Dagur - 09.10.1998, Qupperneq 10
10- FÖSTVDAGUR 9. OKTÓBER 19 9 B
SMAAUGLYSINGAR
Rjúpnavesti
Við erum miðsvæðis
Burðarvestin frá Agnari bregðast ekki.
Sími: 462-2679
waté
Gisting
►
>
Ferðamenn athugið!
Ódýr en góð gisting í miðborg Reykjavíkur.
Gistiheimilið Skólavörðustig 16 símar
562-5482 og 896-5282.
BUVELASALAN
Melavegi 17 • Hvammstanga
sími 451 2617
Felgur
Pennavinir
Eigum mikið úrval af stálfelgum undir
flestar gerðir japanskra og evrópskra
bíla. Tilvalið undir vetrardekkin.
Bílapartasalan Austurhlíð, Akureyri.
Opið 9-19 og 10-16 laugardaga.
Sími 462 6512, fax 461 2040.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja
Orgelandakt kl. 12.15-12.30. Orgelleikur,
ritningarlestur og bæn.
Langholtskirkja
Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund
kl. 12.10. Eftir stundina er boðið upp á
súpu og brauð.
Laugarneskirkja
Mömmumorgun kl. 10-12.
Fella- og Hólakirkja
Opið hús fyrir unglinga á laugardögum kl.
21.
Kaþólska kirkjan Akureyri
Messa laugardag kl. 18. Sunnudag kl. 11.
Hjálpræðisherinn Akureyri
Fatamarkaður föstudaga kl. 10-17.
Plús.mínus kl. 17. í dag fyrir 10-12 ára.
36 ára skemmtilegur karlmaður óskar
eftir pennavinkonu á svipuðum aldri.
Áhugamál: íþróttir, ferðalög og bíó.
Valdimar Sigurðsson,
Tjarnarlundi 10 c,
600 Akureyri.
Príhyrningurinn andleg mið-
stöð
Eftirtaltir miðlar starfa hjá okk-
ur á næstunni.
Skráning er hafin á alla miðlana:
Þórunn Maggý 9.-12. okt.
Lára Halla Snæfells 16. okt.
Skúli Viðar Lórenzson 16. okt.
Valgarð Einarsson starfar í nóv.
Tímapantanir í síma 461-1264 milli kl.
13.30-16 á daginn.
Munið gjafabréfin okkar.
Komið og sjáið góðan stað í hlýlegu um-
hverfi.
Heilunin alla laugardaga í vetur frá kl.
13.30-16 án gjalds.
Þríhyrningurinn andleg miðstöð,
Furuvöllum 13, 2. h„ Akureyri sími 461-
1264.
Bflar
Frá Siónarhóli
Unglingafundir á föstudagskvöldum kl.
20.30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir
fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá
víni okkar frá Ástjörn. Verið öll velkomin.
Takið eftir
Minningarspjöld Sambands islenskra
kristniboðsfélaga fást hjá Pedromyndum,
Skipagötu 16.
Minningarspjöld Zontaklúbbs Akureyrar
fást í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti og
Blómabúðinni Akri, Kaupangi.
Hornbrekka Ólafsfirði.
Minningarkort Minningarsjóðs til styrktar
elliheimilinu að Hornbrekku fæst i Bókvali
og Valbergi, Ólafsfirði.
Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í
Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri.
Sýnishorn af söluskrá:
Volkswagen Caravelle árg. 1998 turbo
diesel, með sætum og gluggum.
Ekinn 200 km.
Chevrolet pickup árg. 1991, extra cab
6,2 disel, 4x4.
Toyota Corolla st. árg. 1993, ekinn 68 þús.
Nýir bilar af ýmsum gerðum og einnig
ódýrir bílar af ýmsum gerðum.
Notaðar dráttarvélar:
Valmet 80ha, árg. 1995, með
Tryma tækjum.
MF 390T árg. 1992, með Tryma tækjum.
Styr 970, árg. 1996, með Hydra tækjum.
Ford 4600, árg. 1978.
Zetor allar gerðir. Case allar gerðir.
Nýjar dráttarvélar af ýmslum gerðum ásamt
heyvinnuvélum á hausttilboði.
Önnumst útboð á nýjum tækjum fyrir
bændur og búnaðarfélög.
Bíla- og búvélasalan.
Hvammstanga.
símar 451-2617 og 854-0969
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, töður okkar, tengdaföður, afa og
bróður,
GRÉTARS RÓSANTSSONAR,
Þórunnarstræti 119, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Dísa Sigfúsdóttir,
Hreinn Grétarsson, Margrét G. Magnúsdóttir,
Heiða Grétarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson,
Líney Grétarsdóttir, Friðrik Max Jónatansson,
Jóhanna Grétarsdóttir,
Rósant Grétarsson, Sigrún R. Vilhjálmsdóttir,
Sigmar Grétarsson, Hólmfríður Þórðardóttir,
barnabörn og
Sveinbjörg Rósantsdóttir.
m
Framsóknarflokkurinn
Ungir Framsóknarmenn
Aðalfundur FUFAN - félags ungra framsóknarmanna á Akureyri
og nágrenni verður haldinn í húsnæði Framsóknarfélaganna við
Hólabraut mánudaginn 12. október n.k. kl. 20.30.
Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, mætir á fundinn.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
ERLENDAR FRETTIR
Keimingin iim hörku
gegn smaglæpum fallin
DDIJR
LAFSSON
SKRIFAR
Tíðni glæpaverka í stórborgum
Bandaríkjanna hefur fallið veru-
lega síðustu ár og hæla bæði
stjórnmálamenn og Iögreglu-
menn sér af þeirri þróun. Gagn-
rýnislaust hefur þeirri kenningu
verið haldið á lofti, að með því að
koma í veg fyrir minni háttar af-
brot með ströngu lögreglueftirliti
dragi mjög úr alvarlegri glæpum.
Þessari hugmynd hefur verið vel
tekið, m.a. hér á Iandi þar sem
myndavélar á almannafæri og
fjöldahandtökur ökumanna með
tilheyrandi blöðrublæstri, eiga að
sýna borgurunum að vel sé fylgst
með þeim.
I Bandaríkjunum sýna tölur að
dregið hefur úr glæpum í
nokkrum stórborgum um allt að
40% á árunum 1993-97. f land-
inu öllu fækkaði ofbeldisglæpum
um 5%. Glæpir sem framdir voru
af unglingum fækkaði verulega og
þurrkuðust næstum út í einstök-
um lögsagnarumdæmum. En
verulegur hluti allra glæpaverka
er framinn af unglingum á aldrin-
um 15-21 árs.
Sl. vor viðurkenndi alríkislög-
reglan að hún hefði „enga hug-
mynd“ um hvers vegna glæpa-
tíðnin lækkaði svo ört sem raun
ber vitni. En skýringarnar kunna
að vera einfaldari en marga grun-
ar. Víða hefur verið Ijölgað í lög-
regluliði og mönnum skipað að
standa upp úr skrifstofustólum og
sýna sig á götunum.
Viðurlög eru hert og fangelsis-
dómar eru strangir. Enn fleiri
glæpamenn eru þvi öðrum óskað-
legir í yfirfullum fangelsum í stað
þess að stunda sína gömlu iðju.
Það eitt dregur verulega úr
glæpatíðni.
Samvtrkandi orsakii
Ef litið er í manníjöldaskýrslur
kemur í ljós að unglingum á
Glæpaáráttan er mest meðal unglinga á aldrinum 15-21 árs.
hættulegasta aldrinum fækkar
verulega. Afkvæmi hinnar barn-
mörgu eftirstríðsárakynslóðar
(baby-boom) eru komin af æsku-
skeiði og því fækkar þeim eðlilega
sem leggja á glæpabrautina.
Fleira kemur til. í þeim borgum
og bæjahlutum sem glæpir ógn-
uðu hvað mest hefur borgurun-
um lærst að veijast. Þjófavarnar-
kerfi í húsum og bílum gera þjóf-
Þróimin er ekki alls
staðar jákvæð.
í mlnni borgum og
bæjum eykst glæpa-
tíðnin.
um erfitt um vik. Greiðslukorta-
notkun verður til þess að færri
ganga með lausafé á sér eða
geyma í íbúðum sínum. Fyrirtæki
og íbúar vel stæðra hverfa leggja í
töluverðan kostnað við einkaör-
yggisgæslu.
I New York og fleiri stórborgum
náði glæpatíðnin hámarki þegar
krakkið kom á markaðinn. Það er
tiltölulega ódýrt eiturlyf og var
aðgengilegt fyrir unglinga, sem
ærðust um trylltir og ruglaðir og
frömdu margs kyns óhæfuverk.
Svo urðu krakkarnir, sem lifðu af,
Ieiðir á krakkvímu og fór efnið úr
tísku og önnur efni tóku við.
Morð sem framin eru af 25 ára
Portúgali hlaut hókmenutaverðlaun
Nóhels
SVÍÞJÓÐ - Rithöfundurinn Jose Saramago var í gær tilnefndur til
bókmenntaverðlauna Nóbels. Saramago er 75 ára, býr í Portúgal og
meðal merkustu verka hans eru skáldsögurnar Minnismerkið og
Borg hinna blindu. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgali hlýtur þessi
verðlaun.
Klofniugur í NATO
NATO - Aðildarríki Norðuratlantshafsbandalagsins hafa ekki getað
komið sér saman um hvort ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
nr. 1199 nægi sem heimild til að gera loftárásir á Kosovo-hérað, eða
hvort bíða þurfi eftir nýrri ályktun með ótvíræðara orðalagi. Banda-
ríkin og Bretland eru meðal þeirra sem telja það óþarfa að bíða, en
Þýskaland og fleiri aðildarríki líta svo á að ekki sé hægt að beita her-
valdi án þess að fá til þess ótvíræða heimild frá Öryggisráðinu.
Oráðlegt að setja Netið í híla
ÞÝSKALAND - Þýskir vísindamenn vara við því að Netbúnaði verði
komið fyrir í bílum, þótt tæknin leyfi það. Það sé hvorki nauðsynlegt
né skynsamlegt. Sömuleiðis telja þeir einnig óráðlegt að koma fyrir
flóknum stjórntækjum í stýrishjóli, eins og nú er til athugunar hjá
mörgum bílaframleiðendum. Hætta sé á því að ökumenn ruglist og
tækjabúnaðurinn verði til þess að draga hugann frá akstrinum.
og eldri eru hverfandi miðað við
það sem áður var. Síðan 1980
hefur þeim fækkað um 40%.
Meðal þess sem þekktur glæpa-
sérfræðingur fullyrðir, að sé
ástæða fyrir þeirri gleðilegu þró-
un er, að með einfaldari skilnað-
arlöggjöf og umburðarlyndi gagn-
vart skyndikynnum, hafi gift fólk
síður ástæðu til að myrða maka
sinn. Sá hinn sami bendir einnig
á að með minnkandi alkóhól-
þambi sé síður hætta á að brenni-
vínsberserkir séu bornir dauðir út
úr krám og börum. En alvarlegum
slagsmálum og manndrápum á
slíkum stöðum fer fækkandi.
En þróunin er ekki alls staðar
jákvæð. I minni borgum og bæj-
um og jafnvel í dreifbýli eykst
glæpatíðnin. Þar eru síður vamir
til staðar eins og í stóru borgun-
um og fíkniefnasölum gengur
betur að telja unglingunum trú
um að þeir hafi á boðstólum hin
einu sönnu fíkniefni, sem eru í
tísku einmitt núna.
Allra veðra von
En þótt glæpum fækki tímabund-
ið eru ekki öll kurl komin til graf-
ar. Mannfjöldafræðin segir, að
unglingum á hættualdrinum 15-
21 árs fari brátt aftur að fjölga. Á
næsta ári munu fyrstu ungling-
arnir ná kynþroskaaldri sem
fæddust þegar mæður þeirra voru
meira og minna uppteknar af
krakkæðinu. Þrír fimmtu allra
blakkra unglinga sem verða 15
ára aldamótaárið eru fæddir utan
hjónabands og aldir upp af ein-
stæðum mæðrum eða án ættar-
tengsla.
Lögregludeildir eru viðbúnar
því versta. Allt eins má búast við
enn harðsnúnari glæpaöldu en
lögreglan hefur þurft að kljást við
til þessa. Óttast er að fíkniefna-
notkun muni aukast og unglingar
sem farið hafa á mis við velviljað-
an aga foreldra myndi klíkur, vel
vopnum búnar og til í allt. Versn-
andi efnahagshorfur gera bágar
horfur enn verri.
Þótt glæpatíðnin hafi minnkað
verulega frá hámarki sínu er hún
samt enn meiri og alvarlegri en
hún var á árunum eftir stríð og
lengi síðan. Sem fyrr segir hafa
borgarstjórar og lögreglumenn
nokkurra stórborga í Bandaríkj-
unum hælt sér óhóflega af því að
hafa betur í stríðinu við glæpalýð-
inn. En þeir hafa lítið að þakka
sjálfum sér því önnur öfl og að-
stæður eiga stærsta þáttinn í
fækkun glæpa.
Því má heldur ekki gleyma, að
það er eins og glæpamennskan
hafi fremur fært sig um set úr
miðkjörnum stórborga til út-
hverfa og minni bæja, en að verið
sé að uppræta hana í ríki Clint-
ons, sem nú á að láta svara til
saka fyrir lítilmótlega yfirsjón,
sem fremur verður að telja til
dómgreindarleysis en Iögbrots.