Dagur - 29.09.1998, Blaðsíða 6
6- ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guewiundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánið
Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarbl/ð
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjav(k)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavíK)
Stórsókn jafnaðar-
manna?
í fyrsta lagi
Þegar Mitterand varð forseti Frakklands mátti ekki milli sjá
hvort það var meira að þakka Alþýðuflokknum á Islandi eða Al-
þýðubandalaginu. Svo mikið var migið utan í þann mann að
hann stóð holdvotur í heillaóskum frá íslandi. Nú er það helst
að skilja að utan úr hafi stefni öldufaldur sem fleyta muni ís-
lenskum jafnaðarsambræðingi sem enn er ekki til nema í
draumum og torlesnum rúnum inn í stjórnarráðið næsta vor.
Þessi öldufaldur setti Schröder til valda í Þýskalandi, Blair í
Bretlandi, Jospin í Frakklandi. Hvers vegna ekki jafnaðarmenn
á íslandi? Vegna þess að... hér eru allt aðrar aðstæður.
í öðru lagi
Þótt pólitísk sóknarfæri séu nokkur góð íyrir íslenska jafnað-
armenn voru aðstæður Clintons, Blairs og Schröders hag-
kvæmari fyrir andstöðuöfl en eru hér. Og þeir voru að auki
hugkvæmari baráttumenn en íslenska stjórnarandstaðan hef-
ur sýnst síðustu árin. Hér heima situr öflug ríkisstjórn í góð-
æri. Davíð og Halldór eru fráleitt „búnir“ eins og Kohl, Major
og Bush. Til að snúa þeim aðstæðum sem hér eru þarf stjórn-
arandstaðan að draga rétta lærdóminn af erlendu fréttunum.
Til þess er naumur tími.
í þriðja lagi
Hér er til dæmis ekki (enn) til sá sameinaði jafnaðarmanna-
flokkur sem þorir, vill og getur sótt inn á miðju íslenskra
stjórnmála þar sem meirihlutavaldið er. Þeir jafnaðarmenn
sem hafa unnið glæsta sigra í Evrópu (Clinton er hluti af því
dæmi líka) hafa gert sögulega málamiðlun við ákveðna þætti
nýfrjálshyggjunnar á undan þeim. Þeir hafa líka forgangsrað-
að á verkefnaskrá velferðarkerfisins, gengið í endurnýjun hug-
myndalegra h'fdaga og óhræddir klæðst skartbúningi fjölmiðla-
aldar. Þeir hafa með öðrum orðum gert það sem þarf til að
vinna meirihluta. Hér er það ógert.
Stefán Jón Hafstein.
Sigur Sighvats
Garri vill byrja á að óska Sig-
hvati Björgvinssyni sérstaklega
til hamingju með sigurinn í
Þýskalandi. Ohætt er að segja
að það afrek að fella Kohl er
heimssögulegt afrek hjá for-
manni Alþýðuflokksins og sér-
staklega ánægjulegt að svo
marktækur árangur hafi náðst
aðeins nokkrum dögum eftir
að málefnagrund-
völlur sameiginlegs
framboðs íslensku
stjórnarandstöðu-
flokkanna var birt-
ur. Auðvitað sýna
þýsku kosningarn-
ar betur en nokkuð
annað, að þeir
hnökrar sem voru
við birtingu mál-
efnaskrárinnar og
Davíð Oddsson var
sem mest að gera
grín að skiptu ekki
máli þegar til
lengdar lætur. Jafn-
aðarmenn standa nú uppi með
pálmann í höndunum og
halda sigurhátfð.
Alþjóðlegur
sigur
Þessi mikli sigur Sighvats
Björgvinssonar og samfylking-
ar jafnaðarmanna á íslandi er
þó ekki eingöngu bundinn við
Þýskaland. I ljós er komið að
Sighvatur hefur áður sigrað í
Bretlandi og Frakklandi
þannig að í öllum forustu-
ríkjum Evrópu sitja nú „jafn-
aðarmenn við völd“ eins og
Sighvatur orðar það. Ekki er
að efa að þessi mikla sigur-
bylgja mun bera Sighvat inn í
stjórnarráðið næsta vor þar
sem hann mun verða hinn ís-
V
lenski jafnaðarmannakanslari í
hópi jafningja við Evrópuhá-
borðið - Schröder, Blair,
Jospin og Sighvatur - hin nýja
fjórmenningaklíka!
Sigurliðið
Garri getur hins vegar ekki
samþykkt að hinn sænski Per-
son fái að vera með
hinum strákunum
við háborðið, því
hann hefur enga
glæsta sigra unnið -
a.m.k. ekkert í lík-
ingu við kosninga-
sigur Sighvats (og
Sc.hröders) um
helgina. Person
tapaði nú meira að
segja kosningunum
um daginn þótt
hann lafi enn í
embætti vegna
ágreinings borgara-
flokkanna. Enda er
greinilegt að Sighvatur er sam-
mála Garra í þessu því Sig-
hvatur hefur einmitt bent á að
sænsku kosningarnar hafi ekk-
ert að gera með Island eða ís-
lenskar aðstæður. I viðtali við
Dag á dögunum undirstrikaði
Sighvatur þetta einmitt og
harðneitaði því að ósigur
sænskra jafnaðarmanna kæmi
íslenskum jafnaðarmönnum
eitthvað við. Það er nú eitt-
hvað annað en í Þýskalandi.
Þannig er ósigur sænskra jafn-
aðarmanna Sighvati óviðkom-
andi en sigur þýskra jafnaðar-
manna er sigur Sighvats. Sig-
hvatur er einfaldlega lánsamur
maður - hann er alltaf í sigur-
liðinu. GARRI
Sighvatur Björgvinsson
er sífellt að sigra.
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
I Vesturbænuin og Vest
maimaeyjum
Jú, vissulega finnur maður til
samúðar og er heltekinn af hlut-
tekningu. Og þó maður sé sjálfur
ekki beinlínis lagstur í verulegt
þunglyndi þá skilur maður sorg
og virðir vonbrigði viðkomandi
Vesturbæinga. En maður er nú
auðvitað ekki fæðingar-KR-ingur
sjálfur, þannig að það er auðvitað
eðlilegt að maður telji lífið enn
þess virði að lifa því, þrátt fyrir
tapið gegn Vestmannaeyingum á
dögunum.
Herbergið í KR-heimilinu, sem
merkt er: „Nýir Islandsbikarar",
hefur verið læst í 30 ár og vísast
húið að týna lyklinum. A meðan
bikargeymsla Eyjamanna er
galopin og verðlaunin streyma
þar inn. Og það má gera því
skóna að í Vesturbænum ríki nú
hnignun eða a.m.k. stöðnun á
fleiri sviðum en í fótboltanum, á
meðan uppgangur sé gríðarlegur
í Vestmannaeyjum hvert sem lit-
ið er.
Brauð og leikir?
Það er nefnilega órannsökuð
staðreynd að árangur í íþróttum
virkar gjarnan sem hvati til við-
reisnar í atvinnulífi og í samfé-
laginu almennt. Sigurgleði fót-
boltamanna blæs öðrum óspark-
andi bjartsýni í bijóst, eykur dug
og þor og hvetur
menn til dáða á ýms-
um sviðum. Sumir
hnussa auðvitað og
segja „brauð og leikir,
brauð og leildr,“ og
tala um að íþróttir séu
hið eina sanna ópíum
fyir fólkið. En ástæð-
an fyrir stöðnun og
hnignun samfélags er oftar en
ekki doði, vonleysi og minnimátt-
arkennd, fremur en óhagstæð
ytri skilyrði. Og til þess að vinna
gegn vonleysinu þarf að skapa
ástand sem vekur bjartsýni og
telur íbúum samfélagsins trú um
að „við erum jafngóðir ef ekki
betri en hinir á þessu tiltekna
sviði. Látum hendur standa fram
úr ermum á öllum sviðum samfé-
lagsins og sýnum hvað í okkur
býr.“
Nóbels-syndrómið
Þetta skilja klókir stjórnmála-
menn og bisnesmenn. Þess
vegna styrkja þeir
íþróttir með fjárfrani-
Iögum. Auðvitað í því
skyni að efla forvarnir
og stuðla að heilbrigði
einstaklinga í samfé-
laginu, sem skilar sér í
minni kostnaði í heil-
brigðisþjónustu og
meiri hagvexti. En
einnig í þeim tilgangi að skapa, ef
vel tekst til, sigurtilfinninguna
sem hefur svo jákvæð áhrif út í
samfélagið, skapar samkennd og
þjappar mönnum saman til góðra
verka.
Það hefur örugglega ekki verið
kannað, en það er ekki ólíklegt
að mátt hefði mæla andlega og
efnahagslega uppsveiflu á íslandi
eftir að strákarnir okkar í hand-
boltanum unnu B-keppnina um
árið, eftir að fótboltalandsliðið
gerði jafntefli við Frakka á dög-
unum, eftir að bridds-piltarnir
unnu Bermúdaskálina og eftir að
Laxness fékk Nóbelinn. Lögmál-
ið á sem sé einnig við um árang-
ur á fleiri sviðum en í íþróttum.
Afrek á borð við þessi skipta
miklu máli fyrir lítið land á borð
við ísland. Og hér heima er þetta
ekki síst mikilvægt fyrir smærri
samfélög landsins. Sigursælt
íþróttalið er sameiningartákn fyr-
ir viðkomandi byggðarlag. Vest-
mannaeyingar eru örugglega
samstæðari hópur og líldegri til
afreka um víðan völl eftir þetta
sumar en þeir voru t.d. fyrir 2
árum. Og Vesturbæingar hefðu
sjálfsagt lýst yfir sjálfstæði borg-
arhlutans hefði KR unnið titil-
inn. Og gera það hugsanlega að
ári.
sbuiÍIm
svarauð
Hvemig líður þér sem
KR-ingi eftirað hofa
tapað enn einu sinni ís-
landsmeistaratitlinum í
hnattspymu?
Geir Þorsteinsson
KR-ingur ogframkvæmdastjóri KSÍ.
„A þessari
stundu
Iíður mér
mjög vel
því við
starfs-
menn
KSÍ vor-
um að
vinna
kollega
okkar hjá Iþróttasambandinu í
móti í innanhússbolta nú í há-
deginu. Hvað varðar leikinn á
laugardaginn þá hef ég nú oft
skemmt mér betur á leikjunum
en raunin varð þá. Eg óska bara
ÍBV til hamingu."
Gunnar Felixson
KR-ingur ogforstjóri Tryggingamið-
stöðvarinnar.
„Maður
jafnar sig.
Það er
alltaf sárt
að tapa,
en hins-
vegar
unnu
Eyjamenn
leikinn
verð-
skuldað svo ekki er hægt að kvar-
ta undan því. Hinsvegar var
þetta ekki það sem ég bjóst við
og vonaðist eftir því að KR sigr-
aði leikinn."
Möröur Áraason
KR-ingur og íslenskufræðingur.
„Þetta er
nú komið
upp í
vana hjá
okkur
KR-ing-
um og við
Iátum
okkur
ekki
bregða.
Það kemur dagur eftir þennan
dag.“
EHert B. Schram
KR-ingur ogformaður ÍSl.
„Mér lið-
ur alltaf
vel sem
KR-ingi.
Ég er að
sleikja
sárin
þessa
stundina,
lífið held-
ur auðvit-
að áfram þótt þessi Ieikur hafi
tapast."
A)\?.
A