Dagur - 09.10.1998, Qupperneq 6

Dagur - 09.10.1998, Qupperneq 6
 \ - aee' naaöi^o, .e n”,at miTXft'i 6- FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: OAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 kr. Á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)S63-i615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Bjðmsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Þrjár leiðir í fyrsta lagi Þegar núverandi kjördæmaskipun var tekin upp árið 1959 - fyrir tæpum ijórum áratugum - varð um þá ákvörðun hatrömm pólitísk rimma. Talsmenn Framsóknarflokksins lögðu þannig ofuráherslu á hvílíkt skemmdarverk væri verið að vinna á ís- lensku þjóðfélagi með því að skipta landinu upp í átta stór kjördæmi. 1 málflutningi andstæðinganna var hið nýja íyrir- komulag ekki aðeins aðför að landsbyggðinni heldur íslenskri þjóðmenningu yfirleitt. Um þetta má lesa í málgögnum Fram- sóknarflokksins á þeim tíma. Það er fróðleg upprifjun í ljósi þeirra umræðna sem nú fara fram um að breyta þessu fjörutíu ára gamla kerfi. 1 ððru lagi Það sem Framsóknarflokkurinn taldi algjöra óhæfu áriðl959 veija nú ýmsir þungarvigtarmenn flokksins sem fyrirmyndar- kerfi, eins og lesa mátti á síðum Dags í gær. Ein skýringin er vafalaust sú að átta kjördæma kerfið var auðvitað miklu betri hugmynd en andstæðingarnir vildu vera láta fyrir fjórum ára- tugum. En til viðbótar kemur sígild íhaldssemi, tregða til að breyta. Er þó ljóst að til að jafna atkvæðisrétt verður að gera eitt af þrennu; sameina kjördæmi, fækka þingmönnum í nú- verandi kjördæmum úti á landi eða gera landið allt að einu kjördæmi. Allar þessar leiðir eru færar og hafa sína kosti og galla. Líta má á þá leið sem forystusveit flokkanna stefnir nú að sem áfanga að einu kjördæmi fyrir alla þjóðina. í þriöja lagi Það er svo alvarlegt umhugsunarefni hvort kjördæmamálið sé ekki alltof mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem nú sitja á þingi til að þeir geti tekið afstöðu til málsins út frá hagsmunum heildarinnar. Hætt er við að margir þingmenn skoði fyrirhug- aðar breytingar fyrst út frá eigin persónulegu stöðu og þar næst út frá hagsmunum þess flokks sem þeir tilheyra. Það eru mannleg viðbrögð en alls ekki vænleg til að finna niðurstöðu sem best hentar heildinni. Elías Snæland Jónsson Blætiseðli hersins Enn er hermálið komið á dag- skrá samfylkingar jafnaðar- manna. Að þessu sinni er það vegna þingsályktunartillögu frá Seingrími J. og Kristínu Halldórs sem er endurflutt á Alþingi. Garri á auðvelt með að sjá fyrir sér glottið á Stein- grími þegar kom að þessu þingmáli á dagskrá á ný, enda sérdeilis vel til fundið hjá hon- um. Sighvatur segir eitt og Margrét annað - Sighvatur getur ekki stutt tillöguna en Margrét getur það og Stein- grímur hlær. En þrátt fyrir þennan ágreining kemur í ljós nú eins og áður, að auðvitað er enginn ágreiningur um hermálið. Mönn- um sýnist bara vera ágreiningur um málið - þetta er sýndar ágrein- ingur. Samfylking jafn- aðarmanna er eins konar X-files dæmi, sem Iifir samtímis á tveimur tilverusviðum: Raunverulega veru- leikanum og sýndar veruleikanum. V Algerlega sam- mála í raunverulega veruleikanum er þau Sighvatur og Margrét algerlega sammála um her- málið vegna þess að það á að ræða við Kanann um bókun- ina við varnarsamninginn hvort sem er upp úr aldamót- unum. Um þetta eru þau hjartanlega sammála (eins og raunar allir þvi bókunin hefur verið opinbert plagg allan tím- ann). I sýndarveruleikanum hins vegar er Sighvatur auð- vitað áfram hliðhollur stefnu Alþýðuflokksins ogJónsBald- vins um að herinn fari hvergi og dragi helst sem minnst úr starfsemi sinni. Eins er það með sýndarveruleikann hjá Margréti, að auðvitað er hún á móti hernum og Nato og hern- aðarbandalögum og stríðinu í Víetnam og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna almennt. I sjálfu sér er þetta ekkert flókið mál ef menn leggja sig eftir út- skýringum formannanna og láta hláturinn í Steingrími J. ekki trufla sig. Tvíeðli tilver- unnar Einhverjum kann að þykja þetta tvíeðli tilverunnar sér- kennilegt. Garra þykir það hins vegar ekki, enda vel að sér í þeim marxísku kenningum sem vinstrimenn byggja á. I vinstrik- reðsum á Islandi hefur alltaf verið til siðs að heíja mystík til vegs og Steingrímur J. virðingar og að tala Sigfússon. um tvíeðli hluta og fyr- irbæra. Slíkt þykir bera vott um djúpan skiln- ing á marxisma, Ienínisma og hugsun Maó tse Tungs. Þannig hefur það t.d. Iengi verið talið gáfumerki í þessum hópi að tala af alvöruþunga um „blætiseðli vörunnar" sem Marx skrifaði um í Kapítalinu. Allir vinstrimenn vita að Marx sagði að „blætiseðli vörunnar" væri dularfullt og sýndi hve margbreytileg andlit varan hefði. Enginn þeirra skyldi hins vegar raunverulega um hvað málið snerist eða skilur enn. Herstöðvamálið er nú komið í hlutverk vörunnar, það hefur fengið „blætiseðli". Það er dularfullt og margbreytilegt og hefur mörg andlit. Eitt þeirra er hlæjandi andlit Steingríms J. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Hvað skyldi hann Eínar á Hvals- nesi í Lóni hafa sagt við því að hann ætti að deila þingmönnum sínum með Seltirningum og Hvalsnesi á Romshvalanesi? Lík- ast til hefði karlinn hlegið svo hátt, að jötuninn í Lómagnúpi og uxinn við Breiðafjörð hefðu hrokkið upp og landvættirnar orðið snarruglaðar þar sem fjórð- ungarnir eru að verða þrír og ekki dugir minna en að landnám Ing- ólfs verður í fjórum kjördæmum. Árás á Iandsbyggðina, kallar fé- Iagsmálaráðherra hina nýju skip- an og telur að nú muni hinar dreifðu byggðir tæmast endan- lega. Rök hans eru þau, að þing- menn, og þeir einir, haldi Iífi í at- vinnuvegum og fólki utan Inn- nesja. A honum er að heyra að landsbyggðamenn séu slíkar lið- leskjur, að þeir séu ófærir um að sjá sér og sínum farborða nema með fulltingi þingmanna sinna, sem þurfa að vera margir og öfl- ugir til að berjast um atvinnu og Burðarásar landsbyggðar framfærslueyri handa sínum um- bjóðendum. Svona söngur hljómar víðar að og er oft furðulegt að verða vitni að hve fúsir margir landsbyggða- menn eru að líða stjórnmálagörp- um sínum að gera lítið úr getu og framtaki heimamanna og vilja láta þakka sér prívat og persónu- lega að yfirleitt skuli nokkurt mannlíf þrífast í kjördæmum þeirra. Krukkað í dellima Sú trú, að þingmenn séu burðarásar alls at- hafnalífs í sínum kjördæmum, á sinn þátt í því að aldrei næst sátt um eðlilegar breytingar á kosn- ingalögum. Nú er ekki sjálfgefið að þær tillögur sem nú liggja fyr- ir um efnið séu skárri en núver- andi skipan eða einhver önnur, eða hvort yfirleitt er tímabært að krukka í kjördæmin. Svo sýnist til dæmis að jöklar landsins lendi í Suðurkjördæmi, sem nær eftir endilöngu landinu og umfaðmar þijú fjöímennustu kjördæmin. Þá munu íbúar Hafna deila þingmönnum með sóknarbörnum Bjarnarnessóknar, og munu þeir beita sér jöfnum höndum að samgöngubótum í Kirkjuvogi, í Almannaskarði og Papósi. Óþarfir þingmeim Sambyggðum sveitar- félögum Innnesja á að deila í þrjú kjördæmi og sneiða Reykjavík í tvennt, því þar er slík glás af þingmönnum að Reykvík- ingar vita ekkert hvað þeir eiga við þá að gera. Ef pistlahöfundur má leyfa sér þann munað að vera persónuleg- ur, þá skal upplýst, að hann hefur alið allan sinn kosningaldur í Reykjavík. En aldrei, hvorki á kosningadegi né endranær, hefur hvarflað að honum að hann væri að kjósa þingmenn fyrir sig eða kjördæmi sitt, og fullyrðir að meginþorra atkvæða í Reykjavík er þannig farið. Aldrei hefur þing- maður boðið þetta fólk til fundar eða nokkru sinni haft persónu- legt samband við það, aldrei spurt um þarfir þess og óskir. Hafi ein- hver þessara þingmanna borið fram mál í nafni kjördæmis síns eða varið hagsmuni þess, hefur það farið framhjá viðkomandi. Samt er ágætt að búa í Reykjavík. Ef undirritaður fengi einhverju að ráða, mundi hann með glöðu geði afhenda Iandsbyggðarfólki alla þingmenn kjördæmis síns og væri lítil eftirsjá að þeim. Hins vegar gætu þeir gagnast öðrum, sé það rétt, að þingmannafjöldi skeri úr um hvort landsbyggðin nær að halda velli eða ekki. Gjarnan má svo Miðbæjarflug- völlurinn fylgja með, en hann er sem drynjandi krabbamein í hjarta annars ágæts byggðarlags. -X^HT spuitgsi svárad Á Krístinn H. Gunnars son betur heiniíi í Fram- sóhnarflohknum enAl- þýdubandalaginu ? Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóriAlþýðubandalags- ins. „Eg veit ekki betur en Krist- inn sé enn í Al- þýðubandalag- inu. Miðað við hans eigin yfir- lýsingar að und- anförnu er hins- vegar ekki undarlegt að margir séu orðnir Iangeygir eftir ákvörð- un hans um framtíðarnáttstað í pólítík. Kristinn hefur beitt sér fyrir mörgum þörfum málum innan Alþýðubandalagsins sem mörg hver koma fram í málefna- skrá þeirri sem nefnd hefur skil- að til forystumanna A-flokka og Kvennalista. Má þar nefna áherslur hans í sjávarútvegsmál- um. Hvert pólítískt hjarta Krist- ins slær að Iokum getur hinsveg- ar aldrei orðið annað en per- sónuleg ákvörðun, einsog hjá öllu öðru fólki.“ Sr. Baldur Vilhelmsson prestur í Vatnsflrði. „Eg veit lítið um þetta mál. Eg svona heyrði eitthvað af þessu í fréttum Utvarpsins í há- deginu, svona rétt í svefnrof- unum því ég lagði mig eftir að hafa borðað vel kæsta skötu. En varðandi pólitíkina þá hef ég undanfarna mánuði haft þá hug- mynd að sitja bara heima í kosn- ingunum í vor, en ég ætti svo sem að hafa samband við Kristin og ræða þetta eitthvað frekar við hann. Við erum vel málkunnug- ir.“ Sigrún Elsa Smáradóttir varaborgaifidltníiReykjavíkurlistans. „Kristinn hefur staðið sig vel í stjórnarandstöð- unni og er sjálf- stæður og gagn- rýninn þing- maður. Ef hann færi yfir í Fram- sóknarflokkinn væri hann í raun- inni að skrifa undir allt það sem þessi ríkisstjórn hefur gert. Það efast ég um að hann vilji. Ég vona að hann eigi áfram eftir að taka þátt í stjórnmálum á vinstri vængnum. Eg efast í rauninni um að svona sjálfstæður þing- maður rúmist innan Framsókn- ar, en hann rúmast vel innan samfylkingarinnar.“ Guöni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokks. „Það er enginn vafi að Kristinn á ekki lengur heima í flokki sem verið er að leggja niður. Hann verður aldrei krati. Margir ágætir Alþýðubandalags- menn eru í rauninni framsóknar- menn og myndu með innkomu sinni styrkja Framsóknarflokk- • « mn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.