Dagur - 09.10.1998, Side 1

Dagur - 09.10.1998, Side 1
Verð í lausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur- 190. tölublað Meiii andstaða en reiknað var með Formaður Framsókn- arílokksins segir ljóst að erfitt verði að ná samkomulagi í kjör- dæmamálinu. Sjálfur hefði hann kosið að Austurlandskj ördæmi yrði ekki skipt eins og gert er ráð fyrir. „Það er alveg ljóst að það er mjög vandasamt að koma með tillögu sem getur ríkt bærileg sátt um í kjördæmamálinu," segir Halldór Asgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, en sem kunnugt er hefur kjördæmanefnd lagt til að kjördæmum verði fækkað í sex og Austurlandskjördæmi og Norðurlandi vestra skipt upp. „Þau markmið sem menn þurfa að ná kalla á stærri kjördæmi. Það hefur bæði kosti og ókosti. Kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þingmannafjöldinn verður svipaður í öllum kjördæmum og það ríkir að því leyti til jafnvægi milli þeirra. Hins vegar verða Kominn heim! „Mjög gott að koma heim,“ sagði Kristján Jóhannsson þegar hann kom til Akureyrar um sjöleytið í gær. Kristján syngur á minning- artónleikum um föður sinn á morgun. „Þeir verða eflaust mjög öðruvísi fyrir bragðið og svolítið kannski „sentimental“ en við erum mjög spennt," sagði Krist- ján. „Það er eiginlega orðið „tema“ á Islandi, þetta hljóm- burðarvandamál en það er búið að setja upp mjög gott hljóðkerfi í húsið og ég held að þetta ætti að berast mjög vel til fólks, þannig að ég er mjög bjartsýnn. Það þyrfti gott tónlistarhús þæði í Reykjavík og á Akureyri hvenær sem það verður," sagði Kristján og virtist hinn kátasti að vera kominn heim þrátt fyrir rigning- una. Með Kristjáni í för var hljómsveitarstjórinn Giovanni Andreoli. — hi kjördæmin óskaplega stór og það verður erfitt að sinna þeim,“ seg- ir Halldór. Veruleg andstaða virðist vera við tillögu kjördæmanefndarinn- ar, ekki síst í Framsóknarflokkn- um. Halldór seg- ir að formenn stjórnmálaflokk- anna þurfi að fara yfir málið og taka tillit til þeirrar gagnrýni sem fram hafi komið, „en ég geri mér grein fyrir því að það verður ekki auð- velt að koma sér saman um aðra tillögu. Eg fyrir mitt leyti hefði viljað sjá mitt kjördæmi, Aust- urlandskjör- dæmi, í heilu lagi í þessu samstarfi." Halldór segir að auk aðaltil- lögu kjördæmanefndar hljóti menn að ræða hvort það komi til álita að Austurlandskjördæmi sameinist í heilu lagi, annað hvort Norðurlandskjördæmi eystra eða Suðurlandskjördæmi. „Það eru kostirnir sem menn standa frammi fyrir, því mér sýn- ist að það sé alveg ljóst að það næst engin sátt um að halda þessu óbreyttu," segir Halldór. Allir óánægðir „Það hefur farið fram mikil um- ræða um þetta mál innan þing- flokks Fram- sóknarflokksins og það eru ekki margir þing- menn flokksins ánægðir með til- löguna. Það ligg- ur við að skoð- anirnar á þessu séu jafn margar og mennirnir,“ sagði Isólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Suð- urlands. Sumir þingmenn, sem Dagur hefur rætt við, telja það alls óvíst að aðaltillaga kjördæmanefndar verði yfir höfuð samþykkt. Aðrir telja að á henni verði gerðar miklar breytingar. Barin í gegn? Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi, hefur verið andvígur þeirri hugmynd að slá saman Vestur- Iandi og Vestfjörðum, alveg frá því að hugmyndin kom fyrst fram. Hann sagðist auðvitað ekki geta fullyrt neitt um það hvort aðaltillaga nefndarinnar verði samþykkt á þinginu en sagði skoðanir manna afar skiptar. ,/EÚi hún verði ekki samt bar- in í gegn,“ sagði Guðjón. „Ég held að einhver breyting verði gerð á kjördæmaskipaninni en hvort það verður nákvæmlega eins og aðaltillagan gerir ráð fyr- ir er ég ekki viss um. Eg er sann- færður um að ef reyna á að koma henni í gegn verður að gera á henni umtalsverðar breytingar," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður af Norðurlandi eystra. Svar Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra var stutt og lag- gott. „Tillagan verður samþykkt." - S.DÓR Kristján Jóhannsson óperusöngvari ásamt hljómsveitarstjóranum Giovanni Andreoli á Akureyrarflugvelli í gær- kvöld. Kristján syngur ásamt Diddú og Jónu Fanneyju Svavarsdóttur á minningartónleikum um Jóhann Konráðs- son í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 17.00 á morgun. Á tónleikunum leikur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með þrjátíu manna liðsstyrk frá Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Andreolis. mynd: brink Halldór Ásgrímsson: „Þau mark- mið sem menn þurfa að ná kalla á stærri kjördæmi.“ Fullorðnir Vestmannaeyingar fá í fyrsta skipti tækifæri á morgun til að sjá Keikó í kvínni. Ferðin er í boði auðugrar bandarískrar ekkju. Ekkia býður á Keikó- sýningu Bandarísk ekkja handritahöf- undar Keikó-bíómyndanna, stendur sjálf straum af kostnað- inum við það að öllum Vest- mannaeyingum gefst kostur á morgun að sjá dýrið fræga í kví sinni í Klettsvík. Fram til þessa hafa tiltölulega fáir barið hval- inn augum. íslandsbanki borg- aði ferð grunnskólabarna í Eyj- um út í Klettsvíkina á dögunum og þá hafa sérstakir hópar svo sem líffræðinemar og fleiri orðið þeirra ánægju aðnjótandi að sjá Keikó svamla um í kvínni sinni. Páll Marvin Jónsson hjá Rannsóknasetri Vestmannaeyja segir að hann hafi ekki orðið var við að ferðamenn kæmu til Eyja í þeim tilgangi að sjá dýrið, en orðið heim að hverfa. Við sér- óskum hefði verið brugðist. I framtíðinni verði einnig staðið að skipulögðu sýningahaldi. „Það verða væntanlega seldar hópferðir að kvínni en það er al- gjörlega komið undir Free Willy sjóðnum," segir Páll Marvin. Debet og kredit Vestmannaeyjabær varði 4 millj- ónum króna til dýpkunar í Klettsvíkinni fyrir komu Keikós. Þá fóru 5 milljónir í ferðakostn- að og um 300 þúsund í skemmdir á flugbrautinni vegna æfingar. Á móti kemur að koma hvalsins hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu, margir höfðu at- vinnu af uppsetningu flot- kvíarinnar, auk þess sem sex Vestmannaeyingar hafa nú beina atvinnu af því að gæta ör- yggis Keikós. Tíu Bandaríkja- menn eru að störfum í bænum vegna Keikós sem þýðir tölu- verða innkomu fyrir bæjarfélag- ið. Hvað visindaiegu hliðina varðar er nú verið að skoða möguleika í samvinnu við Keikósjóðinn. - BÞ Gabrhðff GJ varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.