Dagur - 29.09.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 29.09.1998, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJVDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 FRÉTTIR í könnun sem nemendur Háskólans á Akureyri gerðu að beiðni bæjaryfirvalda á Akureyri í vor, kemur í Ijós að í tæplega 60% úrtaki allra nema, reyndust 0,8 börn á hvern námsmann. Oveniu niiMð bama- lán hjá háskælingum í Háskólanum á Akureyri eru 0,8 hðm á hvem há- skólanema skv. kðnnun. Fjðldi bamafólks að hluta til skýrður með þvi að nemendur em eldri en víða annars staðar. Óvenju hátt barnahlutfall er hjá nem- um Háskólans á Akureyri miðað við Háskóla Islands í Reykjavík og eflaust aðra háskóla í heiminum. I könnun sem nemendur skólans gerðu að beiðni bæjaryfirvalda á Akureyri í vor, kemur í Ijós að í taeplega 60% úrtaki allra nema, reyndust 0,8 börn á hvern námsmann. „Þetta er athyglisvert og þó nokkru hærra en við bjuggumst við. Þessi staðreynd hefur þó nokkur áhrif á okkar áætlanagerð," segir Ingólfur Armannsson, fræðslumálastjóri hjá Ak- ureyrarbæ. Þær skýringar hafa helst verið nefndar að nemendur séu eldri í Háskólanum á Akureyri en annars staðar og hlutfall nýútskrifaðra stúd- enta lægra. Börn háskólanema eru að líkindum á bilinu 500 til 600. Þessi mikli barnafjöldi háskólanema verður ekki til að stytta biðlista eftir leikskólaplássi á Akureyri, en þar eru nú milli 50 og 60 börn. 27 böm komust ekki að í haust auk álíka margra tilfella þar sem foreldrar þáðu ekki plássið vegna óánægju með stað- setningu. Deildarstjóri Ieikskóladeildar og fræðslumálastjóri hafa lagt fram greinargerð til bæjarráðs um leikskóla- rými og væntanlegar þarfir. Málið er í höndum framkvæmdanefndar, en Ingólfur segir áætlanir miðast við að biðlistum hjá 2-5 ára börnum verði nánast útrýmt árið 2000. Óskað sé eft- ir að framkvæmdir hefjist bráðlega við leikskólabyggingu á Oddeyrinni og er reiknað með að smíði þess húss verði lokið eftir tvö ár. Aðeins 10 börn yngri en 2ja ára hafa Ieikskólavist á Akureyri og einhver bíð verður á að hægt verði að sinna þess- um hópi, að sögn Ingólfs: „Við vitum ekki nákvæmlega eftirspurnina en miðað við það sem þekkist annars stað- ar, vilja milli 20 og 30% þeirra sem eiga börn á þessum aldri nýta sér Ieikskóla- plássið," segir Ingólfur. Er ástandið óviðunandi sem stend- ur? „Eg myndi alls ekki segja að ástandið í leikskólamálum væri slæmt. Með nýbyggingunni á Oddeyrinni verður mikil breyting, en það vantar fleiri pláss á Brekkunum og það er lík- legt að næsta leikskólabygging muni rísa þar,“ segir Ingólfur. Þess má geta að áætlanir bæjaryfirvalda gera ráð fyr- ir hægri fjölgun Akureyringa. — Bl> Pottverjar tóku eftir að í for- mannskjöri Alþýðuflokksins fékk Ámundi Ámundason um- boðsmaður með meiru sitt hefð- bundna atkvæði. Það vakti þó mikla athygli að Stefán Frið- finnsson var ekki viðstaddur kjörið, en hann hefur lönguin verið grunaður um Ámahrellinn. Pottverjar hafa því dregið þá rökstuddu ályktun að Ámi sé á rífandi siglingu, með nýjan stuðningsmann... Ámundi Ámundason. í pottinum var verið að ræða um vísur sem fram koinu á Hagyrð- ingakvöldi í Verkmemitaskólan- um og m.a. þótti Hjálmar Frey- steinsson heilsugæslulæknir hafa átt ágæta spretti. Hann komst svo að orði um gagmýni Davíðs Oddssonar á samfylking- arframboð vinstri flokkanna sem m.a. fól í sér sögustund frá því þegar Davið var ungur dreng- ur að fara út í búð íýrir öinmu sína. Það eru örlögþessa manns aðþwýa standa í rífrildi. Út afþví að amrna hans, ekki vildi þunnildi... Hjálmar Freysteinsson. Á Suðurlandi heyrast nú kenning- ar um að Ámi Gunnarsson hjá Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins sé að íhuga framboð í kjördænflnu. Hann færi þá fram fýrir sameinaða jafnaðarmeiin en sá galli er á gjöf Njarðar að íýrir í fleti er sjálf Margrét Frímanns- dóttir formaður allaballa og er taiið ólíklegt að Ámi eigi möguleika á að velta henni úr sæti. Hins vegar þykir líklcgra að Ámi gæti tekið slaginn við Lúðvík Bergvinsson þing mann kjördæmisins og skotist upp í annað sæt- ið á listanum... Árni Gunnarsson. FRÉTTAVIÐ TALIÐ Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins 49. flokksþing Alþýðu- flokksins var haldið um helgina og Sighvatur Björg- vinsson endurkjörinnfor- maður. Þingið þótti rólegt og samfylkingarmálin nutu stuðnings, en mæting var fremurdræm. Alþý ð nflokkiirími hefur ekki breytt stefnu sinul - Ertu ánægður tneð flokksþingið og þtna útkomu á því? „Já, ég er mjög ánægður. Þetta var engin hallelújah-samkoma, en flokksþingið var þó mjög friðsamt vegna þess að þau stefnumál sem flokkurinn ákvað að beita sér fyrir og fól mér og öðrum úr forystunni að fram- kvæma hafa gengið vel fram. Það var því góð sátt á þessu flokksþingi." - Var einörð samstaða í samfylkingar- málunum - engin andstaða gegn málefna- skránni? „Nei, engin, þó að sjálfsögðu hafi verið gerðar athugasemdir við einstaka þætti. Helst við utanríkismálakaflann og einn þátt í umhverfismálakaflanum, þ.e. staðfestingu Kyoto-bókunarinnar. Það má alltaf búast við því að það komi einhver slík atriði til skoð- unar manna á meðal, enda finnst mér að það sem flokkarnir eru að gera sé eins og þegar gengið er frá stjórnarsáttmála til fjög- urra ára eftir kosningar. Við erum einfald- lega að gera þetta fyrir kosningar, til að leggja þetta fyrir kjósendur. Ávallt, þegar gengið er frá slíkum verkefnum í sáttmála, er um málamiðlanir að ræða, sem aftur þýð- ir ekki að flokkamir hafí breytt stefnu sinni.“ - Stefna hvers flokks er þá i fullu gildi hvað sem samfylkingu líður? „Já. Flokkarnir gera með sér sáttmála til fjögurra ára, en hafa ekki horfíð frá stefnu sinni. Og gera það ekki fyrr en þá að full sameining á sér stað.“ - Gunnar Ingi Gunnarsson sagði sig úr flokknum vegna kaflans um hermálið. Er það þér ekki áfall? „Þetta kom mér mjög á óvart. Eg tel að hann hafí enga ástæðu haft til að gera þetta, því flokkurinn hefur ekki breytt afstöðu sinni í þessu máli. Eg varð því nokkuð undr- andi. En ég sé eftir Gunnari, hann er traust- ur og góður maður." - Hvert var að öðru leyti aðalmál flokks- þingsins? „Það var tekin ákvörðun á þessu flokks- þingi að gera mennta- og menningarmál að sérstöku forgangsmáli. Meðal annars var gert sérstakt hlé á þingstörfum til að þing- fulltrúar gætu á fundi upp í Háskóla kynnt sér sjónarmið háskólamanna um framtíð æðri menntunar á íslandi. Það er í fyrsta skipti sem stjórnmálaflokkur á Islandi hefur teldð slíka ákvörðun. Við áttum mjög góðan og gagnlegan fund með rektori og fulltrúum nemenda og í kjölfarið samþykkti flokks- þingið mjög ítarlega ályktun um mennta- og menningarmál sem ég tel eitt hið merkasta sem gert var á þessu flokksþingi.“ - Þú hefur talað um sigurför jafnaðar- stefnunnar um Evrápu. Ert þú bjartsýnn á að samfylkingin leiði næstu rikisstjóm á íslandi? „Eg tel að við höfum milda möguleika til þess. Það sýna meðal annars þær skoðana- kannanir sem gerðar hafa verið." — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.