna held- ur teknar ákvarðanir um fram- kvæmdir. Þetta eru skýrar fram- kvæmdir með framtíðarsýn. * I landbúnaðarmálum er rætt um að hverfa frá kvótakerfi f framleiðslu landbúnaðarafurða og yfir til frjálsra framleiðslu- og markaðshátta. Markmiðið sé að landbúnaðurinn verði sjálfbær auðlind, sem geti skilað þjóðarbú- inu tekjum af útflutningi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.