Dagur - 09.10.1998, Side 13

Dagur - 09.10.1998, Side 13
 FÖST UD A'Ó'lflt' 9 . bjtTÓÉÉW 1%*9Ö - í‘3 ÍÞRÓTTIR Ragnheiður skoraði tólf Valur og Haukar ern með fullt hús stiga á toppi 1. deildar kvenna eftir 3. umferðina, sem leikin var í fyrrakvöld. Haukar fengu Víkinga í heim- sókn og unnu 24:21 eftir hörku- spennandi leik. Haukastelpurnar hafa fengið erfiða andstæðinga í fyrstu þremur umferðunum, en þær unnu Stjörnuna í fyrstu um- ferðinni 22:20 og síðan FH 21:22 í Kaplakrika. Haukarnir voru seinir í gang gegn Víkingum og voru marki undir í hálfleik 11:12. Þær mættu tvíefldar til leiks í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur. Markahæst Hauka var Judit Esztergal með 8 mörk, en Halla María skorðai 7 fyrir Víking. FH vann léttan sigur á ÍR-ing- um í Breiðholtinu og var staðan í hálfleik 4:14 fyrir FH. ÍR-ingar sóttu í sig veðrið í seinni hálf- leiknum, en þær áttu enga möguleika gegn baráttuglöðum FH-ingum, sem sigruðu 11:22. Markahæst FH-inga var Þórdís Brynjólfsdóttir með 6 mörk, en þær Hrund Scheving, Katrín Guðmundsdóttir og Ingibjörg Jó- hannsdóttir skoruðu 3 mörk hvor fyrir 1R. Framstelpurnar unnu nú sinnn annan stórsigur í Safamýr- inni og nú gegn Gróttu/KR. Jóna Björk Pálmadóttir fór á kostum í leiknum og skoraði 11 mörk fyr- ir Fram. Staðan í hálfleik var 17:10 fyrir Fram og átti Grótta/KR aldrei möguleika gegn geysisterku Framliðinu. Markahæst hjá Gróttu/KR var Edda H. Kristinsdóttir með 6 mörk. Á Akureyri fór fram leikur KA og Stjörnunnar og unnu Stjörnu- Kristín Þórðardóttir, Gróttu/KR, skoraði fimm mörk gegn Fram í fyrrakvöid. Hér svífur hún inn í teiginn og skorar eitt af mörkunum. - mynd: gbs stelpur öruggan sigur 17:24 á reynslulitlu KA-liðinu. KA-Iiðið mætti sterkt til leiks, en varð fljótlega að játa sig sigrað gegn íslands-, deildar- og bikarmeist- urum Stjörnunnar. Staðan í hálf- leik var 6:10 fyrir stjörnuna. Markahæst hjá KÁ var Ásdís Sig- urðardóttir með 6 mörk, en Ragnheiður Stephensen skoraði 12 mörk fyrir Stjörnuna. Larissa Luber markvörður Vals varði alls tuttugu skot, þegar Val- ur mætti IBV á Hlíðarenda. Eyjastelpurnar voru sterkari í upphafi leiksins, en Valsstelp- urnar sóttu í sig veðrið þegar líða tók á hálfleikinn og voru einu marld yfir í hálfleik 10:9. Það var allt annað að sjá til Valsliðsins í seinni hálfleik, en þær hreinlega völtuðu yfir IBV frá byrjun og unnu stórsigur 25:14. Marka- hæst hjá Val var Gerður B. Jó- hannsdóttir með 9 mörk, en hjá ÍBV var Amela Hegic markahæst með 6 mörk. Staðan í 1. tleilcl kvenna í handknattleik L U J T Mörk S Valur 3 3 0 0 67:46 6 Haukar 3 3 0 0 68:62 6 Fram 3 2 1 0 85:67 5 Stjarnan 3 2 0 1 81:59 4 ÍBV 3 2 0 1 69:64 4 Víkingur 3 1 1 1 62:62 3 FH 3 1 0 2 66:63 2 Grótta/KR 3 0 0 3 56:73 0 KA 3 0 0 3 54:76 0 ÍR 3 0 0 3 49:85 0 Úrslit í 3 . umferð Valur - ÍBV 25:14 Haukar - Víkingu r 24:21 KA - Stjarnan 17:24 ÍR - FH 11:22 Fram - Grótta/KR 34:23 Markahæstar Ragnheiður Stephensen, Stj. 31 Halla María Helgad. Víking 26 Marina Zoveia, Fram 22 Næstu Ieikir Laugardag'24. október Kl. 16:30 Stjarnan - Valur Kl. 16:30 Fram - Haukar Kl. 15:00 Grótta/KR - ÍBV Kl. 16:30 Víkingur - ÍR Miðvikud. 28. október KI. 18:30 Valur - FH Handbolti - 1. deild kvenna - Úrslit leikja Valur Haukar Fram Stjarn. ÍBV Vík. FH Gr/KR KA ÍR Valur 3.3o 7.11. 13.1. 25:14 <£.2. 28.1©. 12.12. 29.11. 25.11. Haukar 13.1. 22:20 27.11. 24:21 12.12. 31.1©. 24.2. 4.11. Fram 24„2„ 24.1©o <£>.3o 14.11. 12.12. 30:23 34:23 17.1. 3.2. Stjarnan 24ol(0>o 1.12. 28.11. 2.2. 3.3. 7.11. 6.2. 15.1. 37:20 ÍBV Solo 6.3o 3.3. 31.1©. <£.11. (£.2. 15.1. 29:21 1.12. Víkingur 4.11. 5.1. 21:21 14.11. 24.2. 6.3. 20:17 3©.l©. 24.1©. FH 3o2o 21:22 2.12. 24.2. 4.11. 28.11. 3.3. 1.11. 5.1. Grótta/KR 16:19 3.2. 3.1. 4.11. 24.1©. 2.12. 14.11. 6.3. 24.2. KA 16:23 7.11. 4.11. 17:24 12.12. 3.2. 27.1. 9.12. 3.3. ÍR 6o3o 6.2. 31.1©. 12.12. 18:26 16.1. 11:22 7.11. 27.11. ÍÞRÓTTA VIÐ TALIÐ Haukar og Stjaman verða á toppnum Magnús Teitsson liandknattleiksþjálfari Þremur umferðum er nú lokið í 1. deild kvenna í handbolta og línuraðeins famar að skírast um stöðu liðanna. Magnús Teitsson, þjálfara FH, sem áður þjálfaði Stjömuna ogsíð- anHauka, hefurverið með lið í toppbaráttu deildar- innarsíðustu sex áríti. - Hvað ertu búiitn að þjálfa lettgi t 1. deild kvenna? „Eg er nú að byrja sjöunda árið í 1. deildinni. Fyrst var ég með Stjörnuna í fjögur ár, þarnæst með Haukana í tvö ár og síðan núna FH.“ - Hefur árangurinn verið góður á þessum árutn? „Árangurinn hefur verið þokkalegur. Stjarnan lenti í úr- slitum öll árin sem ég var þar og varð þrisvar deildarmeistari. Við urðum Islandsmeistarar 1995 og unnum bikarinn svo árið eftir. Haukarnir urðu bæði Islands- og bikarmeistarar fyrra árið sem ég var þar, en Stjarnan varð þá deildarmeistari. Við lentum svo aftur í úrslitum gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð, en þá vann Stjarnan alla þijá titlana." - Hvað fittnst þér um stöðuna í deildinni í dag? „Ég held að staðan í deildinni sé mjög eðlileg miðað við styrk- leika liðanna. Það er þó ekkert að marka röðina eftir fjrstu þrjár umferðirnar, en samt má lesa ýmislegt út úr stöðunni. Það sem kannski 'héfur komið mest á óvart, er staða Vals, miðað við það að hafa misst Brynju Stein- sen frá síðasta tímabili. Liðið er ungt og efnilegt og hefur verið að spila mjög vel i mótinu til þessa. Þær eru með mjög jafnt lið og spila mjög grima vörn, eru með góðan markmann og eru mjög léttleikandi í sókninni. Þær hafa komið virkilega á óvart, sér- staklega í síðasta leik gegn ÍBV. Einnig hafa Framstelpurnar komið á óvart eftir slakt tímabil í fyrra, en þær hafa fengið til sín nýja mjög sterka leikmenn, sem spila aðalhlutverkin í liðinu í dag. Þar á ég við rússnesku stelp- urnar og Jónu Björgu, sem kem- ur frá Völsungi á Húsavík. Þær hafa byrjað mjög vel og unnið stóra sigra í Safamýrinni.“ - Hver telurðu að verði staða liðanna þegar liður á timabil- ið? „Eg tel að það verði eins og undanfarin ár, Haukar og Stjarn- an sem verði á toppnum. Hauk- arnir hafa bætt við sig mannskap frá því í fyrra og breiddin er mjög góð hjá liðinu. Þær eru mjög sterkar á pappfrunum. en hafa samt ekki verið sannfærandi í byrjun mótsins. Spilið er frekar einhæft og lítið að gerast í sókn- arleiknum. Þær fara þó langt á sterkri vörn og góðri markvörslu og hyggja mikið á hraðaupp- hlaupum. En liðið er mjög sterkt og Ieikur þess á örugglega eftir að batna þegar líður á mótið. Stjarnan aftur á móti hefur ekki eins mikla breidd, en þær fara langt á hefðinni. Þeirra lið hyggir á mjög sterkum einstak- lingum og svo hafa yngri stelp- urnar verið að koma mjög sterk- ar inn í sumum leikjum. Þær verða sterkar í vetur og verða á svipuðu róli við toppinn eins og undanfarin ár. Onnur Iið sem ég tel að verði í efri hluta deildarinnar, eru lið eins og Víkingur, sem hefur inn- anborðs mjög reynda leikmenn. Þær eiga eftir að sækja í sig veðr- ið og verða örugglega með í toppslagnum. Valur, FH, Fram og ÍBV munu síðan verða um miðja deildina, en þau eru nokkuð svipuð að styrkleika. ÍBV er til dæmis með mjög sterka einstaklinga í sínu liði, en hefur ekki enn tekist að slípa saman liðsheildina. Síðan er það spuming með Gróttu/KR, en þar er á ferðinni mjög ungt og efnilegt lið. Þær hafa misst mannskap frá því í fyrra, en ég tel að þær eigi eftir að hressast. Anna Steinsen mun bætast ( hópinn um áramótin, en hún hefur verið erlendis í námi. Nýliðarnir í deildinni ÍR og KA munu eiga erfitt uppdráttar í vet- ur. Þetta eru ný lið með litla reynslu, en þau eiga eflaust eftir að stvrkjast með tímanum." - Áttu von á góðum árangri FH-liðsins í vetur? „FH-liðið var frekar seint í undirbúningnum, en erfítt var að ná hópnum saman í upphafí undirbúningstímabilsins. Liðið er mjög ungt og við þurfum meiri tíma til að byggja það upp. Það hefur einnig verið erfitt að fylla skarð Hrafnhildar Skúladóttur, sem verður erlendis í vetur og stelpurnar vantar líka svolítið uppá sjálfstraustið. En liðið er mjög efnilegt og \ ið ætlum okkur að gefa því þann tíma sem til

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.