Dagur - 09.10.1998, Síða 4

Dagur - 09.10.1998, Síða 4
- FÖ S riJI) A'(t UH‘ <9 . ÖKTÓBER' 1 99 8 O^ÍÍT FRÉTTIR Samstarf um Land mælingar Iðnaðar- og umhverfisráðuneyti, Orkustofnun og Landmælingar hafa samið um að stofnanirnar vinni sam- an að landmælingum og kortagerð. Ráðherrarnir undirrituðu viljayfirlýs- ingu þar um á dögunum. Með henni takast Landmælingar á hendur það Ráðherrarnir Guðmundur almenna hlutverk í landmælingum og Bjarnason og Finnur Ingólfsson kortagerð sem Orkustofnun hefur skrifa undir samstarfssamning sinnt um árabil og taka einnig við Landmælinga og Orkustofnunar. gagnasafni landmæíinga sem þar hef- ur verið byggt upp, að því er fram kemur í tilkynning frá stofnuninni. Himiuháir vextir Gjaldfærðir vextir af lánum ríkissjóðs eru áætlaðir 15,3 milljarðar króna á árinu 1999, samkvæmt nýju fjárlagafrurnvarpi. Það er jafn- mikið og ríkið áætlar að veija til alls skólakerfisins, þ.e. til allra skóla á framhaldsskólastigi og háskólastigi ásamt framlögum til LIN. Þetta samsvarar einnig 75.000 krónum að meðaltali á hvern fram- teljanda, sem eru allir Islendingar eldri en 15 ára. Vextir erlendra lána eru áætlaðir 6,5 milljarðar og 5,6 milljarðar eru vextir af spari- skírteinum ríkissjóðs. -HEI Lokahönd lögö á Islenska fugla Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vinnslu bókarinnar Is- lenskir fuglar. I bókinni eru lýsing- ar á 108 tegundum villtra fugla á Islandi. Höfundar eru Ævar Peter- sen, fuglafræðingur, ogjón Baldur Hlíðberg, myndlistarmaður. Þetta er fyrsta yfirlitsrit sem íslenskur fuglafræðingur ritar og þar er að finna allar tegundir fugla sem verpa reglulega eða hafa orpið í landinu. Bókina prýða yfir 400 vatnslitamyndir af fuglum. Vaka Helgafell gefur út og bókin er prentuð hjá Odda. Aðstandendur íslenskra fugla skoða arkir bókarinnar sem koma úr prentvélum Odda. Eyfirðingar ósáttir við póstburðinn Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur leitað eftir skýringum frá sam- gönguráðuneytinu á því hvers vegna greitt sé fyrir 5 daga póst- þjónustu vestan megin Eyjaíjarðar en aðeins 3 daga að austan, en eng- in svör borist. Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, segir að almenna reglan sé sú til sveita að pósturinn berist viðtakanda þrisvar í viku en þegar útboð hófust fyrir nokkrum árum var tekin upp 5 daga þjónusta við íbúana vestan Eyjafjarðarár. Austan árinnar greiðir íslandspóstur aðeins fyrir þrjár ferðir en þar er samt veitt 5 daga þjónusta og greiðir sveitarfélagið mismuninn. GG Það er ekki sama hvorum megin Eyjafjarðarár fólk býr þegar kem- ur að póstinum. Mótmæla lokun Loftskeyta- stöðvarinnar Bæjarráð Siglufjarðar hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun Loftskeyta- stöðvarinnar á staðnum. Fimm til sex störf hverfa úr bænum og bæj- arráðið bendir á að stór þáttur í búferlaflutningi undanfarin ár sé hin mikla fjölgun opinberra starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hafi gerst þrátt fyrir eindregna st.efnu stjórnvalda um að fjölga störfum úti á Iandi. Þremur starfsmönnum loftskeytastöðvarinnar hafa verið boðin störf í Reykjavík og því spyr bæjarráð hvað sparist með þessum aðgerðum. GG Akureyringar kiósa akureyrskt Akureyringar kjósa akureyrskt þegar kemur að útvarpshlustun í bæn- um. Þannig leiðir glæný skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Frostrásina í ljós að stöðin hefur yfirburðahlustun þótt nýjar stpðvar séu sífellt að bætast við. FM og Mono bættust t.d. á tíðnisvið Akur- eyrínga í júlí sl. BÞ Aldrað veikt fólk getur þurft að bíða í nærri ár eftir að komast að á hjúkrunarheimili en nú ætla stjórnvöld að fjölga hjúkrunarrýmum verulega og þá á engin sem á þarf að halda að þurfa að bíða í meira en þrjá mánuði eftir plássi. Hjuknmarrýmiun íjölgað verulega HámarksMðtími eftir hjvLknmarrými á að styttast í 90 daga á næsta ári eftir að 130 ný rými hafa verið tekin í notkun fiest á höfuðhorgarsvæðinu. Heilbrigðisráðherra segir að 130 hjúkrunarrými verði tekin í notk- un á þessu ári og því næsta, sem öll eiga að koma höfuðborgar- svæðinu til góða. Framvegis eiga ekki að líða nema 90 dagar frá því umsækjandi er metinn í mjög brýnni þörf og þar til hann fær pláss og á þeim biðtíma á við- komandi að njóta annarrar þjón- ustu svo sem heimahjúkrunar, heimaþjónustu og hvíldarinn- lagna. Gangi áætlanir eftir verð- ur um mikla breytingu að ræða. Meðalbiðtími í Reykjavík var 267 dagar í fyrra og um sfðustu áramót voru á biðlista 150 ein- staklingar í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. Aætlað er að rekstur þessara 130 viðbótar- rýma leiði til rúmlega 330 millj- óna króna útgjaldaauka fyrir rík- issjóð. Suðvcsturhomlð með 72% Tæpur helmingur þeirra 1.566 hjúkrunarrýma sem nú eru í Iandinu eru í Reykjavík og alls 72% í Reykjavík og Reykjanesi og það hlutfall ætti enn að hækka með nýju rýmunum. Gert er ráð fyrir að fjöldi hjúkrunar- rýma verði tæplega 1.700 í lok næsta árs og hefur þeim þá fjölg- að um 530 eða 46% frá árinu 1990. I Reykjavík verður 60 rýma hjúkrunarheimili fyrir aldraða boðið út innan skamms. Með út- boðinu er leitað eftir einkaaðila til að útvega húsnæði sem hent- ar starfseminni og annast síðan rekstur heimilisins, þar sem veitt verður aðhlynning og hjúkrunar- þjónusta allan sólarhringinn. Samningur um þjónustuna getur verið til allt að 25 ára. Hjúkrunarheimili í klaustrinu í Garðabæ verður tekið í notkun í áföngum á næsta ári. Alls 25 rými verða í heimilinu sem Garðabær mun reka. I Asi í Hveragerði er líka fyrir- hugað að taka í notkun 26 rýma hjúkrunarheimili í áföngum á næsta ári. Með tilkomu þess verður hætt að flytja hjúkrunar- sjúklinga frá Asi á Grund í Reykjavík þannig að nýja heimil- ið mun í rauninni losa um jafn mörg rými í Reykjavík. Aldraðir 1 stað alka Vistheimilið í Víðinesi hefur nú breytt um hlutverk; úr heimili fyrir áfengissjúka í hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Þar verða samtals 40 hjúkrunarrými þegar heimilið er komið í fullan rekst- ur, eða 19 fleiri en nú er. Fyrir- hugað er að Reykjavíkurborg annist reksturinn. -HEI Sammála tiilkiininni en tel stóryrði óþörf íslendingar haii í heild fengið miklu meira fjármagn vegna samstarfsverkefna EES en þeir hafa lagt til þeirra, segir stjóm- armaður í Evrópusam- tökunum. „Eg er almennt sammála túlkun okkar Islendinga en tel að óþarft sé að nota stóryrði í þessu sam- bandi,“ segir Davíð Stefánsson, stjórnarmaður í Evrópusamtök- unum, aðspurður um þau um- mæli forsætisráðherra að Spán- verjar beiti íslendinga Qárkúgun- um með því að tengja saman að- ild að ESB og greiðslur í þróun- arsjóð Evrópusambandsins. „Samningurínn er skýr. Það Davíð Stefánsson: Aðild að Evrópusambandinu er sterkur bakhjarl. var einungis í fimm ár sem EFTA átti, samkvæmt EES- samningn- um að starfrækja sérstakan þró- unarsjóð, sem veita mun efna- hagslega verr stöddum svæðum innan Evrópu lán á hagstæðum kjörum. Rökin fyrir þessum stuðningi EFTA voru að að efn- aðri þjóðir væru betur í stakk búnar að nýta sér sameiginlegan markað Evrópu. Spánverjar eru að verja hagsmuni sína. Aðildar- ríki ESB styðja þessa málaleitan, enda Spánn í ESB en Island ekki. Aðild að ESB er sterkur bakhjarl.“ Davíð segir umræður athyglisverðar f Ijósi þess að Islendingar hafi í heild fengið miklu meira fjármagn vegna samstarfsverkefna EES en þeir hafa Iagt til þeirra. „Ég nefni til dæmis þátttöku okkar í IJórðu rammaáætlun ESB um rann- sóknir og þróun. Islendingar hafa varið 800 milljónum króna til hennar sfðustu fjögur ár en fengið um 1.300 milljónir kr. til baka. Mismunurinn - 500 millj- ónir ler. old<.ur í hag - er svipuð upphæð og við höfum varið til verkefna Þróunarsjóðs EFTA. Þetta er aðeins eitt verkefni af mörgum," segir hann.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.